Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 30. mal 1979 11 i ljósmyndadeild Árnastofnunar er mjög fullkominn búnaður til töku og vinnslu á ljósmyndum og örfilmum og þar er alla daga veriö að mynda islensk handrit, sem ákveðiö hefur verið að send veröi til Reykjavikur. Mlkll undlrbúnlngsvlnna ler fram áður en handrltln eru send frú Arnastofnun I Kaupmannaiiöfn: Getur tekiö einn til Ivo dagn að gera við eina síðu „Hvert handrit getur verið mörg ár til meðferðar hjá Ijósmyndurum og viðgerðarfólki áður en þaðer tilbúið til sendingar til íslands, ekki síst ef einhverjir fræði- mannanna þurf a að fá það lánað vegna rannsókna sinna meðan á viðgerð þess stendur", sagði Birgitte Dall, sér- fræðingur í handritaviðgerðum, í samtali við Vísi í Kaupmannahöfn á dögunum. Engan stafkrók má hylja i viðgerðinni Birgitte Dall sagöi okkur, að mikið væri I húfi aö þeir, sem ynnu að viðgerðunum gættu þess, þegar þeir fylltu upp I götin á handritunum, aö viðgerðar- pappirinn færi ekki yfir á stafina, sem næstir væru gatinu. Mikl- vægt væri að halda hverjum staf- krók eins skýrum og hægt væri og hylja hann ekki með viögeröinni En þaö var ekki aö sjá aö Birgitte væri i neinum vandræð- um með þetta atriði þar sem hún nostraði við máð handritablöðin á vinnuborðinu sinu. Hún kann lika vel til verka.hefur stundaö hand- ritaviðgerðir i 22 ár. Birgitte Dall gerir við tvfblöðung úr gömlu handriti á vinnustofu sinni, sem er innan veggja Árnastofn unar I Höfn. Litmynd af handritssiöu tekin úr iitframköllunarvél ljósmyndadeildarinnar. Oft getur tekið einn til tvo daga að gera við hverja slöu I handrit- inu, þegar fylla þarf I göt, sem á hana hafa komið eða laga brúnir. Þetta verk er unnið með örþunn- um papplr sem límdur er yfir götin og sllpaöur meö þar til geröum tólum, en ekki hættum við okkur út I nákvæmari útlistanir á vinnubrögðunum við viögerðirnar. Mikið af þessu verki þarf að vinna gegnum stækkunargler til þess að allt verði eins og það getur getur nákvæmast orðiö. 1 húsakynnum Stofnunar Arna Magnússonar á Háskólasvæðinu i Kaupmannahöfn er rekin tvenns konar starfsemi, sem lýtur aö undirbúningi fyrir sendingu handrita til tslands. Annars vegar er þar um að ræöa full- komna ljósmyndadeild og hins vegar viðgerðarstofu fyrir hand- rit. 1 ljósmyndadeildinni eru teknar myndir af hverju handriti sem senda á til Islands áöur en það fer um hendur Birgitte Dall og starfsfólks hennar á viðgerðar- stofunni. Litmyndir eru teknar af mörgum skinnhandritanna ekki sist ef þau eru fallega lýst. Betra aö greina stafi á myndum en handritum Ljósmyndirnar eru hafðar til hliðsjónar þegar unniö er aö við- gerð handritanna og reynist oft auðveldara að greina stafi eða stafahluta á myndunum en á handritunum sjálfum. Þegar um er aö ræða heilar bækur, sem þarf aö taka til við- gerðar, reynist oft nauðsynlegt að taka þær alveg úr bandinu til þess að hægt sé aö gera við hverja siöu. Þær eru svo bundnar að nýju eftir viðgeröina. Handritaviðgerðir eru mikil nákvæmnisvinna og jafnframt mikið þolinmæðiverk. KEX TEKEX SMÁKEX KÓKUR ÍSKEX

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.