Vísir - 30.05.1979, Síða 29

Vísir - 30.05.1979, Síða 29
VlSIR Miðvikudagur 30. mai 1979. FLVTJA ÚT ORKU en aðetns f dönskum rafhlöðum Danmörk er ef til vili i hugum okkar tslendinga orkusnautt land þar sem engir fossar finn- ast þar. En þegar betur er að gáð er landið hlaðið orku þvi I Danmörku eru Hellesens- rafhlöðurnar framleiddar. William Hellesen fann upp þurrrafhlöðuna árið 1887 og brátt var hafin fjöldafram- leiðsla á þeim. Hellesens«verk- smiðjurnar voru þær fyrstu sem fóru að framleiða rafhlöður og nú er fyrirtækið með stærstu rafhlöðuframleiðendum i heimi og eini framleiðandinn á Norðurlöndum. Hér á landi eru það Bræðurn- ir Ormsson h.f. sem flytja inn Hellesens-rafhlöðurnar. Höfuðstöðvar Hellesens- fyrirtækisins eru i Kaupmanna- höfn en þar eru aðalskrifstofur, rannsóknarstofur, verksmiðja og söluskrifstofur. Hellesens-rafhlöðurnar eru framleiddar úr zinki, brún- steini, grafiti og leiðandi efnum en utan um rafhlöðuna er siðan einangrun og málmhetta. Framleiddiir eru tugir tegunda af rafhlöðum til mismunandi nota og i mismunandi stæröum og gerðum. Hellesens framleiðir rafhlöð- ur allt upp i 120 volt. Þetta elsta rafhlöðufyrirtæki heims flytur vörur sinar á rúm- lega 100 markaðssvæði út um allan heim allt til kaldra Græn- landsstranda og suður til hita- beltislanda. —KS. Nýtisku vélakostur er notaður við framleiðslu á garni. Hjertegarn frá Odense Danskt garn hef ur lengi verið velþekkt hérlendis og þá ekki síst HJERTEGARN. Þá er ODELON garnið velþekkt hjá mörgum svo og JUTLAND SOCKS. Það er „De Danske Kamgarnspinderier A/S'' sem framleiðir ofantaldar tegundir og selur hingað til lands, en það er stærsti f ramleiðandi garns og sokka í Danmörku. Fyrirtækið var stofnað árið 1926 í Odense og hef ur síðan stöðugt vaxiðog dafnað, enda leggur það jafnan áherslu á nýjar uppskriftir og snið. —SG. Reisuleg verksmiðjubygging og „hráefnið” á beit. '■‘Wl

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.