Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 30. mai 1979. VERULEG TENGSL A MENNIMG AR- 0G LISTASVIÐINU Ýmsir listamenn hafa auftgað menningarllf beggja frændþjóð- anna, Dana og Islendinga á liðn- um árum. Sitthvað á þvi sviði ber á góma i viötölum og frá- sögnum annars staöar i þessu Danmerkurblaöi en hér á eftir munum við nefna nokkur atriði I þessu sambandi. Danskar bókmenntir hafa I rikum mæli sótt innblástur I gömlu dróttkvæðin Islensku. Þar má nefna skáld eins og Johannes Ewald, Adam Oehl enschlager, Carsten Hauch, Johannes V. Jensen og marga fleiri. Sama gildir um málaralistina þar sem Abildgaard Eckers- berg og nUtimamálarar eins og Johannes Larsen og Mogens Zieler hafa sótt hugmyndir i þennan skáldskap. t gömlu lýðháskólunum voru tslendingasögurnar á sama hátt notadrýgstar við að kenna al- þýðu manna bókmenntir og komu að sama gagni og þjóð- legar bókmenntir danskar. Allt frá 16. öld hafa danskir vlsindamenn átt árangursrikt samstarf meðislenskum starfs- bræörum. Þetta hófst meösam^ starfi Ola Worm og Brynjólfs biskups Sveinssonar en þeir deildu brennandi áhuga á hand- ritunum. A þessari öld hafa þessi menningartengsl sist verið minni. Gunnar Gunnarsson hefur meir en nokkur annar vakið athygli Dana á tslandi meö skáldsögum sinum og eru bækur hans stööugt lesnar I Danmörku. Hverri nýrri bók sem Halldór Laxness sendir frá sér og þýdd er á dörisku er tekið á svipaöan hátt og innlendum bókmennta- viðburði.Einnighafa Kristmann Guömundsson og Guðmundur Danielsson verið mikið lesnir i Danmörku. En fleiri listamenn hafa brugðið ljósi á menningarlif beggja þjóðanna. Þar á meðal eru myndlistamennirnir Jó- hannes S. Kjarval, Jón Stefánsson og JUlIana Sveins- dóttir, Sigurjón Ólafsson og Tryggvi Ólafsson og óperu- söngvararnir Stefán íslandi, Magnús Jónsson og Einar Kristjánsson. Or leikhúslifinu má einkum geta Onnu Borg Hún var gift Poul Reumert sem talinn er einn besti leikari aldarinnar i Danmörku. Einnig eru kunnir á þvl sviði þeir Lárus Pálsson leikari og Friðbjörn Björnsson dansari sem tengt hafa löndin saman I þessari listgrein. cás\/4 BUÐIN Skipholti 19, sími 29800. Miðvikudagur 30. mal 1979. vísm Rauðir og hvitír fánar setja skemmtilegan svip á þjóðhátiðardag Dana og aðra daga, þegar Danir gera sér dagamunog yfirleitter fóik með bros á vör Þótt ekki séu til tölfræðilegar norrænar kannanir um það, hver Norðurlandaþjóðanna er brosmildust og gáskafyllst, er næstum óhættað fullyrða, að Danir munueiga þar Norðurlandametið. Þeir eru einstaklega lagnir við að segja gamansögur og virðast yf irleitt ekki gera það á kostnað annarra eins og íslendingum hætt- ir mjög til. Hvar sem ferðamenn ber að garði er þeim sérlega vel tekið og reynt að greiðagötu þeirra eftir mætti,enda leggja Danir verulega áherslu á að auka ferðamannastfauminn til landsins. f einum bæklinga danska ferðamálaráðsins eru þessar tölulegu upplýsingar um Kaupmannahöfn: Þarerul02 hótel, 1725 veitinga- staðir, 30 söf n, 69 kvikmyndahús, 4 stórverslanir, 5 stórir skemmti- garðar, 19 leikhús, 4 hallir og 21 skemmtistaður þar sem dansað er eða hlýtt á tónlist. Ef þessar tölur eru lagðar saman verður útkoman 1979. Þess vegna telja ferðafrömuðirnir dönsku árið 1979 vera tilvalið ár til þess að heimsækja Kaupmannahöfn. Islendingar hafa alltaf kunnað vel við sig í Kaupmannahöfn, enda var hún lengi bæði höfuðborg Islands og Danmerkur. Þótt Danir séu ekki alls kostar ánægðir með allt í þjóðfélagi sínu, frem- ur en við fslendingar, má með sanni segja, að þær rúmlega fimm mill jónir manna, sem þar búa, uni glaðar við sitt. Ein besta leiðin til þess að kynnast Danmörku er að ferðast um iandið á sama hátt og fjöldi heimamanna gerir, — á reiðhjóli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.