Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 1
33. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. FEBRÚAR 2001 ÖFLUG bílsprengja sprakk í Jerú- salem í gær, aðeins tveimur dögum eftir að Ariel Sharon vann mikinn sigur í forsætisráðherrakosningun- um í Ísrael með fyrirheitum um að binda enda á óöld og ofbeldi. Brást hann við með því að ítreka, að ekki yrði rætt við Palestínumenn fyrr en ofbeldinu linnti. Sharon er farinn að ræða myndun nýrrar stjórnar og er haft eftir ráðgjöfum hans, að hann sé tilbúinn til verulegra tilslakana gagnvart Verkamannaflokknum vilji hann setjast í stjórn með Likud- flokknum. Bílsprengjan sprakk í hverfi strangtrúaðra gyðinga og þykir mik- il mildi, að enginn skyldi bíða bana, þar sem talið er, að mikið af sprengi- efni hafi verið í bílnum. Ein kona særðist lítillega og aðstoða varð níu manns vegna áfalls. Ókunn samtök, sem kalla sig Andspyrnusamtök Pal- estínu, sögðust í gær bera ábyrgð á sprengingunni, sem þau kváðu vera svar við „hroka Sharons“. Vill ekki reiða sig á bókstafstrúarflokka Sharon hefur hafið tilraunir til að koma saman nýrri stjórn en hann hefur lagt til, að mynduð verði þjóð- stjórn með Verkamannaflokki Ehuds Baraks, fráfarandi forsætis- ráðherra. Er haft eftir ráðgjöfum Sharons, að hann sé tilbúinn til ým- issa tilslakana gagnvart Verka- mannaflokknum til að þurfa ekki að vera ofurseldur stuðningi margra mjög hægrisinnaðra bókstafstrúar- flokka. Barak og Shimon Peres, einn helsti frammámaður í Verkamanna- flokknum, eru hlynntir því að ræða við Sharon en innan flokksins er mikill ágreiningur um hvort setjast eigi í stjórn með honum. Romano Prodi, formaður fram- kvæmdastjórnar ESB, átti í gær fund með Abdullah II, konungi Jórd- aníu, og sagði að honum loknum, að Sharon yrði dæmdur af verkum sín- um. Skoraði hann á hann að taka aft- ur upp þráðinn í friðarviðræðunum við Palestínumenn en Zalman Sho- val, ráðgjafi Sharons, vísaði slíkum áskorunum á bug í gær. Þykir það ekki boða gott en í bréfi, sem Sharon sendi Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, segist hann tilbúinn til viðræðna á grundvelli ályktana ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 242 og 338. Þær kveða á um brott- flutning Ísraela af landi, sem þeir lögðu undir sig 1967, en Ísraelar og Palestínumenn hafa ávallt deilt um umfang brottflutningsins. „Búnir undir stríð“ Sigri Sharons hefur verið illa tekið í arabaríkjunum. Hussein Tantawi, varnarmálaráðherra Egyptalands, sagði í Kaíró í gær, að Egyptar vildu vinna að friði en yrðu þó „að vera búnir undir stríð“. Stjórnvöld í Sýr- landi sögðu augljóst, að ekki væri að vænta neinna samninga við Sharon og dagblöð í Sádi-Arabíu hvöttu leið- toga arabaríkjanna til að gleyma friðarferlinu í Mið-Austurlöndum. Sögðu þau, að arabar yrðu að „draga sínar ályktanir“ af kosningasigri hægrimannsins Sharons. Öflug bílsprenging í Jerúsalem tveimur dögum eftir kjör Ariels Sharons Áhersla á samstjórn með Verkamannaflokknum Jerúsalem. AP, AFP, Reuters. AP Ísraelskir lögreglumenn og sprengjusérfræðingar hjá leifum bílsins sem sprakk í loft upp í Jerúsalem í gær. Kona særðist lítillega og þykir það ganga kraftaverki næst, að ekki skyldi hafa farið verr.  Viðbrögð/24 GEIMFERJUNNI Atlantis var skot- ið á loft í fyrrakvöld frá Canaveral- höfða á Flórída með rándýran farm, sjálfa „sálina“ í Alþjóðlegu geimstöðina. Er þá átt við rann- sóknastofu sem kostaði um 120 milljarða íslenskra króna. Munu geimferjan og áhöfn hennar ná til geimstöðvarinnar, eða Alfa eins og hún kallast, í dag en einingunni með rannsóknarstofunni verður komið fyrir á morgun. Í Alfa eru nú þrír menn, einn Bandaríkjamaður og tveir Rússar. Geimskotið í fyrra- kvöld þótti mjög tilkomumikið og hér má sjá eldhafið aftan úr flaug- inni lýsa upp himininn. AP Atlantis á leið til Alfa SAKSÓKNARAR í Þýskalandi hafa ákveðið að falla frá málsókn gegn Helmut Kohl, fyrr- verandi kanslara, en hann var sakaður um að hafa tekið við leynilegum greiðslum í flokks- sjóði Kristilega demókrataflokksins. Þess í stað verður hann sektaður um tæplega 12 milljónir íslenskra króna. Málið gegn Kohl hefur verið rekið í rúmt ár, eða síðan hann viðurkenndi að hafa tekið við leynilegum framlögum. Nú hefur verið ákveð- ið að láta málið falla niður gegn sekt og hefur Kohl samþykkt það, að því er lögfræðingar hans sögðu í gær. Lögðu þeir raunar fram til- lögu um að ljúka málinu með þeim hætti í október síðastliðnum. Dómstóll í Bonn mun taka afstöðu til þess- ara málaloka fljótlega og fallist hann á þau, mun það hlífa sameiningarkanslaranum við að lenda á opinberri sakaskrá. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að þegar þessu máli lýkur getur Kohl ekki lengur neitað að svara spurningum þingnefndar sem er að kanna hvort hann hafi selt fyrirgreiðslu stjórnvalda í valdatíð sinni, 1982 til 1998. Hann hefur raunar alltaf neitað því en ekki svarað spurningum um það að öðru leyti vegna hinnar rannsóknarinnar. Málsókn gegn Kohl hætt Berlín. AP, AFP. Helmut Kohl SENDINEFND frá Evrópusam- bandinu, ESB, kom til Belgrad í gær og skoraði þá á hina nýju stjórn í Júgóslavíu að framselja Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta, til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Serbneskir þjóðernissinnar og stuðningsmenn Milosevic efndu til mótmæla vegna komu nefndarinnar, sem í var meðal annars Javiers Sol- ana, talsmanns ESB í utanríkis- og varnarmálum, en fáir sóttu þau. Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar og einn nefndarmanna, sagði á fundi með Vojislav Kost- unica, forseta Júgóslavíu, að ESB vænti þess, að stjórn hans hefði fullt samstarf við stríðsglæpadómstólinn en hann hefur sakað Milosevic um stríðsglæpi í Kosovo. Hún nefndi þó engar tímatakmarkanir varðandi framsal Milosevic, ólíkt Bandaríkja- stjórn sem hefur gefið Júgóslavíu- stjórn frest til 31. mars næstkom- andi. Að öðrum kosti muni Bandaríkjamenn íhuga að hætta fjárhagslegum stuðningi við hana. Kostunica hefur áður lýst yfir and- stöðu við stríðsglæpadómstólinn og segir, að verði Milosevic saksóttur eigi að gera það í Serbíu. Fáir mótmælendur Serbneskir þjóðernissinnar og stuðningsmenn Milosevic boðuðu til mótmæla vegna komu nefndarinnar og sérstaklega gegn Solana sem var framkvæmdastjóri NATO meðan á loftárásunum á Serbíu stóð í mars til júní 1999. Tóku ekki nema rúmlega 100 manns þátt í þeim. Solana kvaðst hafa skilning á til- finningum sumra Serba í sinn garð en lagði áherslu á, að hann vildi hjálpa Serbum við að aðlagast hinu evrópska samfélagi. Háttsettir fulltrúar ESB í Belgrad Vilja að Milose- vic verði fram- seldur til Haag Belgrad. AP, Reuters. ÓTTAST er, að allt að 90% þeirra tungumála, sem nú eru töluð, verði horfin um næstu aldamót. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðun- um kemur fram, að nú séu töluð 5.000 til 7.000 tungumál í heiminum og flest af frumbyggjahópum. Í skýrslunni segir, að málvernd sé hluti af umhverfisvernd vegna þess, að með málunum hverfi mikil þekk- ing, meðal annars á náttúrunni. Tungumál- um fækkar Nairobi. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.