Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 39
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 39 HINN 16. september 1999 ákvað borgar- stjórn Reykjavíkur að hefja undirbúning að al- mennri atkvæða- greiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ástæða þess að ákveðið var að hafa þennan háttinn á er sú, að alla tíð hafa verið mjög skiptar skoðanir meðal borgarbúa um ágæti flugvallar í Vatnsmýri en jafnframt er ljóst að það getur ekki dregist lengur að ákveða hvort hann eigi að vera á þessum stað í fyrirsjá- anlegri framtíð eða ekki. Borgaryfir- völdum ber skylda til að líta til fram- tíðar og gera áætlun um þróun og skipulag borgarinnar til næstu ára- tuga. Slík áætlun verður ekki gerð af neinu viti nema tekin sé afstaða til þeirra 133 ha í miðju borgarlandsins sem nú eru notaðir fyrir flugstarf- semi. Í sjálfu sér hefðu borgaryfir- völd getað tekið ákvörðun af eða á í þessu máli án samstarfs við aðra en samgönguyfirvöld. Af fenginni reynslu er þó ljóst að það samstarf hefði allt verið á forsendum sam- gönguyfirvalda og sérfræði og hags- munir flugsins gengið framar sér- fræði og hagsmunum borgarsam- félagsins. Það var því mat borgaryfirvalda að nauðsynlegt væri að færa valdið frá sérfræðingunum og þrýstihópunum, sem alltof oft stjórna stjórnmálamönnunum, og yfir til borgarbúa sem eiga hvorki pólitískra né persónulegra hagsmuna eða for- tíðar að gæta í málinu. Ráðherra og Reykvíkingar Þessi ákvörðun hefur mælst misvel fyrir og því meiri völd sem menn hafa í samfélaginu þeim mun verr virðist þeim líka hún. Samgönguráðherra er einn þeirra sem hafa látið atkvæða- greiðsluna mjög til sín taka í fjölmiðl- um að undanförnu. Eins og endranær þegar þau mál ber á góma hefur stífni – jafnvel þvergirðingsháttur – ein- kennt alla hans framgöngu. Hann hefur einblínt á hagsmuni flugsins en virðist algerlega fyrirmunað að horfa á málið út frá framtíðarhagsmunum Reykjavíkur. Í samræmi við þetta hefur hann ákveðið að stilla Reykvík- ingum upp andspænis afarkostum. Hann leggur allt kapp á að flugvöllur verði í Vatnsmýri í fyrirsjáanlegri framtíð með því fyrirkomulagi sem honum og flugmálayfirvöldum hentar best. Vilji Reykvíkingar gera ein- hverjar umtalsverðar breytingar á því fyrirkomulagi er þeim sagt að þeir verði að greiða fyrir þær með sínum skattpeningum. Vilji Reykvíkingar aftur á móti ekki leggja Vatnsmýrina undir flugvallarrekstur í framtíðinni þá komi af hans hálfu ekki til álita að skoða neinn annan kost en Keflavík- urflugvöll. Með þessum málflutningi er ráðherrann að freista þess að hafa áhrif á kjósendur í Reykjavík og þvinga þá til fylgilags við óbreytt ástand. Gamlar þumalskrúfur Það vekur óneitanlega athygli með hvaða hætti ráðherrann nálgast flug- vallarmálið. Er þar allt á sömu bókina lært. Hann leggur annars vegar áherslu á rétt flugmálayfirvalda, flug- rekenda og landsbyggðar og hins vegar á skyldur borgaryfirvalda og Reykvíkinga. Lítil sem engin tilraun er gerð til að sannfæra Reykvíkinga um ágæti flugreksturs í Vatnsmýr- inni eða að sú staðsetning flugvallar þjóni hagsmunum þeirra í bráð og lengd. Ráðherrann virðist einfaldlega ekki horfast í augu við þá staðreynd að flugvallarmálið er nú í höndum borgarbúa og það er við þá sem hann þarf að eiga orðastað og það er þeirra dómgreind sem hann – eins og aðrir – verður að treysta. Ráðherrann þarf að gera sér grein fyrir því að í þessu máli eru þær þumalskrúfur, sem stundum hafa reynst notadrjúgar á stjórnmálamenn, úrelt þing. Hann verður líka að átta sig á því að málið er þverpólitískt svo nú dugar heldur ekki sú gamaldags aðferð stjórnmálabaráttunnar að stimpla andmælend- ur annaðhvort sem póli- tíska fjandmenn eða handbendi pólitískra andstæðinga. Því fyrr sem ráð- herrann áttar sig á þessu, þeim mun líklegra er að við fáum málefnalega umræðu um framtíðarhagsmuni flugs og byggðar í Reykjavík. Skipulagsmál flugvallarins En ráðherrann kýs að verja kröft- um sínum í að skattyrðast við borg- aryfirvöld. Fram hefur komið, m.a. á heimasíðu hans 4. feb., og í viðtölum í Mbl., á Stöð 2 og í Kastljósi 6. feb. að ráðherrann telur sig leiksopp borg- aryfirvalda í þessu máli. Flugmálayf- irvöld séu að vinna að endurbótum á flugvellinum í Vatnsmýri í góðri trú og í samræmi við aðalskipulag frá 1997, deiliskipulag frá 1999 og ,,sam- komulag við borgarstjóra“ frá því í júní 1999. Um þetta er eftirfarandi að segja: Í fyrsta lagi nær ákvörðun að- alskipulagsins varðandi flugvallar- rekstur í Vatnsmýri ekki nema til árs- ins 2016 og borgaryfirvöld hafa aldrei gefið nein fyrirheit um framtíðina í því efni. Ólíkt því sem gerist um aðra atvinnustarfsemi í borginni er enginn lóðaleigusamningur í gildi um þá 80 ha lands sem borgin á og eru undir flugvellinum og ríkið hefur aldrei greitt leigu af því landi. Í öðru lagi var samþykkt deiliskipulag af flugvallar- svæðinu á árinu 1986 og flugmálayfir- völd hafa allar götur síðan haft fullan og óskoraðan rétt til að ráðast í fram- kvæmdir í samræmi við gildandi skipulag. Samgönguráðherrar og Al- þingi settu hins vegar aðra flugvelli í forgang og Reykjavíkurflugvöllur fékk óáreittur að verða sú óprýði í borgarlandinu sem hann er. Í þriðja lagi var loksins ákveðið ár- ið 1996 að fara í löngu tímabært við- hald á flugvellinum. Í tengslum við þá ákvörðun óskuðu flugmálayfirvöld eftir endurskoðun á deiliskipulaginu og við þær aðstæður freistuðu borg- aryfirvöld þess að ná fram eins mikl- um úrbótum fyrir byggðina í borginni og kostur var. Sá róður var hins vegar þungur enda virðist það vera stefna flugmálayfirvalda að standa á sínu jafnvel lengur en stætt er. Með harð- fylgi fékkst það þó fram að norðaust- ur-suðvestur-brautin yrði lögð niður á næstu árum og flugvöllurinn þá rek- inn með tveimur brautum en ekki þremur eins og nú er. Samkomulag mitt við ráðherra Á þessum tíma setti ég það sem skilyrði fyrir samþykkt deiliskipu- lagsins að dregið yrði úr umhverfis- áhrifum flugumferðarinnar, annars vegar með hertum flugumferðar- reglum, og hins vegar með því að flytja allar snertilendingar í æfinga- og kennsluflugi á nýjan flugvöll í ná- grenni borgarinnar. Sá flugvöllur yrði hannaður með það í huga að hægt væri að þróa hann til víðtækari nota fyrir t.d. æfinga-, kennslu- og einkaflug. Það skal fúslega viður- kennt að ég reyndi að ná lengra og fá ráðherra til að fallast á að skoða al- mannaflug líka í þessu sambandi. Átti ég um þetta fundi, bæði með fyrrver- andi og núverandi samgönguráð- herra – en án árangurs. Það er því ómaklegt – ég vil næstum segja ósvíf- ið – af samgönguráðherra að láta að því liggja að ég hafi gert við hann eitt- hvert samkomulag um framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli. Sameiginlega gengum við frá bókun sem er alveg skýr hvað það varðar að Reykjavík- urborg skuldbatt sig til að samþykkja breytingar á deiliskipulagi flugvallar- ins ,,í samræmi við markaða stefnu í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996– 2016 þar sem kveðið er á um að Reykjavíkurflugvöllur skuli vera mið- stöð innanlandsflugs á skipulagstíma- bilinu“. Ráðherrann skuldbatt sig aft- ur á móti til að gera það að tillögu sinni að í flugmálaáætlun fyrir árin 2000–2003 yrði gert ráð fyrir því að snertilendingar flyttust á flugvöll í nágrenni borgarinnar. Það hefur leg- ið fyrir lengi að það væri enginn áhugi fyrir því hjá samgönguyfirvöldum að skoða aðra kosti fyrir flugrekstur á höfuðborgarsvæðinu en núverandi flugvöll í Vatnsmýri. Sú vinna varð því að fara fram á vegum annarra og jafnvel í þeirra óþökk. Nú liggja fyrir úttektir, m.a. frá erlendum sérfræð- ingum sem unnu fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgar- svæðinu, sem leiða í ljós að það er fleiri kosta völ. Það eru fleiri flugvall- arstæði til en Vatnsmýrin og þó að það kunni að vera á þeim einhverjir annmarkar eru engar málefnalegar forsendur á þessu stigi til að afskrifa þessa staði. Í þessu sambandi ættu menn líka að hafa í huga að það eru margvíslegir annmarkar á flugrekstri í Vatnsmýri og væntanlega dytti eng- um óvitlausum manni í hug að setja niður nýjan flugvöll við þær aðstæður sem þar eru. Viðhorf til lýðræðis Í þessari grein hef ég ekki fjallað efnislega um áhrif og afleiðingar mis- munandi nýtingar Vatnsmýrar fyrir framtíð flugs og byggðar. Það bíður betri tíma. Ég hef einskorðað mig við að rekja aðdraganda þess að Reyk- víkingar standa nú andspænis því að greiða atkvæði um framtíð Vatns- mýrarinnar. Með atkvæðagreiðslunni er brotið í blað í íslenskri stjórnmála- sögu og ég er sannfærð um að með henni mun þeirri lýðræðiskröfu aukast ásmegin að í mikilvægum samfélagsmálum fái þjóðin sjálf að móta sér framtíð en þurfi ekki nauð- synlega að lúta forræði stjórnmála- flokkanna. Í grein eftir Jiri Pehe, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafa Václ- avs Havels, sem birtist í Mbl. hinn 12. janúar er athyglisverð umfjöllun um mismunandi viðhorf til lýðræðisins. Hann bendir m.a. á að það sé ríkjandi hugmynd að líta á stjórnmálaflokk- ana sem meginstoð lýðræðisins og ekki sé þörf á afskiptum annarra samtaka af stjórnmálum. Lýðræðis- hugmynd Václavs Havels er hins veg- ar sú að það þurfa að vera til öflug borgaraleg samtök sem veita stjórn- málaflokkunum aðhald og koma í veg fyrir að þeir taki sér drottnunarvald. Það er mín skoðun að það sé rík þörf fyrir slík samtök hér á landi, enda er pólitísk valdþjöppun óvíða jafnmikil. Vonandi tekst slíkum samtökum að hafa forystu í þeirri umræðu sem mun fara fram um flugvöllinn á kom- andi vikum og koma í veg fyrir að þeir einstaklingar sem láta málið til sín taka verði reknir ofan í hefðbundnar pólitískar skotgrafir. RÁÐHERRANN OG FLUGVÖLLURINN Með atkvæðagreiðsl- unni, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. Á SÍÐUSTU misser- um hefur umræða um stjórnmál færst tölu- vert mikið út á Netið og flestar ungliðahreyfing- ar stjórnmálaflokkanna reka vefrit. Frelsi.is, Maddaman og Vef- Þjóðviljinn (andriki.is), sem er óháður stjórn- málaflokkum, eru með eldri vefritum og birta daglega pistla um ýmis mál. Skrifin á þessum síðum eru oft óbeisluð og menn segja þar það sem hug þeirra stendur næst hverju sinni. Nokkur vefrit hafa einnig bein eða óbein tengsl við Sam- fylkinguna. Þegar maður skimar um þau kemur í ljós að Samfylkingin er rúin öllu trausti eigin flokksmanna. Framtíðin virðist ekki björt þar sem unga fólkið virðist ekki hafa nokkra trú á flokknum. Ungur jafnaðarmaður lýsir flokki sínum mjög vel í pistli 1. febrúar sl. í vefritinu Skoðun: „Að mínu mati er veik staða Sam- fylkingarinnar til komin vegna algers skorts á heildstæðri hugmyndafræði. Þessi skortur á hugmyndafræði veld- ur því að það skortir alvarlega sam- ræmi og samkvæmni í málflutningi hreyfingarinnar. Málflutningur Sam- fylkingarinnar einkennist helst af ör- væntingarfullum tilraunum til að koma höggum á ríkisstjórnina og allt er látið vaða í þeirri von að eitthvað hitti í mark.“ Í pistli 30. janúar sl. á Kreml.is (sem m.a. nokkrir ungir jafnaðar- menn og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar standa að), „Úlfa- kreppa Samfylkingarinnar“, er bent á að fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið „hraðar en gengi deCODE á NASDAQ og mælist nú 16,5% en var rúmlega 27% í síðustu könnun.“ Pistlahöfundur reynir að rekja ástæð- ur þessarar ógæfu og segir: „Það er Samfylkingin sem hefur farið flokka fremst í að blása út yf- irvofandi efnahagskreppu og koma þeirri firru inn hjá almenningi að stjórnvöld séu almennt séð allan dag- inn að finna leiðir til að níðast á börn- um, unglingum, nemendum, barna- fólki, öldruðum, geðsjúkum, öryrkjum og svo framvegis. Og nú fær hún þetta allt saman í hausinn, því það treystir enginn þessum loðna, afkáralega og stefnulausa miðju- moðsflokki þar sem hver höndin er upp á móti annarri.“ Öllum spjótum er augljóslega beint að Össuri Skarphéðinssyni enda er það Össur sem hefur „toppað vitleys- una“ með því að líkja Samfylkingunni við sósíalistana í Frakklandi og skil- greint Sjálfstæðisflokkinn sem höfuð- andstæðing sinn sem pistlahöfundur segir réttilega „algjörlega merking- arlaust og gjörsamlega úr takti við tímans þunga nið.“ Örvæntingin í herbúðunum virðist nú orðin svo mikil að jafnvel formenn í aðildarfélögum Samfylkingarinnar eru farnir að íhuga flutning í Vinstri hreyfinguna – grænt framboð. For- maður Ungra jafnaðarmanna (UJ) í norðausturkjördæmi kemst svo að orði á vef UJ, Pólitík.is, 3. febrúar sl.: „Þar sem ég er mikill tækifæris- sinni og upptekinn af eigin rassi fór ég að íhuga væntanlega inngöngu mína yfir í Vinstri hreyfinguna nú um helgina en sá eftir vandlega umhugs- un að VG eru ekki alveg tilbúnir fyrir mig enn.“ Ekki enn, segir ungi formaðurinn og nefnir tíu ástæður fyrir því að VG eru ekki nógu góðir en bætir við að „ef Vinstri-grænir halda áfram að bæta við sig fylgi er ég tilbúinn að henda þessum 10 áðurnefndum ástæðum út í hafsauga.“ Ekki mikil heilindi eða hugsjón þar á ferð. Gagnrýni UJ á eigin forystu hefur verið afar óvægin og ómálefna- leg. Forseti lýðveldisins, dr. Ólafur Ragnar Grímsson, var nýlega upp- nefndur „Óli grís“ á vef UJ á dögunum og fyrr- um formanni Alþýðu- flokksins og stofnanda Samfylkingarinnar, sem brátt hverfur úr pólitík eftir áratuga starf, var líkt við Hómer Simpson. Ekki falleg kveðjugjöf það. Einna illkvittnast var þó þegar þeir reyndu nýlega að gera lítið úr formanni eigin þingflokks, þar sem konan hafði gleymt að uppfæra heimasíðu sína eftir að embætti talsmanns flokksins var lagt af. Í haust mátti á Vefnum lesa hvassar skeytasending- ar á forystuna: „Ef til vill þarf bara ný andlit í for- ystu flokksins, því að mín tilfinning er sú að fólk taki ekki nýju stefnuna og nýja flokkinn trúanleg fyrr en öll gömlu andlitin fara.“ Nýlega hafa þeir einnig tekið upp á því að hæðast að eigin fólki með oflofi sem er varla hægt að túlka annað en háð, ekki síst í ljósi síðustu skoðana- kannana og skoðana flokksbræðra sem hér hefur verið vitnað til. Vara- formaður Ungra jafnaðarmanna og ritstjóri vefs þeirra kemst svo að orði í pistli 1. febrúar sl.: „Samfylkingin er hægt og bítandi farin að temja sér málflutning ábyrgs stjórnmálaflokks. Samfylking er farin líta á efnahagsmálin sem alvörumál þar sem hlutirnir þurfa að stemma. […] Loksins eru þingmenn Samfylk- ingarinnar farnir að tala einni röddu og hafa fylkt sér bak við hið breiða bak formannsins. Dr. Össur Skarp- héðinsson er smátt og smátt að festa sig í sessi sem formaður stórs stjórn- málaflokks. Hann hefur alla burði til þess að geta aflað sér mikils persónu- fylgis.“ Frægt er orðið þegar fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðins- sonar kallaði hann „mesta vindhana íslenskra stjórnmála.“ Vindhana- kenningin ætlar seint að gleymast og í ritstjórnargrein á vef UJ 2. febrúar sl. er vindhaninn sagður best geymd- ur á húsþökum: „Þeir eru alls ekki hrokafullir þó svo þeir séu settir á topp húsa. Þeir geta nefnilega ekki sinnt hlutverki sínu ef þeir eru ekki hæfilega hátt settir. Vindhanar eru einkar falleg gjöf og fara vel á sumarhúsum.“ Það eru ekki aðeins ungliðarnir í Samfylkingunni sem hafa augljóslega enga trú á eigin stjórnmálaflokki. Einn þingmanna Samfylkingarinnar komst svo að orði í ágætum þætti Eg- ils Helgasonar á Skjá einum, Silfri Egils, 4. febrúar sl. þegar hann var spurður að því af hverju Sjálfstæð- isflokkurinn (meintur höfuðandstæð- ingur Samfylkingarinnar að mati Össurar og félaga) væri svona stór: „Vegna þess að hann hefur ekki átt nógu verðuga andstæðinga.“ Þar höf- um við það. Er það nokkur furða að kjósendur treysti ekki Samfylking- unni þegar flokksmenn og ungliða- hreyfing hennar hafa jafnlitla trú á eigin fólki og raun ber vitni? Samfylkingin rúin öllu trausti Magnús Þór Gylfason Höfundur er pistlahöfundur á Frelsi.is. Samfylkingin Er það nokkur furða að kjósendur treysti ekki Samfylkingunni, spyr Magnús Þór Gylfason, þegar flokksmenn og ungliðahreyfing hennar hafa jafnlitla trú á eigin fólki og raun ber vitni? UMRÆÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.