Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 45 Minningar frá æskuárunum þegar við öll, barnabörn afa og ömmu, fór- um í sunnudagsferðirnar með foreldr- um okkar, vorum í boltaleikjum og borðuðum svo nestið sem mömmurn- ar sáu um, Guðbjörg í glöðum leik. Minningar frá jólaboðunum þegar allir gengu í kring um jólatréð og sungu jólalögin, Guðbjörg söng há- stöfum. Minningar frá barnaafmælunum, Guðbjörg kát og glöð. Minningar frá fullorðinsárum okk- ar, þó við hittumst sjaldnar, Guðbjörg alltaf með góða skapið meðferðis. Þegar litið er til baka er svo stutt síðan við hittumst í sumarbústaðnum hjá Lalla og Ásu fyrir austan, öll fjöl- skylda afa og ömmu, Guðbjörg hrók- ur alls fagnaðar með gítarinn sinn. Nú verðum við að horfast í augu við að Guðbjörg frænka er farin. Við systkinin og mamma okkar biðjum Guð að leiða og vernda elsku börnin hennar, þau Guðnýju og Sindra, Þorgeir eiginmann hennar, Ragnheiði og fjölskylduna alla á þess- um erfiðu tímum. Einnig elsku Ásu og Lalla, Dagnýju, Ásgeir, Villa og aðra ættingja og vini. Við kveðjum með þessari litlu bæn: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pét.) Guð blessi minningu frænku okkar. Guðrún, Ásgeir, Magnús, Ingunn, og Helga. Löngu og erfiðu veikindastríði er lokið, elsku Guðbjörg sem ætlaði sér að vinna þetta stríð varð að lúta í lægra haldi. Á síðastliðnum þremur árum hafa skipst á skin og skúrir en alltaf var Guðbjörg jafnbjartsýn á bata, horfði fram á veginn og tók þátt í lífinu eins og hún gat. Síðustu vikur hafa verið erfiðar og Guðbjörg vissi vel að hverju stefndi, en hún gat glaðst yfir því að Guðný dóttir hennar var byrjuð í hjúkrunarnámi, hún vildi svo gjarnan fá að lifa fermingu Sindra sonar síns en af því varð því miður ekki. Guðbjörg valdi sér að lífsstarfi að annast sjúka og vann lengst af við að- hlynningu eldra fólks. Enda átti það vel við hana því hún gat svo vel gefið af sér og bar ávallt umhyggju fyrir öðrum. Guðbjörg var dugnaðarforkur og var óhrædd við að reyna eitthvað nýtt, kom það best í ljós þegar hún var t.d. sem unglingur að vinna austur á Kirkjubæjarklaustri og um tíma vann hún sem sjúkraliði á sjúkrahús- unum í Vestmannaeyjum og á Ísa- firði. Við Guðbjörg erum búnar að vera vinkonur frá því við vorum stelpur og minningarnar streyma fram um allt sem við gerðum saman. Við tókum ávallt þátt í lífi hvor annarrar, hvort sem var í gleði eða sorg. Allar sam- verustundirnar okkar saman, hvort sem voru útilegur, sumarbústaða- ferðir, bæjarferðir, að undirbúa veisl- ur eða bara vera saman. En það sem við gerðum mest af var að hlæja sam- an, það var alltaf gaman hjá okkur og börnin okkar hristu stundum höfuðið yfir okkur og sögðu að við gætum hlegið af öllu, líka því sem enginn ann- ar skildi og það var alveg rétt. Ég á eftir að sakna mánudagsmorgnanna því þá hittumst við oftast, bara til að vera saman og ræða saman um lífið og tilveruna. Elsku Þorgeir, Guðný, Sindri, Ragnheiður, Ása, Lalli og aðrir ást- vinir, megi minningin um yndislega konu veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ágústa Lárusdóttir. Með sorg í hjarta kveðjum við nú kæra starfssystur, Guðbjörgu Þor- láksdóttur. Við köllum okkur gjarnan „syst- urnar“, þannig tjáum við kærleik okk- ar hver til annarrar. Deildarstjórinn okkar sáði fræinu fyrir nokkrum ár- um, bauð okkur heim til sín, bakaði handa okkur tertu og áletraði: „Laugaskjólssystur“. Það er skemmst frá því að segja að fræið féll í frjóan jarðveg og systra- félagið dafnaði vel í starfi okkar í Laugaskjóli, sem er sambýli fyrir minnissjúka. Guðbjörg var sjúkraliði að mennt og blómstraði í því starfi. Hún réð sig til starfa hjá Skjóli fyrir 10 árum og vann þar um hríð, en færði sig síðan í Laugaskjól 1994. Guðbjörg elskaði að hjúkra gömlu fólki. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi í æsku að vera í nánu sambandi við afa sinn og minntist hans á kærleiksríkan hátt. Hann virð- ist hafa haft afar mikil áhrif á lífs- viðhorf hennar, sem óx og dafnaði í samfélagi okkar. Guðbjörg var falleg kona með bjartan svip og sterka persónutöfra. Aðalsmerki hennar var glaðværð og gjafmildi. Hún virtist alltaf hafa næga hvatningu og gleði að miðla til heim- ilisfólks sambýlisins. Hún skynjaði svo sterkt þörf aldraðra og sjúkra fyr- ir uppörvun og kærleika. Guðbjörg var söngelsk og kunni ógrynni af lög- um, gamanvísum og alls kyns kveð- skap. Hún notaði sönginn óspart í vinnunni, bókstaflega söng sig inn í hjörtu fólks á sinn einlæga og glað- væra hátt, stóð fyrir fjöldasöng og alls konar skemmtilegheitum. Guðbjörg skoraðist aldrei undan ábyrgð, hvort sem það var trúnaðar- mannsstarf hjá Sjúkraliðafélagi Ís- lands, sem hún gegndi um árabil, eða hjá starfsmannafélagi Skjóls, þar sem hún var tvívegis í stjórn og nú síðast frá aðalfundi á liðnu ári til dauðadags. Guðbjörg barðist við krabbamein í nokkur ár og lengi leit út fyrir að hún myndi sigra í þeirri baráttu. Þótt hún væri fárveik passaði hún alltaf upp á að ekki slitnuðu tengslin við vinnu- staðinn. Ef til vill hefði hún þurft að játa sig sigraða í baráttunni hefðu þau tengsl rofnað og það hentaði ekki okk- ar sterku Guðbjörgu. Þörf hennar var ávallt að vera meðal okkar „systr- anna“ og heimilisfólksins þegar kraft- ar hennar leyfðu. Þannig fékk lífshug- sjón hennar útrás. Vilji hennar til að gefa af sér virðist hafa verið yfirsterk- ari hennar eigin þjáningum. Það snart okkur „systurnar“ djúpt í ný- liðnum jólamánuði að fylgjast með henni gleðja aðra, undirbúa hátíðina og þjóna fólkinu okkar á sinn ljúfa hátt eins og henni einni var lagið þótt sárþjáð væri. Lífsgleði hennar mun lifa með okk- ur áfram og við munum ætíð minnast hennar með virðingu og þökk fyrir þann tíma sem við vorum henni sam- ferða á lífsgöngunni. Við sendum ástvinum hennar inni- legar samúðarkveðjur og biðjum góð- an guð að styrkja þá. Laugaskjólssystur. Það er margt sem við mennirnir skiljum ekki í þessu lífi. Ung og falleg kona, Guðbjörg Þorláksdóttir, í blóma lífsins, er dæmd til að takast á við ill- vígan sjúkdóm. Sjúkdóm sem maður- inn skilur ekki. Að lokum verður hún að játa sig sigraða, sjúkdómurinn hrifsar hana á brott. Eftir stöndum við vanmáttug með óteljandi spurn- ingar. Hver er tilgangurinn með slíkri óbilgirni? Af hverju er ungri konu og fjölskyldu hennar gert að verða fyrir slíkri raun? Er einhver tilgangur með því að hrifsa Guðbjörgu frá fjölskyldu sinni og ástvinum? Maður finnur fyrir reiði og van- mætti gagnvart hinu almáttuga yfir slíkri ósanngirni. Reiði inni í sjálfum sér, sem maður veit ekki hvert skal beina, yfir að svo hugrökk og hjartahlý kona skuli tekin frá okkur. Vanmætti mannsins yfir að geta ekk- ert aðhafst. Já, hér fór hugrökk og hjartahlý kona, sem tókst á við sjúk- dóm sinn af æðruleysi. Guðbjörg fylgdist ætíð vel með gangi mála í veikindum sínum og ekki dró hún af sér gagnvart lífinu sjálfu. Slíkur var krafturinn og styrkurinn sem hún bjó yfir. Guðbjörg var sjúkraliði að mennt og hjúkraði og annaðist sjúklinga sína af natni og gleði. Þess varð maður var og dáðist að hversu vel og lengi hún stundaði vinnu sína þrátt fyrir veik- indi sín. Síðan sagði hún frá með ánægju í röddinni, hversu mikinn styrk og tilgang umönnun hennar gagnvart öðrum gaf henni, milli þess sem hún hugði að félagsstarfi fyrir sjúklinga sína. Eftir stendur fjölskyldan og vinirn- ir við missi ástvinar. En öll trúum við að lífið hafi tilgang og einnig dauðinn sem er svo sár en óhjákvæmilegur hluti lífsins. Megi hugrekki, styrkur og lífsgleði Guðbjargar fylgja Þorgeiri, Guðnýju og Sindra Þór sem þurftu að sleppa takinu svo allt of fljótt af elskulegri eiginkonu og móður. Elsku Þorgeir, Guðný og Sindri Þór og aðrir ástvinir Guðbjargar, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð í ykkar mikla missi. Guð geymi ykkur. Æðruleysis og lífsgleði Guðbjargar minnist ég í Spámanninum eftir Kahlil Gibran. Og lindin sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðru vísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Er ekki bikarinn, sem geymir vín þitt, brenndur í eldi smiðjunnar? Guð blessi minningu Guðbjargar. Guðmundur Fr. Jóhannsson. Samstarfskona okkar til margra ára, Guðbjörg Þorláksdóttir, er látin í blóma lífsins. Við sem eftir sitjum minnumst Guðbjargar af miklum hlýhug. Þar fór vönduð manneskja, glaðsinna, já- kvæð og óeigingjörn, ekki aðeins hvað varðaði starf hennar með heimilisfólki í Skjóli og Laugaskjóli, heldur og hvað snerti starf hennar með Starfs- mannafélagi Skjóls. Þar var Guðbjörg fremst í flokki um langa hríð. Hún kom tvisvar inn í stjórn félagsins og var stjórnarmaður þar þegar hún lést. Það var gaman að eiga samstarf við Guðbjörgu í þessum félagsskap, hún var mjög félagslynd og hug- myndarík og lét sig miklu varða það starf sem þar er innt af hendi. Hún kom okkur fyrir sjónir sem jafnlynd og ákaflega gefandi manneskja og hún sinnti starfi sínu á hjúkrunar- heimilinu Skjóli af mikilli alúð. Það er sjónarsviptir að fólki eins og Guðbjörgu, hennar verður sárt sakn- að bæði af heimilisfólki og starfsfólki hér á Kleppsveginum. Við dáðumst öll að þreki hennar í glímunni við veik- indin og við báðum þess að hún fengi góða heilsu á ný. Við biðjum þess nú að Guð gefi þeim styrk; eiginmanni hennar, börn- um, foreldrum og öðrum ástvinum. Stjórn starfsmannafélags Skjóls. Elsku Guðbjörg, vinkona, þjáning- arsystir og starfssystir. Já, við vorum þjáningarsystur og synir okkar þján- ingarbræður, vinir, bekkjarbræður frá 6 ára aldri, saman í fótboltanum og eiga að fermast í vor. Það er svo sárt að þú skulir ekki vera hér lengur, því þú barðist eins og hetja, vannst fram á síðasta dag, á okkar kæra vinnustað Skjóli, þar sem allir hafa veitt okkur svo mikinn stuðning og kærleik. Mig langar að þakka þér, um leið og ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég veit að þér líður vel núna í faðmi Drottins, og í faðmi afa þíns sem þér þótti svo vænt um. Ég mun geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Guð geymi þig. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ást- vina þinna. Guð gefi þeim styrk. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá að lokkar oss himins sólarbrá og húmið hlýtur að dvína er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú að trauðla mun bregðast huggun sú þó ævin sem elding þjóti Guðs eilífð blasir oss móti Vort hjarta svo ríkt af hreinni ást að hugir í gegnum dauðann sjást við hverfum og höldum víðar en hittumst þó aftur síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Þín einlæg, Þuríður S. Þorbjörnsdóttir. 2           ''$'<>2,,  .!#  ?@ .!# !"# #     #3 - 1#      &'   &('' *9$1;  ) *9 . 1  $1 5   ) +A1 +49       0  4   5     5     !     % !%      -          -  $76 7/B $C ,,  D"# ) D4,:1#; ! #    ) $1 0    $1# )  !"$1# ) $1; $1# ))  &  $1 $1# ) & :  ) B $1# )) $     !$1# )) $1    +! $1# )) $1# )'$1# )   0      0      " &(>$E,-,,  D4, 1 !      ,    # -   6"%  #  &'   &(''  )  > ;$101  / 5  ) $101> ; , ,F )  !> ;) B > ;) > ;  > ; + ) , :1> ;)  D0 9" ) $#              $(>,$ ',,  !9 +  G + D D1       7"        8  & : > ;) !  ) ) ># ) ) ) > ;B  ,  ) > , 1 ) B ,!D4 ) % #    0 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.