Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 50
HESTAR
50 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FORYSTUMENN í samtökum
hestamanna og hrossaræktar-
ráðunautur Bændasamtakanna
eru að undirbúa ferð vítt og
breitt um landið til að hitta
hestamenn og ræða málin við
þá.
Ferðafélagarnir eru þau
Ágúst Sigurðsson, hrossarækt-
arráðunautur Bændasamtaka
Íslands, Jón Albert Sigur-
björnsson, formaður Lands-
sambands hestamannafélaga,
Kristinn Guðnason, formaður
Félags hrossabænda, Ólafur H.
Einarsson, formaður Félags
tamningamanna, og Hulda
Gústafsdóttir, verkefnisstjóri
Átaksverkefnis í hesta-
mennsku.
Umræðuefnin verða án efa
margvísleg en formennirnir
munu ræða um starf sinna
félaga og fyrirhugað er að ræða
um ýmis framtíðarmál er varða
hestamennskuna, að sögn
Ágústs Sigurðssonar. Auk þess
verður kynnt stefnumótun
Átaksverkefnis í hesta-
mennsku. Verið er að leggja síð-
ustu hönd á skýrslu um stefnu-
mótunina þessa dagana og sagði
Hulda Gústafsdóttir að hún yrði
lögð fyrir stjórn Átaksverkefn-
isins á fundi í dag og endanlega
gengið frá henni í næstu viku.
Fundirnir verða sem hér seg-
ir:
Á Hótel Vatnajökli, Horna-
firði, mánudaginn 19. febrúar,
Egilsstöðum þriðjudaginn 20.
febrúar, Skeifunni eða Hótel
KEA, Akureyri, miðvikudaginn
21. febrúar, Harðarbóli, Mos-
fellssbæ, mánudaginn 26. febrú-
ar, Hvanneyri, Borgarfirði,
þriðjudaginn 27. febrúar, Ljós-
heimum við Sauðárkrók mið-
vikudaginn 28. febrúar, Félags-
heimilinu á Blönduósi
fimmtudaginn 1. mars og Ing-
ólfshvoli í Ölfusi föstudaginn 2.
mars.
Allir fundirnir hefjast kl.
20.30.
Forystumenn
hestamanna
ferðast
um landið
Viðbrögð hafa verið góð og margir
spurst fyrir um ýmsa þætti varðandi
fimimót Morgunblaðsins og Gusts
sem fram fer í Reiðhöll Gusts í Glað-
heimum laugardaginn 10. mars nk.
RÉTT er að minna áhugasama á að
skráningu lýkur fimmtudaginn 1.
mars kl. 20.00 og þá þurfa vænt-
anlegir þátttakendur í meistara-
flokki einnig að vera búnir að skila
inn verkefnum sínum svo dómnefnd
hafi tíma til að meta þau.
Tekið er við skráningum og nán-
ari upplýsingar um mótið veittar í
síma 896 6753 og fyrirspurnir er
einnig hægt að senda á vakr@m-
bl.is.
Ítarlega var fjallað um fimimótið í
Hestaþætti Morgunblaðsins þriðju-
daginn 30. janúar sl. og einnig er
hægt að nálgast greinina á hestas-
íðu íþróttavefjar mbl.is www.mbl.is/
sport/hestar.
Góð viðbrögð
við fimimótinu
MINNKANDI frjósemi íslenskra
hrossa hefur verið nokkuð í um-
ræðunni á undanförnum árum og
hafa margir lýst yfir áhyggjum af
þeirri þróun. Björn Steinbjörnsson
dýralæknir hefur bent á þetta gæti
meðal annars stafað af of mikilli
þjálfun kynbótahrossa. Hann telur
að sú streita sem fylgir mikilli þjálf-
un sé fyrst og fremst áhrifavaldur,
en Björn rannnsakaði frjósemi í ís-
lenskum hrossum sumrin 1995 og
1996. Hann heldur því þó fram að
mikil þjálfun hafi mismunandi mikil
áhrif á kynbótahross.
Frjósemi minnkar
í kjölfar þjálfunar
Það sama kemur einnig fram í
rannsókn sem gerð var við A&M-há-
skólann í Texas. Niðurstöður benda
þó til þess að frjósemi stóðhesta
minnki almennt í kjölfar aukinnar
þjálfunar.
Rannsakaðir voru fimm stóðhest-
ar af þremur mismunandi hrossa-
kynjum, arabar, Quarter-hestar og
Thoroughbred-hestar. Í fyrstu voru
hestarnir hafðir á húsi í tvo mánuði
án þjálfunar. Líkamsástand þeirra
var ágætt og voru þeir fóðraðir
þannig að þeir héldu við þessu lík-
amsástandi.
Síðan hófst þjálfun þeirra sem
fólst í því að þeir voru þjálfaðir í
hringgerði þrjá daga í viku í átta vik-
ur. Komið var fyrir á þeim nema til
að skrá hjartsláttinn. Þeir voru látn-
ir feta í eina mínútu, brokka í tvær
mínútur og síðan fara á stökki þar til
hjartslátturinn var 165–180 slög á
mínútu. Þá voru þeir aftur látnir
brokka í tvær mínútur og að síðustu
settir á rafmagnsknúna göngubraut
þar sem þeir fetuðu í 30 mínútur.
Aðra tvo daga í viku fólst þjálfunin
eingöngu í því að þeir fetuðu á braut-
inni í 30 mínútur. Þetta var talin
meðalþjálfun og voru stóðhestarnir
aldrei þreyttir. Ekki komu heldur
fram nein meiðsli eða helti.
Minni eistu og óheil-
brigðar sæðisfrumur
Mörgum kynni að finnast sem
þetta væri ekki mikil þjálfun en ýms-
ar breytingar komu þó í ljós. Á 8. til
10. degi æfingatímabilsins minnkaði
hlutfall eðlilegra sæðisfrumna um-
talsvert á sama tíma og hlutfall
óheilbrigðra sæðisfrumna jókst. Hjá
fjórum af fimm stóðhestum minnk-
uðu eistun en stækkuðu hjá þeim
fimmta, en sýnt hefur verið fram á að
eistnastærð tengist sæðismagni. Hjá
sumum stóðhestunum minnkaði
einnig magn kynhormóna í blóði.
Í grein eftir dr. Friedrick Harper
hjá Tennesseeháskóla þar sem hann
fjallar um þessa rannsókn kemur
fram að samkvæmt henni er ljóst að
þjálfun getur haft áhrif á kyngetu
hesta. Hann segir einnig að vegna
þess hve áhrifin eru einstaklings-
bundin þurfi að finna út hversu mikla
þjálfun hver og einn hestur þolir.
Haga þurfi þjálfuninni samkvæmt
því, sé ætlast til þess að hann fylji
hryssur jafnframt því að taka þátt í
keppni. Mikilvægast sé að umsjón-
armenn stóðhestanna og dýralækn-
ar geri sér grein fyrir því að þjálfun
stóðhesta geti haft áhrif á frjósemi
þeirra.
Stóðhestum fjölgar nú jafnt og þétt í röðum keppnishesta og þeir þurfa að vera í mikilli
þjálfun stóran hluta ársins eigi þeir að standa sig á keppnisvellinum. Ásdís Haraldsdóttir
skoðaði niðurstöður erlendrar rannsóknar sem bendir til þess að hætta sé á að keppn-
isstóðhestar standi sig ekki jafnvel við skyldustörf í hópi fagurra hryssna.
Þjálfun hefur áhrif
á frjósemi stóðhesta
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Stóðhesturinn Markús frá Langholtsparti tók þátt í kynbótasýningum í fyrravor og keppti í B-flokki gæðinga
bæði í forkeppni og á Landsmótinu þar sem hann sigraði. Auk þess sigraði hann í Ístölti í Skautahöllinni. Þrátt
fyrir það fyljuðust 80–90% hryssna sem leiddar voru undir hann samkvæmt upplýsingum á www.markus.is.
Mikill áhugi er meðal sterkra
knapa á Meistaradeildinni sem Ís-
lenski reiðskólinn á Ingólfshvoli
hyggst standa fyrir. Fundur var
haldinn í vikunni og að sögn Arnar
Karlssonar á Ingólfshvoli er nú
ljóst að af þessari mótaröð verður.
Aðalatriðið var að fá sem flesta
úrvalsknapa til að taka þátt í henni
og það tókst. Úrtökukeppninni hef-
ur verið frestað og verður hún
haldin í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli
á miðvikudag og fimmtudag í næstu
viku. Fyrir nokkru var yfir 50 af-
reksknöpum í hestaíþróttum send
áskorun um að taka þátt í Meist-
aradeildinni. Örn sagði að af þess-
um 50 hefðu um 25 knapar þegar
sýnt áhuga á að vera með. Hann
sagði að meðal þeirra væru knapar
í allra fremstu röð svo ljóst væri að
mótaröðin stæði undir nafni.
Úrtakan fer fram miðvikudags-
kvöldið 14. og fimmtudagskvöldið
15. febrúar og hefst kl. 18 báða
dagana. Keppt verður í fjórgangi á
miðvikudaginn en fimmgangi á
fimmtudaginn. Samanlagður árang-
ur úr þessum báðum greinum ræð-
ur röð knapa og hvaða sextán kom-
ast í Meistaradeild.
Fyrsta mótið verður haldið í Ölf-
ushöllinni miðvikudaginn 28. febrú-
ar og hefst kl. 20. Síðan verður
mótaröðinni haldið áfram annan
hvern miðvikudag í sjö skipti. Þessi
mót fara fram í Ölfushöllinni, en þó
verður reynt að hafa eitt þeirra í
Reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík.
Örn sagði að í framtíðinni yrði
reynt að dreifa mótunum á fleiri
staði.
Hann sagði að þótt 50 knöpum
hefði verið send áskorun væri úr-
tökumótið samt sem áður opið öll-
um sem áhuga hafa á að taka þátt í
keppninni. Þar sem úrtökukeppn-
inni og fyrsta mótinu hefur verið
frestað um nokkra daga verður
unnt að skrá sig fram á helgina á
skrifstofu Íslenska reiðskólans í
síma 483 5222.
Örn sagðist afar ánægður með
áhugann á mótaröðinni. Svo virtist
sem menn tækju öllum nýjungum í
mótahaldi fegins hendi, enda um
nokkra stöðnun að ræða á þeim
vettvangi að undanförnu. Mikil-
vægt væri að skapa umgjörð sem
laðar að áhorfendur.
Til mikils verður að vinna því
peningaverðlaun eru í boði þar sem
hlutfall tekna af mótaröðinni renn-
ur til vinningshafa. Selt verður inn
á mótin og einnig reynt að fá
styrktaraðila til samstarfs. Ef vel
tekst til segist Örn sjá fyrir sér að
unnt verði að selja sjónvarpsrétt
eins og tíðkast með aðrar vinsælar
íþróttagreinar.
Meistaraknapar sýna
áhuga á Meistaradeildinni
Flísar
og
parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri