Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ E itt er það umbótamál, sem veruleg sam- staða virðist ríkja um að þarfnist úr- lausnar á Íslandi. Hér ræðir um yfirburðastöðu framkvæmdavaldsins gagnvart löggjafarvaldinu. Lítill skriðþungi þingheims gagnvart ríkisstjórn- inni hefur enn verið til umræðu síðustu daga og kemur það í kjöl- far „öryrkjadómsins“ svonefnda. Ýmsir höfðu á orði að furðulegt hlyti að teljast að enginn þing- manna stjórnarflokkanna á Al- þingi hefði greitt atkvæði gegn frumvarpinu umdeilda, sem til kom sökum dómsins. Þótt sú nið- urstaða komi tæpast á óvart, enda aðeins enn ein birtingarmynd þess frumstæða flokksaga, sem eitrar íslensk stjórnmál, telja margir að skilyrðislaust samþykki meiri- hluta þingheims hafi frekar verið til marks um hvernig fram- kvæmdavaldið fær jafnan öllu sínu fram- gengt í lýðveldinu en Alþingi gegnir fyrst og fremst formlegu afgreiðsluhlutverki. Hér á landi hefur þessu ástandi verið líkt við „ráðherraræði“. Í þessu efni eins og svo mörgum öðrum getur verið fróðlegt að huga að því hvernig útlendir menn hafa skipað málum sínum. Jafn- framt getur gestsaugað marg- fræga verið glöggt þegar að því kemur að sundurgreina þarf ríkjandi ástand í því augnamiði að breyta því. Á dögunum var hér staddur rússneski stjórnmálamaðurinn Grígoríj Javlínskíj. Í stórfróðlegu viðtali, sem Morgunblaðið átti við hann, vék hann m.a. að því hvernig rússneska þingið, Dúman, væri öldungis ofurselt vilja fram- kvæmdavaldsins. Javlínskíj bar þetta ástand saman við það, sem hann taldi ríkjandi hér á landi rétt eins og í öðrum þróuðum lýðræð- isríkjum og sagði: „Á Íslandi má gera ráð fyrir að þegar ráðherra mætir til vinnu þurfi hann kannski í 90–95% af þeim málum sem hann afgreiðir að taka tillit til vilja þingsins. 5% á hann sjálfur frum- kvæði að. Í Rússlandi er þetta öf- ugt. Hann fer sínu fram í 90–95% tilvika; það er aðeins í svona 5% tilvika sem honum eru settar skorður af þinginu, stjórn- arskránni eða öðru.“ Ummæli Javlínskíjs hljóta að vekja í senn athygli og nokkra kát- ínu enda verður vart sagt að fyrr- nefnt auga gestsins geti talist glöggt í þessu viðfangi. Athygli- vert er að austur-evrópskir stjórn- arhættir skuli sameina Íslendinga og Rússa til viðbótar við þá sam- þjöppun auðs og valda, sem út- hlutun auðlinda og gæða hefur skilað í löndunum tveimur. Svo heppilega vill til að einn þeirra stjórnmálamanna, sem tjáð hefur sig um íslenska ráðherra- ræðið er núverandi umhverf- isráðherra, Siv Friðleifsdóttir. Í blaðagrein er hún reit árið 1998 þegar hún var „óbreyttur“ þing- maður og nefndist „Ráðherra- ræði“ sagði Siv Friðleifsdóttir m.a: „Íslendingar búa ekki við þá þrískiptingu valds sem nauðsyn- leg er. Ráðherrar, fulltrúar fram- kvæmdavaldsins eru einnig þing- menn, fulltrúar löggjafarvaldsins og sitja þannig báðum megin borðs...“ Núverandi umhverfisráðherra, sem augljóslega er bæði umhugað um efnið og gjörþekkir það, kvaðst telja að þetta ástand mála veikti þingræðið: „Það að ráðherrar eru einnig þingmenn veikir þingræðið. Sem dæmi má taka þingflokk Alþýðu- flokksmanna á síðasta kjör- tímabili. Af 10 þingmönnum hans voru 5 ráðherrar. Það er því aug- ljóst að ráðherraræðið í slíkum þingflokki var nær algert. Einnig má benda á núverandi þingflokk framsóknarmanna sem í eru 15 þingmenn. Ef ná á umdeildum stjórnarfrumvörpum í gegnum þingflokkinn með atkvæðagreiðslu þarf meirihlutinn eða 8 þingmenn að vera frumvarpinu fylgjandi. Þar sem líklegt er að ráðherrarnir 5 samþykki stjórnafrumvarpið, vantar einungis 3 almenna þing- menn til viðbótar til að málið náist í gegn. Ráðherraræðið er því einn- ig sterkt í þingflokki sem er sam- settur eins og hér er lýst.“ Til viðbótar við þetta er rétt að minna á að Framsóknarflokkurinn á nú 12 fulltrúa á þingi og eru sex þeirra ráðherrar í ríkisstjórninni. Ráðherraræðið er því nær algert innan þess flokks, samkvæmt skilningi umhverfisráðherra. Mjög víða á Vesturlöndum hafa þingmenn aðra sýn en íslenskir starfsbræður þeirra til starfa sinna og hlutverks. Þar er litið svo á að þeir séu fyrst og fremst fulltrúar kjósenda en ekki flokka, ríkisstjórnar eða tiltekinna ráða- manna. Í Bandaríkjunum er þrí- skiptin valdsins öldungis skýr og greinileg og þar er litið svo á að þingheimur sinni ekki síst því hlutverki að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Þannig er talið að Hæstiréttur sé svo einstök stofnun að bera þurfi skipun dóm- ara í réttinn undir atkvæði þing- manna. Full þörf er á því að svipað kerfi verði þróað fram hér og er sjálf- sagt að nýta það tækifæri, sem brátt mun gefast í ljósi þess að verulegar breytingar á stjórn- arskrá lýðveldisins eru óhjá- kvæmilegar. Ætla verður t.a.m. að fram komi kröfur um að reglum varðandi skipun hæstaréttardóm- ara verði breytt í ljósi undangeng- inna atburða. Við blasir að fráleitt er að í lýðræðisríki, sem á að telj- ast þróað, geti dómsmálaráðherra hvers tíma skipað menn í Hæsta- rétt án þess að sú ákvörðun hljóti umræðu, meðferð eða samþykki af nokkrum toga. Aukinheldur hlýt- ur að teljast með öllu óviðunandi að dómarar, sem pólitískir ráð- herrar hafa valið, fari yfir um- sóknir og skili umsögn til þess sama fulltrúa framkvæmdavalds- ins. Slík skipan mála er aug- ljóslega tímaskekkja og býður heim þeirri hættu að grunsemdir um pólitíska misbeitingu þessa valds vakni. Óhjákvæmilegt er að reglum um skipun dómara í Hæstarétti verði breytt þegar haf- ist verður handa við að endur- skoða stjórnarskrá lýðveldisins. Skipulega þarf að vinda ofan af því ráðherraræði, sem fram hefur þróast á Íslandi. Nútímalega þenkjandi Íslendingar hljóta að fagna því að þeir eigi svo öfluga liðsmenn sem Grígoríj Javlínskíj og Siv Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra. Ráðandi herrafólk „Íslendingar búa ekki við þá þrískipt- ingu valds sem nauðsynleg er.“ VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson Siv Friðleifsdóttir HINN árlegi tann- verndardagur er nýlið- inn en auðvitað ættu allir dagar ársins að vera tannverndardag- ar í víðum skilningi. Mörgum finnst tannskemmdir varla stórt vandamál í sam- anburði við mörg önn- ur og óleyst vandamál í samfélaginu. Tann- sjúkdómar og aðrir kvillar í munni kosta þó okkur Íslendinga hundruð milljóna á ári. Þess vegna er nauð- synlegt að reyna af fremsta megni að koma í veg fyrir þá. Við þekkjum í dag helstu orsakirnar og ættum að geta náð langt í baráttunni gegn þeim. Í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1990 (nr. 97, 28. september) seg- ir í 1. gr. 1.1: Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigð- isþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita til verndar andlegri og félagslegri heilbrigði. Tannlækning- ar eru því hluti af heilbrigðisþjón- ustu en þessi þjónusta lýtur ekki sömu lögmálum í rekstri eins og ýmis önnur þjónusta við sjúklinga hér á landi. Tryggingastofnun ríkisins (TR) hættir að taka þátt í kostnaði vegna tannlækninga við 18 ára aldur og eftir það er unga fólkinu ætlað að sjá um kostnað við tannlækningar að öllu leyti nema vegna slysa. Það er svo ekki fyrr en að ellilífeyris- aldri er náð að TR tekur þátt í kostnaði. Sérreglur gilda þó um tannréttingar og öryrkja sem fá endurgreiðslu í hlutfalli við örorku. Víða á Norðurlöndum nær endur- greiðsla hluta kostnaðar lengra, t.d. í Noregi til 21 árs og í Danmörku að nokkru leyti til 25 ára. Það er því ljóst að á meðan við höfum börn og unglinga undir ákveðnu eftirliti verðum við að fræða þau það vel að þau skilji mik- ilvægi þess að stunda reglulegt tanneftirlit a.m.k. einu sinni á ári eða jafnvel oftar ef þau eru í mikilli áhættu hvað varðar tannskemmdir. Lítið er vitað með vissu um aldurs- hópinn 16-25 ára hvað varðar tann- eftirlit og áhuga á tannheilsu. Á þessum aldri breytist margt í lífi fólks. Áætluð vannotkun fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu aldurshópsins 18-24 ára var könnuð árið 1998 (Rúnar Vil- hjálmsson prófessor 1998). Könnunin tók ekki til tannlæknaþjón- ustu en draga má þær ályktanir af henni að 18-24 ára einstaklingar sæki ekki þá þjónustu sem þeir þyrftu til tannlækna. Trúlega skiptir fræðsla og reglulegt eftirlit mestu um það hve unga fólkið heldur sínum tönnum vel. Tannleysi var algengt meðal ungs fólks hér fyrr á árum en nú heldur sífellt stærri hluti eldra fólks eigin tönnum. Mikill árangur hefur náðst und- anfarna áratugi í baráttunni við Karíus og Baktus og eiga tannlækn- ar þar stóran hlut að máli. Þeir hafa verið að „saga undan sér greinina“ en verða þó varla atvinnulausir ef ekki fer að draga úr sykurneyslu fólks. Ástandið hjá okkur Íslending- um í tannheilbrigðismálum er þó að verða eins gott og á hinum Norð- urlöndunum. Könnun á tannheilsu meðal barna og unglinga á Íslandi var gerð á ár- unum 1986, 1991 og 1996. Umsjón og framkvæmd rannsóknarinnar var í höndum Sigfúsar Þórs Elías- sonar, prófessors við Tannlækna- deild HÍ. Þátttakendur voru sex ára, 12 ára og 15 ára börn. Árið 1986 voru skemmdar, tapaðar og fylltar (DMFT) fullorðinstennur að meðal- tali 6,6 hjá 12 ára börnum á landinu öllu. Tíu árum síðar reyndist þessi tala vera aðeins 1,5 eða 77% lægri. Á sama tímabili lækkaði tíðni skemmdra fullorðinstanna hjá 15 ára unglingum um 72% og um 90% hjá sex ára börnum. Frá því að fyrsta rannsóknin var framkvæmd árið 1986 hefur neysla á sykri, sæl- gæti og gosdrykkjum aukist og er með því mesta sem þekkist í heim- inum. Dagleg notkun súrra drykkja meðal barna og unglinga (skóla- nesti) hefur enn fremur leitt til sýrueyðingar á tönnum en hún er annars eðlis en tannskemmdir. Líklega má rekja þessa lækkun á tannskemmdum að langmestu leyti til betri tannlækningaþjónustu og aukinna forvarna í formi bættrar tannhirðu, áróðurs og fræðslu. Það þarf að huga að tannhirðu ungbarna mjög snemma, eða um leið og sést í fyrstu tönn. Börn þurfa að geta tuggið, talað skýrt og bros- að. Einnig varðveita barnatennurn- ar pláss fyrir fullorðinstennurnar sem koma síðar. Tapist barnatennur ótímabært er allt eins líklegt að þrengsli skapist og fullorðinstennur komi ekki upp á eðlilegan hátt. Við tannlæknar, tannfræðingar og allt heilsugæslufólk sem sinnum börnum höfum ákveðnu skylduhlut- verki að gegna. Við vitum t.d. að börn geta ekki þrifið tennur sínar vel fyrr en 9–10 ára. Sagt er að álíka erfitt sé að þrífa tennur með bursta og tannþræði eins og að sauma tölu á flík. Norðmenn miða oft við 10–11 ára aldurinn. Næturdrykkja ungbarna eftir að brjóstagjöf lýkur ætti einungis að vera bundin við vatn. Mjólk og safar á pela eru ávísun á tannskemmdir ungbarna. Það er mikilvægt að sofa með hreinar tennur. Vannotkun á tannþræði er önnur aðalástæða tannskemmda og tann- holdsbólgu barna, unglinga og full- orðinna. Síðar sigla svo tannholds- sjúkdómar í kjölfarið og geta orðið stórvandamál síðar á ævinni. Víst er að fullorðið fólk missir fleiri tennur af völdum tannholdssjúkdóma en vegna tannskemmda. Flestir tann- holdssjúkdómar byrja einmitt á stöðum sem tannburstinn nær ekki til. Þess vegna er enginn munnur hreinn fyrr en búið er að þrífa bilin á milli tannanna og verður það best gert með tannþræði eða í sumum til- fellum með tannstöngli. Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 sem gefin er út af heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu er eitt af for- gangsverkefnunum að ná tíðni tann- skemmda 12 ára barna niður í 1,0 DMFT. Það er að segja ein viðgerð eða skemmd tönn. (Árið 1996 var DMFT 12 ára barna 1,5). Annað markmið sem stefnt er að fyrir 2010 er að yfir 50% fólks 65 ára og eldra hafi a.m.k. 20 tennur í biti. Fræðsla og forvarnastarf mun bæta framtíðartannheilsu einstak- linganna og þar með skila fleirum fullorðnum með eigin tennur allt til æviloka. Hækka mætti endur- greiðslualdurinn smátt og smátt í áföngum t.d. upp að 20 ára aldri og helst til 25 ára aldurs. Þá ættu flest- ir að hafa nægilegan þroska til að taka ábyrgð á tannheilsu sinni. Tannheilsa á 21. öld Magnús J. Kristinsson Höfundur er barnatannlæknir. Tannvernd Það þarf, segir Magnús J. Kristinsson, að huga að tannhirðu ungbarna mjög snemma. ATLANTSSKIP ætla í Evrópusiglingar. Þetta boðar fram- kvæmdastjóri fyrirtæk- isins, Stefán Kjærne- sted. Hann talar eins og umfangsmikill útgerð- armaður. Hann gleymir því með jöfnu millibili að hann er ekki fram- kvæmdastjóri hjá ís- lenskri kaupskipaút- gerð og hefur ekki verið það hingað til. Hann er hins vegar fram- kvæmdastjóri hjá ís- lensku einkahlutafélagi sem hefur falið erlendu skipafélagi að sjá um flutninga fyrir sig og bandaríska varnarliðið undir erlendum siglinga- fána. Um borð gilda launakjör sem hvorki eru viðurkennd á Íslandi né í Bandaríkjunum. Með þessu atferli sínu er fyrirtækið að brjóta á kjörum íslenkra farmanna, þverbrjóta milliríkja- samning Íslands og Bandaríkjanna um þessa flutninga (en þar segir að íslenski hluti flutninganna skuli vera í höndum íslenskrar kaupskipaútgerðar) og koma sér hjá þeim sköttum og skyldum sem öðrum íslenskum fyrirtækjum er gert að greiða. Og nú ætlar hann að bæta um betur. Nú er útlit fyrir að hann ætli að bjóða enn fleiri er- lendum útgerðarfyrir- tækjum að sigla í föstum siglingum fyrir sig á milli Íslands og Evrópu. Sú grundvallarregla náðist fram í síðustu kjarasamningum að í föstum siglingum á vegum íslenskra aðila gilda íslenskir kjarasamningar. Því er hér með enn einu sinni komið til skila til framkvæmdastjórans að Sjó- mannafélag Reykjavíkur hyggst framfylgja þeirri kröfu sinni gagn- vart hvaða fyrirtæki sem er og undir hvaða fána sem það siglir. Það er sú landhelgi sem við hyggjumst verja með öllum tiltækum ráðum. Þverbrot á milli- ríkjasamningum Jónas Garðarsson Siglingar Í föstum siglingum á vegum íslenskra aðila, segir Jónas Garðarsson, gilda íslenskir kjarasamningar. Höfundur er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.