Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 31
FJÖLMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 31 Barnaskautar (Smelluskautar) Stærðir 29-36 Áður kr. 3.990 nú kr. 2.400 Skeifunni 11, sími 588 9890 Opið laugardaga frá kl. 11-15 40% AFSLÁ TTUR Ú T S A L AListskautarVinilHvítir: 28-44Svartir: 33-46Áður kr. 4.201 nú kr. 2.500 Hokkískautar Reimaðir Stærðir 37-46 Áður kr. 9.338 nú kr. 5.600 Smelluskautar Stærðir 29-41 Áður kr. 4.989 nú kr. 2.993 Hokkískautar Smelltir Stærðir 36-46 Áður kr. 5.990 nú kr. 3.600 Listskautar Leður Hvítir: 31-41 Svartir: 36-45 Áður kr. 6.247 nú kr. 3.800 Hræringarnar, sem Oreskes nefndi, hafa allar verið á eina leið:  CNN tilkynnti 17. janúar sl., að 130 af 750 starfsmönnum netþjónustunnar yrði sagt upp eftir viku og netdeildin yrði ekki lengur sérstök eining.  Hjá New York Times Co. var tilkynnt 7. janúar, að 69 net- verjum yrði sagt upp hjá ny- times.com, Abuzz, Boston.com og newyorktoday.com.  Hjá News Corp. Ruperts Murdochs var tilkynnt 4. janú- ar, að nýja fjölmiðlunardeild- in yrði lögð af og helmingi starfsliðsins hjá FoxNews.com og FoxSports.com sagt upp.  Hjá KnightRidder.com var 68 manns sagt upp 4. desember.  Hjá Tribune Co. var 34 sagt upp 12. október, þar af 20 í netdeild Los Angeles Times. Þar að auki var sagt upp 46 af 650 starfsmönnum netdeild- arinnar hjá Tribune.  Fréttir eru um uppsagnir og niðurskurð víðar og minna má á, að þegar Express-blöðin ensku voru seld á dögunum, var öllum fjórum vefsíðum þeirra lokað. Niðurskurður og uppsagnir FYRIR nokkrum árum flykkt- ust blaðamenn og annað fjöl- miðlafólk til starfa hjá netfyr- irtækjunum. Nú er hins vegar svo komið að margt af þessu fólki keppist við að komast aftur í fyrri störf. Ástæðan er sú að þessir starfsmenn kjósa að búa við atvinnu- öryggi, hefðbundna stjórnunarhætti og í sumum tilvikum eru þeir einfaldlega sækjast eftir að kom- ast til fyrirtækja sem öruggt er að greiða muni laun um hver mánaðamót. Bjartsýni bíður hnekki Ákvörðun Walt Disn- ey um að loka netdeild sinni, Co.com, og segja upp 400 starfsmönnum er gott dæmi um netfyr- irtæki sem hefur mistek- ist að laða til sín not- endur og um leið auglýsingatekjur. Hefðbundir fjölmiðlar hafa heldur alls ekki farið varhluta af þessari þróun. Þannig mætti nefna að The New York Times hellti sér út í netviðskipti með Good Gray Times-vefútgáfunni auk sérstakrar vefsíðu fyrir há- tæknifyrirtæki sem kölluð var CyberTimes. Þá keypti The New York Times The- Street.com sem var með frétt- ir sem beint var sérstaklega til fyrirtækja og þótti fara vel af stað. Nú hefur The New York Times selt TheStreet.com og sagt upp starfsfólki á net- fréttasviðinu. Fyrr í þessum mánuði tilkynnti CNN, dótt- urfyrirtæki AOL Time Warn- er, að það myndi segja upp 400 starfsmönnum en lang- flestir þeirra starfa í netdeild CNN. Ljóst er af þessum dæmum að ótakmörkuð bjartsýni á framtíð netfréttamennskunnar hefur beðið mikinn hnekki. Netfréttamenn í vanda MADELINE Baro var í sjöunda himni í apríl fyrir ári þegar hún varð fyrsti starfsmaður nýrrar vefsíðu hjá Miami Herald. Sú ánægja varði þó ekki mjög lengi. Átta mánuðum síðar var henni sagt upp ásamt 67 öðrum þegar KnightRidder.com hóf mikinn niðurskurð í netþjónustunni. Þannig fór líka fyrir Patriciu Marr- oquin en í október sl. var henni sagt upp ásamt tveimur öðrum netrit- stjórum hjá latimes.com. Í Banda- ríkjunum líður varla sú vika, að ekki sé skýrt frá uppsögnum á þessum nýju miðlum, sem svo eru kallaðir, og margir velta því fyrir sér hvort ástarævintýrið milli fjölmiðlanna og Netsins sé endanlega úti. Uppsagnirnar hafa að sjálfsögðu valdið miklum vonbrigðum, ekki síst þeim, sem fyrir þeim verða, en þó er ekki hægt að segja, að þær hafi beinlínis komið á óvart. Á næstum öllum fjölmiðlum er verið að skera niður í netþjónustunni þótt segja megi, að hvergi sé verið að gefa hana alveg upp á bátinn. Það hefur gengið verr en menn héldu að hagn- ast á netútgáfunni en leitinni að réttu formúlunni er haldið áfram. „Við erum á fullri ferð,“ segir Ken Doctor, aðstoðarforstjóri í áætlana- deild KnightRidder.com, og Michael Oreskes, aðstoðarritstjóri í netdeild New York Times, segir, að þar verði haldið áfram að þróa hinn nýja mið- il. „Hvað sem líður þessum hræring- um nú þá er framtíðin alveg ljós. Á næstu árum munu breiðbandið og stafræna tæknin hafa róttæk áhrif á það hvernig við fáum upplýsingar frá dagblöðum, sjónvarpi, útvarpi og hinum nýju miðlum,“ segir Oreskes. Auglýsendur brugðust Ástæðan fyrir þessum þrenging- um er meðal annars sú, að auglýs- ingum hefur fækkað og ljóst er, að hinir hefðbundnu auglýsendur hafa verið tregir til að nýta sér hinn nýja miðil. Þær stafa líka af því hvað gömlu miðlarnir fóru geyst af stað enda óttuðust þeir, að fyrirtæki á borð við Microsoft, American Online og aðrir slíkir keppinautar myndu hrifsa til sín stóra sneið af auglýs- ingamarkaðnum. Nú þegar sam- dráttur ríkir á þessu sviði er brugð- ist við með niðurskurði en margir vara við, að farið sé of geyst í hann. Netið og allt, sem því tengist, sé ung Ævintýrið úti eða bara stund milli stríða? Byggt á Online Journalism Review. Starfsmönnum fækkað á netmiðlum vestanhafs Þær vonir, sem menn bundu við hinn nýja miðil, netútgáfuna, hafa ekki ræst nema að litlu leyti hingað til. Auglýsingar hafa farið minnkandi og við því er brugðist með niðurskurði. Við því er þó varað, að farið sé of geyst í hann. grein, sem enn sé í mótun, og enginn viti hver útkoman verði. Staða netdeildanna Hræringarnar að undanförnu hafa vakið upp umræðu um stöðu netdeildanna en fram til þessa hefur stefnan verið sú að gera þær sem sjálfstæðastar. Það er nú að breyt- ast og víða er verið að færa þær undir eða samræma starfsemi móð- urskipsins. „Það er liðinn tími, að öll þessi þjónustusvið hér á CNN séu sér- stakar deildir,“ sagði Eason Jordan, yfirmaður fréttaöflunardeildar CNN í bréfi til starfsmannanna 17. janúar sl. „Við erum öll á sama báti. Fréttamenn munu ekki lengur bara vinna fyrir sjónvarpið, útvarpið eða Netið, heldur verða þeir að kunna tökin á fréttaflutningi og fréttaöflun fyrir alla þessa miðla ef þörf kref- ur.“ Áskriftin eðlileg leið Ef litið er til þess, sem er að ger- ast annars staðar, má nefna, að Richard Tofel, talsmaður WSJ.com, netútgáfu Wall Street Journal, segir menn þar á bæ ekki óttast langvar- andi samdrátt og veðja á, að auglýs- ingamarkaðurinn muni taka aftur við sér síðar á árinu. Segir hann, að með vefsíðunni, sem hefur 535.000 áskrifendur, sé áherslan á vöxt fremur en skjótfenginn hagnað. Hvetur hann líka aðrar vefsíður til að renna fleiri stoðum undir rekst- urinn og tekjurnar og taka upp beina áskrift eins og WSJ.com. „Mér kemur ekki til hugar, að við séum með einu síðuna, sem er þess virði,“ sagði Tofel. Madeline Baro, sem missti starfið í netdeild Miami Herald, segir, að þegar hún kom þar til starfa frá Associated Press, hefði henni verið sagt, að meiningin væri að koma upp samkeppnishæfri vefsíðu með nýj- um fréttum og ekki að reiða sig ein- göngu á það, sem birtist í blaðinu. Við það vann Baro síðan af miklu kappi. „Nú er síðan uppfærð sjaldnar og hún er ekki jafnaðlaðandi enda minna notað af myndum. Hér er um að ræða afturför fyrir lesendur,“ segir Baro og Jeordan Legun, rit- stjóri KnightRidder.com á Miami, segir, að vissulega verði þeir að komast af með minna. Hann viður- kennir, að myndanotkun hafi verið minnkuð en bendir á, að rannsóknir sýni, að notendur vefsíðnanna skoði fremur textann en myndirnar. Þá segir hann, að samstarf við aðrar fréttadeildir hafi aukist. „Það, sem mestu skiptir upp á framhald- ið,“ segir hann, „er að varðveita frumleikann.“ CNN og Miami Herald eru á meðal þeirra fjölmiðla sem hafa endurskipulagt netfréttadeildir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.