Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Brunaslöngur Eigum á lager 25 og 30 m á hjóli og í skáp Ármúla 21, sími 533 2020 HEILSALA - SMÁSALA ÞAÐ vakti nokkra at- hygli á dögunum þegar Norðurljós ehf. keyptu upp allar útvarpsstöðv- ar Fíns miðils. Þetta var gert undir því yfir- skini að styrkja út- varpsrekstur Íslenska útvarpsfélagsins (ÍÚ) í samkeppninni við Rík- isútvarpið. Það kom síð- ar í ljós að tilgangur kaupanna var eingöngu að ,,slátra“ þeirri sam- keppni sem fólst í út- varpsstöðvum Fíns miðils. Þennan leik hef- ur ÍÚ leikið áður með kaupum á sjónvarps- stöðinni Stöð 3. Forsvarsmenn ÍÚ hafa lengi haldið því fram að samkeppnin við Ríkisút- varpið sé ójafn leikur þar sem Rík- isútvarpið skáki í skjóli afnotagjalda. ÍÚ hefur lengi leikið hlutverk ,,písl- arvottarins“ í afstöðu sinni gagnvart Ríkisútvarpinu. Mikilvægt innlegg í umræðuna er, að ÍÚ telst í skilningi samkeppnislaga vera með markaðs- ráðandi stöðu þar sem sameiginlegar tekjur félagsins af áskriftargjöldum og auglýsingum eru hærri en tekjur Ríkisútvarpsins af afnotagjöldum og auglýsingum. Ríkisútvarpið telst því í skilningi samkeppnislaganna ekki vera sá ,,einokunaraðili“ sem for- svarsmenn ÍÚ flagga óspart í tilraun- um sínum til þess að skapa sér góð- vild á kostnað Ríkisútvarpsins. Það hefur margoft komið fram í máli for- svarsmanna ÍÚ að taprekstur ein- kennir útvarpsrekstur þeirra. Eitt af því sem þeir hafa sakað Ríkisútvarpið um er að það niðurgreiði verð auglýs- inga með afnotagjöldum. Það vita það allir sem eitthvað hafa komið nálægt íslenskum auglýsingamarkaði að ÍÚ hefur alla tíð haft forystu í undirboð- um á auglýsingamarkaði. Þessari að- ferð hafa nýir aðilar á markaðnum fengið að kenna á, nú síðast Skjár einn. Ef þessi aðferð hefur ekki dug- að til þess að murka lífið úr keppi- nautunum, þá hefur þeim verið ,,slátrað“ með uppkaupum að hætti Norðurljósa. Undirboðum ÍÚ hafa oft fylgt gylliboð um utanlandsferðir til handa kaupandanum, enda teygir veldi Norðurljósa sig yfir í ferðageir- ann eins og kunnugt er. Miðað við þessar staðreyndir seg- ir það sig sjálft að ekk- ert fyrirtæki á íslensk- um auglýsingamarkaði getur keppt við ÍÚ á jafnréttisgrundvelli. Sú staðreynd að út- varpsrekstur ÍÚ hefur alltaf verið rekinn með verulegu tapi leiðir hug- ann að því hvernig það tap er niðurgreitt. Nú er það svo að helstu tekjur félagsins eru í formi áskriftargjalda á Stöð 2 og Sýn. Það má því auðveldlega færa rök fyrir því að tap af útvarpsrekstri félags- ins og uppkaup á keppinautum séu fjármögnuð með sömu áskriftargjöld- um. Það er ekki víst að áskrifendur ÍÚ séu ánægðir með það að hluta af áskriftargreiðslum þeirra sé varið til að greiða tap af útvarpsrekstri og uppkaupum á keppinautum. Þetta þýðir, ef rétt er, að áskrifendur ÍÚ borga of hátt verð fyrir þá þjónustu sem ÍÚ býður þeim í formi aðgangs að sjónvarpsstöðvum félagsins. Það er m.a. hlutverk samkeppnisyfirvalda að vinna gegn óhæfilegum hindrun- um og óréttmætum viðskiptaháttum. Miðað við framangreinda viðskipta- hætti sem eru án efa samkeppnis- hamlandi er full ástæða til þess að Samkeppnisstofnun skoði nánar framferði Norðurljósa/ÍÚ á mark- aðnum, þótt ekki væri nema til þess að koma í veg fyrir að enn einn miðill- inn fari á ,,höggstokkinn“ í ,,sláturtíð“ Norðurljósamanna. Samkeppni ,,slátrað“ í nafni frjálsrar samkeppni Þorsteinn Þorsteinsson Samkeppni Ekkert fyrirtæki á ís- lenskum auglýsinga- markaði, segir Þor- steinn Þorsteinsson, getur keppt við ÍÚ á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er forstöðumaður markaðssviðs Ríkisútvarpsins. Í sjónvarpsþætti nú nýverið var núverandi borgarstjórinn í Reykjavík mættur, ásamt fleirum, til þess að ræða at- kvæðagreiðsluna um Reykjavíkurflugvöll. Borgarstjórinn, Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir, átti sýnilega í miklum erfiðleikum með að skýra ákvörð- un borgarstjórnar, um að láta fara fram atkvæðagreiðslu í málinu. Í fyrsta lagi gat borgarstjórinn ekki skýrt út, um hvað atkvæðagreiðslan ætti að snúast. Í öðru lagi gat borgarstjór- inn ekki bent á neinn raunhæfan kost, um hvar byggja ætti nýjan flugvöll í stað þess gamla. Í þriðja lagi fór borg- arstjórinn rangt með kostnaðartölur við flutning á flugvellin- um. Í því sambandi varð einum þátttak- andanum í þættinum svo mikið um, þegar borgarstjórinn full- yrti, að það kostað hreint ekkert að byggja nýjan flugvöll, að það datt út úr hon- um, eins og óvart: ,,Ja, hérna!“ og um leið hvarflaði að mér, það er eitthvað meira en lítið að blessuðum borgarstjóranum. Já, en hvað? Blekið er varla þornað á undirskrift borgarstjórans, þar sem Reykjavíkurborg hefur skuld- bundið sig gagnvart ríkinu, til að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni til ársins 2016, og jafnframt hafa borgarfulltrúarnir samþykkt nýtt aðalskipulag fyrir borgina, þar sem þeir eru búnir að samþykkja áframhaldandi veru flugvallarins til sama tíma! Er ekki allt í lagi með borgarstjórann eða hörfar hann undan sínum eigin mönnum? Sú vitlausa umfjöllun um byggingu á nýjum flugvelli allt í kringum Reykjavík á sér vart fordæmi. Menn tala um þetta mál af full- komnu ábyrgðarleysi, einn milljarð hér og sjö milljarða þar, rétt eins og þeir snýti peningum. Þar að auki vita allir, sem vilja vita það, að gert verður útaf við innanlands- flugið, sama dag og flugvöllurinn verður fluttur úr Reykjavík til Keflavíkur, sem er eini kosturinn í málinu. Hundruð starfa munu tap- ast og heil atvinnugrein er í hættu. Og svo allt bullið um bygging- arlandið dýra, sem á öllu að bjarga. Ja, hérna! Ég skora á alla Reykvíkinga, að sitja sem fastast heima og hunsa þessa atkvæða- greiðslu, sem er ekki um neitt, nema um nýju fötin borgarstjóra, sem eru, ja hérna! Þessu hefði ég ekki trúað. Ja, hérna! Er eitthvað að borgarstjóranum? Hreggviður Jónsson Reykjavíkurflugvöllur Ég skora á alla Reykvíkinga, segir Hreggviður Jónsson, að sitja sem fastast heima og hunsa þessa atkvæðagreiðslu. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. RANNSÓKNIR á kæfisvefni hófust hér á landi árið 1987, en fram að þeim tíma var lítið vitað um sjúkdóminn og jafnvel talið að mjög fá- ir þjáðust af honum. Núna, árið 2001, eru heilbrigðisstéttir og al- menningur betur að sér. Fjöldi þeirra sem hafa verið rannsakaðir á síðast liðnum árum er rúmlega 500 á ári og að jafnaði eru um 500 manns á biðlista. Sam- kvæmt rannsóknum er talið að 4% karla og 2% kvenna þjáist af kæfis- vefni, sem þýðir að kæfisvefn er einn af algengustu langvinnum sjúkdóm- um. En hvað þýðir það að vera með kæfisvefn? Kæfisvefn orsakast af þrengslum í efri hluta loftvega og verður hindrun á eðlilegu loftflæði þegar einstaklingurinn sefur. Allt sem þrengir öndunarveginn getur haft þessi áhrif. Offita á þar stóran þátt, en einnig getur verið um að ræða meðfædd þrengsli. Öndun trufl- ast í svefni sem hefur þær afleiðingar að svefninn raskast og gefur ekki þá hvíld sem líkaminn þarfnast. Góður svefn er einn af undirstöðum góðrar heilsu. Svefntruflanir geta því haft víðtæk áhrif á líðan og heilsu fólks. Í þessari grein ætlum við að segja litla sögu til að varpa ljósi á þá reynslu sem er dæmigerð upplifun einstaklings með kæfisvefn. Þar sem karlmenn eru í meirihluta þeirra sem eru með kæfisvefn er sögupersónan karlmaður. Við köllum hann Jón til að gefa sögunni raunveruleikablæ og hún segir okkur hver áhrifin eru á daglegt líf hans. Jón hafði lengi verið óánægður með líðan sína, sífellt þreyttur á dag- inn og syfjaður þótt hann svæfi lengi og hryti hátt. Það sagði að minnsta kosti eiginkonan sem var orðin hálf svefnlaus af áhyggjum, því samfara hrotunum fylgdu öndunarhlé sem ollu henni miklum áhyggjum. Jóni fannst þetta þó fremur vera hennar vandamál en gat samt ekki annað en hugsað til veiðiferðarinnar síðastliðið sumar þegar veiðifélagarnir kvörtuðu sáran yfir háværum hrotum og löngum öndunarhléum. Jón var aðeins 45 ára, kannski að- eins of þungur en ekki svo mjög að eigin áliti, margir voru miklu feitari en hann. Þegar hann hugsaði málið betur var nú ýmislegt sem gaf til kynna að eitthvað væri að, blóðþrýst- ingurinn var orðinn of hár og þrátt fyrir lyf hafði hann lítið lækkað. Hann vaknaði oft með höfuðverk. Auk þess hafði Jón leiðindaeinkenni á næturn- ar sem hann var farinn að taka sem hluta af tilverunni. Hann svitnaði mikið og þurfti að kasta af sér vatni nokkrum sinnum á nóttu. Hann var lengi að koma sér í gang á morgnana og reyndi jafnvel að leggja sig í há- deginu ef tækifæri gafst. Það hafði meira að segja komið fyrir að hann væri nærri sofnaður við vinnuna. Hann kippti sér ekki mikið upp við það því hann var ekki talinn mjög vinnusamur, jafnvel latur. En honum brá verulega þegar hann var að aka með fjölskylduna heim úr fríi og lenti út í vegarkanti því hann hafði dottað undir stýri. Þetta varð til þess að hann ákvað að leita skýringa á þess- ari líðan. Hvattur af eiginkonunni fór hann til læknis. Svefnrannsókn leiddi í ljós að Jón var með kæfisvefn á meðalháu stigi. Og hvað þá? Að fenginni nið- urstöðu voru meðferðarmöguleikar ræddir. Jón var hvattur til þess að megra sig og útskýrt fyrir honum að möguleiki væri að það eitt dygði til að koma í veg fyrir einkenni kæfisvefns. Þar sem Jón hafði mikil einkenni að degi til sem minnkuðu lífsgæði hans og voru hættuleg umhverfinu var honum boðin meðferð með öndunar- tæki sem heldur öndunarveginum opnum með stöðugum loftblæstri. Það þýddi að á hverju kvöldi þyrfti hann að setja á sig grímu sem tengd er með slöngu við öndunartæki. Við þetta féllust honum hendur. Hvað með rómantíkina? Hvað með veiðiferðirnar? Var nú allt gaman úr sögunni? Hann fékk það á tilfinn- inguna að nú væri hann orðinn veru- lega veikur. Eftir umhugsun og um- ræður við fagfólk og eiginkonuna ákvað hann að reyna og gerði sér grein fyrir því að þetta væri e.t.v. leið til bættra lífsgæða. Þau hjónin komu í viðtal til hjúkr- unarfræðings á Vífilsstöðum til að ræða um meðferðina, læra að um- gangast tækið og hvernig má lifa óhindrað með öndunartækið. Ýmsar hugsanir herjuðu á Jón þeg- ar meðferð var hafin. Hvað myndu félagarnir segja? Yrði þessi viðbótar- búnaður til þess að spilla veiðiferð- inni? Jóni gekk vel að aðlagast með- ferðinni. Þótt fyrstu vikurnar gengi á ýmsu. Fljótlega tók hann eftir því að hann vaknaði hvíldur, svitaköstin og næturrápið voru úr sögunni og hann var hættur að sjá rúmið í hyllingum um hádegisbil. Nú gerði hann sér fyrst grein fyrir því að þetta hafði haft langan aðdraganda, langt var síðan hann hafði upplifað sig jafn frískan. Í framhaldi af bættum svefni og betri líðan að deginum jókst úthald Jóns. Vinnufélagar tóku eftir að hann var breyttur og höfðu orð á því. Jón sjálfur ákvað að nota þetta tækifæri til að breyta lífsstíl sínum. Hann fór að stunda gönguferðir og sund, borð- aði og svaf reglulega og viti menn kílóin fóru að fjúka. Þegar sagan er sögð er hann búinn að vera í meðferð- inni í tvo mánuði, hann hefur lést um 4 kíló og stefnir að því að léttast meira. Hann er ekki enn viss um hvort hann segir veiðifélögunum frá þessu en er þó stöðugt að hallast meira að því, því hann heldur jafnvel að það geti orðið öðrum til hjálpar. Fjölskyldulífið hefur batnað, Jón er nú vakandi á kvöldin, hættur að leggja sig um leið og hann kemur heim úr vinnunni. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyr- ir hann og fjölskylduna veit enginn en hann er sjálfur glaður vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á högum hans á síðustu mánuðum og e.t.v. nær hann þeim árangri að léttast þannig að hann losni við kæfisvefninn. Höfundar vona að þessi saga og stutta umfjöllun um kæfisvefn verði til þess að upplýsa um helstu einkenni og meðferð kæfisvefns og að meðferð með öndunartæki er góður kostur. Kæfisvefn – hvað er það? Bryndís Halldórsdóttir Heilsa Kæfisvefn orsakast af þrengslum í efri hluta loftvega, segja Bryndís Halldórsdóttir og Þor- björg Sóley Ingadóttir, og verður hindrun á eðlilegu loftflæði þegar einstaklingurinn sefur. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Vífilsstöðum. Þorbjörg Sóley Ingadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.