Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 48
FRÉTTIR 48 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 1.febrúar hófst að- alsveitakeppni félagsins með þátt- töku tólf sveita. Spilaðir eru tveir sextán spila leik- ir á kvöldi og er staðan eftir fyrsta kvöldið þessi. 1.sv Þorsteins Bergs 46 stig 2.sv Old boys 45 stig 3.sv Sigurðar Sigurjóns 40 stig Keppnin heldur áfram fimmtu- daginn 8.febrúar. Liðsmenn Bridsfélags Kópavogs fóru í heimsókn til félaga sinna á Sel- fossi og háðu hina árlegu rimmu við þá. Bæði lið mættu með sex sveitir og fóru leikar þannig að Selfoss vann með 90 stigum gegn 83. Við viljum koma á framfæri þakklæti til Sel- fyssinga fyrir góðar móttökur og skemmtilegt viðmót. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n ATVINNUHÚSNÆÐI TILBOÐ / ÚTBOÐ Forval Verkkaupi: Fonden Den Nordatlantiske Brygge Strandgade 100 DK-1402 København K Verkefnislýsing: Heildarráðgjöf við innréttingu Norðurbryggju. Stærð pakkhúsins er ca 6.600 m² sem skiptist á 6 hæðir þar með talin þakhæð. Pakkhúsinu, sem byggt var árið 1766, á að breyta í norrænt setur helgað menningu, vísindum og viðskiptum landanna í Norður-Atlantshafi og mun m.a. hýsa sendiráð Íslands og sendiskrifstofur Grænlands og Færeyja í Danmörku. Pakkhúsið liggur við Grønlandske Handelsplads í Kaupmannahöfn. Valdir verða 5 aðilar til þátttöku Viðmiðun sem höfð er við val á þátttakendum: Fagleg og fjárhagsleg geta metin á grundvelli eftirfarandi upplýsinga:  Staðfestar upplýsingar um sérþekkingu frá öðrum verkum af sömu tegund, stærð og umfangi.  Upplýsingar um hvaða starfsmenn verða tengdir verkefninu.  Upplýsingar um veltu fyrirtækisins síðastliðin þrjú ár, áritaðar af endurskoðanda ásamt upplýsingum um stofnfé.  Upplýsingar um fjölda starfsmanna í fyrirtækinu síðastliðin 3 ár.  Upplýsingar um gæðakerfi Beðið er um stuttorðar upplýsingar, samtals u.þ.b. 12 A4-blaðsíður. Umsókn um forval skal skrifuð á dönsku. Samnings-, tilboðs-, viðræðu- og atvinnutungumálið er danska. Umsóknin innihaldi nöfn hugsanlegra undirráðgjafa. Aðeins arkitekta- og verkfræðifyrirtæki koma til greina sem þátttakendur í forvali fyrir heildarráðgjafarhópinn. Síðasti frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í forvali: Fimmtudagur 1. mars 2001 kl. 15:00. Viðmiðun fyrir veitingu verkefnisins: Verkefninu mun verða úthlutað eftir samningaviðræður þar sem miðað er við hagstæðustu fjárhagslega lausn fyrir verkkaupa. Þegar val hefur farið fram sendir verkkaupi samningstillögur til hinna völdu heildarráðgjafahópa. Mat á þeim sem sækja um þátttöku í forvali mun byggja á vægðu stigakerfi. Sérstakar athugasemdir: Umrætt verkefni og þar með talið val á ráðgjöfum heyrir ekki undir útboðsreglur ESB. Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Byggedirektoratet: www.byggedirektoratet.dk Umsókn um þátttöku í forvali sendist til: Byggedirektoratet, Nørre Voldgade 16 DK-1358 København K Merkið umsóknina: „Prækvalifikation - Den Nordatlantiske Brygge“ Byggedirektoratet RAÐAUGLÝSINGAR Skrifstofuhúsnæði Skrifstofuherbergi til leigu á Höfðanum. Um er að ræða 4 herbergi í mismunandi stærðum, aðgangur að síma, tölvulögnum og kaffistofu. Upplýsingar í símum 565 8119 og 896 6571. mbl.is VIÐSKIPTI GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra lagði fram eftirfarandi grein- argerð á blaðamannafundi í gær, þar sem hann tilkynnti um framboð sitt til embættis varaformanns Framsóknarflokksins: „Ég vil í upphafi taka fram að ég er ánægður með flokkinn minn, stend heill að störfum hans í ríkis- stjórn og á ágætt samstarf við alla mína flokksmenn. Ég tel flokkinn hafa unnið gott starf í ríkisstjórn síð- astliðin 6 ár. Það er uppgangstími í íslensku þjóðfélagi, atvinnuleysi horfið og fimmtán þúsund störf hafa orðið til. Lífskjör hafa batnað stór- lega, það ríkir sóknarhugur í at- vinnulífi og almenn bjartsýni er ríkjandi á meðal þjóðarinnar. Við framsóknarmenn höfum enn sýnt að við látum verkin tala og þorum að takast á við stórhuga verkefni með fólkið og framtíðina að leiðarljósi. Undir þessum merkjum vil ég vinna og taka ábyrgð. Því vil ég hér á eftir gera grein fyrir þeim áherslum sem ég vil leggja til grundvallar stefnu flokksins. Fólk í fyrirrúmi Ég vil að félagshyggjan, samhjálp- in og velferð fólksins í landinu eigi héðan í frá sem hingað til að ein- kenna störf flokksins. Fólk í fyrir- rúmi er kjörorð sem snýr að öllu fólki og mannlegri reisn. Ég tel atvinnu vera mannréttindi og eins það að íþyngja ekki vinnandi fólki um of með háum sköttum. Ég tel eitt mik- ilvægasta verkefni flokksins að ná fram samstöðu um sáttmála kynslóð- anna, þjóðarsátt í velferðarmálum, skilgreina samhjálpina þannig að þeir einstaklingar sem verst eru settir hljóti mannsæmandi stuðning. Ég tel hjónabandið og fjölskylduna vera hornstein samfélagsins og vil búa til þannig þjóðfélag að hægt sé að rækta áfram þau tengsl. Ég þekki engar forvarnir sem gefast betur. Framsóknarflokkurinn hefur stór- aukið fjármagn til heilbrigðismála og ég mun standa vörð um þann grunn- rétt að Íslendingar eigi sama rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar án tillits til efnahags, heilsufars eða búsetu. Heilbrigði fólksins helst í hendur við heilnæm matvæli. Þar má hvergi gefa eftir. Þá hefur flokkurinn stutt aukið vald og verksvið sveitar- stjórna, gjörbreytt vinnulöggjöfinni, aukið rétt foreldra til orlofs með börnum sínum og stigið fyrsta skref- ið við upptöku barnakorta. Þá vil ég leggja alveg sérstakla áherslu á bar- áttu flokksins gegn sölumönnum dauðans. Fjölgun meðferðarúrræða, auknar forvarnir og stórefld lög- og tollgæsla eru meðal þeirra aðgerða sem við höfum beitt okkur fyrir. Við berjumst af öllu afli gegn þeirri vá sem vaxandi neysla eiturlyfja er og höfum og munum áfram auka fjár- magn til þeirrar baráttu. Atvinnulíf og umhverfi Ég minni á að aukin verðmæta- sköpun er forsenda bættra lífskjara. Atvinnulífið býr við alþjóðlega sam- keppni og meira frelsi en nokkru sinni fyrr. Það gerir miklar kröfur til þeirra sem því stjórna en veitir jafn- framt aukin tækifæri. Þessu þarf að gefa gaum í þeim rekstrarskilyrðum sem við búum því. Það er stundum eins og stjórnarandstaðan haldi að peningarnir vaxi á trjánum og gætir hvorki hófs í tillögum sínum um skattlagningu á fólk né fyrirtæki. Hér verður að ríkja víðsýni í atvinnu- málum og tryggja verður starfsum- hverfi sem stenst alþjóðlega sam- keppni. Sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður eru grunnatvinnugreinar byggðanna og verða áfram. Ég legg samt áherslu á að horfa til nýrra at- vinnugreina og vil því efla rannsókn- ir, þróun og nýsköpun. Ég styð þá þróun að atvinnulífið sé í höndum einstaklinga og félagasamtaka fólks- ins. Ríkisrekstur er á undanhaldi en efla ber aðhaldshlutverk ríkisins, tryggja samkeppni og dreifða eign- araðild að fyrirtækjunum. Fákeppni er áhyggjuefni sem ég vil að Fram- sóknarflokkurinn taki til sérstakrar umræðu. Náttúru- og umhverfismál Ég styð þá stefnu að nýta land en níða ei. Mannvist hefur óneitanlega áhrif á umhverfið þó sumir vilji halda öðru fram. Ég vil minna á að það var Framsóknarflokkurinn sem á undan öðrum flokkum færði umhverfismál inn í pólitíska umræðu. Það var verk Eysteins heitins Jónssonar, sem markaði flokknum sterka ásýnd í náttúru- og umhverfismálum á sjö- unda og áttunda áratugnum. Því hef- ur ekki verið breytt. En nú tel ég lag til að flokkurinn skipi stóran starfs- hóp til að fjalla um umhverfismál. Þar verði landnot skilgreind út frá sjónarmiðum náttúruverndar annars vegar en nýtingar hins vegar. Þannig verði mörkuð stefna um griðland og náttúruperlur en einnig skilgreind þau svæði sem við erum tilbúin að nýta við uppbyggingu atvinnulífs í landinu. Miðhálendi Íslands er auð- lind og perla sem vart á sinn líka í veröldinni. Um þessa þjóðareign þarf að ríkja sátt. Félög fólksins Ég legg mikla áherslu á samstarf flokksins með félögum fólksins. Verkalýðshreyfingin verður að vera sterkt afl í velmegunarsamfélagi nú- tímans, það sama er að segja um samtök atvinnulífsins. Ríkisvaldið verður að leggja mikið á sig til að efla sátt og samstöðu með þessum sterku heildum. Neytendasamtökin eiga verk að vinna og íþrótta- og ung- mennafélagshreyfinguna þarf að styðja til góðra verka. Upplýsingatækni og byggðamál Ég trúi því að landsbyggðin hafi mörg tækifæri til þróunar og fram- fara. Stuðningur við frumkvæði heimamanna samfara uppbyggingu alhliða samgangna er kveikja þeirra tækifæra. Ég sé fyrir mér öfluga höf- uðstaði eða byggðakjarna í lands- fjórðungunum sem styrkja ekki síð- ur stórt bakland. Slíkir staðir hafi þjónustu sem stenst samanburð við höfuðborgina, því verður ríkið, sveit- arfélögin og hið frjálsa atvinnulíf að taka höndum saman um þessa þróun. Við verðum að tryggja að upplýs- ingahraðbrautin sé verðlögð með sama hætti um allt land og verði með sömu gæðum og á höfuðborgarsvæð- inu. Til þess er sjálfsagt að verja hluta þeirra tekna sem fást með sölu ríkisfyrirtækja. Þetta er hagsmuna- mál þjóðarinnar allrar því vöxtur höfuðborgarsvæðisins hefur í för með sér vandamál eins og sveitar- stjórnarmenn þar viðurkenna nú í vaxandi mæli. Menntun og menning Ég er sannfærður um að góð menntun er undirstaða framfara. Öflugir leik- og grunnskólar, með hæfu starfsliði sem kann sitt fag og kveikir fróðleiksfýsn er lykill að framhaldsnámi. Ég tel nauðsynlegt að tryggja aðkomu foreldra að skóla- starfi þannig að þeir taki þátt í stjórnun þeirra og viti á hverjum tíma hver viðfangsefnin eru. Fram- haldsskólarnir verða að vera í sí- felldri mótun með þarfir atvinnulífs- ins að leiðarljósi og því nær sem þeir eru heimabyggð er líklegra að hún njóti starfa nemendanna í framtíð- inni. Ég vil efla sí- og endurmenntun og styð þá þróun að færa þá starf- semi nær fólkinu. Ég tel að ríkisút- varpi og sjónvarpi þurfi að marka nýja stefnu út frá fjölmiðlafrelsi. Slíka stofnun skal reka út frá menn- ingargildi og öryggisþætti lands- manna. Ég vil fella niður lögbundin afnotagjöld og vil að hluti tekna rík- isútvarps komi af fjárlögum. Ég vil minnka áhrif stjórnmálaflokka og pólitíkin á ekki að skipa útvarpsráð. Ég tel að félög fólksins í landinu, al- mannahreyfingar og atvinnulífið eigi að skipa útvarpsráð framtíðarinnar. Ríkisútvarpið á að verða útvarp þjóðarinnar og stjórnað af henni. Ísland og umheimurinn Ég tel Ísland eiga mikla mögu- leika í samskiptum við erlendar þjóð- ir. Við þurfum að verja frelsi okkar og sjálfstæði, fullveldi og sjálfs- ákvörðunarrétt. Framsóknarflokk- urinn hefur nú grandskoðað Evrópu- málin og tek ég undir samhljóða niðurstöðu nefndarinnar. EES- samningurinn er okkar viðskiptabrú til Evrópu og við eigum að styrkja hann og bæta. Aðild að Evrópusam- bandinu er því ekki á dagskrá flokks- ins í dag. Mitt framboð Mitt framboð er til varaformanns. Ég hef gengið minn pólitíska feril skref fyrir skref og þannig er það nú að í framboði mínu felast ekki áform um annað eða meira. Ég finn að flokksmenn um allt land vilja að ég gefi kost á mér í þetta verkefni. Ég þakka það traust og verð við þeirri áskorun. Ég tel að Framsóknar- flokkurinn eigi góðan málstað að verja. Ég sé mörg sóknarfæri, vil endurskipuleggja flokksstarfið, kalla eftir ungu og vösku fólki til starfa. Ég lýsi yfir fullum stuðningi við störf Halldórs Ásgrímssonar og vil verða að liði í að efla Framsóknarflokkinn og mun héðan í frá sem hingað til horfa björtum augum fram á veg- inn.“ Greinargerð Guðna Ágústssonar vegna framboðs til embættis varaformanns Fólk í fyrirrúmi er kjörorðið Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á tíu borðum mánu- daginn 5. febrúar sl. Efst vóru: NS Dóra Friðleifsd. – Guðjón Ottóss. 200 Díana Kristjánsd. – Ari Þórðars. 181 Viðar Jónss. – Sigurþór Halldórss. 178 AV Einar Markúss. – Sverrir Gunnarss. 206 Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss. 206 Guðmundur Pálss. – Kristinn Guðmunds. 200 Spilað á mánudögum og fimmtu- dögum. Mæting kl. 12,45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.