Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SVARTOLÍAN sem lak úr olíu-
geymi Skeljungs hf. við Hólmaslóð
á Granda síðdegis á miðvikudag
barst hvorki í holræsi né út í sjó, að
sögn Halls Árnasonar, deildarstjóra
hjá Reykjavíkurhöfn. Um 5.000 lítr-
ar af olíu láku út úr geyminum en
samkvæmt upplýsingum frá Skelj-
ungi varð óhappið vegna mannlegra
mistaka. Unnið var að hreinsun í
gær. Jarðvegur umhverfis geyminn
var fjarlægður og fluttur til förg-
unar.
Olíugeymirinn stendur við verk-
smiðju Faxamjöls. Hann er tengdur
við olíuleiðslu sem liggur frá olíu-
birgðastöðinni í Örfirisey að elds-
neytisafgreiðslu fyrir olíubáta olíu-
félaganna við Faxagarð.
Í fréttatilkynningu frá Skeljungi
hf. segir að óhappið verði á engan
hátt rakið til bilunar, hvorki í olíu-
stöðinni né í geyminum, heldur ein-
göngu til mannlegra mistaka.
Svartolía var síðast sett á geyminn
á þriðjudag. Í fréttatilkynningunni
segir að þá hafi láðst að skrúfa fyrir
loka sem tengir geyminn við olíu-
leiðsluna niður að Faxagarði. Þetta
hafi valdið því að þegar dæla átti
olíu um leiðsluna í olíuflutn-
ingaskipið Lauganes fór olían þess í
stað á geyminn, sem yfirfylltist með
þeim afleiðingum að 5.000 lítrar af
svartolíu flæddu upp úr honum.
Gunnar E. Kvaran, yfirmaður
kynningarsviðs Skeljungs, segir að
um leið og menn hafi gert sér grein
fyrir því sem var að gerast hafi ver-
ið gerðar ráðstafanir til að stöðva
lekann og hefja hreinsunarstarf.
Breitt var yfir niðurföll í nágrenn-
inu til að koma í veg fyrir að olía
færi ofan í þau. Lúðvík E. Gúst-
afsson, sviðsstjóri umhverfissviðs
heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur,
segir að hafi 5.000 lítrar lekið út úr
geyminum sé óhappið með þeim
stærri sem orðið hafa á undanförn-
um árum. Heilbrigðiseftirlitið mun
kanna málið.
Mannleg mistök ollu því að um 5.000 lítrar af svartolíu láku út úr olíugeymi
Olían barst hvorki í
holræsi né út í sjó
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Olíugeymirinn sem olían flæddi úr er fremstur tankanna á myndinni, svartur að lit.
Gagnrýni á
kjöt sem
ekki er til
MATTHÍAS Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Nóatúns, segir gagn-
rýni umhverfis- og heilbrigðisnefnd-
ar Reykjavíkur um sölu á kjöti frá
Hollandi, byggða á miklum misskiln-
ingi þar sem Nóatún væri ekki leng-
ur með erlent kjöt í kjötborðum
verslana sinna.
Í bókun nefndarinnar, sem sam-
þykkt var með sex einróma atkvæð-
um á fundi hennar í gær segir: „Um-
hverfis- og heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur lýsir yfir áhyggjum sín-
um og vonbrigðum yfir því að versl-
unin Nóatún skuli enn á ný bjóða til
sölu nautakjöt frá kúariðusýktu
landi, nú síðast frá Hollandi.“
Matthías Sigurðsson segir Nóa-
túnsverslanirnar hafa haft hollenskt
kálfakjöt til sölu í fyrrasumar og
fram á haust, því sé nú verið að gagn-
rýna kjöt sem ekki sé til. Matthías
kvaðst undrast bókunina þar sem
upplýsingar um þetta tiltekna mál
hefðu verið sendar til allra aðila sem
málið varðaði og hann hefði því talið
að allar hliðar þess lægju ljósar fyrir.
BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörns-
son, er nú á ferð á Indlandi til að
kynna sér þróunarverkefni sem fjár-
mögnuð hafa verið með söfnunarfé
frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Með
honum í för eru Jónas Þórisson,
framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins,
og Einar Karl Haraldsson, formaður
stjórnarinnar. Ferð þeirra stendur
til 21. febrúar.
Jónas Þórisson tjáði Morgun-
blaðinu að ferðakostnaður Hjálpar-
starfsins væri ekki greiddur af söfn-
unarfé heldur með öðrum tekjum.
Hjálparstarf kirkjunnar greiddi
ferðakostnað fulltrúa Hjálparstarfs-
ins en biskupsembættið stæði
straum af kostnaði vegna ferðar
biskups. Farmiðann milli Íslands og
Indlands sagði hann hafa kostað
kringum 130 þúsund krónur og með
öðrum kostnaði væri reiknað með
um 200 þúsund króna kostnaði á
mann.
Matsatriði hvort
kosti mikið
Karl Sigurbjörnsson biskup tók
undir með Jónasi Þórissyni að
kostnaður við ferð fulltrúa Hjálpar-
starfsins væri ekki greiddur af söfn-
unarfé, allt söfnunarféð rynni óskipt
til verkefna. Biskupsembættið
greiddi kostnað við sína ferð. Hann
sagði það alltaf matsatriði hvort
ferðir sem þessar væru dýrar en
ferðast væri á hagkvæmasta far-
gjaldi og í starfi sem þessu væru
slíkar heimsóknir og samskipti
nauðsynleg.
„Tilgangur ferðarinnar er að við
kynnum okkur starfið sem sam-
starfsaðilar Hjálparstarfs kirkjunn-
ar eru að vinna hér. Það er m.a. með-
al barna sem leyst hafa verið úr
þrælaánauð fyrir fjármagn frá Ís-
lendingum og ferðin var afráðin á
síðasta ári,“ sagði biskup í samtali
við Morgunblaðið síðdegis í gær.
Biskup sagði að séra Marteinn, for-
stöðumaður samtakanna Social Ac-
tion Movement, sem hafa staðið fyr-
ir starfi meðal hinna stéttlausu og
lægst settu í landinu, hefði heimsótt
Ísland á síðasta ári. Hann hefði þá
lagt áherslu á að biskup Íslands
kynnti sér starf samtakanna meðal
annars í Chennai eða Madras. Alls
söfnuðust um 30 milljónir króna til
að leysa börn úr ánauð.
Kynntu sér einnig jarð-
skjálftasvæðin
Biskup sagði jarðskjálftana í land-
inu hafa sett nokkurt strik í reikn-
inginn þar sem sumir fulltrúar sam-
starfsaðila Hjálparstarfsins væru
uppteknir vegna þeirra. En jafn-
framt hefði gefist tækifæri til að sjá
afleiðingar jarðskjálftanna og ræða
við fulltrúa indverskra kirkjulegra
hjálparsamtaka, Casa, sem stæðu að
neyðarhjálp í landinu. Biskup sagði
ACT, hjálparsamtök kirkna, einnig
leggja lið við neyðarhjálp og ætti
Hjálparstarf kirkjunnar aðild að því.
Kostnaðurinn ekki
greiddur af söfnunarfé
Biskup Íslands og fulltrúar Hjálparstarfs kirkjunnar eru í tveggja vikna ferð á Indlandi
ALLT útlit er nú fyrir að loðnufryst-
ing fyrir Japansmarkað hefjist í
næstu viku. Hrognafylling loðnunnar
sem nú veiðist út af Vestfjörðum er
um 13% en frysting á Japan hefst
vanalega þegar hrognafyllingin er
orðin um 15%. Mjög góð loðnuveiði er
nú á miðunum á Látragrunni, út af
Breiðafirði. Tvö skip voru í gær á
loðnumiðunum fyrir austan land, um
50 sjómílur austur af Glettinganesi,
en höfðu ekki séð neina loðnu.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hefur samið um sölu á að minnsta
kosti 5.000 tonnum af frosinni loðnu
til Japan. SH seldi á síðasta ári um
2.500 tonn af loðnu til Japan og mun
því tvöfalda útflutning sinn náist að
framleiða upp í samninga. Steindór
Gunnarsson, innkaupastjóri hjá SH,
segir að ekki sé enn ljóst hvaða verð
fæst fyrir loðnuna í Japan. Hann seg-
ir að Japansmarkaður taki við um 30
þúsund tonnum af frosinni loðnu á
ári. Norðmenn ætli sér að framleiða
um 20 þúsund tonn á þessari vertíð
og því ætti að vera pláss fyrir ís-
lensku loðnuna á markaðnum. Þá séu
birgðir í Japan í jafnvægi Japanir eigi
vanalega birgðir sem nemi ársneyslu.
„Það eru því þokkalegar horfur á
mörkuðum. Á síðasta ári var loðnan
fremur smá en þá voru jafnan yfir 60
hrygnur í kílói. Loðnan í göngunni
fyrir vestan þykir hinsvegar vænni
og hefur hrygnufjöldinn verið á bilinu
46 til 52 stykki í kílói,“ segir Steindór.
Alls voru flutt inn um 4.600 tonn af
íslenskri loðnu til Japan í fyrra en
minna var fryst á Japansmarkað á
vertíðinni í fyrra en á vertíðum und-
anfarin ár. Ætla má að verðmæti
Japansloðnunnar í fyrra hafi numið
tæpum 180 milljónum króna.
Líklegt að frysting
hefjist í næstu viku
SH semur um sölu á loðnu til Japan
FULLTRÚI ríkissaksóknara, sem
ákært hefur tvo karlmenn fyrir að
standa að innflutningi á rúmlega
fimm þúsund e-töflum í fyrrasum-
ar, telur annan manninn eiga meiri
þátt í málinu en hinn og leggur
minni trúnað á frásögn hans.
Hvorugur ákærðu hefur viður-
kennt sjálfa skipulagningu inn-
flutningsins, en báðir játa hlut-
deild að málinu. Sá sem
ákæruvaldið telur hafa skipulagt
innflutninginn er karlmaður með
breskan ríkisborgararétt sem bú-
settur hefur verið hérlendis síðast-
liðin sex ár. Verjandi hans krafðist
aðallega sýknu og til vara mildustu
refsingar sem lög leyfa við aðal-
meðferð málsins sem lauk í hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær. Mót-
mælti hann því að framburður
ákærða væri ótrúverðugur eins og
ákæruvaldið héldi fram og benti á
að fíkniefnin hefðu fundist í far-
angri meðákærða, Íslendings, við
komuna til landsins í júlí sl.
Frásögnin ótrúverðug og
atburðarás tilviljanakennd
Ákæruvaldið telur frásögn Bret-
ans af veru sinni í London með Ís-
lendingnum þegar efnin voru
keypt ótrúverðuga og atburða-
rásina of tilviljanakennda til þess
að hægt sé að leggja trúnað á
hana. Þá sé langlíklegast að fíkni-
efnin hafi verið keypt fyrir gjald-
eyri sem Bretinn tók út á Íslandi
fyrir ferðina, að upphæð tæp millj-
ón króna. Fingrafararannsókn
tengi hann þá meira við málið en
meðákærða.
Mennirnir fóru í sama flugi til
London, og gistu á sama gistihúsi.
Segist Bretinn hafa verið sendur
út af örkinni til að sækja fíkniefnin
fyrir Íslendinginn. Verjandi hans
benti á að ákæruvaldinu hefði ekki
tekist að sanna að gjaldeyririnn
hefði verið notaður í fíkniefna-
kaup. Þá væri ákærunni og rann-
sókn málsins ábótavant. Fram
kom í gær að hvorugur mannanna
hefur komið við sögu lögreglu
vegna fíkniefnamála áður. Ekki
hafði verið fylgst með þeim fyrir
heimkomuna og því komst málið
upp fyrir tilviljun við farangursleit
í Leifsstöð.
Minni trúnaður lagður
á frásögn Bretans
Breti og Íslendingur ákærðir fyrir stórfellt e-töflusmygl
UNG stúlka sem var á leið yfir
Lönguhlíð við gatnamót Drápuhlíðar
varð fyrir bifreið um kl. 18.30 í gær-
kvöldi. Stúlkan var flutt með sjúkra-
bifreið á slysadeild. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni er stúlkan
talin lærbrotin, ökklabrotin og er
hugsanlega handleggsbrotin.
Ekið á unga
stúlku við
Lönguhlíð
♦ ♦ ♦