Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 43
Við stýrið, á öruggum kúrs úti í
umferðarþunga borgarinnar, brá
henni ósjaldan fyrir í áranna rás.
Vel hagrætt silfurgrátt hárið tók af
allan vafa. Þar fór móðursystir mín,
Sigríður Hulda Einarsdóttir, sem
nú er látin. Í engu skeytti hún um
vink né flaut, athygli hennar var
óskipt, hún horfði fram á veginn. En
hún hafði þegar á fyrri helmingi ný-
liðinnar aldar bílpróf, sem í þá daga
þótti ekki svo sjálfsagt sem nú. Mín
fyrsta glögga minning um Siggu
frænku er einmitt úr aftursætinu á
fínu drossíunni hennar á leið niður á
spítala að líta Siggu systur mína og
nöfnu hennar fyrsta skipti augum.
Sigga frænka var borgarbarn, fædd
og uppalin á Kárastígnum, þar sem
nú er miðja Reykjavíkur, á mynd-
arheimili móðurömmu minnar og
afa í stórum systkinahópi. Þótt efna-
lítil væru var metnaður foreldranna
mikill um menntun barnanna og
hlaut Sigga hefðbundna barna- og
gagnfræðaskólamenntun. Um frek-
ara nám var ekki að ræða. Seinna á
lífsleiðinni hafði Sigga það stundum
á orði hversu duglegar yngri systur
hennar væru að tala erlend tungu-
mál. En kjarninn í orðum hennar
var ávallt fölskvalaus aðdáun, og var
einkennandi fyrir hana. Úr föður-
garði fór Sigga ung að árum, og hélt
um langt árabil eiginmanni og börn-
um sínum þremur eitthvert eftir-
tektarverðasta og glæsilegasta fyr-
irmyndarheimili síns tíma á
Flókagötunni. Eins og þeir vita sem
Siggu frænku þekktu var hún hæg-
lát kona, fríð sýnum, jafnan prúðbú-
in og bar aldur sinn vel. En það sem
öðru fremur einkenndi hana var að
frá henni stafaði mikilli hlýju, ró og
innri birtu, sem skýrði hvers vegna
hún tók því jafnan sem að höndum
bar, barmaði sér ógjarnan og horfði
ávallt fram á veginn. Fremur fátöluð
var hún um eigið líf. Því fór fjarri að
Sigga væri skaplaus og ekki var hún
fremur en aðrir menn við alla hluti
sátt. Þungar raunir ástvinamissis,
svo og heilsubrestur settu mark sitt
á líf hennar. Systur sína, Hrafnhildi,
og dóttur sína Svanhildi missti hún
báðar í blóma lífsins, svo og hjart-
kæran eiginmann sinn, Þorbjörn,
sem alla tíð vildi hana á höndum sér
bera. Sigga frænka hélt heimili
hjálparlaust allt fram undir það síð-
asta að hún lagðist inn á spítala.
Enda þótt heilsu hennar hrakaði þar
ört og hún þyrfti mikillar umönn-
unar við vildi hún samt síst verða til
ama og tók dauðastríði sínu eins og
lífinu sjálfu með æðruleysi og hetju-
lund þess sem sáttur er. Í einu vildi
hún þó í engu slaka og spurði okkur
systurnar að því deginum áður en
yfir lauk hvort okkur fyndist nokkuð
að því að setja á hana eyrnalokkana
þótt hún væri svolítið langt niðri.
Ekki mátti sjá hver okkar var sæl-
ust, hún eða við, því með lokkana,
innan um snúrur og slöngur, var hún
aftur hún sjálf.
Hugur okkar hjónanna og fjöl-
skyldu er hjá ástvinum hennar.
Megi góður guð veita þeim styrk og
blessa minningu elskulegrar móður-
systur minnar, Sigríðar Huldu Ein-
arsdóttur.
Þórunn Þórhallsdóttir.
Ég ætla að kveðja þig með nokkr-
um orðum, Sigga mín og þakka þér
fyrir hvað þú varst hlý og raungóð
kona . Eiginlega hefur þú í mínum
huga komist nær því en flestir að
vera vammlaus manneskja, þú
dæmdir aldrei, þú mildaðir hranaleg
orð með þinni eðlislægu jákvæðni.
Við höfum alltaf haft nóg um að
spjalla, frá því ég var smástelpa og
sat við eldhúsborðið á Guðrúnargöt-
unni og borðaði randalínu og þangað
til ég flutti norður á Dalvík. Þú
sýndir alltaf einlægan áhuga á því
sem við samferðafólkið vorum að
fást við og á sama hátt fylgdist þú
með börnum þínum og fjölskyldum
þeirra. Fyrir þetta vil ég þakka þér
og sendi börnum þínum og fjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðjur og
ég vona að okkur auðnist að verða
jafn fordómalaus og þú varst, elsku
frænka mín. Geymi þig allar góðar
vættir.
Þín
Hörn.
Elsku Sigga frænka, ég man ekki
eftir því að þú hafir verið kölluð ann-
að. Ég sit hérna og hugsa um allar
þær stundir sem við áttum saman,
þó svo að ég hafi þekkt þig frá því að
ég var barn, þá var það ekki fyr en
fyrir u.þ.b. 15 árum að við morg-
unhænurnar fórum að hittast á
hverjum laugardagsmorgni kl. 9 og
drekka saman kaffi og borða ristað
brauð með smjöri og osti. Alltaf það
sama öll árin. Sátum og töluðum
saman um allt milli himins og jarðar
í 1–2 klst.
Undanfarin ár höfum við farið
fjögur saman í ferðir um verslunar-
mannahelgina. Fórum við vítt og
breitt um Suður- og Vesturlandið.
Eitt sinn enduðum við á Umba-
útihátíð á Kirkjubæjaklaustri og
vorum án efa elsta fólkið á staðnum
en skemmtum okkur konunglega.
Oft hlógum við að því þegar við end-
uðum eitt árið uppi á Sprengisandi,
þar sem aðstoðarmaður bílstjórans
klikkaði aðeins í kortalestrinum.
Alltaf vorum við með nesti með okk-
ur, borð og stóla og dúkuðum upp
borðið úti í móa eða á vegkantinum,
t.d. uppi á Sprengisandi, það vakti
athygli annarra ferðalanga. Á ég
margar skemmtilegar myndir frá
þessum ferðum.
Í upphafi hvers ferðadags fengu
farþegar Gammel dansk og bjór og
skemmtum við pabbi okkur vel að
hlusta á ykkur stysturnar í aftur-
sætinu, uppáklæddar og með allt
snyrtidótið í sætinu hjá ykkur að
tala um gamla daga og rifja upp
liðna atburði frá því að þið voruð
börn og unglingar, og ferðir ykkar
með afa og ömmu yfir Hellisheiðina
og austur í sveitir. En núna erum við
mamma einar eftir af hópnum okk-
ar.
Þetta eru allt stundir sem ég
þakka fyrir að hafa átt og tel mig
ríkari af. Það er ekki langt síðan að
ég spurði þig hvort þú værir hrædd
við það að deyja og svaraðir þú því
neitandi. En þú sagðir alltaf að þú
ætlaðir aldrei að deyja.
Ég er fegin að hafa getað setið hjá
þér tvo síðust dagana þína hérna hjá
okkur.
Ég á eftir að sakna þín mikið og
veit eiginlega ekki hvað ég á af mér
að gera á laugardagsmorgnum.
Dómhildur.
Ég hef ásamt eiginmanni mínum,
Jóni Marvini Jónssyni, sótt heim
fjölmarga af ættingjum hans sl.
þrjátíu og átta ár í tíðum heimsókn-
um okkar til Íslands.
Í fyrstu heimsókn okkar, snemma
á björtum sumardegi í júní 1962, tók
Sigríður Einarsdóttir á móti okkur.
Sigríður reyndist einstaklega örlát-
ur og góður gestgjafi og var hún
verðugur fulltrúi íslenskrar gest-
risni í þessari sex vikna löngu heim-
sókn okkar til Íslands.
Eiginmaður Sigríðar, Þorbjörn
Jóhannesson heitinn, sem kenndur
var við kjötbúðina Borg, var ná-
frændi eiginmanns míns. Alla tíð frá
þessum fyrstu viðkynnum mínum og
Sigríðar, hélt ég góðu sambandi við
Sigríði. Heimsótti ég hana margoft,
bæði á Íslandi og í Boston, þar sem
dóttir hennar og tengdasonur, Elín
og Óttar Hansson, búa. Okkur varð
vel til vina og nutum við þess að eiga
samverustundir, þrátt fyrir að Sig-
ríður talaði takmarkaða ensku og ég
væri ekki mælandi á íslensku.
Ég mun sakna Sigríðar Einars-
dóttur, sem átti svo ríkan þátt í
ánægjulegum kynnum mínum af
landi og þjóð.
Ég kveð vinkonu mína.
Joanne Jónsson, Seattle.
Í febrúar fyrir 50 árum flutti ég á
Flókagötu 61 fyrir ofan fallega ein-
býlishúsið sem Þorbjörn í Borg
hafði byggt. Fjölskylda hans hafði
flutt tveimur árum áður. Þau höfðu
gengið frá öllu að utan sem innan,
sem ekki var algengt á þeim árum.
Fyrir ofan hjá mér voru braggar frá
stríðsárunum. Það má segja, að
þetta væru tveir heimar, sitt hvor-
um megin við húsið mitt.
Börn Sigríðar og Þorbjörns voru
að komast á unglingsárin þegar þau
fluttu í húsið sitt. En börnin mín
voru lítil, þriggja ára drengur og
nokkurra mánaða stúlka. Ég notaði
mikið svalirnar hjá mér sem snúa að
húsi og garðinum hennar Sigríðar.
Einn daginn kallar Sigríður til mín
og býður mér að koma með litlu
dóttur mína í fallega garðinn þeirra.
Þá voru Ellý dóttir hennar og Sig-
ríður að sóla sig í góða veðrinu. Það
voru okkar fyrstu kynni og þarna
tókst vinátta milli okkar sem hélst
alla tíð. Betri nágranna hefði ég ekki
getað hugsað mér.
Seinna kom að því að við fórum að
starfa saman í Kvenfélagi Háteigs-
sóknar. Sigríður og Þorbjörn unnu
mikið og gott starf í þágu Kven-
félagsins og kirkjunnar okkar. Á
tímabili lánuðu þau Kvenfélaginu
kjallaraíbúðina í húsinu sínu fyrir
fundi og þess háttar.
Það var gaman að koma inn á fal-
lega heimilið þeirra og njóta þar vin-
áttu og hlýju. Sigríður var alltaf
tilbúin að keyra mig á fundi í Kven-
félaginu. Hún var góður bílstjóri allt
fram á síðustu ár.
Sigríður var glæsileg kona sem
allir tóku eftir, hjartahlý og elskuleg
í viðmóti. Mér er minnisstætt þegar
þau hjónin buðu okkur hjónunum í
gullbrúðkaup sitt. Þau voru glæsileg
þar sem þau tóku á móti gestunum
og alltaf jafnrausnarleg heim að
sækja.
Við hjónin söknuðum Sigríðar
mikið eftir að hún flutti úr húsinu
sínu. Við viljum þakka Sigríði og
Þorbirni fyrir það sem þau voru
okkur. Samúðarkveðjur til barna,
tengdabarna og barnabarna þeirra.
Auðbjörg og Guðmundur.
Þakkið Drottni því að hann er
góður, því að miskunn hans varir að
eilífu. (Sálm 107:1)
Mér er það ljúft og skylt að minn-
ast Sigríðar með fáeinum orðum. Er
þá þakklæti mér efst í huga. Þakk-
læti til Guðs fyrir að fá að vera henni
samferða öll þessi ár og þakklæti til
hennar fyrir allt sem hún var mér.
Ég var ekki há í loftinu þegar ég
kom fyrst í heimsókn í stóra, fallega
húsið hennar á Flókagötu. Sigríður
og amma mín voru miklar vinkonur
og afar sterk taug var alla tíð á milli
þeirra en amma mín var einnig mág-
kona hennar. Mörgun árum seinna
bjó ég hjá henni tvo vetur þegar ég
var í námi. Þá voru tvö af þremur
börnum hennar erlendis. Samskipti
okkar byggðust á vináttu og gagn-
kvæmri virðingu. Þó svo að það væri
hún sem var að gera mér greiða með
því að leyfa mér að búa hjá sér lét
hún alltaf sem það væri ég sem gerði
henni greiða með því að veita henni
félagsskap.
Það var margt sem ég lærði af
þessari myndarkonu. Hún var afar
gestrisin heim að sækja og rausn-
arleg og myndarbragur á öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Heimili
hennar stóð alltaf opið fyrir öllum
vinum mínum. Hún átti afar fallegt
og hlýlegt heimili. Allt sem var fag-
urt, jákvætt, uppbyggilegt og elsku-
vert var henni að skapi.
Sigríður var glæsileg kona sem
bauð af sér mikinn þokka og hún
hélt reisn sinni alla tíð. Hún tók
virkan þátt í félagsstarfsemi, var í
kvennadeild Slysavarnafélagsins
um ára bil og í kvenfélagi Háteigs-
kirkju var hún virkur þátttakandi og
nutu þessi félög örlætis hennar. Sig-
ríður elskaði tónlist og oft tók hún í
píanóið og söng með. Ótal margt
fleira væri hægt að að telja upp.
Elsku Sigga mín, með söknuð í
hjarta mun ég ævinlega minnast þín
með þakklæti og virðingu fyrir dýr-
mæt kynni og ánægjulegar sam-
verustundir í gegnum árin.
Elsku Ellý, Óttar, Einar, Astrid,
börn, barnabörn og aðrir vanda-
menn, ég sendir ykkur mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Guð blessi
ykkur.
Gull er það sem býr í góðu hjarta
gull er það sem mildu augun skarta
gull er mannsins gæfa, mikill sjóður,
gull er barnsins ljúfa hjal við móður.
Gullið skín við handtak góðra vina,
gull er þegar huggun sorg vill lina,
gull er þegar góður dagur kveður
gull er það sem hug og anda seður.
(Sigurjón Ari Sigurjónsson.)
Helga K. Friðriksdóttir.
✝ Ingigerður Jóns-dóttir fæddist 6.
febrúar 1917. Hún
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi laugar-
daginn 3. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
björg Þorsteinsdótt-
ir, f. 9. nóvember
1886, d. 7. júlí 1979
og Jón Friðriksson, f.
19. júlí 1873, d. 6.
desember 1939.
Systkini Ingigerðar
eru Þóra Aðalheiður,
f. 16. október 1923;
Friðsemd, f. 26 apríl 1915, d. 13.
ágúst 1931; Jens, f. 29. september
1927.
Ingigerður giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum Guðlaugi Guð-
jónssyni, f. 2. apríl
1913. Þau eignuðust
tvö börn. 1) Guðrún
Jóna, f. 2. október
1940, maki Jóhann
Guðmundsson. Börn:
Inga, maki Daði
Bragason, þau eiga
tvö börn. Jóna Guð-
rún, maki Þorgils E.
Ámundason, þau
eiga þrjú börn. Guð-
mundur, maki Guð-
rún Ágústa Unn-
steinsdóttir. 2)
Gunnar Guðlaugs-
son, f. 28. júlí 1946,
maki Gunnhildur Óskarsdóttir.
Börn: Óskar, Ester.
Útför Ingigerðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða
og sjónhringir nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pét.)
Elsku Inga amma.
Okkur langar til að kveðja þig
með fáeinum orðum.
Þegar við minnumst þín kemur
fyrst upp í huga okkar hlýjan sem
þú ávallt sýndir okkur systkinun-
um. Þegar við komum í heimsókn
til ykkar afa í Dalalandið sem
börn, var alltaf tekið á móti okkur
með hlýhug og kræsingum og séð
til þess að við hefðum nóg fyrir
stafni. Amma og afi höfðu mjög
gaman af því að ferðast á meðan
heilsan leyfði og fóru fjölmargar
ferðir til útlanda. Margar ferðir
fóru þau til Mallorca og alltaf var
komið með gjafir heim til okkar
krakkanna. Minnisstæð er ferð
ömmu og afa til Kanada þar sem
amma á marga fjarskylda ættingja
sem hún hélt mikilli tryggð við.
Amma lagði ætíð mikla áherslu á
að fylgjast með ættingjum og vin-
um og þrátt fyrir erfið veikindi
síðustu árin hringdi hún alltaf ann-
að slagið til að fá fréttir af því sem
var að gerast hjá okkur. Sérstak-
lega er okkur ofarlega í huga
hversu vel hún fylgdist með lang-
ömmubörnunum og fundu þau það
líka þegar farið var í heimsóknir
til ömmu og afa sem þá voru flutt
á Vesturgötuna, í íbúð fyrir eldri
borgara. Þar tók amma mikinn
þátt í félagslífinu, m.a. með hann-
yrðum, dansi, tískusýningum og
alltaf þótti ömmu gaman að fá fjöl-
skylduna á sýningar sem þar eru
haldnar á hverju ári.
Með söknuði við kveðjum þig,
elsku amma, og þökkum fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
með þér.
Inga, Jóna og Guðmundur.
Til langömmu.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
Valgeir, Viktoría, Davíð,
Dagný og Jóhann.
Nú er þinni löngu ævi lokið eftir
langa baráttu í veikindum þínum.
Það er þó huggun í harmi okkar að
þú skulir vera búin að fá hvíld.
Ég var svo lánsöm að fá að
kynnast þér þegar þið hjónin kom-
uð í heimsókn til okkar til Lúx-
emborgar þegar við bjuggum þar.
Það var alltaf gaman hjá okkur í
þessum heimsóknum, við sátum oft
í eldhúsinu hjá mér á kvöldin og
þú fræddir mig um ýmislegt
skemmtilegt, einhvern veginn var
andrúmsloftið hjá okkur öðruvísi í
útlöndum heldur en hér heima.
Ekki var síður gaman hjá okkur
þegar við fórum í búðaráp sem til-
heyrði í þá daga þegar Íslendingar
fóru til útlanda. Inga, eins og hún
var alltaf kölluð, var mikil félags-
vera, hún var dugleg við að taka
þátt í félagsstarfseminni á Vest-
urgötunni þar sem hún bjó til ævi-
loka.
Inga var glæsileg kona, hún var
ótrúlega vandvirk og nákvæm og
sást það best á allri þeirri list sem
hún tók sér fyrir hendur á Vest-
urgötunni.
Það var engin skúffa né skápur
á hennar heimili sem ekki allt var í
röð og reglu í. Á mínum yngri ár-
um þegar ég kynntist Ingu gat ég
ekki skilið þessa fullkomnunarár-
áttu en seinna sá ég að þetta var
hinn besti eiginleiki, hún hafði
góða dómgreind og hugarró og
voru það hennar einkenni, fátt
raskaði ró hennar og yfirvegun,
hún var athugul og naut hins fagra
í lífinu.
Nú er aðeins þessi skemmtilega
minning eftir.
Andlát ættingja og ástvina er
eiginlegur heimsendir í hvert sinn.
Ég vil þakka þér fyrir þær stundir
sem við áttum saman.
Ég vona að þér líði vel þar sem
þú ert núna, Guð geymi þig.
Gunnhildur Óskarsdóttir.
INGIGERÐUR
JÓNSDÓTTIR
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Símar 567 9110 og 893 8638
www.utfarir.is
runar@utfarir.is
Erfisdrykkjur
50-300 manna
Glæsilegir salir
Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu,
Engjateigi 11, sími 588 4460.