Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 51 JT VEITINGAR á Hótel Loftleiðum söfnuðu í samstarfi við Duni um- boðið og styrktarfélagið Neistann 305 þúsund krónum fyrir hjartveik börn. Söfnunin fór fram meðal veit- ingagesta í jólahlaðborði Idu Dav- idsen jólin 2000. Sami háttur var hafður á við söfnunina og árin áður. Fyrir hvert kerti sem gestir keyptu á 100 krón- ur og settu á góðgerðartréð, sem Sveinn Markússon, listamaður í Gallerí Járn, smíðaði og gaf af þessu tilefni, lögðu JT veitingar til 100 krónur. Söfnunarféð rennur óskipt til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Á myndinni eru María Klara Jónsdóttir sem afhend- ir Val Stefánssyni og Guðnýju Sig- urðardóttur styrkinn. Gjöf til Neistans Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÆÐSLUFUNDUR verður laug- ardaginn 10. febrúar á vegum for- eldra- og aðstandendahóps sem starfar á vettvangi Samtakanna ’78. Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins, Laugavegi 3, og hefst kl. 16. Yfirskrift fundarins er: Fordóm- ar og mismunun. Guðrún Pétursdóttir félagsfræð- ingur, mun fjalla um þetta efni. Guð- rún er starfsmaður í Miðstöð nýbúa og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um fordóma og mismun- un og hér beinir hún sjónum að mál- efnum samkynhneigðra. Á eftir er- indinu verða umræður. Fundurinn er öllum opinn. Á vettvangi foreldra- og aðstand- endahópsins starfa foreldrar, systk- ini, börn, vinir og frændfólk samkyn- hneigðra. Hópurinn hittist á miðvikudagskvöldum í húsnæði Samtakanna 7́8 og eru fulltrúar hans eru til staðar frá kl. 20 ef einhver hefur þörf fyrir spjall. Fyllsta trún- aðar gætt, segir í fréttatilkynningu. Fræðslufundur um fordóma ANNAR fundur um lýðræðið í fundaröð Samfylkingarinnar verður haldinn laugardaginn 10. febrúar kl. 11–14 í Norræna húsinu. Yfirskrift fundarins er „Lýðræði – hugsjón og veruleiki“. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- kona Samfylkingarinnar, flytur ávarp og að því loknu verða flutt er- indi. Hrund Gunnsteinsdóttir þróun- arfræðingur fjallar um skuldavanda fátækustu ríkja heims og tilraunir til lausnar á honum. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur fjallar um alþjóðlega samvinnu og mikilvægi hennar í lýðræðisþróun- inni. Natasa B. Friðgeirsson blaða- maður fjallar um uppbyggingu lýð- ræðislegra stjórnarhátta í fyrr- verandi Júgóslavíu og áhrif stríðsátaka á lýðræðisþróun. Loks fjallar Sigurður Líndal lagaprófess- or um valdmörk dómstóla og skörun dómsvalds og löggjafarvalds. Fundarstjóri og stjórnandi um- ræðna er Björgvin G. Sigurðsson. Fundur um lýðræði HÁTT á annað hundrað manns hafa skráð sig á kvöldnámskeið um Há- lendi Íslands hjá Endurmenntunar- stofnun HÍ. Umsjónarmaður og fyr- irlesari er Guðmundur Páll Ólafsson, höfundur bókarinnar Hálendið í nátt- úru Íslands og handhafi íslensku bók- menntaverðlaunanna. Námskeiðið hefst 19. febrúar og stendur yfir fjögur kvöld. Fjallað verður í máli og myndum um stað- hætti og náttúru á miðhálendinu, um fornar þjóðleiðir, ferðalög, undirbún- ing þeirra og tilgang og um fræðilega ferðamennsku. Þá verður rætt um náttúruvernd og gildi hálendisins fyr- ir komandi kynslóðir. Námskeiðið er öllum opið og er það liður í námskeiðaröðinni Ísland fyrir íslenska ferðamenn sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið. Námskeið um hálendi Íslands SÍMINN hefur nú í samvinnu við Kast ehf. verið að þróa nýja þjón- ustu sem gerir viðskiptavinum kleift að skrá sig fyrir auglýsing- um og fá þær sendar í GSM sím- ann sinn sem SMS-skilaboð. Viðskiptavinurinn skráir sig á www.vit.is og hefur hann mögu- leika á að velja um auglýsingar úr ýmsum flokkum, eins og veitingar, skemmtanir, tölvur, íþróttir, ferða- lög ofl. Fyrir hverja auglýsingu sem send er í símann fær við- skiptavinurinn fjórar krónur lagð- ar inn á viðskiptareikninginn sinn einu sinni í mánuði. Hægt er að skrá sig fyrir allt að fjórum aug- lýsingum á dag og þannig hefur hver viðskiptavinur möguleika á að fá allt að 480 kr. færðar sem inn- eign inn á símreikninginn sinn í hverjum mánuði. Þóknun við- skiptavinar í Frelsi kemur á móti kostnaði sem myndast vegna SMS og VIT notkunar. Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar færist inneign á frelsiskort þeirra viðskiptavina sem enn eiga inni þóknun. Með þessu móti er mögulegt að senda allt að 50-SMS skeyti eða tala í allt að 40 mínútur ókeypis í hverjum mánuði. Skilaboðin birt- ast strax á skjánum, líkt og tal- hólfsskilaboð en þau vistast ekki sjálfkrafa í símanum líkt og önnur SMS skilaboð. Einungis er hægt að hafa ein slík skilaboð á skjánum í einu. Viðskiptavinir gátu byrjað að skrá sig fyrir SMS auglýsingum á vit.is og siminn.is á fimmtudag en útsending auglýsinga hefst innan tveggja vikna. Nýjungar á sviði SMS-þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.