Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 16
Edda Rögnvaldsdóttir, ritari hjá Veiðistjóraembættinu, dregur nöfn vinningshafa úr hópi þeirra veiðimanna
sem skiluðu veiðikortum sínum fyrir tilskilinn tíma, þann 1. febrúar sl.
ALLS skiluðu um 7.000 veiðimenn
inn veiðiskýrslum fyrir 1. febrúar
síðastliðinn en þá rann út frestur til
að skila skýrslunum. Af þessum hópi
voru um 4.000 manns, eða um 60%,
sem skiluðu skýrslunum inn á Net-
inu og sagði Bjarni Pálsson, verkefn-
isstjóri veiðikorta, að það væri mjög
gott. „Við erum gríðarlega ánægð
með þessi skil á Netinu,“ sagði
Bjarni en umhverfisráðherra, Siv
Friðleifsdóttir, opnaði fyrir þann
möguleika að senda skýrslurnar á
rafrænan hátt í janúar síðastliðnum.
Handhafar veiðikorta eru um 11
þúsund talsins hér á landi, þannig að
enn vantar um 4.000 skýrslur og vilja
starfsmenn Veiðistjóraembættisins
hvetja menn til að skila skýrslunum
inn en slíkt er skylda. „Það er um að
gera fyrir þá sem eiga eftir að skila
að drífa í því sem fyrst. Ef menn eru
að draga þetta lenda menn oft í því
að gleyma sér þar til á að fara á
rjúpnaveiðar en það skapar mikið
álag hér og óþægindi,“ sagði Bjarni.
Starfsmönnum er einnig mikið í mun
að fá skýrslurnar í hús sem fyrst svo
hægt verði að fara að vinna úr þeim.
20 veiðimenn
hlutu vinning
Til að hvetja menn til að skila inn
skýrslunum áður en frestur rennur
út hefur embætti veiðistjóra haft
þann háttinn á að allir sem hafa skil-
að sínum veiðiskýrslum á réttum
tíma fara í pott sem síðan er dregið
úr og hljóta 20 manns vinning. Nú
hefur verið dregið og hlaut Ólafur
Örn Pétursson, Seyðisfirði, fyrsta
vinning, GPS-staðsetningartæki.
Óskar Guðmundsson, Keflavík, hlaut
bókina Skotveiði í náttúru Íslands
eftir Ólaf E. Friðriksson og þá hlutu
fimm menn bókina Íslenskur fugla-
vísir eftir Jón Óla Hilmarsson en
þeir eru Víðir Þormar Guðmunds-
son, Garðabæ, Guðlaugur Svan H.
Trampe, Reykjavík, Guðmundur
Pálsson, Dalvík, Anton Júlíusson,
Hvammstanga, og Pétur Valbergs-
son, Borgarnesi. Loks hlutu 12
manns áttavita.
Um 7000 manns hafa skilað veiðiskýrslum til Veiðistjóraembættisins
Um 60% veiðimanna skil-
uðu skýrslunni á Netinu
Morgunblaðið/Kristján
AKUREYRI
16 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Upphaf vorannar
Skólastarf á vorönn hefst mánudaginn 12. febrúar.
Stundatöflur verða afhentar fyrir hádegi og kennsla hefst síðan
samkvæmt stundaskrá kl. 13:15.
Nemendur eiga að sækja töflur sínar sem hér segir:
9:00-10:00 Tæknisvið og hússtjórnarsvið
10:00-11:00 Uppeldissvið og viðskiptasvið
11:00-12:00 Almennt nám og heilbrigðissvið
Skólameistari
AKUREYRARBÆR
LEIKSKÓLINN
IÐAVÖLLUR
Leikskólinn Iðavöllur óskar að ráða
í eftirtaldar stöður.
Leikskólakennarar:
2 stöður 100 % leikskólakennara með deildarstjórn.
Almennir leikskólakennarar.
Ef ekki tekst að manna stöðurnar leikskólakennurum verður
ráðið annað starfsfólk í þær.
Eldhús:
1 staða matráður 100% staða.
1 staða aðstoð í eldhús 100% staða,
(möguleiki að ráða í tvær 50 % stöður).
Ræsting:
2 stöður u.þ.b. 57% staða hvor.
Iðavöllur kemur til með að flytja í nýtt húsnæði um
mánaðamótin mars/apríl. Stækkar þá leikskólinn í 4 deildir.
Ráðið verður í áðurnefndar stöður frá 20. mars nk.
og fram eftir vori.
Upplýsingar veitir Kristlaug Svavarsdóttir, leikskólastjóri,
sími 462 3849.
Laun samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra leikskóla-
kennara við Launanefnd sveitarfélaga, og kjarasamningi Ein-
ingar við Launanefnd sveitarfélaga.
Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar
Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í störfin.
Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar á starfsmannadeild í
síma 460 1000.
Umsóknareyðublöð fást í upplýsingaanddyri Akureyrarbæjar,
Geislagötu 9. Einnig fást upplýsingar hjá skóladeild
Akureyrarbæjar Glerárgötu 26, 1. hæð.
Umsóknareyðublöðum á að skila á skóladeild
eða í upplýsingaanddyri.
Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2001.
Frá huga
til handar
SÝNINGIN „Frá huga til handar –
saga prentlistar og bókaútgáfu á Ís-
landi í máli og myndum með sér-
stakri áherslu á útgáfu Bibliunnar“
verður opnuð í lestrarsal Amtsbóka-
safnsins á Akureyri á morgun, laug-
ardaginn 10. febrúar, kl. 15.
Sýningin er unnin í samvinnu
Félags bókagerðarmanna, Hins ís-
lenska biblíufélags, Samtaka iðnað-
arins, Landsbókasafns Íslands–Há-
skólabókasafns og Amtsbókasafns-
ins á Akureyri og Minjasafnsins á
Akureyri.
Við opnun sýningarinnar flytja
ávörp Emilía Sigmarsdóttir, Lands-
bókasafni Íslands – Háskólabóka-
safni, Gísli Jónsson, fyrrverandi
menntaskólakennari, og Jón Páls-
son, framkvæmdastjóri Hins ís-
lenska biblíufélags.
Amtsbókasafnið
á Akureyri
Ljóðakvöld á
Sigurhæðum
FIMMTA ljóðakvöld vetrarins verð-
ur í Húsi skáldsins á Sigurhæðum í
kvöld, föstudagskvöldið 9. febrúar,
og hefst það kl. 20.30. Húsið er opið
frá kl. 20 til 22.
Erlingur Sigurðarson forstöðu-
maður Sigurhæða mun þar takast á
við ljóð skálda um óttann og hvernig
má vinna bug á honum, en meðal
þeirra eru Matthías Jochumsson,
Hannes Hafstein, Stefán frá Hvíta-
dal og Guðmundur Böðvarsson.
RÚMLEGA tvítugur karlmaður hef-
ur í Héraðsdómi Norðurlands eystra
verið dæmdur til að greiða 180 þús-
und króna sekt í ríkissjóð vegna
fíkniefnabrots. Maðurinn var á skil-
orði er hann framdi brot sitt og var
sá dómur látinn haldast.
Manninum var gefið að sök að hafa
skömmu fyrir jól 1999 selt tveimur
ungum mönnum 10 grömm af kóka-
íni á 90 þúsund krónur en afhending
efnisins fór fram við heimili annars
þeirra. Maðurinn kvaðst fyrir dómi
vera saklaus og krafðist sýknu í mál-
inu. Annar mannanna bar fyrir dómi
að hann hefði keypt fíkniefnin.
Seljandi efnanna játaði við
skýrslutöku hjá lögreglu að hafa selt
umrædd fíkniefni en dró játningu
sína til baka, neitaði sakargiftum og
andmælti frásögn kaupandans. Vís-
aði hann til þess að við skýrslugjöf
hjá lögreglu hefði hann verið and-
lega miður sín eftir 10 daga gæslu-
varðhald og því ranglega játað á sig
sakir, aðallega til að losna úr vistinni.
Þá kvaðst hann hafi verið beittur
hótunum af hálfu þeirra sem með
rannsókn málsins fóru og að hafa
ekki notið aðstoðar verjanda við
skýrslugjöfina.
Í niðurstöðu dómsins kemur fram
að maðurinn hafi játað sakargiftir
skýlaust við skýrslutöku hjá lög-
reglu og sé það í samræmi við
skýrslur sem teknar voru af kaup-
anda efnanna auk vitnis. Með hlið-
sjón af frásögn lögreglumanna og at-
vikum máls er það álit dómsins að
skýringar mannsins fyrir breyttum
framburði fyrir dómi teljist ótrú-
verðugar. Ekki þótti því varhuga-
vert að telja sannað að hann hefði
gerst sekur um þá háttsemi sem
hann var ákærður fyrir.
Maðurinn hefur áður hlotið sekt-
arrefsingar, fyrir umferðarlagabrot
og vegna brota á ávana- og fíkniefna-
löggjöf.
Sekt vegna
kókaínsölu
Héraðsdómur
Norðurlands eystra
♦ ♦ ♦
HALLGRÍMUR Tómasson á Ak-
ureyri var einn af heppnum vinn-
ingshöfum í skafmiðaleik sem
Rydenskaffi hf. í samvinnu við Víf-
ilfell og Skífuna stóð fyrir á síðustu
þremur mánuðum.
Neytendur sem keyptu sér poka
af Maarud kartöfluflögum á tíma-
bilinu fengu afhentan skafmiða
þegar þeir greiddu fyrir vöruna.
Gífurleg þátttaka var í leiknum
enda margt góðra vinninga í boði.
Hallgrímur keypti sér Maarud í
Nettó á Akureyri og hann fékk í
vinning á sinn miða snjóbretti, skó
og annan útbúnað sem tilheyrir.
Frá afhendingu verðlaunanna í Nettó á Akureyri. F.v. Inga Jónasdóttir,
sölumaður Maarud á Akureyri, vinningshafinn, Hallgrímur Tómasson,
Elfar Dúi Kristjánsson og Sigmundur Sigurðsson verslunarstjóri.
Hallgrímur vann
snjóbretti og búnað