Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðbjörg Þor-láksdóttir fædd- ist í Reykjavík 30. september 1958. Hún lést á deild 21A á Landspítalan- um við Hringbraut aðfaranótt 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Þorlákur Ás- geirsson húsasmíða- meistari, f. 4.12. 1935 og Ásta Guðbjörns- dóttir, f. 31.7. 1937. Sustkini Guðbjarg- ar eru Kristín Dagný Þorláksdóttir, f. 16.6. 1957, sam- býlismaður hennar er Gauti Gunnarsson. Börn Dagnýjar eru Ása Kolbrún, Bjarni Már, Pétur Óskar og Birgir Ólafur. Ásgeir Þorláksson vélvirki, f. 2.12. 1959, eiginkona hans er Eva Hildur Kristjánsdóttir og barn hennar Ragnar Páll Rafnarsson. Vilhjálmur Þorláksson bakari, f. 20.4. 1962, eiginkona hans er Sigrún Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru Davíð Þór og Hildur María. Guðbjörg átti Guðnýju Helga- dóttur, f. 28.5. 1977 með Helga Magnússyni, f. 18.8. 1950. Eftirlifandi eiginmaður Guð- bjargar er Þorgeir Jón Pétursson, mótasmiður hjá Kassagerð Reykja- víkur, fæddur á Ísa- firði 29.12. 1949. Þau hófu sambúð 1986 og giftu sig þann 17. júní 1997. Barn Guðbjargar og Þorgeirs er Sindri Þór Þorgeirsson, f. 21.12. 1987. Foreldrar Þor- geirs eru Óskar Pét- ur Einarsson, f. 20.3. 1920 d. 14.4. 1996 og Guðbjörg Rósa Jóns- dóttir, f. 27.5. 1921. Þorgeir átti fyrir Ragnheiði Örnu Þorgeirsdóttur, f. 11.7. 1970, eiginmaður hennar er Að- alsteinn Símonarson, f. 20.12. 1970. Börn þeirra eru Símon Val- geir, Atli og Þórir. Guðbjörg útskrifaðist frá Sjúkraliðaskóla Íslands 15. októ- ber 1982. Hún starfaði víða sem sjúkraliði meðal annars á Reykja- lundi, Landspítalanum v/Hring- braut, Sjúkrahúsinu í Vestmanna- eyjum og á Ísafirði og síðustu ár á hjúkrunarheimilinu Skjóli og Laugaskjóli við umönnun alz- heimersjúklinga. Útför Guðbjargar fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Í dag kveðjum við með söknuði Guðbjörgu systur okkar í hinsta sinn. Á þessari sorgarstund koma marg- ar hugsanir í hugann. Af hverju er hún á besta aldri tekin frá fjölskyldu sinni og börnum? Hver er tilgangurinn? Guðbjörg greindist með krabba- mein fyrir um þrem árum og hefur barist af miklum krafti við þann ill- víga sjúkdóm sem nú hefur haft betur í þeirri baráttu. Guðbjörg var mjög meðvituð um afleiðingar sjúkdómsins og gerði allt sem hún gat til að undirbúa sína nán- ustu. Hún talaði opinskátt um hann og upplýsti okkur um stöðuna hverju sinni. Við fengum að vita í lok ársins að það gæti orðið stutt eftir. Þó svo að þessar staðreyndir blöstu við trúðum við því ekki að það yrði svo stutt sem raun varð á, við vonuðumst eftir að hún gæti verið meðal okkar lengur, allavega fram yfir fermingu hans Sindra nú í vor, enda var hún ekkert að gefast upp. Elsku Guðbjörg, nú ert þú farin og eftir standa góðar minningar sem ekki verða frá okkur teknar. Við mun- um eftir þeim góðu samverustundum sem við áttum saman, heima og í ferðalögum innanlands og utan, úti- legum í Landmannalaugum og fleiri fögrum stöðum þar sem við skemmt- um okkur konunglega saman. Við munum líka þegar við unnum saman í byggingarvinnu á Klaustri og þú vildir vera með í öllu og ekki láta hlífa þér þótt þú værir eina stelpan í hópi stráka. Þetta hugarfar hefur fylgt þér síðan og þannig hefurðu með dugnaði stýrt heimili þínu fram á síð- ustu stundu. Þessi dugnaður gerði það að verkum að hvort sem þú varst í leik eða starfi varstu óspör á að láta í té krafta þína til að hjálpa öðrum og einnig varstu virk í félagsstörfum. Al- veg fram á síðustu stundu vildirðu fylgjast með því sem var að gerast í kringum þig, vita hvað allir væru að gera og hvernig aðrir hefðu það. Þessi umhyggja fyrir öðrum og það sem þú gafst af þér gaf okkur svo mikið. Einnig varstu foreldrum okkar mikil stoð og stytta. Það var strax á unglingsárum sem þú og Dagný fóruð að safna íslenskum söngtextum. Þegar ný lög heyrðust voruð þið fljótar að læra þau og sung- uð með þegar færi gafst. Þessi söng- elska hefur síðan fylgt þér og er það víst að þegar við eigum eftir að koma saman og syngja í góðra vina hópi munum við minnast þín. Þegar þú fórst að vinna á Skjóli og síðar á Laugaskjóli söngst þú fyrir vistmenn- ina þér og þeim til skemmtunar. Eftir að þú veiktist og varst frá vinnu heim- sóttir þú vistmenn til að eiga góða stund með þeim og syngja saman. Þetta gaf þér og vistmönnum mikið. Elsku Guðbjörg, við systkinin og fjölskyldur okkar viljum þakka þér þær góðu stundir sem við áttum með þér. Guð blessi þig og minningu þína. Elsku Þorgeir, Guðný og Sindri, megi guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg og leiða ykkur áfram um lífsins veg. Ásgeir, Vilhjálmur og Dagný. Mig langar í fáeinum orðum að kveðja kæra mágkonu mína, sem þrátt fyrir erfið veikindi bar sig svo vel og alltaf var svo hress og glaðlynd. Hetjulegri baráttu hennar er nú lokið. Ég minnist hlýju hennar og hjálpsemi á erfiðum og góðum stundum, og hennar fallegu söngraddar, sem naut sín svo vel í góðra vina hópi. Vil ég þakka henni samfylgdina. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Guðbjörg, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sigrún. Það er sárt að hugsa til þess að Guðbjörg frænka skuli vera dáin. Hún var búin að berjast hetjulega við þann sjúkdóm sem dró hana til dauða og hún ætlaði sannarlega ekki að gef- ast upp. Það er lýsandi fyrir kjark hennar og viljastyrk að þegar ég hitti hana síðast heima hjá henni á milli jóla og nýárs var hún að tala um að láta minnka við sig morfínskammtinn sem hún hafði orðið að fá við verkjum síðustu vikurnar. Uppgjöf var fjarri henni og þótt hún vissi að til beggja vona gæti brugðið ætlaði hún samt sem áður að lifa fram yfir fermingu Sindra sonar síns í apríl. Henni varð því miður ekki að ósk sinni og and- aðist aðfaranótt 29. janúar sl. Ég man fyrst eftir Guðbjörgu sem lítilli hnellinni hnátu með ljósa þykka hárið sitt sem einkenndi hana alla tíð. Hún bjó þá ásamt fjölskyldu sinni á Karlagötunni hjá afa og þangað kom- um við oft í heimsókn úr Keflavík. Hún var skapgóð og söngelsk og mikil afastelpa. Þótt hún eltist og fjölskyld- an flytti frá afa, m.a. um tíma út á land, hætti hún síður en svo að vera afastelpa. Samband þeirra einkennd- ist af sérstakri vináttu sem hélst alveg þar til afi var allur og Guðbjörg löngu orðin fulltíða kona með sína fjöl- skyldu. Guðbjörg eignaðist Guðnýju dóttur sína átján ára gömul og það var stolt ung móðir sem sýndi mér frumburð- inn sinn í maí 1977. Guðbjörg var sjálfstæð að eðlisfari og þó að hún ætti vísan stað í foreldrahúsum, ein með lítið barn, ákvað hún að stofna sitt eigið heimili með Guðnýju. Lengst af bjuggu þær mæðgur í Torfufellinu og þar leið þeim vel. Guð- björg fór í sjúkraliðaskólann á þess- um árum og það varð síðar hennar að- alstarf að sinna sjúkum. Síðustu árin vann hún á Laugaskjóli með alzheim- ersjúklingum sem sannarlega kunnu að meta umönnun hennar. Guðbjörg varð þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast eftirlifandi eig- inmanni sínum Þorgeiri Péturssyni frá Ísafirði. Þau hófu sambúð fyrir u.þ.b. sextán árum og í desember 1987 fæddist svo Sindri sonur þeirra, augasteinn foreldranna og stóru syst- ur. Við vorum jafnöldrur, vinkonur og frænkur og þótt stundum liði nokkur tími milli þess sem við hittumst viss- um við alltaf hvor af annarri og fylgd- umst með því sem hin var að gera. Ef eitthvað bjátaði á studdum við hvor aðra, það kom einhvern veginn af sjálfu sér, við þurftum ekki að biðja hvor aðra um hjálp. Þetta er alla vega sú upplifun sem ég hef af sambandi okkar Guðbjargar, hún studdi mig á erfiðum tímum og vonandi hef ég get- að gefið henni eitthvað á hennar erf- iðu stundum. Það er undarlegt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að hitta Guðbjörgu aftur, hlusta á hana gleyma sér í frá- sögnum af einhverjum skemmtileg- um atburðum eða hitta hana á fjöl- skyldumótum þegar systurnar, mæður okkar, hittast með fjölskyld- urnar. Söngur var Guðbjörgu alltaf hugleikinn og hún hafði góða söng- rödd. Hún var því sjálfskipaður for- söngvari á mannamótum og kunni auk þess ógrynni af söngtextum. Það er svo sannarlega skarð fyrir skildi þegar Guðbjörgu vantar í hópinn en við erum ríkari eftir en áður að hafa kynnst manneskju eins og henni. Elsku Þorgeir, Guðný og Sindri, Ása, Lalli og systkini, Guð veri með ykkur í sorg ykkar. Það er erfitt að sætta sig við það þegar ung mann- eskja sem hafði svo mikið að lifa fyrir skuli vera tekin burt svona allt of snemma. Orð Spámannsins um dauð- ann eru samt falleg og í þeim felst ákveðin líkn: „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Kahlil Gibran.) Erla Þorbjörnsdóttir. Okkur langar að minnast elsku frænku okkar, hennar Guðbjargar, sem lést 29. janúar sl. eftir hetjulega baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem við svo mörg þekkjum. Það eru margar minningar sem koma upp í huga okkar við þessi ótímabæru tíðindi. Við munum hana Guðbjörgu með ljósa sjálfliðaða hárið í kringum bros- andi andlitið. GUÐBJÖRG ÞORLÁKSDÓTTIR Erfisdrykkjur 50-300 manna Glæsilegir salir Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu, Engjateigi 11, sími 588 4460. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum einnig um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla.                                     !    !"     !"  !  !" #   !" $ ! !   !" % ! & ! '  (        )     "   &*+',-.',/*--' $ 01# 2 34) / 5  #   $#  %  #  &'   &('' )  *)+ &',' 0        "     - "     '$'$ 67&*,/*--' .! 08 !"9 :9 #   ."  #  - /   &,,' $1  $1  $1; $1  )  & $1# ) $ $1   $  )*9 )   0      0   "     "    $76 7/,'$727$<=-7,/*--' )  !#  + :1 9!" 41  !# :.:1  )  #   01  #  - &(   &,,'  $1# )  + ! > ;)  .    / ,  )      0   0##0 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.