Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 56
DAGBÓK 56 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Roll- nes kemur í dag. Black- bird, Bakkafoss og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Klakkur kom í gær. Venur fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 9 perlu og kortasaumur, kl. 11.15 tai-chi leikfimi, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 13.30 bingó, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 bókband, kl. 9– 16 handavinna og fóta- aðgerð, kl. 13 vefnaður, kl. 13.30 félagsvist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós! Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum, kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi er í íþróttasal á Hlaðhömr- um á þriðjudögum kl. 16. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á miðviku- dögum á vegum Rauða- krossdeildar Mos. Pútttímar eru í Íþrótta- húsinu á Varmá kl. 10– 11 á laugardögum. Kór- æfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos., eru á Hlaðhömrum á fimmtudögum kl. 17–19. Jógaleikfimi kl. 14 á föstudögum í Dvalarh. Hlaðhömrum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlits- snyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, er í s. 566- 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan opin og handa- vinnustofan opin, kl. 9.45 leikfimi, kl. 13.30 gönguhópur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Al- mennur félagsfundur í Gullsmára 13, laugar- daginn 10. febrúar kl. 14. Dagskrá: félags- heimilin og starfsemi. Óskað hefur verið eftir að bæjarfulltrúar mæti og ræði málin og svari fyrirspurnum. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13. „opið hús.“ spilað á spil. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silfur- smíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 vefnaður. Myndlist- arsýning frístundamál- ara í Gjábakka stendur yfir til 23. febrúar. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Myndmennt kl. 13. Bridge kl. 13:30. Félagstarf aldraðra Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmmer 565-6775. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Fyrsti fræðslu- fundur „Heilsa og ham- ingja“ verður laugardaginn 10. febrú- ar kl. 13.30 í Ásgarði, Glæsibæ. Ólafur Ólafs- son, formaður FEB og fyrrverandi landlæknir, gerir grein fyrir rann- sóknum sínum á heilsu- fari og högum aldraðra. Þorsteinn Blöndal yfir- læknir greinir frá helstu sjúkdómum í lungum, sem aldraðrir verða fyr- ir. Allir velkomnir. Leik- hópurinn Snúður og Snælda sýna, „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum þekktum verkum. Sýn- ingar eru á miðviku- dögum kl. 14 og sunnu- dögum kl. 17 í Ásgarði, Glæsibæ. Miðapantanir í símum 588-2111, 568- 9082 og 551-2203. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi mæting kl. 9:45. Sjávarfangsveisla með hausum, hrognum, lifur og ýmsu öðru góðgæti úr sjárvarfangi, verður haldin 16. febrúar, dans- að á eftir borðhaldi. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silfurlínunnar, opið er á mánudögum og miðviku- dögum frá kl. 10–12 f.h. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 kl. 10–16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. bútasaumur og fjölbreytt föndur, umsjón Jóna Guðjóns- dóttir, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 14 kór- æfing, veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Aðstoð frá Skattstofu við skattframtöl verður veitt miðvikudaginn 7. mars. Skráning hafin. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta og út- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi og spurt og spjall- að. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13. opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 útskurður, kl. 10 boccia, kl. 13.30 stund við píanóið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað í aðalsal – Sigvaldi. Miðvikudag- inn 21. febrúar verður farið kl. 13.20 í Ásgarð, Glæsibæ. Sýndar verða gamlar perlur með Snúði og Snældu. Kaffi- veitingar seldar í hléinu, skráning í síma 562- 7077. Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 10.30 verður fyrirbænastund í um- sjón sr. Hjálmars Jóns- sonar dómkirkjuprests. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morgun- stund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Hallgrímskirkja, eldri borgarar. Starfið fellur niður í dag vegna veik- inda. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll, kl. 10. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánudag og fimmtudag. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félagsheim- ilinu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti. Úrvalsfólk. Vorfagn- aður Úrvalsfólks verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, 16. febrúar kl. 19 miða- og borðapant- anir hjá Rebekku og Valdísi í s. 585-4000. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnar- firði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Í dag er föstudagur 9. febrúar, 40. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yður í sig. (Matt. 7, 6.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 þáttur, 4 blása, 7 ill- kvittin, 8 grefur, 9 hagn- að, 11 peninga, 13 bylur, 14 liprar, 15 málmur, 17 öldugangur, 20 tímgun- arfruma, 22 snákur, 23 hamagangurinn, 24 mál, 25 heimskingjar. LÓÐRÉTT: 1 fisks, 2 útlimur, 3 kven- dýr, 4 rola, 5 trú, 6 ákveð, 10 lofar, 12 kraftur, 13 garmur, 15 hali, 16 greinin, 18 áfanginn, 19 ránfugls, 20 vaxa, 21 óða. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 trúhræsni, 8 banar, 9 ildis, 10 fús, 11 tjara, 13 tuska, 15 gróft, 18 hratt, 21 ern, 22 tjáði, 23 ýtinn, 24 steikinni. Lóðrétt: 2 renna, 3 horfa, 4 ærist, 5 nadds, 6 ábót, 7 assa, 12 ref, 14 urr, 15 geta, 16 ófátt, 17 Teiti, 18 hnýti, 19 alinn, 20 tonn. ÉG las í Velvakanda 7. febrúar sl. að einhverjir sem kallar sig andstæð- inga nagladekkja vilja þau burt og tala um nýja tækni í framleiðslu vetr- ardekkja. Ég hef prófað hvort tveggja og það er ekki spurning hversu miklu betri nagladekkin eru í hálku. Öryggið ætti alltaf að vera í fyrirrúmi. Mengun sú sem er hérna á götunum er ekki vegna nagladekkja held- ur vegna þess hversu illa göturnar eru þrifnar. Í gær keyrði framúr mér stór jeppi á ofsa hraða inn Miklubraut og jós yf- ir mig ryki og drullu. Ef keyrt væri hér á lögleg- um hraða, sem ég sé ekki marga gera, mundi rykið ekki þyrlast svona upp í háa loft. Sigrún. Flugvöllur í Reykja- vík, flugvöllur í Hvassahrauni, flug- völlur í Keflavík FORFEÐUR okkar, sem gáfu landslaginu ör- nefni gerðu það sjaldn- ast að tilefnislausu. Má því ætla að hraunskikinn Hvassahraun, hafi ekki verið frægur að lygnu veðri. Hér fyrr á árunum þegar ég var að læra að fljúga og þvældist hér vítt um nágrennið, reyndi maður að sneiða hjá svæðinu austur og suður af álverinu í Straumsvík, sökum ókyrrðar í lofti. Fyrir nokkrum árum skrif- aði ég smápistil í Morgun- blaðið um hvað Reykjavíkur- flugvöllur væri nauðsynlegur bæði fyrir öryggi í sjúkraflugi og allt landsbyggðarfólkið, sem þarf að reka sín erindi og gera sér dagamun í borginni. Ég skrifaði einnig um, hvað aðflugið að flugvellinum væri gott, þar sem það kemur á þrjá vegu frá sjó norður-, suður-, vesturbrautirnar og svo yfir kirkjugarðinn að austan og ekki kvarta þeir þar á bæ. En 26. janúar sl. skrifar Stefán Ólafsson um sama hlut, en sér þessi aðflug í allt öðru ljósi og alla meinbaugi á þeim. Ja, sínum augum lítur hver á silfrið. Nú vilja ein- hverjir skipaðir og sjálfskip- aðir skrifborðskarlar hola niður flugvelli í rokrassinum í Hvassahrauni. Ég hef aldrei skilið þessa flugvallarfóbíu, sem flæðir nú yfir kaffihúsalýðinn hér í borginni. Greinilegt er að fólk þetta tekur ekkert tillit til landsbyggðarfólksins sem sækir hér alls kyns erindi til borgarinnar. Á kannske að þvæla þess- um löndum okkar fyrst til Keflavíkur og aka síðan hættulegustu 50 kílómetrana hingað til Reykjavíkur? Í öllum meiriháttar borg- um eru flugvellir staðsettir í þeim og þykir ekki frágangs- sök. Satt að segja þegar Reykjavík sameinaðist Kjal- arnesi, hélt ég, að við hefðum fengið nógar lóðir, sérstak- lega ef við snerum okkur fljótt og vel að brúargerð og eða göngum og almennilegri veglagningu þangað, en bruðluðum ekki peningum í ótímabæran flugvöll í óþökk Hafnfirðinga. (Hvassahraun). Góð tillaga er að hressa upp á flugvöllinn á Sand- skeiði með smámalbiki og iðka þar snertilendingar Reykvíkinga. Selma Hannesdóttir, einkaflugmaður. Tapað/fundið Einn eyrnalokkur tapaðist LAFANDI eyrnalokkur úr semelíusteinum og svörtum steinum tapaðist við brenn- una við Ægisíðu á gamlárs- kvöld. Upplýsingar í síma 581-2638. Dýrahald Axel hvarf frá Öldugötu STÓR, feitur og loðinn fressköttur hvarf frá Öldugötu 4 sl. sunnudag. Hann er svartur á baki og hvítur á bringu og gegnir nafninu Axel. Hann er með svarta ól með blárri plötu á og er merktur. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsam- lega hringi í síma 551- 0854 eða 861-0584. Enn bólar ekkert á Felix! FELIX er týndur síðan 3. jan. Felix er tveggja ára, grábrúnbröndóttur á litinn. Hann er eyrnamerkt- ur og var með græna sjálflýsandi ómerkta hálsól þegar hann fór að heiman. Hann á heima á gisti- heimilinu Baldursbrá sem er á horni Laufás- vegar og Baldursgötu. Vinsamlega hafið sam- band við Ariane í síma 861-1836 ef þið hafið ein- hverjar upplýsingar um ferðir hans. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Nagladekk- in áfram Víkverji skrifar... VARLA er nema áratugur síðanþað þótti með ólíkindum að hægt væri að senda skeyti á milli tölva, hvað þá að ræða við fólk úti um allan heim með aðstoð tölvu, eins og nú er gert og þykir ekkert tiltöku- mál. En áratugur er langur tími í tækniheiminum og nú er tölvan at- vinnutæki Víkverja og hann gæti ekki án hennar verið. Hann varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá út- hlutað netfangi strax í árdaga tölvu- og netvæðingarinnar – og hefur not- að það stanslaust síðan. Kannski er Víkverji tölvufíkill án þess að vita það, en hann hefur aldrei prófað að vera sambandslaus frá því hann fékk fyrst netfang. Víkverja finnst heimasíðuráp leið- inlegt og ómakar sig ekki við það að nauðsynjalausu. Ógrynni af verslun- um og fyrirtækjum bjóða þjónustu á Netinu og hægt er að kaupa allt mögulegt með einum músarsmelli. Svona verslunarþjónusta getur t.d. verið landsbyggðarfólki bráðnauð- synleg, en Víkverji hefur ekki sýnt henni mikinn áhuga hingað til, enda þörfin ekki beinlínis fyrir hendi. Finni hann hins vegar eitthvað sem hentar hans þörfum þá grípur hann það. MATVÖRUVEFUR Hagkaups erþannig þjónusta. Víkverji á vart orð til að lýsa ánægju sinni með það að hann geti aftur keypt í matinn á Netinu, eftir að gamla Netkaup lagði upp laupana á sínum tíma. Netkaup hefur líklega verið á of langt á undan sinni samtíð til að geta virkað al- mennilega og markaðurinn hreinlega ekki verið tilbúinn þá. Þegar Víkverji sagði vinum og kunningjum frá því að hann sæti við tölvuna og smellti á það sem hann vildi kaupa og fengi varn- inginn síðan sendan heim sér að kostnaðarlausu, fannst fólki það fjar- stæðukennt. En þetta virkaði vel og Víkverji var ánægður. Ein jólin fékk Víkverji glaðning sendan heim frá Netkaupum, en það var grænn gos- drykkur sem hét Sæbergos, eða eitt- hvað í þeim dúr. Þetta tiltæki vakti gríðarlega ánægju yngri fjölskyldu- meðlima. Þessi ágæta starfsemi ent- ist því miður ekki lengi, því markað- urinn hefur sennilega ekki verið tilbúinn eins og fyrr segir. x x x EN nú er þessi þjónusta aftur íboði hjá Hagkaupi, Víkverja til mikillar ánægju. Hann er búinn að prófa þetta nokkrum sinnum með prýðisárangri. Þessi daglega athöfn, að kaupa í matinn eftir vinnu, er með því leiðinlegra sem Víkverji gerir svo þessi þjónusta var algjör himnasend- ing fyrir hann. Hann ætlar samt að reyna að halda sig við eina stóra pönt- un í viku, en kaupa ferskvöru, s.s. kjöt og fisk, eftir hentugleikum eins og venjulega. Þetta fyrirkomulag á áreiðanlega eftir að lækka matar- reikning fjölskyldunnar, því þegar freistingarnar eru ekki fyrir framan augun þá er auðveldara að standast þær. Núna þarf reyndar að greiða kostnað við heimsendingu, en sá möguleiki, að sækja vörunar í eina af Hagkaupsverslunum er einnig fyrir hendi, og Víkverji hefur nýtt sér það. Fróðlegt verður að sjá hver þróunin verður í þessum geira og þá sérstak- lega hvort þjónustan dalar þegar álag- ið eykst, en hingað til hefur Víkverji ekki þurft að kvarta undan henni. x x x SAGT var frá því í fréttum fyrirskömmu að einu matvöruversl- uninni á Bakkafirði hafi verið lokað og nú þurfi fólkið að keyra rúma 60 kíló- metra eftir matvöru. Víkverji veltir því fyrir sér hvort Bakkfirðingar og annað landsbyggðarfólk geti ekki nýtt sér þessa þjónustu og gert stór- innkaup á Netinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.