Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jónína ÞóreyTryggvadóttir
fæddist í Reykjavík
24. mars 1938. Hún
lést 31. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru
Tryggvi Guðmunds-
son, bústjóri á
Kleppi, og Valgerð-
ur Guðmundsdóttir
hjúkrunarkona.
Systkini Jónínu eru
Jakob og Bjarney.
Eftirlifandi eigin-
maður er Þórður
Gunnar Valdimars-
son.
Jónína var óvenjuleg kona og
þeirrar náttúru gædd „að kenna
til stormum sinnar tíðar“.
Kennsla varð að lífsstarfi henn-
ar. Fyrst var hún
íþróttakennari og
barnakennari til
margra ára. Lengst
af kenndi hún við
Fóstruskólann að
loknu BA–námi við
Háskóla Íslands og
síðar framhalds-
námi í New York,
en undir lokin
starfaði hún við
Kennaraháskóla Ís-
lands.
Vinir hennar
muna hana sem
snjallan kennara,
góðan félaga og öfluga mann-
eskju.
Minningarathöfnin fer fram í
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Í dag fer fram minningarathöfn
um systur mína Jónínu Þ. Tryggva-
dóttur en hún lést á líknardeild
Landspítalans hinn 31. jan. sl.
Fráfall Jónínu varð okkur mikið
áfall. Leiðir okkar hafa legið saman
alla tíð frá fæðingu hennar, hún var
13 árum yngri en ég og þar sem móð-
ir okkar var mikið útivinnandi kom
það oft í minn hlut að líta eftir henni.
Unna, en undir því nafni gekk hún
alla tíð í fjölskyldunni var sérlega
bráðger sem barn og snemma kom í
ljós áhugi hennar að ganga mennta-
veginn. Strax eftir fullnaðarpróf fór
hún í Verslunarskóla Íslands og lauk
þaðan verslunarprófi. Starfaði á
sumrin við skrifstofustörf. Að loknu
verslunarprófi fór hún í Íþróttakenn-
araskóla Íslands og lauk þaðan prófi.
Stundaði hún íþróttakennslu um
nokkurt skeið. Síðan lá leið hennar í
Kennaraskólann þar sem hún lauk
kennaraprófi og stúdentsprófi. Þá
tók hún til við kennslu, en lét ekki
þar við sitja, innritaði sig í Háskóla
Íslands þar sem hún lauk prófi í upp-
eldis- og kennslufræðum og BS-prófi
í sálarfræði. Síðan fékk hún stöðu við
Fósturskóla Íslands og kenndi hún
þar um árabil, en tók sér ársfrí og fór
til New York og settist þar á skóla-
bekk og lauk þar meistaraprófi í sín-
um fræðum. Eftir heimkomuna hóf
hún störf við Fósturskólann. Eftir að
Fósturskólinn sameinaðist Kenn-
araháskólanum lá leið hennar þang-
að og starfaði hún þar þar til veik-
indin yfirbuguðu hana.
Fyrir nokkrum árum kynntist hún
ágætum manni, Þórði Gunnari Valdi-
marssyni. Hófu þau sambúð og
gengu í hjónaband, en viku eftir
brúðkaupið var hún öll, stríðið tap-
aðist. Nú að leiðarlokum kveð ég
systur mína með miklum söknuði.
Um leið og ég drýp höfði þakka ég
henni fyrir allt sem hún var mér og
fjölskyldu minni á lífsleið okkar.
Ég vil að síðustu þakka starfsfólki
líknardeildar Landspítalans fyrir
frábæra umönnun.
Jakob.
Komið er að kveðjustund við frá-
fall elskulegu Unnu frænku. Við
bræðurnir viljum kveðja hana sam-
eiginlega því fyrir okkur var hún ein
og hin sama, óskipt hverjum okkar
sem í hlut átti. Hverjum og einum
veitti hún umhyggju og ást sem var
jöfn og sönn, og byggðist á hlýju og
því raunsæi sem hæfði hverju sinni.
Þannig birtist okkur það lífsviðhorf
hennar að virða ætti hvern einstak-
ling á hans eigin forsendum. Að
hennar mati átti hver sál rétt á því að
njóta sín og verðskuldaði um leið
skilyrðislausa umhyggju. Sjálf orð-
aði hún það þannig, að hver og einn
ætti rétt á því að vera elskaður skil-
yrðislaust. Vissulega hafði hún sínar
skoðanir og lá ekki á þeim, en um-
fram allt var virðing, hvatning og
stuðningur hennar framlag.
Sérstaklega fannst Unnu mikil-
vægt að börnum væri sýnd virðing og
skilningur, hvort sem var af foreldr-
um, þeim sem koma að uppeldi barna
eða fullorðnu fólki yfirleitt. Ákveðn-
ar skoðanir hennar í þessum efnum
áttu vitaskuld rætur sínar í þekkingu
hennar og reynslu bæði við fræði-
störf og kennslu í Fósturskóla Ís-
lands og síðar Kennaraháskóla Ís-
lands. En um leið endurspeglaði
þetta viðhorf hennar einnig þann
karakter sem hún hafði að geyma.
Við bræðurnir nutum góðs af því
bæði sem börn og ekki síður eftir að
þeir okkar sem síðan hafa eignast
börn, fóru að velta fyrir sér mikil-
vægustu þáttunum í uppeldi
barnanna. Unna hafði mikla ánægju
af að ræða þau mál við okkur og
minnisstæð eru orð hennar í kjölfar
þess er við ræddum um vonir okkar
og þann metnað sem bjó í brjósti
okkar vegna barnanna. Eðlilega hafa
allir foreldrar miklar vonir og mikinn
metnað fyrir hönd barna sinna, en
um leið hættir þeim stundum til að
missa sjónar á því að hvert og eitt
barn á sínar eigin vonir og þrár sem
ekki þurfa endilega að fara saman við
það sem foreldrarnir helst óska. Á
það lagði hún áherslu og benti á að
mikilvægast væri fyrir okkur sem
foreldra að hlúa að tilfinningum
barnanna og veita þeim stuðning og
hvatningu í því sem þau sjálf kysu að
taka sér fyrir hendur. Grunnurinn að
vellíðan þeirra og velferð lægi fram-
ar öðru í því. Þá varð henni einnig
tíðrætt um sköpunarþörf barna og
mikilvægi þess að hún fengi að njóta
sín og þroskast á marga vegu.
Þessi viðhorf Unnu endurspegluð-
ust í öllu hennar viðmóti gagnvart
okkur. Í henni áttum við því ekki
bara elskulega frænku heldur ekki
síður einn okkar besta vin. Í minn-
ingunni er hún okkur í raun meira
eins og stóra systir en móðursystir.
Segir það meira en flest annað um
það hvernig hún nálgaðist hvern og
einn. Ávallt samkvæm sjálfri sér og
þeim viðhorfum sem bjuggu innra
með henni, að mæta hverjum og ein-
um á jafnréttisgrundvelli.
Á sama hátt og við höfum notið
nærveru hennar í ríkum mæli alla
tíð, er nú söknuðurinn við fráfall
hennar mikill. Það sem hún gaf af sér
mun alltaf búa innra með okkur og
gera okkur að betri mönnum. Á þann
hátt mun hún ávallt verða partur af
okkur og minningin um hana lifa á
meðal okkar.
Guð geymi elsku Unnu okkar.
Tryggvi, Jón, Valur og
Ragnar Árnasynir.
Það dimmdi í lofti og dró fyrir sólu ský,
við drupum höfði og klökk vorum huga í.
En aftur birtir, aftur lifnar blað.
Enginn ræður sínum næturstað.
(Á.J.)
Elsku Unna.
Það er komið að kveðjustund, og
minningarnar eru áleitnar.
Við minnumst þín fyrst þegar þú
komst ein, 10 ára gömul norður í land
til að vera sumarlangt hjá foreldrum
okkar. Við litum upp til þín, þú varst
frjálsleg, fín og framandi.
Það var skemmtilegt sumar og
margt sér til gamans gert, jafnvel ort
ljóð á síðkvöldum.
Við minnumst þín er þú komst
sumar eftir sumar norður að heim-
sækja ættingja og vini og til að veiða
silung, sem var eitt af þínum áhuga-
málum. Það fylgdi þér ferskur and-
blær og þú virtist alltaf full af orku.
En lífið fer ekki alltaf blíðum
höndum um okkur og skjótt skipast
veður í lofti, kallið þitt kom – of fljótt.
Við vitum nú, að þér líður vel og ást-
vinir þínir leiða þig um hin nýju
heimkynni. Við þökkum þér fyrir all-
ar stundirnar, sem við áttum saman,
sem hefðu mátt vera fleiri hin síðari
ár.
Öllum vinum þínum og ættingjum
vottum við dýpstu samúð og biðjum
þeim blessunar guðs.
Hvíl í friði elsku frænka.
Ásgerður, Nína og Hulda.
Ég kynntist Jónínu þegar ég var
ráðin skólastjóri við Fósturskóla Ís-
lands haustið 1980, þá sem staðgeng-
ill frú Valborgar Sigurðardóttur.
Jónína hafði þá starfað sem sálfræði-
kennari við skólann í nokkur ár. Hún
var atkvæðamikill og reyndur kenn-
ari með mikla þekkingu og óþrjót-
andi áhuga á skólamálum. Hún beitti
sér fyrir alls kyns nýjungum í
kennsluháttum, meðal annars var
hún annar aðalskipuleggjandi og að-
alkennari svokallaðs þemanáms sem
var innleitt árið 1979.
Jónína tók að sér störf aðstoðar-
skólastjóra í nokkur ár og reyndist
mér betri en engin, þar sem reynsla
mín af skólamálum var lítil þegar ég
byrjaði.
Það sem einkenndi Jónínu öðru
fremur var hve frjó hún var í hugsun.
Hugmyndir að nýrri nálgun á náms-
efni og nýrri tilhögun í kennslu, bók-
staflega runnu upp úr henni, ég
þurfti að hafa mig alla við að festa
þær á blað svo við gætum skoðað
þær nánar. Hún ákvað sjálf að hætta
stjórnunarstörfum og sagði „Gyða,
ég er fyrst og fremst kennari, mig
langar til þess að einbeita mér að
kennslu.“
Þetta voru orð að sönnu, Jónína
var sérstaklega góður kennari, vel að
sér í fræðunum, gæddi þau lífi og
náði mjög vel til nemenda sem mátu
hana mikils.
Jónína var líka íþróttakennari og
hafði alla tíð mikinn áhuga á hreyf-
ingu ungra barna og tók þann náms-
þátt sérstaklega fyrir í kennslu.
Árið 1989 hóf hún nám við Bank
Street College í New York, dvaldi
þar í eitt ár og lauk síðar meistara-
gráðu. Námið gekk einstaklega vel.
Harriet Cuffaro, aðalkennari hennar
við skólann og síðar mikil vinkona,
sagði mér einu sinni að kennarar
skólans dáðust alveg sérstaklega að
dugnaði Jónínu og bæru mikla virð-
ingu fyrir henni.
Jónína átti ákaflega auðvelt með
að ná til fólks hvar sem var og hve-
nær sem var. Nemendur skólans og
samstarfsfólk hennar nutu góðs af
þessum hæfileika sem og dugnaði
Jónínu á erlendri grund. Hún tók að
sér í samvinnu við Harriet Cuffaro að
skipuleggja námsferð 60 nemenda til
New York. Ég og Margrét Schram
kennari fórum sem aðstoðarfarar-
stjórar í þessa ferð og ég trúði vart
mínum eigin augum og eyrum, Jón-
ína gjörþekkti New York eftir eitt ár.
Á hverjum morgni fengum við öll
leiðbeiningar og uppdrætti um hvaða
lest og strætisvagn við áttum að taka
til þess að komast í skólaheimsóknir
sem dreifðust um alla borgina í heila
viku. Hún gerði okkur grein fyrir því
hvað væri óhætt að gera í New York
og hvað við mættum alls ekki gera.
Það var hreinlega eins og hún væri
innfæddur „New York-búi“ og hefði
að auki starfað við upplýsingar á
járnbrautarstöð í fleiri ár.
Ekki nóg með þetta. Þegar á
áfangastað kom var eins og hún hefði
þekkt skólastjóra og kennara í hin-
um ýmsu skólum mjög lengi. Hún
sýndi okkur það markverðasta í
borginni að skólaheimsóknum lokn-
um og að kvöldlagi var gjarnan farið
á jassklúbb. Það brást ekki að í hléi á
„jammsession“ komu nokkrir jass-
leikarar að borðinu til okkar og Jón-
ína spjallaði við þá eins og gamla
félaga.
Allt þetta eftir eins árs námsdvöl
og hámarksnámsafköst. Geri aðrir
betur!
Að lokinni námsdvöl innleiddi Jón-
ína ýmsar nýjungar í kennslu í Fóst-
urskólanum. Hún heillaðist af fjöl-
þættu gildi sérstaklega hannaðra
trékubba ætluðum fyrir börn á leik-
skólaaldri og í fyrstu bekkjum
grunnskóla. Það skipti engum tog-
um, áður en varði voru kubbarnir
komnir til Íslands, rétt notkun þeirra
tekin fyrir í kennslu og auk þess hélt
Jónína námskeið um þetta efni út um
allt land.
Hún var mjög glögg að sjá hvar
skórinn kreppti hverju sinni í leik-
skólamálum. Hún bar til dæmis hag
yngstu barnanna á leikskólaaldri
mjög fyrir brjósti, kynnti sér sér-
staklega námskrá fyrir þau og inn-
leiddi hana í kennslu. Hún var stödd í
Bandaríkjunum þegar bók Daníels
Golemans um „Tilfinningagreind“
kom út og ári síðar tók hún þetta efni
til kennslu nemendum til mikils
gagns og ánægju.
Síðastliðið ár barðist Jónína af
hörku við krabbamein og lét hvergi
deigan síga. Þegar ljóst varð að
hverju stefndi kom í ljós ótrúlegur
eiginleiki. Hann fólst í því að nýta
hverja stund sem gæfist til þess að
njóta lífsins sem hún vissi að yrði
ekki langt. Besta dæmið um þetta er
gifting hennar og Þórðar Gunnars
Valdimarssonar, sambýlismanns
hennar til nokkurra ára, skömmu áð-
ur en hún lést. Hún naut þessa til
fulls og smitaði aðra með gleði sinni.
Ég heimsótti hana daginn eftir og þá
var mannmargt hjá Jónínu. Hún
sagði frá brúðkaupinu og ljómaði af
gleði, spurði frétta en um leið ræddi
hún hispurslaust um dauðann sem
beið hennar. Þarna lærði ég lexíu
sem ég mun aldrei gleyma. Jónína
sýndi mér fram á að hægt er að grípa
gleðistundirnar og gleðjast þó svo að
sorgin sé á næsta leiti.
Já, hún var frábær kennari þar til
yfir lauk.
Ég votta Þórði Gunnari og öðrum
aðstandendum Jónínu samúð mína.
Gyða Jóhannsdóttir.
„Mér finnst gaman,“ sagði kær
vinkona, Jónína Þórey Tryggvadótt-
ir, gjarnan á góðri stundu. Víst var
gaman að vera samferðamaður þess-
arar lífsglöðu og lífsþyrstu konu.
Fyrstu kynnin voru í Laugarnes-
skólanum fyrir tæpum fjörutíu árum.
Ég var að stíga mín fyrstu kennslu-
spor og tók við hluta af kennslu Jón-
ínu sem var að fara í nám til Eng-
lands. Hún hitti mig og lagði mér
lífsreglurnar, sem ég man ekki leng-
ur hverjar voru, en hitt man ég hve
glæsileg þessi unga kona var og
hversu vel hún bar sig. Nemendun-
um leist nú ekki meira en svo á kenn-
araskiptin og haft var eftir einum
drengnum að það væri komin „ein
kerlingin enn“ til að kenna honum
dönsku. Kerlingarnar voru þá rétt
liðlega tvítugar.
Leiðir okkar Jónínu hafa æ síðan
legið nálægt hvor annarri. Svo vildi
til að ég fetaði oft í fótspor hennar.
Við áttum ógleymanlegan tíma sam-
an í „menntakommúnunni“ í
Hraunbæ 90 þar sem þær Nanna
Úlfsdóttir bjuggu, en ég bjó þá hin-
um megin við „fangelsisgarðinn“
eins og þær stöllur nefndu sameig-
inlega lóð blokkanna í Hraunbænum.
Við Jónína lásum saman til stúdents-
prófs í Kennaraskólanum og hvílíkur
yndistími, latínuþulur, þýskar sagn-
ir, pólitík og hlátrasköll. Nanna var
þá byrjuð í félagsfræðinni í Háskól-
anum og umræðuefnin voru óþrjót-
andi. Og svo var Beethoven spilaður
á Bang & Olufson-græjurnar til að fá
fegurð í sálina. Já, þá var gaman.
Seinna lá leiðin í Háskólann, frum-
kvöðullinn Jónína var í fyrsta hópn-
um sem lærði sálfræði, ég var í næsta
hóp á eftir. Jónína fór að kenna í
Fósturskóla Íslands og nokkrum ár-
um seinna slóst ég í hópinn. Jónína
var góður og mikils metinn kennari,
hafði gott vald á fræðunum og náði
vel til nemenda. Hún hafði sterkar
skoðanir á uppeldismálum og var
órög við að setja þær fram og ræða.
Hreinskilni hennar og áræði var okk-
ur hinum kennurunum hvatning til
að rétta úr okkur, andlega og líkam-
lega.
Jónína var óþreytandi að leita sér
menntunar og víkka sjóndeildar-
hringinn. Nefna má námsdvöl henn-
ar við Bank Street College í New
York, þar sem hún stundaði MA-nám
með frábærum árangri. Nokkrum
árum síðar leiddi hún starfsfólk
Fósturskólans í ógleymanlegri
námsferð til New York þar sem
heimskonan kynnti okkur jöfnum
höndum uppeldisstofnanir og djass-
búllur. Þá var vissulega gaman.
Jónína var mér og fjölskyldu
minni dýrmætur vinur. Minnisstætt
er syni mínum, þegar hann fór 9 ára
gamall með henni á verkfallsvakt og
fund hjá kennarasamtökunum, þar
sem baráttukonan Jónína las mönn-
um pistilinn vegna slælegrar fram-
göngu.
Margs er að minnast. Við Tómas
áttum ógleymanlega stund með Jón-
ínu og Þórði Gunnari á heiðursdegi
þeirra í janúar síðastliðnum. Þá var
Jónína sem drottning þótt fársjúk
væri og í hjólastól.
Við ráðum ekki í tilverunnar
hinstu rök. Mig langar til að kveðja
Jónínu með ljóði sem lýsir vistaskipt-
unum sem okkur eru öllum búin.
Nú er barnið sofnað
og brosir í draumi,
kreppir litla fingur
um leikfangið sitt.
Fullorðinn vaki
hjá vöggu um óttu
hljóður og spurull
hugsa ég mitt.
Það glepur ekki svefninn,
að gull sitt barnið missir
úr hendinni smáu
og heyrir það ei.
Þannig verður hinzta
þögnin einhverntíma.
Ég losa kreppta fingur
um lífið mitt og dey.
(Jón úr Vör.)
Eiginmanni, ættingjum og öllum
vinum Jónínu Þóreyjar Tryggvadótt-
ur er vottuð samúð með ósk um að
áfram verði gaman að lifa, þótt hún
sé ekki lengur með okkur hér.
Elsa Sigríður Jónsdóttir.
Það er svo sárt.
Það er svo ótrúlega sárt að missa hana
Jónínu.
Það er svo gott.
Það er svo óendanlega gott að hafa átt
hana Jónínu.
Í söknuði okkar erum við starfs-
systkin hennar í leikskólaskor KHÍ
nú hljóð, fátæk og smá, en finnum
jafnframt hversu rík, stór og þakklát
við erum fyrir að hafa átt Jónínu að
samferðamanni.Við misstum hana
alltof fljótt, hún átti eftir að kenna
okkur svo ótal margt.
Hún Jónína var glæsileg kona,
bæði til orðs og æðis. Hún var frábær
kennari og framúrskarandi fyrirles-
ari og skemmtilegur starfsfélagi og
vinur. Hún var viskubrunnur sem
auðvelt var að sækja í og hún vissi
hvar og hvert átti að leita ef eitthvað
var óljóst.
Hún hafði ótrúlega frjóa hugsun
og var hugmyndarík. Ekki tókst
henni alltaf að fylgja hugmyndunum
eftir en þær urðu oft að veruleika í
annarra starfi og hafði hún þar með
haft áhrif. Í tuttugu og þrjú ár hafði
hún mikil áhrif á innihald náms og
kennslu í Fósturskóla Íslands og síð-
an leikskólaskor Kennaraháskóla Ís-
lands eftir sameiningu 1998. Það gat
verið óendanlega skemmtilegt að
fara á hugmyndaflug með Jónínu.
Hún var kennari af lífi og sál,
stundum fannst okkur starfssystkin-
um hennar hún útskýra hlutina of oft
og of mikið en það var það sem gerði
hana að ástsælum kennara nemenda
sem virtu hana og elskuðu.
Jónína átti auðvelt með að heilla
með eldmóði og frásagnargleði. Þeg-
ar hún kom frá meistaranámi í New
York gaf hún okkur hlutdeild í því
sem hún hafði lært og upplifað þar.
Það varð til þess að hún skipulagði
fjölmargar námsferðir bæði fyrir
nemendur og samstarfsfólk til New
York. Þegar við starfssystkin hennar
fórum til New York 1992 undir henn-
ar leiðsögn sáum við og fundum
hversu góðan orðstír Jónína hafði
getið sér. Allar dyr stóðu okkur opn-
ar í framúrskarandi leikskólum og
skólum vegna þess að við vorum vinir
Jónínu. Hún skipulagði þessa ferð af
þeirri natni, nákvæmni og alúð sem
henni einni var lagið. Sumum fannst
nóg um leiðalýsingar og kort! En
þessi natni og alúð varð til þess að
ferð þessi var stórkostleg og okkur
JÓNÍNA ÞÓREY
TRYGGVADÓTTIR