Morgunblaðið - 04.03.2001, Qupperneq 18
LISTIR
18 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nýtt
Litaðu tilveruna
með snyrtivörum frá
Útsölustaðir:
Árbæjarapótek, Borgarapótek, Hringbrautarapótek,
Rimaapótek og Skagfirðingabúð, Sauðárkróki.
PARIS
NÚNA!
Leikmannaskóli
þjóðkirkjunnar
L
minnir á næstu námskeið á vorönn 2001
Pantaðu bækling!
Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar
Nánari upplýsingar eru veittar á:
Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar,
Biskupsstofu, Laugavegi 31,
150 Reykjavík, sími 535 1500,
bréfsími 551 3284
Netfang: frd@kirkjan.is
Hið kristna guðshugtak.
Kennari: dr. Arnfríður Guðmundsdóttir. Staður: Háskóli Íslands.
Tími: 4 mánudaga 12/3, 19/3, 26/3, 2/4 kl. 18-20
Stefnumót á sextándu öld.
Kennari: sr. Kristján Valur Ingólfsson. Staður: Háskóli Íslands.
Tími: 4 mánudaga 12/3, 19/3, 26/3, 2/4 kl. 20-22
Heilsurækt fyrir hugsandi fólk.
Kennari: sr. María Ágústsdóttir. Staður: Háskóli Íslands.
Tími: 4 miðvikudaga 14/3, 21/3, 28/3, 4/4 kl. 20-22
Konur eru konum bestar.
Kennari: Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Staður: Háskóli Íslands.
Tími: 2 miðvikudaga 28/3 og 4/4 kl. 19-22
Biblían og sálgreining.
Kennari: sr. Yrsa Þórðardóttir. Staður: Háskóli Íslands.
Tími: 4 miðvikudaga 18/4, 25/4, 2/5, 9/5 kl. 18-20
Draumar.
Kennari: Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Staður: Háskóli Íslands.
Tími: 4 miðvikudaga 18/4, 25/4, 2/5, 9/5 kl. 20-22
Í fótspor pílagríma.
Kennari: Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni.
Staður: Háskóli Íslands.
Tími: (2 skipti) fimmtudaginn 26/4 kl. 20-22
og sunnudaginn 29/4
Tómasarguðspjall.
Kennari: Jón Ma. Ásgeirsson. Staður: Háskóli Íslands.
Tími: 4 mánudaga 23/4, 30/4, 7/5, 14/5 kl. 18-20
List og trú.
Kennari: sr. Kristján Valur Ingólfsson. Staður: Háskóli Íslands.
Tími: 4 mánudaga 23/4, 30/4, 7/5, 14/5 kl. 20-22
Flísar
og
parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
VALGERÐUR Andrésdóttir píanó-
leikari heldur tónleika í Salnum í
Kópavogi, þriðjudagkvöldið 6. mars
næstkomandi. Á efnisskrá eru tvö
stór verk eftir Claude Debussy og
Robert Schumann.
Fyrir hlé mun Valgerður flytja
prelúdíur úr bók eitt eftir Debussy.
„Heftið er gefið út árið 1910 en alls
samdi Debussy tvö slík hefti. Í hvoru
hefti eru tólf prelúdíur, og er nokkuð
sjaldgæft að þær séu fluttar í heild
sinni á tónleikum, a.m.k. hér á landi,“
segir Valgerður. Hún bætir því við að
verkinu megi best lýsa sem tólf perl-
um. „Þar er farið vítt og breitt og
áheyrandanum sýnt inn í ólíka
heima. Allar hafa þær sína undirtitla
og allar lýsa þær ólíkum stemmning-
um. Ein prelúdían hefur t.d undirtitil
sem fenginn er úr ljóði eftir Baude-
laire og lýsir hljóðunum og lyktinni í
andrúmsloftinu að kvöldi til. Aðrar
lýsa þungstígum dönsurum í Delfí,
sporum í köldum snjónum, stúlkunni
með hörgula hárið, vindinum á akr-
inum og misheppnaðri tilraun gítar-
leikara til að heilla draumadísina.
Þannig beitir Debussy hljóðfærinu til
að tjá ólíkar tilfinningar og myndir
sem birtast skýrt fyrir hugskotssjón-
um þegar tónlistin hljómar.“
Eftir hlé leikur Valgerður húmor-
esku eftir Schumann sem samin var
árið 1839 en þar er einnig um að ræða
verk sem er mjög sjaldan flutt hér á
landi. „Húmoreskan er ópus 20,
þ.e.a.s. númer tuttugu í verkaröð
Schumanns. Öll verkin sem hann
hafði samið fram til þessa voru til-
einkuð Clöru Wieck, heitmey hans.
Þetta verk er samið árinu áður en
Schumann fær að giftast henni og má
því segja að hann sé orðinn nokkuð
örvæntingarfullur þegar hér er kom-
ið sögu,“ segir Valgerður og bætir
því við að verkið sé mjög einlægt og
mjög persónulegt. Nafnið Húmor-
eska (gletta) getur því verið nokkuð
misvísandi, en tónskáldið sagði sjálft
að verkið væri „ekki sérlega glaðlegt,
kannski tregafyllsta verkið hans.“
Verkið myndar eina heild, í því eru
engin hlé þó svo að finna megi nokk-
urs konar kaflaskipti. Það tekur um
35 mínútur í flutningi. „Ég er farin að
leita mikið í heil, stór verk í efnisvali
mínu, í stað minni brota úr ólíkum
áttum eins og áður,“ segir Valgerður
og bætir því við að bæði verkin á efn-
isskránni séu mjög falleg. „Fólki
gefst hér gott tækifæri til að heyra
prelúdíurnar úr fyrri bókinni leiknar
í heild sinni, en flestir þekkja líklega
eina og eina úr heftinu.“
Valgerður hélt síðast einleikstón-
leika í Hafnarborg fyrir tveimur ár-
um. Hún hefur haldið fjölmarga tón-
leika hérlendis og erlendis, starfað
með söngvurum og í kammermúsík
auk þess sem hún kennir við Tónlist-
arskólann í Hafnarfirði. Valgerður
stundaði framhaldsnám við Listahá-
skólann í Berlín hjá prófessor Georg
Sava, en þaðan lauk hún burtfarar-
prófi árið 1992. Þá leikur Valgerður í
tríói með Sigurlaugu Eðvaldsdóttur
fiðluleikara og Guðrúnu Th. Sigurð-
ardóttur sellóleikara, en þær eru um
þessar mundir að setja saman dag-
skrá fyrir sumarið.
Tónleikarnir í Salnum á þriðjudag-
inn eru liður í tónleikaröð Tónlistar-
skóla Kópavogs og hefjast kl. 20.
Leikur tólf prelúdíur
eftir Debussy í Salnum
Morgunblaðið/Ásdís
Valgerður Andrésdóttir píanóleikari.
Í GERÐUBERGI stendur nú yfir
sýning á íslenskum stólum en á sýn-
ingunni eru sýnishorn af íslenskri
stólahönnun fá upphafi síðustu aldar
til dagsins í dag.
Í tilefni af því munu tveir af þekkt-
ustu stóla- og húsgagnahönnuðum
landsins halda erindi um stóla sína,
feril sinn og hönnun stóla í Gerðu-
bergi, þriðjudaginn 6. mars kl. 20.
Það eru þeir Gunnar Magnússon
húsgagnarkitekt og Valdimar Harð-
arson arkitekt og húsgagnahönnuð-
ur, en báðir eiga þeir stóla á sýning-
unni. Í kjölfar erindanna verða
umræður og mun Aðalsteinn Ing-
ólfsson listfræðingur stjórna þeim.
Aðgangur er ókeypis.
Erindi um
hönnun stóla
SÝNING blaðaljósmyndara
hefur verið sett upp í ráðhúsinu
á Dalvík í boði Sparisjóðs Dal-
víkur. Sýningin hefur að geyma
úrval um 150 ljósmynda eftir 33
blaðaljósmyndara á Íslandi,
sýningin var í Listasafni Kópa-
vogs, Gerðarsafni, 27. janúar til
11. febrúar 2001, þar sem hún
var sótt af hátt á fjórða þúsund
gestum á tveimur vikum.
Blaðaljós-
myndir á
Dalvík
SPÆNSKI tenórsöngvarinn Plac-
ido Domingo sést hér í hlutverki
Parsífals í samnefndri óperu eftir
Richard Wagner sem frumsýnd var
í Konunglega leikhúsinu í Madríd
um helgina. Með honum eru finnski
bassasöngvarinn Matti Salminen
sem Gúrnemanz og gríska messó-
sópransöngkonan Agnes Baltsa í
hlutverki Kúndrý.
Parsífal var síðast á fjölunum í
Madríd árið 1921.
Reuters
Parsífal loks í Madríd