Morgunblaðið - 04.03.2001, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 21
LÍFSSKÓLINN
ILMOLÍUMEÐFERÐARSKÓLI
Ráðstefna um ilmolíuvinnslu úr
plöntum og meðferð þeirra
laugardaginn 10. mars 2001, kl. 9.00—17.00
í Háskóla Íslands, stofu 101 Lögbergi.
Dagskrá.
I. Setning ráðstefnunnar:
Selma Júlíusdóttir, skólastjóri Lífsskólans.
II. Vísindarannsóknir í Evróðu á lækningarmætti plantna
Erwin Haringer, prófessor frá Þýskalandi.
III. Kynning og útbreiðsla læknismeðferðar með ilmolíum á
sjúkrahúsum og hjúkrunarstofnunum í Evrópu:
Erwin Haringer, prófessor.
IV. Notkun ilmolíufræða á sjúkrahúsi í Munchen við hlið hefð-
bundinna læknismeðferða á sjúkrahúsum:
Margrét Demleitner, ilmolíufræðingur og iðjuþjálfi
frá Þýskalandi.
V. Ilmolíumeðferð í heimahúsum:
Margrét Demleitner, ilmolíufræðingur og iðjuþjálfi.
VI. Vísindarannsóknir á lækningamætti íslenskra jurta, s.s.
vallhumals, blóðbergs og hvannar:
Steinþór Sigurðsson, lífefnafræðingur.
VII. Markaðssetning fæðubótarefna úr íslenskum lækninga-
jurtum: Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Heilsujurta.
VIII. Notkun vallhumals, hvannar og blóðbergs til lyfjagerðar og
umfjöllun um sjúkdóma sem lyfin notast gegn:
Erwin Haringer, prófessor.
IX. Kynning á viðhorfum stjórnvalda til vísindalegrar meðferðar
heilsujurta til lækninga.
X. Kynning á aðferðum við eimingu íslenskra jurta og framtíðar
möguleikar; kynning á ferð til Korsíku með íslenskan vall-
humal til eimingar; kynning á Lífsskólanum:
Selma Júlíusdóttir, ilmolíufræðingur og
skólastjóri Lífsskólans.
XI. Pallborðsumræður.
Ráðstefnustjóri:
Þorsteinn Barðason, jarðfræðingur og framhaldsskólakennari.
Túlkur:
Alma Oddsdóttir, sjúkraþjálfari.
Heiðursgestir á ráðstefnunni verða frumkvöðlarnir Úlfur
Ragnarsson, læknir og Ævar Jóhannesson, tækjafræðingur.
Ráðstefnugjald kr. 5.500.
Sími 557 7070
Fax 557 7011
menn á heimavelli. Þeim málum fer
sífellt fjölgandi, þar sem hreyfingin
þarf að snúa bökum saman yfir
landamæri og þá skipta persónuleg
samskipti verulegu máli.“
Frumkvæði starfsmanna
Ari sagðist hafa gert mikið af að
sækja nýjungar til Norðurlanda í
starfi sínu og sama ætti við um aðra
starfsmenn ASÍ. „Reyndar er það
svo að frumkvæði og styrkur starfs-
manna ASÍ hefur aukist verulega,“
sagði hann. „Sambandið hefur borið
gæfu til að vera með frábært starfs-
fólk og þegar það fer saman eins og
ég tel að hafi verið, mjög gott
starfsfólk en tiltölulega veik for-
usta, fer hluti af frumkvæðinu yfir á
starfsmennina. Starfsmenn verða
þá mjög virkir í samfélagslegri um-
ræðu, bæði út á við og hér heima.
Það hefur verið þannig á undan-
förnum árum að stór hluti af frum-
kvæði frá ASÍ á sér upphaf hjá
starfsmönnum sambandsins. Það er
félagslega erfitt að horfast í augu
við þessa staðreynd en við búum í
töluverðum sérfræðingaheimi og
mikilvægt að menn átti sig á því og
viðurkenni.“ Aðspurður segist Ari
ekki sjá eftir að hafa hagað sínum
málum með þessum hætti.
„Ég er í raun mjög sáttur við að
hafa valið þessa leið,“ sagði hann.
„Ég var ósáttur við stöðuna eins og
hún var á síðustu árum en ég er óá-
nægður með hvernig hlutirnir þró-
uðust í kring um þingið. Það var
mjög sérstök umræða á þinginu og í
raun ófrægingarherferð gagnvart
mér þar sem ég var sagður standa
fyrir ýmsum skoðunum sem voru
blátt áfram hlægilegar en fólkið
valdi þetta og það virðir maður.
Staðan er þannig núna að ég hef
valið sjálfur hvernig ég vil haga
mínu lífi. Ég hef haldið áfram á eig-
in verðleikum og fengið nýtt og gott
starf. Miðað við það sem á undan er
gengið er ég mjög ánægður með að
skipta gjörsamlega um heim. Þessi
kafli, vinna og barátta fyrir verka-
lýðshreyfinguna, er liðinn í mínu lífi
og ég fer að snúa mér að öðru.“
En hverjar eru framtíðarhorfur í
verkalýðsmálum að mati Ara? „ASÍ
er hálfgert í lausu lofti,“ sagði hann.
„Stóra sáttin, sem átti að koma á
síðasta þingi, kom ekki vegna deilna
sem urðu í kjölfar kosninganna.
Eitt samband, Rafiðnaðarsamband-
ið, sem reiknað var með að tæki
sæti í miðstjórn, gerði það ekki. Það
á því ekki sæti í miðstjórninni og
það hefur einnig verið töluverð óá-
nægja um framhaldið, t.d. aðkomu
félaga, sem eiga beina aðild að
sambandinu en eru ekki í lands-
samböndum. Reyndar var ákveðið á
þinginu að veik landssambönd ættu
áfram að vera lykileining í ASÍ og
sú ákvörðun er umdeild. Að mínu
mati átti að taka landssamböndin út
úr skipulagi ASÍ og byggja á beinni
aðild félaga. Alþýðusamband sem
byggist á veikum landssamböndum
verður aldrei sterkt.“ Ari bendir á
að á næsta ársfundi ASÍ í maí nk.
verði að kjósa helming forustunnar
á ný og samkvæmt nýju reglunum
einnig varaforseta og að ári verði
kosið um hinn helming forustunnar
og forseta sambandsins. „Ég á erf-
itt með að sjá hvernig þessi skipan
verður í framtíðinni,“ sagði hann.
„Ég hef haft áhyggjur af því hvað
staða ASÍ hefur veikst í samfélags-
legri umræðu. Þegar þjóðin er
spurð hvað henni finnist um sam-
bandið hafa 54% enga skoðun á því.
Það er mjög slæm staða. Við sjáum
þegar horft er til stjórnmálamanna
að Davíð Oddsson forsætisráðherra
er í þeirri stöðu að vera bæði vin-
sælasti og óvinsælasti stjórnmála-
maðurinn. Það er mjög góð staða
því að allir hafa þá skoðun á honum.
Hann er í umræðunni en það sama
gildir því miður ekki um ASÍ. Það
hefur verið að aukast á síðustu
misserum að fólki verður meira og
meira sama um sambandið. Ég hef
því áhyggjur af að það muni ganga
illa að keyra upp þann styrk sem
ASÍ hafði áður. Ég hef fundið á
þeim árum sem ég hef unnið hjá
sambandinu hvað það er sífellt erf-
iðara fyrir okkur að koma að okkar
sjónarmiðum gagnvart Alþingi,
ráðuneytum og stjórnvöldum. Við
erum ekki sama aflið og við vorum
áður.“
Önnur
viðfangsefni
Ari hefur verið ráðinn nýr fram-
kvæmdastjóri Aflvaka hf., sem er
hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar
og er óhætt að fullyrða að þar verða
viðfangsefnin allt önnur en hjá ASÍ.
„Þetta er ópólitískt fyrirtæki og því
er ætlað að vera andlit borgarinnar
út á við í atvinnumálum og kannski
inn á við einnig,“ sagði Ari um nýja
starfið. „Það hafa orðið miklar
breytingar á fyrirtækinu á síðasta
ári og er í raun verið að byrja á nýj-
um grunni. Fyrirtækið var bæði at-
vinnuþróunar- og fjárfestingarfyrir-
tæki en nú er búið að skilja frá
fjárfestingarþáttinn. Þetta er
spurning um að reyna að bæta
stöðu Reykjavíkur í atvinnumálum.
„Selja“ borgina, bæta starfið innan
borgarinnar, bæta samstarf milli
borgarstofnana, ná upp samstarfi
við atvinnulífið og í raun stuðla að
því að borgin verði í fremstu röð á
hverjum tíma. Það er mikið talað
um samband höfuðborgarsvæðisins
og landsbyggðarinnar. Fólk er eðli
málsins samkvæmt upptekið af
þeirri umræðu þar sem staðan er
mjög alvarleg fyrir báða aðila.
Svona straumar eins og liggja til
borgarinnar eru engum til gagns en
það má ekki gleyma því að höf-
uðborg er mjög mikilvæg. Reykja-
vík sem höfuðborg er auðvitað í
samkeppni við aðrar borgir í öðrum
löndum um atvinnutækifæri, ferða-
mannastraum, ráðstefnur og annað.
Það má ekki heldur gleyma því að
landið allt byggist á að höfuðborgin
standi vel. Ég held að við verðum að
átta okkur betur á því. Mér finnst
ég hafa fengið frábær tækifæri með
þessu nýja starfi og er þakklátur
fyrir það. Ég er staðráðinn í að ein-
henda mér í þetta verk og skila sem
bestum árangri.“