Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ F LEST hefur flóttafólkið nú snúið aftur til síns heima og leitast nú við, með aðstoð alþjóðasam- félagsins, að horfa fram á veginn og fóta sig í pólitísku um- róti. En þeir eru margir sem áttu lít- ið heim að sækja og enn fleiri sem urðu áþreifanlega varir við efna- hagslegar og samfélagslegar afleið- ingar umróts síðustu ára. Mannanna verk hafa oft og tíðum leikið þjóðir Balkanskaga grátt og íbúar og flótta- menn í Makedóníu hafa ekki verið þar undanskildir, nema síður sé. Mannleg reisn og afleiðingar umróts á Balkanskaga Eitt sinn hafði þekktur stjórn- málaskýrandi á orði að átökin um Kosovo-hérað og herför Atlantshafs- bandalagsins gegn Júgóslavíu væru eitt best kynnta stríð seinni tíma. Síður dagblaða voru þaktar myndum og frásögnum af óhæfuverkum, mannvígum og viðbrögðum Vestur- landa og mun vorið 1999 verða mörg- um minnisstætt fyrir þær sakir. Enn á ný hafði neisti borist í þá púður- tunnu sem Balkanskaginn er jafnan kenndur við og við það var þol þeirra sem á horfðu þanið til hins ýtrasta. Mat manna var að tuttugustu öldinni hefði lokið á sama hátt og hún hófst og ef horft væri yfir sviðið væri Balk- anskaginn enn sami vígvöllurinn, vettvangur þjóðernisofsókna þar sem íbúar hefðu allt of oft neyðst til þess að horfa beint í gin vígtenntra örlaga. Vorið 1999 hófust einhverjir mestu þjóðflutningar í Evrópu seinni tíma. Um ein milljón skelfdra íbúa Kosovo-héraðs flúði heimahaga sína og leitaði skjóls hjá grannríkjunum Makedóníu í suðri og Albaníu í vestri. Íslendingar sem aðrir Evr- ópubúar fylgdust með hafsjó flótta- fólks streyma út úr héraðinu og við- brögðum við hinni sáru neyð sem skapaðist á örfáum dögum. Alls er talið að yfir 400.000 íbúar Kosovo- héraðs hafi flúið til Makedóníu og með undurskjótum hætti tókst stjórnvöldum landsins og alþjóða- samfélaginu að veita þessu hrjáða fólki lífsbjörg í flóttamannabúðum sem spruttu upp í norðurhluta lands- ins. Alls er talið að yfir 200.000 manns hafi hafst við í flóttamanna- búðum í landinu í lengri eða skemmri tíma en um helmingur þeirra var fluttur til „þriðju ríkja“, þ.m.t. Ís- lands. Þá opnuðu íbúar landsins dyr sínar fyrir flóttafólki og hýstu það uns það gat snúið til síns heima. Fyr- irvarinn var lítill sem enginn og fjöl- mörg hjálparsamtök komu að neyð- arstarfinu á öllum stigum þess. Mikið mæddi á Alþjóða Rauða kross- inum, í samstarfi við Rauða kross Makedóníu, og þegar flóttamanna- búðir voru orðnar þéttskipaðar tók Alþjóða Rauði krossinn yfir allt sam- ræmingarstarf vegna neyðaraðstoð- ar við hátt á annað hundrað þúsund flóttafólks sem bjó á heimilum Make- dóníubúa. Eftir að samist hafði um vopnahlé milli Atlantshafsbandalagsins og júgóslavneskra stjórnvalda um mitt sumar urðu straumhvörf. Tugþús- undir flóttamanna sneru til síns heima á örfáum dögum og þar sem áður höfðu staðið flóttamannabúðir göptu nú opin sár. Flóttafólkið var þó ekki það eina sem streymdi aftur til Kosovo-héraðs. Hjálparsamtök fylgdu flóttafólkinu og blaðamenn, ljósmyndar, myndatökufólk og fréttaritarar hurfu einnig á nýjan vettvang. Fjölmargir flóttamenn treystu sér þó ekki til að snúa til síns heima og því hélt hin sára neyð kyrru fyrir þótt fáir væru til að segja þá sögu. Saga hins almenna Makedóníubúa sem leið skort og upplifði í raun af- leiðingar stríðsins fór einnig hljótt. Segja má að átökin um Kosovo- hérað hafi tekið stóran toll af íbúum Makedóníu, einu af sex fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu og því eina sem ekki hefur verið vettvangur op- inna átaka frá því að gamla Júgó- slavía liðaðist í sundur. Stór hluti íbúa landsins lifði á fátæktarmörkum fyrir átökin og að þeim loknum var þessi hluti landsmanna enn verr sett- ur en fyrr. Og í dag, tæpum tveimur árum eftir lok stríðsins, eru þúsundir manna sem lifa í nístandi fátækt. Eftir átökin hélt Rauði krossinn kyrru fyrir í landinu enda eru verk- efnin fjölmörg og neyðin sár. Þús- undir manna sem enga lífsbjörg geta sér veitt eru háðar hjálpargögnum sem dreift er um landsnet Rauða kross Makedóníu en nú um stundir hafast enn við þúsundir flóttamanna frá Kosovo í flóttamannabúðum í Skopje, höfuðborg Makedóníu, og bæjum í norður- og vesturhluta landsins. Flóttafólkið er af ýmsu þjóðerni en mestur fjöldi þeirra er þó af sígaunaættum (Roma). Alls eru flóttamenn í Makedóníu um tíu þús- und og býr stór hluti þeirra hjá vin- um, ættingjum eða vandalausum. Neyð almennra borgara í Makedóníu er slík að með reglulegu millibili dreifir Rauði krossinn mat og öðrum hjálpargögnum til yfir 50.000 íbúa í landinu – þeirra sem við sárustu neyðina búa. Neyðin tekur á sig ýms- ar myndir en eitt er það sammerkt með ljósmyndum sýningarinnar „Andlit örbirgðar“ að sá sem á horfir upplifir mannlega reisn og virðingu við aðstæður algerrar örbirgðar. Ljósmynd/Till Mayer Sígaunafjölskylda í Shutka-hverfinu í Skopje. Afleiðingar umróts á Balkanskaga ANDLIT ÖRBIRGÐAR Við sigrumst á þessu með vináttu: Tvö sígaunabörn í samvinnubúðum Rauða krossins í Dare Bombol. Senn eru tvö ár liðin frá því að átökin um Kos- ovo-hérað og aðgerðir Atlantshafsbandalags- ins gegn stjórnvöldum í Júgóslavíu náðu há- marki. Seint líða úr minni myndir af hafsjó flóttafólks sem streymdi úr hinu stríðshrjáða héraði til grannríkjanna Makedóníu og Albaníu vorið 1999. Till Mayer og Andri Lúthersson, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, störfuðu fyrir Alþjóða Rauða krossinn í Makedóníu í fyrra. Afrakstur þess starfs var meðal annars ljósmyndasýningin Andlit örbirgðar sem nú stendur yfir í Odda, húsnæði Háskóla Íslands. Till Mayer er fréttaljósmyndari og hefur sérhæft sig í myndatökum á átaka- og hamfarasvæðum. Hann starfaði fyrir þýska Rauða krossinn í Makedóníu á árunum 1999 og 2000. Andri Lúthersson var sendifulltrúi Rauða kross Íslands og starfaði fyrir Alþjóða Rauða krossinn í Makedóníu veturinn 1999–2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.