Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedmarts 2001næste måned
    mationtofr
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 04.03.2001, Side 29

Morgunblaðið - 04.03.2001, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 29 ur settur í staðinn. Síðan byggðu þau verönd meðfram allri hliðinni, sem tekur um hundr- að manns og er afar vinsæl yfir sumartím- ann. Að deginum, þegar fólk vill sitja við borð með formlegum hætti, er uppstillingin í salnum þannig. En þegar kvölda tekur eru tekin fram há borð sem fólk vill standa við. Þá myndast pláss til að leika pílukast eða fara í aðra leiki. Diskótekið tekur til starfa með tveim diskótekurum, sem skiptast á um að þenja diskana eða vera niðri á dansgólfinu með af- mæliskveðjur, limbódansa eða aðrar skemmtanir. Hráefni unnið á staðnum Í eldhúsinu eru tveir til þrír kokkar við störf frá 11 að morgni til 03.30 næsta dag við að töfra fram gæðamáltíðir úr fersku hráefni, því Margrét krefst þess að allt hráefni sé unnið á staðnum, ekkert keypt sérunnið eins og algengast er á veitingahúsum i Ameriku. Allan tímann sem þau unnu að breyting- unum, höfðu þau opið á kvöldin, fyrir há- skólanema úr nágrenninu. Þeir fylltu húsið á hverju kvöldi og þótti því meira gaman sem meira var af draslinu og allskonar verkfær- um í salnum. Með þessum hætti tókst þeim að halda peningaflæði gangandi og góðum tekjum, því breytingarnar kostuðu mikið meira en ráð var fyrir gert. Þar þýðir ekkert að fara í bankann og segja „sorry“ eins og á Íslandi. Aukakostnaðinn sérðu bara um sjálf góða! Maturinn sem við fengum þetta kvöld var skelfisksúpa í forrétt og grillaðar maískökur (Sizzling Fajitas) með grilluðum nautastriml- um, steiktum laukum og sýrðum rjóma í að- alrétt. Borið fram þannig að hver einstakur hluti máltíðarinnar var sér, fallega frágeng- inn og bragðgóður. Þjónustan er hröð og al- úðlegar þjónustustúlkur á hlaupum. Mæðgur við störf Margrét notar víðar sína íslensku aðferð því þetta kvöld var móðir hennar, Gréta Gísladóttir Kinsley, ásamt báðum systrum Margrétar að vinna hjá henni. Melissa Grav- ella er fjögura barna móðir og trygginga- sölumaður, sem er í námi um helgar, tekur alltaf vakt frá 11 að morgni föstudags til tvö að morgni laugardags og mætir síðan í skól- ann klukkan 8 á laugardagsmorgni. Auk þess vinnur hún tvær nætur í viku á Maxies. Yngsta systirin, Melody sem er læknanemi í foreldragarði, vinnur eina til tvær nætur í viku og móðirin Gréta vinnur flesta daga vik- unnar til skiptis á báðum stöðunum eftir þörfum. Fjöldi viðskiptavina, sem að stórum hluta eru fastagestir, sýnir að staðurinn hefur hitt í mark. Í hádeginu segir Margrét að „hvítflibba- gæjarnir“ sitji við borð og fái þjónustu, en verkamennirnir séu við barinn. Á virkum dögum milli 5 og 7 er „Happy Hour“, þá blandast allar stéttir. Um og eftir kvöldmat- inn er ráðsettara fólkið enn við borðin í saln- um en frjálslyndara og yngra fólkið við bar- inn eða háu borðin sem þá hafa verið tekin fram. Í New York fylki miðast áfengiskaupa- aldur við 21 ár, en Margrét og Jim maður hennar eru hörð á því að hleypa ekki inn yngra fólki en 23 ára á kvöldin. Með þessu tekst þeim að mestu að losna við ryskingar og önnur vandræði, sem fylgja yngra fólki sem ekki kann að fara með áfengi. Auk nota- legs umhverfis og fjölbreytrar þjónustu segir Margrét að mestu máli skipti að hafa gott starfsfólk og að vera sjálf á kafi í daglegum rekstri. Starfsfólkið á Maxies hefur verið að mestu það sama þau sex ár sem staðurinn hefur starfað og lítil mannaskipti hafa verið á Rafferties. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Við barinn eru rúmgóð sæti fyrir 20 manns og venjulega standa þar álíka margir á kvöldin um helgar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 53. tölublað (04.03.2001)
https://timarit.is/issue/249019

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

53. tölublað (04.03.2001)

Handlinger: