Morgunblaðið - 04.03.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.03.2001, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ MENN tengja ef til villekki Knattspyrnusam-band Íslands við hug-takið viðskipti og at- vinnulíf, en tilfellið er að þarna er afar umsvifamikið samband sem er rekið eins og fyrirtæki, hefur vax- andi veltu og er níu manna vinnu- staður. KSÍ er stærsta sérsambandið innan Íþróttasambands Íslands. Félögin innan þess eru um 80 tals- ins að sögn Geirs og skráðir félagar í þeim um 20.000. Þeir sem sam- bandið þjónar beint eða óbeint eru þó mun fleiri. Það gefur augaleið, að mikið verk er að reka samband af þessari stærðargráðu og umfangið hefur farið stigvaxandi. Alls eru skipulagðir 4.000 knattspyrnuleikir í öllum aldursflokkum beggja kynja og stendur sú skipulagsvinna frá október og fram í apríl. Það er nokkuð sérstakt í Evrópu að knatt- spyrnusambandið sjái um allan pakkann, því í Evrópu er það víðast þannig, að sögn Geirs, að landsmót yngri flokka eru skipulögð innan héraðssambanda. Geir segist ekki vita betur en að KSÍ hafi alla tíð verið vel rekið, en aðstæður hafi verið misjafnar. Hann segir að Egg- ert Magnússon núverandi formað- ur, hafi lyft Grettistaki fyrir KSÍ þann áratug sem hann hafi verið formaður. „Það var hann sem kom með þær hugmyndir að það þyrfti að reka sambandið eins og um fyr- irtæki væri að ræða. Það hefur tek- ist á þann hátt, að sambandið hefur stóraukið tekjur sínar.“ Stórir tekjuliðir En hverjir eru helstu tekjuliðirn- ir? „Það má segja að einn stærsti tekjuliðurinn sé íslenska karla- landsliðið. Með því að nýta okkur í vaxandi mæli sjónvarps- og mark- aðs- og auglýsingaréttindi tengd landsliðinu hafa tekjur stóraukist, einnig tekjur tengdar miðasölu, því fólk kemur ekki lengur endilega til að sjá mótherjann og einhverja fræga leikmenn í þeirra röðum. Nú er svo komið að við eigum alltaf 2–3 stjörnur sjálfir svo fólk vill gjarnan mæta á völlinn og sjá þær með eigin augum. Við vorum með 34 milljónir í tekjur af sjónvarpsréttindum á síðasta ári og 20,5 milljónir í tekjur af aðgöngumiðum. Landsliðsmálin hafa raunar gersamlega kúvenst mitt í þessum auknu umsvifum í tíð Eggerts formanns, eða frá því að vera með ekkert kvennalandslið upp í að vera með fjögur og þá alls átta knattspyrnulandslið í hinum ýmsu aldursflokkum. Síðan má nefna að knattspyrnu- samböndin tvö, FIFA og UEFA, hafa aukið mjög framlög sín til sambanda aðildarríkja sinna. Ástæðan er stóraukið fjárstreymi til þeirra vegna stórmóta á borð við Meistaradeild Evrópu og loka- keppni EM og HM. Í fyrra fékk KSÍ t.d. 53 milljónir í sinn hlut og til samanburðar fengum við 35 millj- ónir í sams konar framlögum árið 1999. Í fyrra fengu félögin 40 millj- ónir í sinn hlut frá UEFA. Þá eru 10 til 12 samstarfsaðilar, fyrirtæki sem hafa gert við okkur samninga og báðir njóta góðs af. Þessi fyrirtæki, sem hafa átt við okkur langt og farsælt samstarf, koma að hinum ýmsu þáttum starf- seminnar og borga fyrir auglýs- inga-, kynningar- og ímyndargildið sem því fylgir að starfa með okkur. Þetta er samstarf sem skilaði okkur 35 milljónum á síðasta ári. Við erum með aðra fasta tekjuliði. Til dæmis fengum við 7 milljónir úr lottóinu í fyrra, 5 milljónir úr Íslenskum get- raunum auk þess sem 3 milljónir bárust frá ÍSÍ, ýmis framlög. Ásamt öðrum lægri tekjum, svo sem af fræðslustarfsemi, mótum og þess háttar voru rauntekjur okkar á síð- asta ári rúmar 184 milljónir.“ Kostar sitt En í eitthvað fara allir þessir pen- ingar? „Já, já, það eru útgjöld. Allt kost- ar þetta sitt. Öll umsvif með lands- liðið á síðasta ári kostuðu um 84 milljónir og mótakostnaður nam 15 milljónum. Inni í þeirri tölu eru m.a. öll laun dómara og útgáfumál, m.a. mótaskrár. Stjórnunarkostnaður var 34 milljónir og inni í þeirri tölu eru m.a. rekstur skrifstofu, kostn- aður og öll laun 8 starfsmanna. Annar kostnaður er um 14 milljónir og er ég þá enn og aftur að miða við árið 2000.“ Þetta er jákvæður rekstur sam- kvæmt tölunum. Hvernig ver svona samband gróðanum? „Þessi góða fjárhagsstaða styrkir alla starfsemi KSÍ og við skilum því til félaganna á ýmsan hátt. T.d. með sífellt aukinni þjónustu, vandaðri og nákvæmari vinnubrögðum. Þá má segja að okkur beri að létta á með félögunum á allan þann hátt sem mögulegt er. Það er staðreynd að þau standa mörg höllum fæti fjár- hagslega. Við höfum brugðist við með því að létta ýmsum álögum af félögunum, t.d. undanþegið þau gjöldum á borð við miðagjald og þátttökugjöld á mótum. Á árinu 2001 munu eftirgjafir af þessu tagi vera upp á 25 milljónir sem hefðu runnið frá félögunum til KSÍ og alls 120 milljónir að verðmæti síðustu árin. Það má segja að fjárstreymið frá UEFA og FIFA sé ljós í myrkr- inu fyrir mörg félög í landinu, en staðreyndin er sú, að með aðild að UEFA fáum við vissulega meiri tekjur heldur en við leggjum til, en á móti kemur að við lendum í alls konar kvöðum sem eru í ýmsum til- vikum alls ekki nauðsynlegar í ís- lensku umhverfi. Þetta er ekki ein- hliða samband og því er ekki hægt að heimta sérstöðu í öllum málum. Félögin þurfa ekki síður að lúta kvöðum en KSÍ, alls konar kvöðum sem snúa að stjórnun, aðstöðu, rekstri og þess háttar. Hér þarf að skoða málin vandlega, því slík mál eru ekki alls staðar í lagi og verður að bregðast við kröfunum. Það má segja að KSÍ eigi hér hlutverki að gegna, að hjálpa félögum að leita Morgunblaðið/Árni Sæberg Geir ásamt tveimur traustum starfsmönnum á skrifstofunni, systrunum Margréti t.h. og Ragnheiði Elíasdætrum. KSÍ VERÐUR EKKI REKIÐ NEMA SEM FYRIRTÆKI  Geir Þorsteinsson er framkvæmdastjóri KSÍ. Hann er borinn og barnfæddur vesturbæingur, fæddur 9. september 1964. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1984 og hóf þá nám í stærðfræði við Háskóla Íslands, hætti því námi þó til að starfa sem stærðfræðikennari og var hann einn vetur við Menntaskólann að Laugarvatni og svo annan við Menntaskólann í Reykjavík. Þá gerðist hann framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar KR og í stjórn félagsins til loka ársins 1992, er hann réð sig til KSÍ. Þar starfaði hann fyrstu árin sem skrifstofustjóri auk þess að sinna mótamálum innanlands og verkefnum tengdum lands- liðunum. Frá 1997 hefur hann síðan verið framkvæmda- stjóri sambandsins. Í gegnum tíðina hefur Geir Þorsteins- son kryddað og bætt við þekkingu sína á knattspyrnumál- efnum með því að þjálfa og dæma í yngri flokkum og segir hann það hafa veitt sér ómetanlega hjálp við að halda góðri yfirsýn og sjá hlutina í réttu ljósi. Sambýliskona Geirs er Inga Kristjánsdóttir og dóttir þeirra ung heitir Ellen. Eftir Guðmund Guðjónsson Morgunblaðið/Árni Sæberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.