Morgunblaðið - 04.03.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 04.03.2001, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 31 alltaf á sunnudögum leiða til að fara yfir í heilbrigðari rekstur, snúa frá taprekstri. Því miður eru þess ýmis dæmi að stærstur hluti tekna félaga fari í að borga þjálfara og leikmönnum meistaraflokks. Félög þurfa að herða ólarnar og sníða sér stakk eftir vexti, rétt eins og KSÍ hefur gengið á undan með góðu fordæmi og gert. Mikilvægt er að rækta öfl- ugt unglingastarf og búa í haginn fyrir framtíðina.“ Og hvað meira? „Jú, KSÍ hefur enn fremur komið sér upp varasjóði. Við höfum tekið upp á því að fjárfesta töluvert í hlutabréfasjóðum. Það er auðvitað sú krafa á okkur að ávaxta á sem bestan hátt tekjuafgang og þó að hlutabréf okkar hafi lækkað eins og flest önnur að undanförnu, er staða okkar það sterk, að við getum beðið eftir arðinum. Verðmæti þessara eigna núna er um 67 milljónir.“ Þykir þetta eitthvað umdeilt? „Ekki hef ég heyrt neitt slíkt og ekki er það mín skoðun. Þvert á móti er þetta alveg í takt við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Fyrirtæki og einstaklingar fjárfesta í hlutabréfum. Því skyldi þá ekki sérsamband innan ÍSÍ gera slíkt hið sama ef ávaxta þarf fjármuni? Það væri að mínu viti æskilegt ef önnur sérsambönd hefðu bolmagn til að gera slíkt hið sama. Flest eru þó það lítil að það er e.t.v. óraunhæft, en það þarf að leita leiða til að þau geti rétt úr kútnum fjárhagslega. Ég tel að það skipulag sem við bú- um við í íþróttaheiminum standi fjárhagsuppbyggingu félaga fyrir þrifum, enda byggist það á kerfi sem var hannað snemma á síðustu öld og er úr sér gengið. Ef við skoð- um þetta aðeins, eru einstakar deildir innan félaganna sem tilheyra hinum ýmsu sérsamböndum ÍSÍ. Félögin eru síðan einnig aðilar að héraðs- og íþróttabandalögum sem eru einnig aðilar að ÍSÍ samkvæmt lögum ÍSÍ. Rekstrarlega stendur þetta félögunum og deildum þeirra fyrir þrifum og ekki síst KSÍ sem er sérsambanda stærst. Það þarf að endurskipuleggja strúktúrinn, skil- greina upp á nýtt hlutverk héraðs- og íþróttabandalaganna. Þetta er eflaust viðkvæmt mál, en þarfnast engu að síður endurskoðunar. Það sem KSÍ getur gert er að koma skilaboðum áleiðis.“ Völlurinn hluti af dæminu Síðan árið 1997 hefur rekstur Laugardalsvallar verið á könnu KSÍ og segir Geir að það hafi verið far- sælt fyrir Reykjavíkurborg og KSÍ að gera þann samning. KSÍ fær fast árlegt framlag til fimmtán ára frá borginni til að hjálpa til við rekst- urinn. Þegar gengið var frá samn- ingnum var tekið lán til fimmtán ára til að reisa nýju stúkuna. Það var einn af snörustu þáttunum í um- skiptunum að taka alfarið yfir stjórn vallarins. „Þetta er 50 millj- óna króna velta,“ segir Geir, en bætir við að sveiflur séu óhjá- kvæmilegar og tekjur fari nokkuð eftir framboði landsleikja. „Það var t.d. gífurlegur hvalreki að fá Dani í fyrra. Ég tel að við hefðum auðveld- lega getað selt 20 þúsund miða á völlinn þann dag, en sem stendur tekur völlurinn aðeins 7 þúsund í sæti og ekki má selja í stæðin sam- kvæmt tilskipunum frá UEFA og FIFA. Við þurfum að eiga völl sem tekur 12–15 þúsund manns í sæti og er leitað leiða til að loka hringnum. Hvað Danaleikinn varðar, þá varð hann til þess að við vorum með tekjur upp á 20,5 milljónir af miða- sölu í fyrra, en áætlunin fyrir þetta ár er 10 milljónir.“ Þið fenguð nú bágt fyrir hjá Sam- keppnisstofnun fyrir að tengja sölu miða á Danaleikinn við landsleik við Norður-Íra seinna um sumarið? „Já, en það kom okkur í opna skjöldu. Við hefðum ekki fitjað upp á þessu nema að við hefðum for- dæmi fyrir slíku að utan. Ég held líka að ef menn hefðu gert sér grein fyrir því hve hagstætt miðaverðið var hefði óánægjan ekki verið eins mikil og raun bar vitni. En þetta er búið og gert og menn vita betur hvar þeir standa.“ Líf Geirs hefur snúist um knatt- spyrnu frá því að hann var smápolli og er á heimavelli á skrifstofu KSÍ. Hann þakkar formanninum góðærið hjá sambandinu, en bætir við að margir leggi hönd á plóginn og það sé einn meginstyrkur KSÍ, hversu margir nánast lifa fyrir knatt- spyrnu og eru tilbúnir til launa- lausra stjórnar- og nefndarstarfa. „Fjöldi þessara „starfsmanna“ hafa stýrt vandmeðförnum málum á far- sælan hátt í gegnum tíðina. Án þeirra væri verkið óvinnandi,“ segir Geir Þorsteinsson. „Það má segja að KSÍ eigi hér hlutverki að gegna; að hjálpa félögum að leita leiða til að fara yfir í heilbrigðari rekstur, snúa frá taprekstri.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.