Morgunblaðið - 04.03.2001, Side 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 39
irnir hétu og til hvers þeir voru
notaðir. Það var eins og líf hefði
kviknað í safninu því vart var
hægt að fá betri lýsingu á munum
og vinnubrögðum til sjós og lands.
Nokkrum árum seinna fórum við í
ferðalag um Vestfirði á heimaslóð-
ir þínar við Arnarfjörð og sagðir
þú okkur frá staðháttum og hvers
vegna fjöllin hétu þeim nöfnum
sem þau heita. Í þeirri sömu ferð
sagðir þú okkur frá helstu kenni-
leitum Gísla sögu Súrssonar og
rifjaðir upp atburði sögunnar. Eft-
ir þetta finnst okkur sem Vestfirð-
irnir hafi fengið aðra og ríkulegri
merkingu en áður.
Þó við bræðurnir litum stundum
á þig sem hálfgerðan fornmann
varstu alltaf með á nótunum um
málefni líðandi stundar. Einkum
voru þér hugleikin kvótamál, vega-
framkvæmdir og landsbyggðar-
mál. Til fyrirmyndar var skýr-
mælgi þín og orðaval enda þér í
mun að enginn misskildi hvað þú
værir að segja.
Þótt þú berðist við ólæknanleg-
an sjúkdóm léstu aldrei deigan
síga og alveg fram á síðasta dag
fylgdist þú með fréttum og atburð-
um og lást ekki á þeim skoðunum
þínum sem þér var í mun að við
fengjum að heyra. Ofar öllu í þín-
um huga var réttlætið, sanngirnin
og sannleikurinn.
Elsku afi, það er erfitt að kveðja
þig núna þótt við höfum lengi vitað
hvert stefndi. En minningarnar
um þig munu lifa með okkur alla
tíð.
Megi Guð hugga ömmu í sorg
hennar og varðveita hana. Hvíl í
friði.
Eyþór og Ívar Kristleifssynir.
Ég man að það var hann sem
kenndi mér, kornungum, að lesa
svo að frá fyrsta skóladegi var ég
fluglæs. Eftir skólann fór ég oft
með strætó í vinnuna hans afa og
vann þar heimavinnuna á meðan
afi kenndi vistmönnunum á Kópa-
vogshæli smíðar. Við tveir smíð-
uðum líka saman bát úr einum við-
arkubb og fullt af nöglum allan
hringinn með band vafið á milli
nagla fyrir rekkverk. Þar að auki
var báturinn með ógurlega háu
mastri gerðu úr priki af málning-
arpensli. Ég fékk hjá afa auka-
kennslu í öllum greinum hvort sem
um var að ræða íslenskar mál-
fræði- eða stafsetningarreglur. Við
fórum bara rólega yfir og vönd-
uðum okkur við hvert verk fyrir
sig. Einu sinni þurfti ég að mæta í
dönskupróf með danska orðabók
og fékk lánaða orðabókina hans
afa. Sú bók var frekar gömul og
skrifuð með gömlum dönskum
stafsetningarreglum sem voru all-
ar skrifaðar samviskusamlega í
prófinu. Kennarinn minn var í
mestu vandræðum með að fara yf-
ir prófið því það var allt skrifað á
einskonar forn-dönsku.
Hann afi kenndi mér að fara vel
með peninga og að safna fyrir
hlutunum. Þannig fékk ég vasa-
pening á hverjum mánudegi, 50 kr.
og síðar 100 kr., og var ég vel sett-
ur með þær uns ég byrjaði 13 ára
að vinna mér inn pening í helg-
arvinnu. Hann afi átti sögur sem
gaman var að hlusta á og hann gat
sagt mér frá nánast hvaða Íslend-
ingi sem var og gat oftast rakið ut-
anbókar hvernig ég var skyldur
þeim sem um var rætt, ef skyld-
leika var að finna á annað borð.
Skipti litlu hvort sá lifði á 20. öld
eða á 10. öld. Afi kunni fullt af
gömlum og sjaldgæfum orðum og
spurði mig alltaf í fyrstu hvort ég
þekkti merkingu orðsins en ég
stóð næstum alltaf á gati. Hins-
vegar hafði afi skýringuna á
reiðum höndum og fylgdi hún allt-
af í kjölfarið. Og þessi kveðjuorð
sem ég hef ritað nota ég til að
kveðja hann elsku besta afa minn
hinsta sinni.
Unnar Már Sigurbjörnsson.
Ég elska þig af því sem þú gerir
og þann sem þú ert og ég elska þig
ekki bara af því að þú ert afi minn,
því allir elska afa sinn. Ég elska
þig af öllu hjarta og þú ert besti
afi í heimi. Ef ég hugsa um þig fæ
ég störu.
Og það að ég geti ekki faðmað
þig nema í draumi fær mig til að
fella tár. Úr stjörnunum á kvöldin
sé ég minningar um þig. Elsku
besti afi, ég elska þig af öllu
hjarta.
Karen Björnsdóttir.
Afi minn, Bjarni Ólafsson, hefur
nú gengið æviveg sinn allan og
hafið það ferðalag sem okkar bíður
allra. Þegar ég lít yfir farinn veg
og rifja upp þær minningar um
hann sem mér þykja kærastar þá
stendur framar öllum minningin
um það að hann kenndi mér að
lesa. Vil ég hér þakka honum fyrir
að hafa eytt tíma sínum í að kenna
lítilli stúlku, sem oft var með at-
hyglina annars staðar en í kverinu.
Lestrarnámið gekk hratt og vel
fyrir sig og ég varð fljótt læs. Get
ég að öllu leyti þakkað þennan
námsárangur minn þolinmæði afa,
sem aldrei æsti sig þótt ég legði
mig ekki alltaf vel fram eða vildi
gera eitthvað annað en að skoða
stafi í bók. Eftir að ég útskrifaðist
úr ,,afaskóla“ máttu leikföngin mín
þola að vera afskipt því nú beind-
ist nánast öll athygli mín að lestri
bóka og hef ég haft mikla ánægju
af bókalestri alla tíð síðan. Það er
því svo að með lestrarkennslu
sinni hefur afi gefið mér eina af
þeim dýrmætustu gjöfum sem mér
hafa verið gefnar. Afi hafði reynd-
ar sjálfur mikla ánægju af lestri
bóka og voru fornsögurnar honum
sérlega kærar sem og allt sem
varðaði sögu íslensku þjóðarinnar
og menningu hennar. Ég trúi því
að nú hafir þú, afi minn, fengið aft-
ur þann mátt sem þú hafðir misst
og getir nú haldið áfram þar sem
þú slepptir við að kynna þér sögu
Íslands og menningu og hefur
örugglega frá mörgu að segja þeg-
ar við hittumst aftur.
Þín dótturdóttir,
Margrét.
„Að heilsast og kveðjast það er
lífsins saga“.
Í dag minnumst við Bjarna
bekkjarbróður okkar úr Kennara-
skóla Íslands. Vorið 1948 var eft-
irminnileg kveðjustund í Kennara-
skólanum. Freysteinn Gunnarsson
opnaði okkur sýn til framtíðar í
allri sinni hógværð og háttvísi.
Hann lagði fram skýringu og upp-
runa á orðinu embættismaður. Við
fundum að þessi titill gæti orðið
okkar stimpill eða vörumerki í líf-
inu, ásamt þeirri ábyrgð sem því
myndi fylgja. Freysteinn sagði að
sami stofn væri í orðinu ambátt.
Ekki reisti hann álit okkar á kenn-
araprófinu með þessum hætti.
Hinn djúpvirti leiðtogi sagði að
ambáttin hefði á sínum tíma haft
sama hlutverk og þjónninn. Hann
hvatti okkur til að miða öll störf
sem þjónar en ekki herrar. Far-
sæld þjónsins væri varanleg, en
herradómurinn fallvaltur og hefði
síður hugsjón uppalandans að leið-
arljósi.
Þessi skýring Freysteins mun
hafa sest að hjá okkur. Þar veit ég
að Bjarni mun hafa tileinkað sér
það ekki síður en aðrir. Lífshlaup
bernsku hans og æsku hefur lotið
þessu lögmáli. Í frumbernsku slitu
foreldrar hans samvistir. Hann
dvaldist hjá móður sinni fram að
fermingu, en þá lést hún. Eftir það
var hann til heimilis hjá fóstur-
systur móður sinnar. Til náms
stefndi hugur hans. Á Núpi var
hann tvo vetur og bjó sig síðan
undir próf í 2. bekk Kennaraskól-
ans 1945. Í Kennaraskólanum vor-
um við sessunautar einn veturinn.
Þar fann ég hvern mann Bjarni
hafði að geyma. Hann var dulur og
hlédrægur, en vann samviskusam-
lega að náminu. Þrautseigur var
hann. Þar átti hann ekki langt að
sækja. Faðir hans missti vinstri
hönd í sprengikúluslysi. Með
handlagni smíðaði hann sér „hjálp-
arhönd“ sem hann batt við vinstri
handlegg og vann þannig að smíð-
um eins og tvíhentur væri. Kennsl-
an varð ekki samfelld hjá Bjarna,
en handavinnukennslan varð sú
grein sem hann stundaði mest.
Á þessari síðari kveðjustund
okkar bekkjarsystkina fylgir sökn-
uður til góðs félaga, en aðstand-
endum færum við innilega samúð.
F.h. 4. bekkjar Kennarask. Ís-
lands 1948.
Hjörtur Þórarinsson.
!!
" # % !! " " & '
' ( ()
!
"
" # $%
!
# $% &
! # % $!
# ! ' (
$%
$) *+$ , * , #
, # -! !
+ #$
+
!"
# $ %&
'
#
! ""## $% & % '%
%% ( ""## )% ( "" %*+%'%
,-"" ( ""#'% &- "* $." #
$%% ""#'% %%! ""*+%#
/%0$ ""#'% 1 "$ " #
2 ,-" # %% &+%'%
' *+%
!
" !
# !"#
$%& '!"#
(" )""*
!" '!""*
+ #"#
%&' '!"#
# " (""*
'!" '!""*
, - ."% "#
'!"#
/ 0 ""*
* $ $& 1
!
"
#$ %& $ "
#$ '# (
) *
!"#$
" %#&!
'$()$#$
!(
%%*
" " %#&!
'$()$#$
+%!
%%*
" +,% " %%*
*
!" #
% "
! # $
%#
& # %'
( ) $ #
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina