Morgunblaðið - 04.03.2001, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 41
Blómastofa
Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Blómaskreytingar við öll tilefni
Opið til kl. 19 öll kvöld
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Sjáum einnig um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
✝ Petrína SigrúnÁgústsdóttir
fæddist í Reykjavík
1. október 1951.
Hún lést í Banda-
ríkjunum á Calvary
Hospital 12. febrúar
síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ágúst Jóhann
Alexandersson, f.
28.6. 1924 í Kjós í
Árneshreppi, d. 17.
6. 1970, og kona
hans Kristín Guð-
mundsdóttir, f. 29.3.
1926 á Seljum á
Snæfellsnesi , d. 16.12. 1989.
Systur Petrínu eru: Rúndís, f.
25.8. 1947, d. 5.5. 1968; Birna
Guðmunda, f. 20.1. 1949; Sveins-
ína, f. 13.5. 1957; og Dröfn, f.
5.10. 1960. Petrína
ólst upp í Kópavog-
inum, en giftist
1968 og fluttist til
Bandaríkjanna, þar
sem hún bjó til ævi-
loka.
Börn hennar eru
öll búsett í Banda-
ríkjunum en þau
eru: Hannah Rúnd-
ís, Leonard Albert,
Kristín Theresa,
Joseph Ágúst,
Andrés Christian
og Patric Jóhann.
Útför Petrínu fór
fram á Long Island hinn 20.
febrúar, en minningarathöfn
verður haldin í Hjallakirkju í
Kópavogi sunnudaginn 4. mars
og hefst klukkan 16.
Elsku Peta, nú er lífsgöngu þinni
hér á jörð lokið.
Við vitum aldrei hvenær kallið
kemur, heldur bara hlýðum því. Þú
barðist eins og sönn hetja við þenn-
an illvíga sjúkdóm sem fellir allt of
marga. Við söknum þín sárt, en
minnumst þín með gleði í hjörtum
okkar.
Ég krýp og faðma fótskör þína,
frelsari minn, á bænastund.
Ég legg sem barnið bresti mína,
bróðir, í þína líknarmund.
Ég hafna auðs og hefðarvöldum,
hyl mig í þínum kærleiksöldum.
(Guðmundur Geirdal)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guð blessi þig.
Systur, mágar og
frændsystkini.
Dauði kærrar frænku á besta
aldri er dapurleg staðreynd. Peta
flutti til Bandaríkjanna fyrir meira
en 30 árum og hitti ég hana aldrei
eftir það, en fylgdist eins vel og ég
gat með lífi hennar þar. Það var oft
erfitt, en fyrir fáum árum virðist
loksins hilla undir betri tíma. Því
var það reiðarslag þegar hún
greindist fyrir skömmu með illvíg-
an sjúkdóm, sem ekki sýndi mis-
kunn.
Peta fæddist á afmælisdegi lang-
ömmu sinnar og var því skírð eftir
henni.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að vera viðstödd fæðingu þessarar
frænku minnar. Faðir hennar,
bróðir minn, fór að sækja ljósmóð-
urina og skildi mig eftir hjá móð-
urinni. Meðan hann var í burtu
fæddist Peta. Það var ævintýri fyr-
ir 15 ára stúlku að verða vitni að því
kraftaverki sem fæðing barns er.
Ég mun aldrei gleyma því.
Eftir að Peta veiktist veittu syst-
ur hennar, Birna, Sísí og Dröfn,
henni allan þann stuðning sem
hægt er að veita úr fjarlægðinni.
Fyrir umhyggju sína vil ég þakka
þeim sérstaklega.
Blessuð veri minning Petrínu
Sigrúnar Ágústsdóttur. Guð al-
máttugur styrki börnin hennar,
systurnar og fjölskyldur þeirra.
Alda Sigrún
Alexandersdóttir.
PETRÍNA SIGRÚN
ÁGÚSTSDÓTTIR
✝ Hallgrímur Elís-son fæddist í
Hallgeirseyjarhjá-
leigu í Austur-Land-
eyjum 7. október
1952. Hann lést 23.
júlí 2000. Foreldrar
hans voru Pálína
Guðmundsdóttir frá
Sigluvík í Vestur-
Landeyjum, f. 10.3.
1911, d. 27.6. 1982,
og eginmaður henn-
ar Elís Hallgrímsson,
f. 14.9. 1907, að
Hrafnkelsstöðum í
Helgafellssveit á
Snæfellsnesi, d. 10.10. 1991.
Systkini Hallgríms eru 1) Hall-
fríður Elísdóttir (Hædý), f. 18.10.
1937. Börn hennar eru Róbert,
Sonja, Stephanie og
Erik. 2) Guðjón Elís-
son, f. 6.10. 1944, d.
18.2. 1996. Börn
hans eru Elín Gróa,
Gísli Þór og Þorvald-
ur Ingi. 3) Sigríður
Elísdóttir, f. 2.3.
1947. Hennar börn
eru Halldór Páll og
Elís Már. 4) Þorvald-
ur Elísson, f. 29.6.
1948, d. 5.2. 1989.
Börn hans eru Smári
Björn, Pálmi Þór og
fósturbörn Júlíana
og Hjörleifur.
Hallgrímur starfaði lengst af
sem sjálfstæður atvinnurekandi.
Útför Hallgríms fór fram frá
Háteigskirkju 4. ágúst 2000.
Nú læt ég Guð stýra minni hendi.
Það er elsta systkinið sem ritar
þessi sorgarorð (Hædý systir).
Hallgrímur var yngstur. Minn
ástkæri bróðir og heillavinur. Það
falla titrandi tár á blað. Þetta er svo
sorglegt, því að hann elskaði aðra
meira en sjálfan sig. Minn ástkæri
bróðir fékk mikið í vöggugjöf, hann
var fjarskalega mikill mannvinur.
Hann var mjög hjálpsamur við
náungann og alltaf var hann harð-
vinnandi og heiðarlegur í gjörðum
sínum. Ég elskaði bróður minn af
hjarta og sál. Svo elskaði Guð okkur
fyrst, áður en við elskuðum hann.
Seinast þegar ég sá bróður minn
vorum við mæðgurnar á ferð í des-
ember 1999. Hann var vanur að
sækja mig á flugstöðina og hann
vildi allt fyrir okkur gera. Það var
svo mikill fögnuður og yndisleg vin-
átta. Við vorum í góðu yfirlæti hjá
honum og skreyttum heimili hans
jólaljósum. Hann sendi okkur að-
ventuljós til Kaliforníu, og allt er
þetta orðið svo dýrmætt og minn-
ingarnar ógleymanlegar.
Minn ástkæri bróðir hafði mikla
hæfileika, hann spilaði svo fallega á
nikkuna, svo samdi hann lag fyrir
mig. En sá fögnuður. Okkar vinátta
var svo sterk og blessuð, og alltaf
var farið upp í sveitir, dali og fjöll.
Bróðir minn vissi hvað ég fagnaði
fegurð landsins. Já, hann var góður
bróðir. O, ég sakna hans svo mikið.
Við skulum elska náungann meira
en okkur sjálf. Það hvílir mikil
ábyrgð á lögmönnum landsins að
þeim verði gefin viska og speki í
réttarsalnum. Því mikil eru lög
Guðs.
Að lokum þakka ég öllum sem
studdu okkur í okkar miklu erfið-
leikum. Og ástarkveðjur nær og
fjær.
Svo þakka ég okkar himneska
föður að hafa gefið mér svona ást-
kæran bróður.
Þín ástkæra systir og frænka,
Hædý Elísdóttir og Steph-
anie Grimsby og fjölskylda,
Kaliforníu.
HALLGRÍMUR
ELÍSSON
gert, hversu mjög sem við vildum.
Þóroddur var svo mikill sólar-
geisli. Hann lýsti upp myrkrið sem
hvolfdist yfir fjölskylduna þegar
Freysteinn bróðir hans kvaddi þetta
líf fyrir ári. Hann gat alltaf kallað
fram bros og hlaut óendanlega ást
og umhyggju foreldra sinna sem
aldrei þraut þótt myrkrið væri
þrúgandi.
Okkur fullorðna fólkinu finnst
erfitt að skilja hvers vegna lítil börn
eru hrifin úr faðmi foreldra sinna.
Enn erfiðara er fyrir börnin að
skilja það.
Þeim finnst heimurinn grimmur
og vondur að svona geti gerst.
Hvers vegna eru til svo vondir sjúk-
dómar að þeir eira ekki einu sinni
litlum börnum? Hvers vegna fá ekki
allir að lifa og vera hamingjusamir?
Þegar Freysteinn stóribróðir var
dáinn fannst stelpunum okkar mikið
vanta: „Er Þóroddur ekki lengur
litlibróðir?“ Jú, það fór ekki á milli
mála að Þóroddur væri enn litlibróð-
ir og að Freysteinn yrði áfram stóri-
bróðir hans. Þetta var þó ekki alveg
nóg. Loks fundu þær lausnina sjálf-
ar: „Hann Freysteinn er orðinn
englabróðir Þórodds.“ Þeim er það
dálítil huggun að nú eru bræðurnir
saman. Þóroddur er líka orðinn
englabróðir og þeir fá að kynnast og
leika sér saman. Þær eru líka sann-
færðar um að það sé gott að vera
engill í himnaríki því þar séu allir
góðir og heimurinn fallegur og laus
við mengun, sjúkdóma og sorgir.
Þóroddur bar nafn landnáms-
manns eins og Freysteinn bróðir
hans. Þeir eru líka landnámsmenn
og nema fjarlæg lönd í nýjum heimi.
Kæru vinir okkar, Hanna og Har-
aldur. Við eigum þá ósk heitasta að
þið finnið aftur ljós í myrkrinu sem
umlykur ykkur. Við sendum ykkur,
foreldrum ykkar og systkinum ein-
lægar samúðarkveðjur.
Victor, Anna, Steinunn
og Inga Rut.
Við erum þakklát fyrir þann
stutta tíma sem við þekktum Þórodd
Haraldsson. Þessi mikli fjörkálfur
varð fjölskylduvinur og leikfélagi
Maríu dóttur okkar þegar hann og
foreldrar hans fluttu hingað til
Boston frá Íþöku.
Þrátt fyrir stutta viðkynningu
tengdumst við Haraldi, Hönnu og
Þóroddi vináttuböndum. Við eigum
margar góðar minningar um
ánægjustundir með Þóroddi og for-
eldrum hans í Boston, og við munum
sakna þessara samverustunda. Það
æðruleysi og sá kjarkur sem þau
sýndu þrátt fyrir áfallið sem þau
urðu fyrir, fyrir aðeins rúmu ári er
eldri sonur þeirra lést, er aðdáun-
arverður og verður okkur alltaf
minnisstæður. Við lærðum mikið af
samvistum okkar við þau.
Þóroddur var mjög skemmtilegur
drengur, brosmildur og mannblend-
inn og varð María strax yfir sig hrif-
in af honum og fylltist alltaf kæti
þegar hún heyrði að til stæði að
hitta Þórodd. Það var okkur mikið
áfall að heyra að Þóroddur hefði dá-
ið, skömmu eftir að hann og for-
eldrar hans fluttu til Íslands eftir
áralanga dvöl í Bandaríkjunum.
Á herðar foreldra Þórodds hefur
verið lögð byrði sem fæst okkar
geta gert sér í hugarlund. Við von-
um að einhvers staðar leynist sá
styrkur sem getur hjálpað þeim að
glíma við þennan mikla missi. Við
sendum Haraldi, Hönnu og öðrum
ástvinum Þórodds innilegar samúð-
arkveðjur.
Árni Kristjánsson,
Anna María Hauksdóttir,
María Kristín Árnadóttir.
Svo leggur þú á höfin blá
og breið
á burt frá mér og óska-
löndum þínum,
og stjarna hver, sem lýsir
þína leið,
er lítill gneisti, er hrökk
af strengjum mínum.
Þú skilur eftir minningar
hjá mér,
um marga gleðistund frá liðnum árum,
og alltaf mun ég fagna og þjást með þér,
og þú skalt vera minn í söng og tárum.
Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál
er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur.
En seinna gef ég minningunum mál,
á meðan allt á himni og jörðu sefur.
Þá flý ég yfir djúpin draumablá,
í dimmum skógum sál mín spor þín rekur.
Þú gafst mér alla gleði sem ég á.
Þú gafst mér sorg sem enginn frá mér
tekur.
VILHJÁLMUR
EINARSSON
✝ Vilhjálmur Ein-arsson fæddist á
Selfossi 4. mars
1980. Hann lést 30.
júlí 2000 og fór útför
hans fram frá Sel-
fosskirkju 4. ágúst.
Svo kveð ég þig. En er þú
minnist mín,
þá mundu að ég þakka
liðna daga.
Við framtíð mína fléttast
örlög þín.
Að fótum þínum krýpur
öll mín saga.
Og leggðu svo á höfin blá
og breið.
Þótt blási kalt og dagar
verði að árum
þá veit ég, að þú villist
rétta leið
og verður minn – í bæn
og söng og tárum.
(Davíð Stef.)
Með þessu ljóði eftir Davíð Stef-
ánsson langar mig til að minnast
sonar míns, Vilhjálms Einarssonar,
sem í dag hefði orðið 21 árs. En við
fögnum ekki, heldur syrgjum. Þetta
ljóð er kveðja mín til þín, elsku Vil-
hjálmur minn, við sjáumst svo í ann-
arri veröld.
Guð geymi þig, þín
Mamma.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks
hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að-
eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minningargreina