Morgunblaðið - 04.03.2001, Síða 50

Morgunblaðið - 04.03.2001, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KÆRA foreldri. Ég á tvær stelp- ur. Eina sem er 3 ára og eina sem er að verða 3 mánaða. Eftir svona 10–13 ár verða þær komnar á þennan krítíska aldur þegar boð og bönn okkar foreldr- anna verða farin að fara verulega í taugarnar á þeim og þau fara að sjá í gegnum okkur. Við erum ekki eins fullkomin og þau héldu kannski að við værum. En þó að stelpurnar mínar séu enn ungar þá líður tíminn hratt og innan skamms verða þær unglingar. Ný- lega sá ég nokkra slíka standa fyr- ir utan sjoppu reykjandi sígarett- ur. Nota bene allir unglingarnir voru að reykja, enginn þorði að vera öðruvísi en hin. Það minnti mig á hve rosalega áhrifagjarn ég var þegar ég var unglingur og er kannski enn. Þessir unglingar voru allir vel undir 16 ára aldri. Ekki svo óalgeng sjón í dag og við erum í rauninni orðin nokkuð ónæm fyr- ir því að sjá krakka langt undir lögaldri reykja. Þetta er jú hluti af okkar menningu og hefur verið það um nokkurt skeið. Ég fór svo að hugsa: Hvað er það í raun og veru sem að ég er að horfa á? Jú í rauninni er ég að horfa á börnin okkar fyrir utan sjoppuna okkar að neyta ávana- bindandi eiturlyfja sem þau keyptu í sjoppunni eins og hvert annað nammi. Það er margstaðfest í margs konar rannsóknum að unglingar sem reykja eru mun lík- legri til að fara að drekka áfengi og neyta eiturlyfja. Hver eru skila- boðin sem við erum að senda börn- unum okkar með því að selja tóbak við hliðina á súkkulaðinu og brjóstsykrinum. Jú þetta er svona nammi sem þú kaupir í sjoppunni sem er gott að nota til að ögra for- eldrunum og með því að sjúga að þér eitrið finnst þú vera orðinn fullorðinn og töff á augabragði. Svo kom annað sjokk sem olli því að ég varð meira glaðvakandi en ég hef verið í mörg ár. Ég komst að því að sá sem ber ábyrgðina á því að ástandið er eins og það er, er meðal annarra ég. Ég og þú. Það er ég sem skapa þá menningu sem börnin mín og barnabörnin lifa og hrærast í. Ég ákvað að kanna aðeins stöðu mála og sendi einni góðri alþingiskonu tölvupóst og spurði að því hvers vegna ekkert væri gert í því að koma tóbakinu út úr sjoppunum. Hún sagðist hafa komið með til- lögu fyrir nokkru um það að aðilar sem selja tóbak þyrftu til þess leyfi sem væri háð því að ungling- um væri ekki selt tóbak. Ef þessir aðilar brytu af sér myndu þeir missa leyfið. Það varð víst allt vit- laust. Forsvarsmenn verslunar og þjónustu töldu það víst að sjoppur og fleiri staðir færu á hausinn í kippum og fleiri hörmungar myndu ríða yfir þjóðfélagið ef að þyrfti að fá leyfi til að selja tóbak. Sú staðreynd að það látist nokk- ur hundruð manns á ári af völdum reykinga skiptir víst ekki máli. Langflestir þeirra sem reykja vilja hætta þvi en eiga í erfiðleikum með það og eru síður en svo að berjast fyrir frelsi ungs fólks til að fá að hefja reykingar. Því segi ég: Burt með tóbakið úr sjoppunum. Munum að allt hálfkák í baráttunni er gagnslaust og að hlutirnir breytast ekki af sjálfu sér. Unglingurinn þarf ekki að reykja nema eina sígarettu til að vera kominn með annan fótinn í greipar fíknarinnar. Breytum þessu og verum vakandi og stöð- ugt á verði. Að lokum tvær spurningar. Er mikill munur á hugarfari tóbaks- framleiðenda, sem taka gróðavon- ina fram yfir líf og heilsu fólks, og hugarfari fólks sem óttast hag sjoppueigenda ef við reynum að vernda börnin okkar frá klóm eit- urlyfjanna með því að færa sölu tóbaks til Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins? Eigum við að sætta okkur við þetta ástand og láta „tóbaksnammið“ eyðileggja líf barnanna okkar, vona að þetta lag- ist að sjálfu sér með tíð og tíma, eða eigum við að gera eitthvað í málinu strax? BIRGIR Þ. JÓAKIMSSON jógakennari, Melhaga 12, Reykjavík. Viltu nammi? Frá Birgi Þ. Jóakimssyni: Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.