Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FISKBÚÐIN VÖR Höfðabakka 1 - sími 587 5070 Farðu varlega! Salmonella KúariÐa Gin- og klaufaveiki Kamfilobaktus Heilsársbústaður Sérlega vandaður 60 fm heilsársbústaður til sölu. Til sýnis í Helluhrauni 22, Hafnarfirði. Kanada Hús ehf., s. 555 7177 www.kanadahus.is ÞAÐ ER enginn barnaleikur að leika fyrir börn. Það er raun sem nemend- ur leiklistardeildar Listaháskóla Ís- lands fá að kynnast á þriðja ári en þar er uppsetning á leikriti ætlað börnum eða unglingum ávallt gert að loka- verkefni ársins. Í ár setja nemendur skólans hvorki meira né minna en Þúsund og eina nótt á svið. Barnaleikrit fyrir alla aldurshópa „Við erum að frumsýna barnaleik- rit fyrir alla aldurshópa,“ útskýrir Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leiklistar- nemi. „Við viljum segja að það sé fyrir fimm ára og eldri. Þetta er leikgerð eftir Dominic Cook sem var sett upp í London á síðasta ári við góðar und- irtektir. Þetta eru nokkrar sögur úr 1001 nótt. Þetta eru reyndar ekki þær allra frægustu. Það er ein aðalsaga af konungi sem er svikinn af konu sinni. Eftir það vill hann aðeins giftast til einnar nætur og eftir brúðkaupsnótt- ina eru konurnar teknar af lífi. Svo kemur að því að hann giftist konu að nafni Sharazad, hún fær alltaf að lifa lengur og lengur þar sem hún er alltaf að segja honum sögur. Hún endar með því að segja honum sögur í 1001 nótt eða þar til að hann er farinn að elska hana.“ Ævintýrin sem Sharazad spann til þess að þyrma lífi sínu eru sígild um allan heim og nægir þar að nefna æv- intýri Alladins og Simbaðs sæfara. Báðar þessar söguhetjur eru reyndar fjarri góðu gamni í leikritinu. „Þetta eru ekki alveg þekktustu sögurnar kannski en sumar eru þó nokkuð dramatískar og alltaf stutt í húmorinn. Aðrar eru alveg spreng- hlægilegar. Við fáum að sjá ævintýrið af Ali Baba og þjófunum 40, litla betl- aranum, Abu Hassan og síðan söguna af konunni sem vildi ekki borða.“ Listin að leika fyrir börn „Maður þarf náttúrulega að leika allt miklu stærra, einlægara og skýr- ara fyrir börnin. Þetta er ofsalega góð æfing. Þau eru mjög þakklátir áhorf- endur og skemmtilegir en maður þarf rosalega mikið að hrífa þau með. Þau eru fljót að missa einbeitinguna ef það er eitthvað sem ekki hrífur þau.“ Hver sagði að það væri sældarlíf að vera leikari? „Við leikum flest mörg hlutverk. Allt frá prinsessum og kalífum niður í þjófa og hunda. Það er mjög mikið að gerast baksviðs, miklar búningaskipt- ingar. Þetta er mikil svita- og hreyf- isýning. Það er eins og maður sé að taka þrjá góða leikfimitíma að leika í þessari sýningu. Það skiptir máli að hafa einbeitinguna í lagi.“ Nemendahópurinn sýnir skólahóp- um verkið í húsnæði Listaháskólans að Sölvhólsgötu 13. Á virkum dögum kl. 10 og 14. Um helgar er leikritið svo sýnt áhugasömum kl. 14 og 17, þeim er bent á að hafa samband við leiklist- ardeildina til þess að panta miða. Leiklistarnemendurnir eru auk Arnbjargar þau Brynja Valdís Gísla- dóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Ívar Örn Sverrisson, Ólafur Egill Egils- son, Tinna Hrafnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Páls- dóttir. Leikstjóri hópsins er María Reyndal. En skyldi vera kominn einhver skrekkur í hópinn fyrir frumsýn- inguna? „Bara góð fiðrildi í magann, eigum við ekki bara að segja það,“ segir Arn- björg að lokum. 3. bekkur leiklistardeildar Listaháskóla Íslands frumsýnir 1001 nótt Morgunblaðið/Golli „Eigi skal höggva:“ Ath. atburð- urinn er sviðsettur. Spunnið til að halda lífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.