Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Á HEIMSMÆLIKVARÐA
S: 569 7700
VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR
STAÐIÐ hefur verið að umfangs-
miklu menntunarátaki fyrir nálægt
1.000 lögreglumenn og yfirmenn lög-
gæslu í landinu á undanförnum mán-
uðum og misserum vegna þátttöku
Íslands í Schengen-samstarfinu sem
tekur gildi 25. mars næstkomandi.
Samkvæmt upplýsingum utanrík-
isráðuneytisins hefur farið fram al-
menn kynning á Schengen fyrir rúm-
lega 800 lögreglumenn, tollverði,
starfsmenn Landhelgisgæslu og
fleiri. Þeirri kynningu hefur m.a.
verið endurvarpað með fjarfundar-
búnaði á lögreglustöðvar úti á landi.
140 lögreglumenn og tollverðir
sem vinna við landamæragæslu hafa
fengið sérstaka þjálfun varðandi
reglur Schengen-samstarfsins um
framkvæmd landamæraeftirlits,
rannsókn á fölsuðum skilríkjum og
svonefnda farþegagreiningu. Sáu
sérfræðingar frá bandaríska inn-
flytjendaeftirlitinu (INS) um þann
hluta námskeiðsins sem sneri að föls-
uðum skjölum og farþegagreiningu.
Tveir íslenskir sérfræðingar fóru
til Bandaríkjanna til frekari tækni-
þjálfunar í fölsuðum skjölum hjá
bandaríska innflytjendaeftirlitinu.
Einnig fóru sex lögreglumenn til
Þýskalands til að kynna sér eftirlit á
landamærum í höfnum og á flugvöll-
um.
Um 65 lögreglumenn og tollverðir
sitja þessa dagana á námskeiði þar
sem sérstök áhersla er lögð á fíkni-
efnaeftirlit á flugvöllum en nám-
skeiðshaldarar eru sérfræðingar frá
fíkniefnastofnun bandaríska dóms-
málaráðuneytisins. Sett hefur verið
upp sameiginlegt upplýsingakerfi
Schengen-svæðisins (SIS) í öllum að-
ildarlöndum og hafa nokkur hundruð
lögreglumenn og tollverðir fengið
sérstaka þjálfun vegna notkunar
kerfisins. Hefur sú kennsla ýmist
farið fram í Lögregluskólanum eða í
hringferð kennara um landið.
Komið hefur verið á fót svonefndri
SIRENE-skrifstofu hjá Ríkislög-
reglustjóra, sem er tengiliður lög-
reglu-, tolla- og dómsyfirvalda við
sambærilegar skrifstofur í öðrum
Schengen-löndum, annast skráningu
í Schengen-upplýsingakerfið o.fl.
Starfsmenn SIRENE-skrifstofunn-
ar hér á landi hafa verið þjálfaðir er-
lendis á öðrum SIRENE-skrif-
stofum. Einnig hefur farið fram
sérstök fræðsla fyrir þá hér á landi
um réttaraðstoð í sakamálum.
Auk þess hafa hafa ýmis tækifæri
verið notuð til skemmri þjálfunar og
kynningar fyrir starfsmenn sýslu-
mannsembættisins á Keflavíkurflug-
velli á öðrum Schengen-flugvöllum.
Um 1.000 manns fengið
fræðslu um Schengen
MEÐ hverjum degi hækkar sól á lofti og skugg-
arnir styttast. Barátta ljóssins við skuggana er
látlaus, jafnt í náttúrunni sem í mannlífinu. Eftir
gott veður undanfarið er búist við að hvessi um
helgina og snjókoma eða éljagangur verði í flest-
um landshlutum.
Morgunblaðið/RAX
Við Lækinn í Hafnarfirði
STARFSMENN Tollstjóraemb-
ættisins í Reykjavík fengu upplýs-
ingar um það hjá lögreglunni í
Reykjavík og ríkislögreglustjóra
hvort starfsmenn og umsækjendur
að störfum hjá Íslandspósti hefðu
verið grunaðir um fíkniefnaneyslu,
að því er fram kemur í svari emb-
ættisins við fyrirspurn Persónu-
verndar um málið. Tollstjóraemb-
ættið miðlaði síðan upplýsingunum
til Íslandspósts.
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri sagði að embætti rík-
islögreglustjóra hefði ekki áður
verið nefnt í tengslum við þetta
mál. Hann sagði að sér hefði borist
afrit af bréfi tollstjórans í Reykja-
vík til Persónuverndar og þær
upplýsingar sem þar kæmu fram
um þátt embættis ríkislögreglu-
stjóra hefðu komið sér og öðrum
yfirmönnum embættisins í opna
skjöldu.
„Vegna alvarleika málsins og
þeirra fullyrðinga sem fram koma
af hálfu tollstjórans og varðar
starfsemi ríkislögreglustjóraemb-
ættisins og starfsmenn þess, þá
áttum við samtal við ríkissaksókn-
ara í fyrradag,“ sagði Haraldur. „Í
framhaldi af því samtali tók ég þá
ákvörðun að senda honum þau
gögn sem við höfum undir hönd-
um, þ.e.a.s. afrit af bréfi tollstjór-
ans.“
Haraldur sagði að sér hefði
fundist rétt að ríkissaksóknari
fengi málið til meðferðar á þessu
stigi.
„Ég tel málið vera það alvarlegt
og í ljósi þeirra yfirlýsinga sem
gefnar hafa verið á undaförnum
vikum um þetta mál þá viljum við
leiða sannleikann í ljós. Því finnst
mér rétt að saksóknari fái málið til
meðferðar á þessu stigi.
Ef einhver starfsmaður hjá
embætti ríkislögreglustjóra hefur
veitt fyrirtæki úti í bæ, eða öðrum
óviðkomandi aðilum upplýsingar
sem ekki er heimilt að veita, þá tel
ég nauðsynlegt að það verði upp-
lýst,“ sagði Haraldur.
Ríkislögreglustjóri leit-
ar til ríkissaksóknara
Tollstjóraembættið fékk upplýsingar um
starfsmenn Íslandspósts hjá lögreglu
GEORGE Robertson lávarður, aðal-
framkvæmdastjóri NATO, hefur við-
komu á Íslandi á morgun, mánudag.
Hann mun eiga fund með Davíð
Oddssyni forsætisráðherra og Hall-
dóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra.
Robertson er á leið til Bandaríkj-
anna og kemur hingað með flugvél
Flugleiða. Áformað er að ráðherr-
arnir hitti hann á Keflavíkurflug-
velli, en hann mun aðeins dvelja hér í
um klukkustund.
Framkvæmda-
stjóri NATO
til Íslands
NOKKUÐ hefur borið á fimmta
sjúkdómnum svokallaða að undan-
förnu. Sjúkdómurinn kemur helst
upp hjá börnum en fólk á öllum aldri
getur þó smitast. Hann lýsir sér með
vægum útbrotum í kinnum og hita
en er ekki langvarandi. Haraldur
Briem sóttvarnalæknir segir ekki til
lækningu við sjúkdómnum en hann
sé að mestu skaðlaus.
Fimmti sjúk-
dómurinn gerir
vart við sig
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
MINNSTU munaði að alvarlegt slys
yrði á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt
þegar annar hjólbarði á lítilli einka-
þotu sprakk í flugtaki. Þotan var
komin á um 200 km hraða þegar hjól-
barðinn sprakk af ókunnum orsök-
um en flugmaðurinn náði að stöðva
þotuna á flugbrautinni.
Átta manns, allt útlendingar, voru
um borð og sakaði þá ekki. Þotan
millilenti í Keflavík á leið sinni til
Bandaríkjanna. Flugslysanefnd hef-
ur málið til rannsóknar og er hjóla-
búnaður þotunnar til viðgerðar í
flugskýli Flugleiða.
Sprakk á
hjólbarða í
flugtaki
ARI Skúlason, fráfarandi fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís-
lands, ASÍ, segir að ASÍ sé ekki
sama aflið og áður, staða þess hafi
veikst í samfélaginu og sterkur for-
ystumaður ekki sjáanlegur.
Spurður um framtíðarhorfur í
verkalýðsmálum segir Ari í samtali
við Morgunblaðið að staða ASÍ sé í
lausu lofti. „Þegar þjóðin er spurð
hvað henni finnist um sambandið
hafa 54% enga skoðun á því. Það er
mjög slæm staða, “ segir Ari.
ASÍ ekki sama
aflið og áður
Hluti forustunnar/20–21
♦ ♦ ♦