Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
28 SÍÐUR
Sérblöð í dag www.mb l . i s
Teiknimyndasögur
Myndir
Þrautir
Brandarar
Sögur
PennavinirÁ MIÐVIKUDÖGUM
Verðlaunakrossgáta
Þættir – Íþróttir
Kvikmyndir – Fólk
Hálfur mánuður
af dagskrá
frá miðvikudegi
til þriðjudags
8 SÍÐUR 4 SÍÐUR 4 SÍÐUR
hlutfall vanskila var allt að 1% á ár-
unum 1994-1997.
Að sögn Halls Magnússonar á
gæða- og markaðssviði Íbúðalána-
sjóðs er erfitt að spá um þróun þessa
árs. Byrjunin bendi þó til að aukning
gæti orðið miðað við síðasta ár. Hall-
ur sagði umsóknir um greiðsluerfið-
leikalán sýna verri tilfelli en oft áður,
fólk væri í þeim tilfellum djúpt sokk-
ið í fjárhagsvandræði.
Af þeim 57 umsóknum sem bárust
Íbúðalánasjóði í janúar og febrúar sl.
voru langflestar af landsbyggðinni.
Eitt sveitarfélag skar sig úr, þ.e.
Vestmannaeyjar, og hefur það ekki
verið áberandi á þessu sviði áður hjá
Íbúðalánasjóði. Staða atvinnumála
þar í bæ hefur verið erfið eftir brun-
ann hjá Ísfélaginu og fleiri áföll.
FYRSTU tvo mánuði ársins bárust
Íbúðalánasjóði 57 umsóknir um
greiðsluerfiðleikalán eða frystingu
lána vegna greiðsluerfiðleika. Það
eru meira en tvöfalt fleiri umsóknir
en eftir sama tíma í fyrra þegar 28
umsóknir bárust. Heildarfjöldi um-
sókna síðustu þrjú ár er hins vegar
langtum minni en hann var á árunum
1994-1997 þegar umsóknir fóru vel
yfir eitt þúsund yfir árið.
Flestar urðu umsóknirnar árið
1995 eða 1.545 talsins. Allt árið í
fyrra bárust 233 umsóknir um
greiðsluerfiðleikalán til Íbúðalána-
sjóðs. Samkvæmt upplýsingum frá
Íbúðalánasjóði hafa heildarvanskil
ekki verið að aukast en á síðasta ári
voru um 0,3% af öllum lánum í van-
skilum hjá íbúðareigendum. Svipað
Hjá Ráðgjafastofu um fjármál
heimilanna fengust þau svör að erfitt
væri að fullyrða um stöðuna eftir
fyrstu tvo mánuði ársins. Til stof-
unnar leitaði fólk með uppsafnaðan
fjárhagsvanda síðustu ára og mál
þess endurspegluðu ekki fjármál al-
mennings í landinu. Á næstu vikum
er von á skýrslu fyrir árið 2000 og
sagði Margrét Westlund forstöðu-
maður að fyrst þá væri hægt að bera
saman þróun mála milli ára.
Umsóknir til Íbúðalánasjóðs um greiðsluerfiðleikalán
Aukning á fyrstu
mánuðum ársins
„ÉG fer í sund á hverjum degi ef
veður leyfir og syndi þá 100 metra,“
sagði Stefán Sigurðsson, fyrrver-
andi kennari, sem er 100 ára í dag.
Hann segist nýhættur að synda 150
metra og er hinn hressasti, lætur
stigann í húsinu í Hveragerði ekki
verða neinn farartálma og fer létt
með að ganga um hann.
Stefán er fæddur og uppalinn á
Reyðará í Lóni í Austur-Skaftafells-
sýslu þar sem hann ólst upp. Hann
fór í Kennaraskólann, tók próf inn á
annað kennsluár og brautskráðist
frá skólanum 1923. „Ég var fyrst
kennari í Álftafirði og síðan heima í
Lóni. Svo fór ég til Danmerkur í
íþróttaskólann í Ollerup,“ sagði
Stefán þegar hann rifjaði upp fyrri
tíma. Hann var skólastjóri í Reyk-
holti í Biskupstungum í 17 ár og
kenndi síðan í Melaskólanum í
Reykjavík.
Stefán eignaðist tvær dætur með
konu sinni, Vilborgu Ingimarsdóttur
frá Efri-Reykjum í Biskupstungum,
en hún lést 1974. Dætur þeirra eru
Þóra Ingibjörg og Anna Jórunn.
Stefán fylgist ágætlega með en
veltir pólitíkinni lítið fyrir sér. Hann
kvaðst hafa verið sósíalisti og nokk-
uð róttækur á sínum tíma og virkur í
pólitíkinni, en bróðir hans, Ásmund-
ur, var alþingismaður. Hann kvaðst
hafa ferðast nokkuð mikið um heim-
inn og sótt alþjóðaþing esperantista,
í Brasilíu, Kína, Kúbu og í Evrópu.
„Þegar við vorum á Kúbu heiðraði
Kastró okkur með nærveru sinni,“
sagði Stefán.
Stefán er nýbúinn að kaupa sér
tölvu og segist nota hana svolítið,
fær aðstoð hjá barnabarni sínu og
segist reyna að passa að gleyma
ekki því sem honum er kennt. Hann
skrifar eigin lög inn á tölvuna og
segist hafa samið 60 lög um ævina.
Svo grípur hann í píanóið og spilar
lögin sín. „Það er nú svo,“ sagði
Stefán, „að ég man nánast alla öld-
ina og það hafa orðið miklar breyt-
ingar á þessum tíma.“
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Stefán Sigurðsson í Hveragerði við nýju tölvuna sína.
Stefán Sigurðsson á aldarafmæli í dag
Syndir daglega
og notar tölvu
Selfossi. Morgunblaðið.
DÓMSMÁLARÁÐHERRA kynnti
á ríkisstjórnarfundi í gær frumvarp
til laga um erfðaefnaskrá lögregl-
unnar. Skránni er ætlað að auð-
velda lögreglu rannsókn alvarlegra
sakamála og er lagt til að eingöngu
verði heimilt að skrá upplýsingar
um erfðaefni manna sem hafi verið
fundnir sekir um brot með dómi eða
dæmdir ósakhæfir. Er ekki gengið
jafnlangt í þeim efnum og gert hef-
ur verið í ýmsum nágrannaríkjum
svo sem í Danmörku og Bretlandi.
Skráin skiptist í tvo hluta,
kennslaskrá og sporaskrá. Í minn-
isblaði vegna frumvarpsins kemur
fram að í fyrrnefndu skránni verður
heimilt að skrá upplýsingar um
erfðaefni einstaklinga sem hafa
hlotið dóm fyrir alvarleg brot gegn
ákvæðum almennra hegningarlaga,
svo sem manndráp, alvarlegar lík-
amsmeiðingar, kynferðisbrot og al-
varleg almannahættubrot. Þá sé
einnig heimilt að skrá upplýsingar
um einstaklinga sem framið hafi
brot gegn stjórnskipan ríkisins og
æðstu stjórnvöldum þess.
Í sporaskrá verða skráðar upp-
lýsingar um erfðaefni sem fengin
eru úr lífsýnum á brotavettvangi
eða finnast á mönnum eða munum
sem ætlað er að tengist broti án
þess að vitað sé frá hverjum þau
stafa. Í þeim tilfellum er ekki gerð
krafa um vissan alvarleika brots og
eru því rýmri heimildir til skrán-
ingar í sporaskrá en kennslaskrá,
að því er fram kemur í minnis-
blaðinu.
Ríkislögreglustjóri ber
ábyrgð á skránni
Samkvæmt frumvarpinu sér rík-
islögreglustjóri um skrána og ber
ábyrgð á henni í samræmi við lög
um persónuvernd og meðferð per-
sónuupplýsinga. Upplýsingar sem
skráðar hafa verið í erfðaefnisskrá
ber að tilkynna viðkomandi skrif-
lega, auk þess sem í frumvarpinu er
kveðið á um hvenær upplýsingar
eru máðar úr skránni.
Fram kemur að kostir slíkra
skráa séu margvíslegir. Möguleikar
á samanburðarrannsóknum rann-
sóknaraðila aukist með aðgengileg-
um upplýsingum. Bera megi sýni
sem finnist á brotavettvangi saman
við skrásettar upplýsingar og þann-
ig skapist möguleikar á að upplýsa
brot og hreinsa saklausa af grun.
Einnig sé hægt að bera saman sýni
af fleiri en einum brotavettvangi,
auk þess sem skráning af þessu tagi
geti haft sérstök varnaðaráhrif.
Þá kemur fram að íslenskum
stjórnvöldum stendur til boða að fá
sérstakan gagnagrunn fyrir erfða-
efnisskrárnar endurgjaldslaust á
grundvelli samkomulags við banda-
rísku alríkislögregluna.
Frumvarp um erfða-
efnaskrá lögreglu
SÍMINN mun á næstu dögum ýta
úr vör tilraunaverkefni þar sem
4.500 heimili í Reykjavík geta
fengið nettengingu í gegnum
breiðbandið. Með slíkri tengingu
verður hægt að fá allt að því 10
megabita inn á heimili við bestu
skilyrði. Breiðbandstengingin er
sögð allt að því 200 sinnum hraðari
heldur en tenging með hefðbundnu
mótaldi.
Um er að ræða fyrsta skref í átt
að gagnvirkni á breiðbandinu en
þjónustan verður aðeins í boði á
Múlasvæðinu. Hægt er að nálgast
götuskrá á simi.is, sem segir til
um hvaða götur eiga möguleika á
gagnvirkri þjónustu um breið-
bandið.
Allt að 10
megabita
tenging
200 sinnum hraðari / E3
FISKELDISMENN í Noregi hafa
keypt 200 þúsund lúðuseiði frá Ís-
landi en lúða er meðal þeirra fisk-
tegunda sem Norðmenn veðja á til
fiskeldis í framtíðinni.
Þeim sem stunda lúðueldi í Nor-
egi hefur gengið illa að framleiða
seiði til eldisins og í fyrra var
framleiðslan ekki meiri en 200 þús-
und seiði í öllu landinu. Umrædd
sending frá Íslandi tvöfaldar því
það magn en lítið framboð af seið-
um til eldis hefur helst hamlað
lúðuframleiðslunni þar í landi.
Fiskeldi Eyjafjarðar ehf., sem
seldi eldisstöðinni Marine Harvest
Rogaland seiðin, hefur gert samn-
ing til fimm ára um sölu á lúðuseið-
um til fyrirtækisins. Að sögn Ólafs
Halldórssonar, framkvæmdastjóra
Fiskeldis Eyjafjarðar, er verðmæti
samningsins á bilinu 400–450 millj-
ónir króna. Þá hefur fyrirtækið
selt lúðuseiði til kanadískrar eld-
isstöðvar sem það á helmingshlut í.
Norðmenn hyggjast gera til-
raunir með eldi á fleiri fiskteg-
undum í framtíðinni. Fiskeldisstöð-
in Rogaland Marin Senter í Kårstø
hyggst hefja byggingu fullkominn-
ar eldisstöðvar fyrir sandhverfu í
haust eða í síðasta lagi vorið 2002
og er gert ráð fyrir fjárfestingum
að verðmæti tæplega 200 milljón-
um íslenskra króna til að byrja
með.
Lúðuseiði fyrir yfir 400
milljónir kr. til Noregs
Eggert varaformaður norrænnar
nefndar um EM 2008 /C1
Stöð 2 mun sýna frá 73. Óskarsverðlaunahátíðinni þann 25. mars. Rætt er
við Gísla Martein Baldursson, einn umsjónarmanna Kastljóssins á Ríkissjónvarpinu. Matreiðslumeistarinn Siggi Hall
hefur nú unnið að dagskárgerð í um níu ár og fyrirtækið Norðurljós hefur opnað þrjár nýjar útvarpsstöðvar.
netið
UMTS
Tilraunir með notkun á þriðju kyn-
slóðar tækni hefjast á eyjunni Mön í
Írlandshafi í vor, en gert er ráð fyrir
að fyrstu löndin í Evrópu taki UMTS-
kerfið í sína þjónustu í lok ársins og
upphafi þess næsta. Þriðja
kynslóðin gefur möguleika á marg-
faldri gagnaflutningsgetu og
ýmislegri þjónustu sem ekki er
hægt að veita í GSM-kerfinu. 6
Breiðband
Síminn mun á næstu dögum gefa
um 4.500 heimilum í Reykjavík færi
á nettengingu í gegnum breiðbandið
til reynslu. Með slíkri tengingu geta
notendur fengið allt að 10 Mb/s
til sín, en breiðbandstenging er
sögð allt að því 200 sinnum hraðari
heldur en tenging með hefðbundu
mótaldi. 3
Napster
Árni Sigurðsson er framkvæmda-
stjóri Digital World Services í New
York í Bandaríkjunum, en fyrirtækið
er í eigu Bertelsmann-samsteyp-
unnar og dreifir bókum, tónlist og
kvikmyndum á stafrænu formi. Þá
vinnur DWS með netmiðlaranum
Napster. 4
a
LEIKJAFYRIRTÆKIÐ EA
SPORTS HEFUR LENGI
HAFT TÖGL OG HAGLDIR Í
ÍÞRÓTTATÖLVULEIKJUM,
EN ÞAÐ HEFUR GEFIÐ ÚT
NÝJAN KÖRFUBOLTALEIK
SEM NEFNIST NBA LIVE
2001. 8
dagskrá
AC Milan fallið úr keppni
í meistaradeildinni /C2