Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Pöntunarsími: 56 20 400 Cape Sun Inter-Continental SPENNANDI SUÐUR-AFRÍKA Páskar 8.-16. apríl - aðeins 3 vinnudagar Hefurðu áttað þig á tækifærinu? Beint, þægilegt svefnflug yfir nótt með ATLANTA Boeing 747 og þið eruð komin í sumardýrð CAPE HÉRAÐS að njóta hins fegursta í ríki náttúrunnar fyrir gjafverð! TÆKIFÆRI ÁN HLIÐSTÆÐU. ÞAÐ SAXAST Á SÆTIN: BLÓMALEIÐ A og B uppselt 90 DURBAN - Safari - uppselt 90 CAPE TOWN - fá sæti - nýtt frábært tilboð á 5* lúxusdvöl CAPE SUN INTERCONINENTAL HOTEL m. morgunv., flug, gist. kr. 114.900! Þú gætir ekki einu sinni gist á svipuðu hóteli í London fyrir það verð! EINNIG NOKKUR SÆTI VIÐSKIPTAFARR. Fyrirlestur um viðhorf kynjanna Er öldin önnur? Rannsóknastofa íkvennafræðumstendur fyrir op- inberum fyrirlestri á morgun klukkan 16.15 í Hátíðasal Háskóla Ís- lands. Þar flytur dr. Sig- rún Júlíusdóttir félags- ráðgjafi fyrirlestur sem hún nefnir: Er öldin önn- ur? Um breytt viðhorf kynjanna til foreldrasam- starfs. Dr. Sigrún var spurð hvert væri svar fræðimanna við þessari spurningu? „Það eru þrjár vísanir í spurningunni. Ein er sú augljósa að það er ný öld runnin upp samkvæmt tímatali okkar, í öðru lagi hafa orðið djúpstæðar breytingar, tæknifram- farir og upplýsingamiðlun í sam- félagi okkar, í þriðja lagi er spurningin að hvaða marki hafa orðið hugarfars- og viðhorfs- breytingar sem snerta hlutverk í fjölskyldum, viðhorfum, lífshátt- um og verkaskiptingu beggja kynja. Í fyrstu tveimur vísunun- um er svarið ótvírætt jákvætt en ég ætla í fyrirlestri mínum að glíma við spurninguna: Hafa orð- ið breytingar á hlutverkaskipan kynjanna? og þar byggi ég eink- um á lokakafla nýútkominnar bókar minnar: Fjölskyldur við aldahvörf. “ – Hefur þú rannsakað þetta efni? „Já, þetta efni hefur lengi ver- ið mér hugleikið. Bæði í mínum klínísku störfum og í rannsókn- um má sjá vísbendingar um að margt sé að breytast. Nýjustu rannsókn mína um þetta efni vann ég ásamt Nönnu K. Sigurð- ardóttur félagsráðgjafa, um samstarf foreldra eftir skilnað, sem út kom á bók núna í des- ember sl. hjá Háskólaútgáfunni undir heitinu: Áfram foreldrar. Rannsókn um sameiginlega forsjá og velferð barna við skiln- að foreldra. Þessi rannsókn er að hluta samanburðarrannsókn við rannsókn sem út kom 1995 og heitir: Barnafjölskyldur. Sam- félag – lífsgildi – mótun og var gefin út af félagsmálaráðuneyt- inu. Hún er unnin af rannsókn- arteymi í félagsvísindadeild. Að verkefninu unnu auk mín og Nönnu K. Sigurðardóttur sál- fræðingarnir Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. Í þessum tveimur rannsóknum berum við m.a. saman ákveðnar spurningar sem lúta að viðhorf- um foreldra til verkaskiptingar, uppeldissamstarfs, heilbrigði þeirra og barnanna og reynsl- unni af sameiginlegri forsjá.“ – Hver er sú reynsla? „Rannsóknin er á landsvísu og byggist á svörum 700 foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna. Svörun var mjög góð eða yfir 70% og nið- urstöður því vel marktækar. Í ljós kom að meirihluti foreldra, eða 58%, er sátt við þetta fyr- irkomulag. Hins vegar kemur fram skýr óánægja foreldranna með að mjög skorti á ráðgjöf og þjónustu í þessum efnum. Í rann- sókninni voru annars vegar krossaspurning- ar og hins vegar möguleiki á opnum svörum og kom þar fram skýr áhugi for- eldra á því að fá annars vegar meiri leiðsögn og fræðslu og hins vegar vilji til að efla samstarf sín á milli. Jafnframt kom fram all- sterk óánægja kynjanna í garð hvors annars. Konur kvarta und- an ábyrgðarleysi feðra og karlar kvarta yfir stjórnsemi mæðra. Þeir foreldrar sem sækja um smeignlega forsjá eru einkum í yngri aldurshópum, foreldra sem voru í sambúð frekar en þeir sem voru lagalega giftir, fremur þeir sem búa á Reykjavíkur- svæðinu en úti á landi, fremur þeir sem eiga aðeins eitt barn og örlítil vísbending er um að um að sé að ræða foreldra sem eru til- tölulega vel settir hvað varðar menntun og fjárhag – en þó einkum menntun. Það kemur í ljós að það er minna um tengsl- arof við afa og ömmu þegar forsjáin er sameiginleg og virðist þá sem fjölskyldurnar standi áfram saman að uppeldi og vel- ferð barnsins.“ – Þið spurðust fyrir um heilsu- far foreldra og barna? „Spurt var sérstaklega út í heilsufar foreldra í fjölmörgum atriðum og kom þá í ljós að þeg- ar á heildina er litið er heilsa for- eldranna í flestum atriðum marktækt betri þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá.“ – Er þá verið að bera saman fólk á sama aldri? „Já, við erum að bera saman annars vegar foreldra þar sem móðir fer með forsjá í yfir 90% tilvika og hins vegar sameigin- lega forsjá foreldra – um er að ræða fólk á svipuðum aldrei í báðum flokkum. Annað atriði sem einnig snertir heilsu og félagslega aðlögun og skiptir máli fyrir vel- ferð barna er neysla áfengis- og annarra vímugjafa. Í ljós kom að þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá neyta þeir minna af sterkum drykkjum en létt vín eru drukkin í sama mæli í báðum hópum. Spurt var um heilsu og líðan barnanna og gáfu foreldrar svör sem benda til þess að atriði eins og t.d. reiði, vonbrigði séu minni hjá börnunum þegar forsjá er sameiginleg.“ Sigrún Júlíusdóttir  Sigrún Júlíusdóttir fæddist í Hrísey í Eyjafirði 3. febrúar 1944. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1964 og fór til náms í félagsvísindum til Svíþjóðar þar sem hún lauk félags- ráðgjafarprófi frá háskólanum í Lundi 1970. Hún tók mast- erspróf í klínískri félags- ráðgjöf frá Michigan-háskóla 1978 og doktorsprófi frá há- skólanum í Gautaborg 1993. Hún var yfirfélagsráðgjafi á geðdeild Landspítalans til 1990 en þá varð hún lektor í félags- ráðgjöf við Háskóla Íslands og er nú prófessor þar. Sigrún er gift Þorsteini Vilhjálmssyni, prófessor við HÍ, og eiga þau samtals fimm börn. Þegar forsjá foreldra er sameiginleg eru 58% sátt við fyr- irkomulagið Hann vill ekki gefa upp neitt erindi, frú borgarstjóri. Hann segist bara vera í óvissuferð. Laxamýri - Mislitu sauðfé hefur far- ið fækkandi á undanförnum árum enda hefur verð á mislitri ull verið mun lægra en á hvítri. Á mörgum bæjum, þar sem áður var mikið mislitt, má heita að hjarðir séu orðnar alhvítar. Einkum á þetta við um sauðfé hjá bændum sem hafa aðaltekjur sínar af sauðfjárrækt enda skiptir ullarverðið miklu máli ef um stóran hóp er að ræða. Hildigunnur Jónsdóttir, bóndi í Lyngbrekku í Reykjadal, er undan- tekning frá þessu en hún lætur lágt ullarverð engin áhrif hafa á áhuga- mál sitt. Hún safnar mislitu sauðfé og á hvað flest litaafbrigði í hjörð sinni af þingeyskum fjárbændum. Hún á mjög mikið af almórauðu fé og flest er það mislitt fyrir utan nokkuð af hvítu. Þá má nefna grá- flekkótt, móflekkótt, svartflekkótt, grábotnótt, móbotnótt og svartbot- nótt. Auk þessa á hún mógoltótt, al- grátt, svartkápótt, grákrúnótt, mókrúnótt og svartkrúnótt. Þá er í litaflórunni gráhosótt, móhosótt, svarthosótt, grábíldótt, móbíldótt, svartbíldótt og mógoltótt. Einnig á hún höttótt, doppótt og hálsótt. Hildigunnur hefur mikinn áhuga á litaafbrigðum í sauðfé og segir að mörgum þessum litum hafi fækkað í landinu. Töluverð eftirspurn er er- lendis frá eftir mórauðu fé en vegna aðstæðna í dag er útflutningur ekki leyfður. Safnar mislitu sauðfé Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hildigunnur Jónsdóttir með eina af mókrúnóttu ánum. Á NÝAFSTÖÐNU Búnaðarþingi var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að nauðsynlegt verði fyrir ferðaþjónustubændur að geta selt afurðir til neyslu á búum sínum. Lagt var til að stofnaður yrði starfs- hópur til að vinna að framgangi málsins og var stjórn Bændasamtak- anna falið að hafa um það forgöngu í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda. Í greinargerð með ályktuninni kemur fram að í nálægum löndum, þar sem bændur stunda ferðaþjón- ustu, er algengt og „jafnvel stolt hvers bónda að selja afurðir búa sinna gestum þeim er þjónustu kaupa. Eðlilegt verður að teljast að sömu möguleikar og sömu reglur gildi hér á landi og í nágrannalönd- unum um þetta efni. Hér ætti að vera tækifæri til að kynna og halda á lofti þjóðlegri matarhefð.“ Vilja fá að selja eigin afurðir Ferðaþjónustubændur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.