Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 9
LÖGREGLAN í Kópavogi stöðvaði
fimm ökumenn í gærmorgun vegna
hraðaksturs við Smáraskóla í Kópa-
vogi. Tveir þessara ökumanna óku
það greitt að þeir munu missa öku-
réttindi sín vegna hraðaksturs.
Annar þeirra var með útrunnið
ökuskírteini en ellefu ár voru liðin
frá því það féll úr gildi.
Hraðakstur
við skóla
HÚSNÆÐI Stjörnubíós við Lauga-
veg í Reykjavík er til sölu en bíó-
reksturinn verður fluttur í Smárann
í haust. Verðhugmynd er 150 millj-
ónir króna en bíósalirnir eru alls
nærri 1.000 fermetrar.
Ragnar Birgisson, framkvæmda-
stjóri Skífunnar, sem á Stjörnubíó
og Regnbogann, segir að 10. október
í haust sé ráðgert að opna nýtt bíó í
Smáranum og verði það með fimm
sölum. Fjórir salir eru í Regnbog-
anum en í Stjörnubíói hafa verið
tveir salir. Ragnar segir þróunina í
rekstri kvikmyndahúsa þannig að
nauðsynlegt sé að hafa marga sali og
geta boðið upp á næg bílastæði.
Nýtt kvikmyndahús
byggt í Smáranum
Hann segir að rekstur kvik-
myndahúsa sé að færast inn í versl-
unarmiðstöðvar og því hafi orðið að
ráði fyrir nokkru að byggja nýtt bíó í
Smáranum. Hann segir ýmsa mögu-
leika fyrir hendi í notkun húsnæðis
Stjörnubíós og ekki síst með aðliggj-
andi lóðum sem gefi ýmsa möguleika
varðandi nýbyggingar og breytingar
á sjálfu kvikmyndahúsinu.
Fasteignasalan Fasteignamark-
aðurinn annast sölu húsnæðisins og
segir Þorlákur Einarsson sölumaður
að hugsanlegt sé að breyta því í
verslunarhúsnæði og að með ný-
byggingum sé hugsanlegt að nýta
lóðirnar fyrir atvinnurekstur með
íbúðum á efri hæðum. Stjörnubíó
var reist árið 1948 á lóðinni á Lauga-
vegi 94 og er aðalsalurinn um 850
fermetrar. Minni salurinn, sem er
nokkurra ára gamall, er um 130 fer-
metrar. Þá tilheyrir húsnæðinu
gamalt hús á lóðinni nr. 92 sem er
friðað.
Húsnæði
Stjörnubíós
til sölu BISKUP Íslands, hr. Karl Sigur-
björnsson, sækir Árnesprófasts-
dæmi heim dagana 21. mars til 6.
apríl. Dagskrá heimsóknarinnar er
þétt og mun biskup meðal annars
sitja níu fundi með prestum, 23 fundi
með sóknarnefndum, fara í 16 skóla-
heimsóknir, heimsækja tólf stofnan-
ir og vinnustaði og taka þátt í 29
kirkjulegum athöfnum.
Yfirferð um biskupa sem frá fornu
fari kallast vísitasíur eru meðal emb-
ættisverka biskupa. Í þeim ræðir
biskup við prófasta og presta en hitt-
ir auk þess sóknarnefndir og starfs-
fólk kirknanna. Á þessum ferðum
reynir biskup að fá sem gleggsta
mynd af staðháttum og kynnast
sóknarbörnum prófastsdæmisins. Á
ferð sinni um Árnesprófastsdæmi
mun biskup meðal annars heim-
sækja Litla-Hraun, Fiskvinnsluna í
Þorlákshöfn, Rannsóknarmiðstöð
HÍ í jarðskjálftaverkfræði, sjúkra-
hús og elliheimili, Sólheima í Gríms-
nesi, auk grunnskóla og framhalds-
skóla.
Vísitasían hefst með messu í
Strandarkirkju miðvikudaginn 21.
mars kl. 20 og lýkur í Skálholti föstu-
daginn 6. apríl þar sem biskup tekur
þátt í Kyrrðardögum presta.
Í fylgd með biskupi Íslands verða
eiginkona hans, Kristín Guðjóns-
dóttir, og prófastur Árnesprófasts-
dæmis, séra Úlfar Guðmundsson.
Biskup vísiterar
Árnesprófastsdæmi
♦ ♦ ♦
ATVINNA mbl.is
Gallafötin komin!
Bermúdabuxur - vesti
skyrtur - pils
kjólar - jakkar
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Endurtekin vegna fjölda áskoranna.
6. apríl
ABBA-sýning
D.J. Páll Óskar í diskótekinu,
ásamt Lúdó sextett og Stefán
í Ásbyrgi
30. mars Queen-sýning
RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI
Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11-19.
Sími 533 1100 • Fax 533 1110
Fjölbreytt úrval matseðla.
Stórir og litlir veislusalir.
Borðbúnaður-og dúkaleiga.
Veitum persónulega ráðgjöf
við undirbúning.
Hafið samband við
Guðrúnu, Jönu eða Ingólf.
Framundan á Einstakar
skemmtanir
Veffang: www.broadway.is • E-mail: broadway@broadway.is
NÆSTA SÝNING FÖSTUDAGINN 23. MARS
Einhver magnaðasta sýning sem sett hefur verið
á svið á Broadway. Eiríkur Hauksson kemur
frá Osló í hverja sýningu og syngur
Freddie Mercury.
Landslið Íslenskra hljóðfæraleikara kemur við sögu og flytur
allra vinsælustu lög hljómsveitarinnar frá upphafi til vorra daga.
Rokksýning allra tíma á Íslandi !
Hljómsveitarstjóri: Gunnar Þórðarson.
Dansstjórn: Jóhann Örn. - Leikstjórn: Egill Eðvarðsson.
Einkasamkvæmi
- með glæsibrag
SKEMMTUN 24. MARS
Árshátíðir, ráðstefnur, fundir, vöru-
kynningar og starfsmannapartý
Endurtekin vegna fjölda áskoranna.
Frábærir söngvarar!
Sýning 6. apríl
Sýning 21. apríl
KristjánGíslason túlkar
Cliff Richard
SHADOWS
íslenskir gítarsnillingar leika
Nights on Broadway
Geir Ólafsson og Big Band
SHADOWS-sýning
Hljómsveitin Stormar leikur
fyrir dansi og diskótek í Ásbyrgi
LANDSLAGIÐ
-söngvakeppni Bylgjunnar
Milljónamæringarnir leika fyrir dansi
Queen-sýning
D.J. Páll Óskar í diskótekinu
28. apríl Queen-sýning
D.J. Páll Óskar í diskótekinu,
ásamt Lúdó sextett og Stefán í Ásbyrgi
Karlakórinn HEIMIR
Queen-sýning
Fegurðardrottning Reykjavíkur
Hljómsveit Geirmundar
Valtýssonar leikur fyrir dansi
D.J. Páll Óskar í diskótekinu,
ásamt Lúdó sextett og Stefán
í Ásbyrgi
D.J. Páll Óskar í diskótekinu
23. mars
24. mars
14. apríl
18. apríl
20. apríl
21. apríl
27. apríl
Hljómsveitin
Lúdó sextett og
Stefán leikur fyrir
dansi í Ásbyrgi
23.Mars
D.J. Páll
Óskar í
diskótekinu
föstudaginn
23.Mars
HEIMIR
og Álftagerðisbræður og Jóhannes Kristjánsson,
eftirherma, skemmta.
Hljómsveit Geirmundar
Valtýssonar leikur fyrir
dansi á eftir.
Missið ekki af þessari frábæru sýningu!
Landsins bestu söngvarar og hljóðfæraleikarar
Alltaf eitthvað - fyrir alla!
Karlakórinn
Eiðistorgi 13,
2. hæð yfir torginu,
sími 552 3970.
Opið virka daga kl. 12–18, lau. kl. 11–14.
Nýtt kortatímabil
Buxnadagar til 24. mars
20-40% afsláttur,
stærðir 38-50
Kíktu á verðið!
Ef varan
fæst ekki í
búðinni þá
færðu hana
úr pöntunar-
listunum.
Listarnir á
1/2 virði núna
Austurhrauni 2, Gbæ., Hf.
sími 555 2866