Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRNI Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, var málshefjandi í umræðunni, en til and-
svara var flokksbróðir hans Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra. Ekki verður beinlínis sagt
að ágreiningur hafi verið þeirra í millum um
þessi mál, þar eð báðir sögðu Reykjavíkurflug-
völl gríðarlega mikilvægan fyrir landsbyggðina
og ferðaþjónustu í landinu. Undir lok umræð-
unnar sagðist Árni Johnsen ekki hafa á tuttugu
ára þingferli tekið þátt í jafn einróma utandag-
skrárumræðu um nokkurt mál.
Árni, sem er jafnframt formaður samgöngu-
nefndar Alþingis, sagði við upphaf umræðunnar
að fyrirhuguð kosning um hvort flugvöllurinn
eigi að vera eða fara eftir árið 2016 yrði ekki til
að auka vinarþel milli höfuðborgar og lands-
byggðar. Hann sagði deiluna um flugvöllinn
snúast um peninga og fólk; stillt væri upp verði
á ákveðnum landskika og það látið ráða ferð-
inni. Árni benti á að 460 þúsund farþegar færu
um Reykjavíkurflugvöll á ári, þar af væru að-
eins um 10% erlendir ferðamenn. Reykjavík
hefði stórkostlegar tekjur af vellinum og 6-7
þúsund störf tengdust honum beint og óbeint.
Kosningin stuðlar
ekki að vinarþeli
„Sú kosning sem stendur fyrir dyrum hjá
Reykjavíkurborg er ekki til þess fallin að stuðla
að vinarþeli meðal landsmanna í heild, hvorki
landsbyggðarmanna eða höfuðborgarbúa,“
sagði Árni og benti á það forskot sem Reykja-
víkurborg hefði fengið á landsbyggðina vegna
ýmissa fjárfestinga samfélagsins, s.s. í menn-
ingarstofnunum og sjúkrahúsum. Sagði hann
að ekki ætti að þurfa að deila um stöðu og
skyldu höfuðborgarinnar og íbúa hennar og af
þeim sökum væri hjákátlegt að taka nú upp
kosningu um framtíð flugvallarins.
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, sagði
að með atkvæðagreiðslunni næstkomandi laug-
ardag væri ekki aðeins verið að kjósa um fram-
tíð flugvallarins, heldur einnig framtíð og fram-
vindu innanlandsflugs á Íslandi. Benti
ráðherrann á að á næsta ári yrði að mestu lokið
við endurbætur á Reykjavíkurflugvelli, en þær
hefðu átt sér langan aðdraganda.
Vísaði hann m.a. til bréfaskipta borgarstjóra
og þáverandi samgönguráðherra, Halldórs
Blöndals, árið 1996 þar sem samgönguráðu-
neytið hefði áður en framkvæmdir við endur-
bæturnar hófust kallað eftir upplýsingum frá
borgaryfirvöldum um hvort uppi væru nokkur
áform um annað en að standa við aðalskipulag
borgarinnar um að framtíð innanlandsflugsins
yrði áfram á Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýr-
inni. Í svarbréfi borgarstjóra hefði verið stað-
fest að í endurskipulagningu aðalskipulags væri
ekki gert ráð fyrir breytingum í þessum efnum.
Miðað að því að auka rými fyrir
íbúðabyggð og atvinnustarfsemi
Sagði hann að öll áform samgönguyfirvalda
um framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli mið-
uðu að því að auka rými fyrir íbúðabyggð og at-
vinnustarfsemi á svæðinu en um leið að styrkja
atvinnulíf í höfuðborginni í sessi með því að
treysta stoðir innanlandsflugsins og ferðaþjón-
ustunnar í landinu.
Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylk-
ingarinnar sagði afar brýnt að allir landsmenn
gerðu sér grein fyrir því, að þótt meirihluti
Reykvíkinga kysi á laugardag að flugvöllurinn
færi úr Vatnsmýrinni þýddi það ekki að innan-
landsflugið yrði fært til Keflavíkur, eins og
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefði
hótað með óskammfeilni, eins og hún orðaði
það. Að 16 árum liðnum kynni einhver staðsetn-
ing, sem nú lægi ekki í augum uppi, að verða
hagkvæmari og það væri lýðræðislegt að íbúar
fengju að hafa áhrif á byggðaþróun í sínu bæj-
arfélagi.
Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri
grænna, sagði að umræða um skipulagsmál
hefði oft einkennst af sleggjudómum og umræð-
an um Reykjavíkurflugvöll væri því miður kom-
in í sama farið. Sagði Kolbrún þjóðina hafa
klúðrað tækifæri sem gefist hefði til að taka upp
glaðlega og bjartsýna umræðu um skipulags-
mál höfuðborgarinnar. Kenndi hún samgöngu-
ráðherra um og sagði hann hafa heft sköpunar-
mátt umræðunnar með einstökum
þvergirðingshætti. „Eina ráðið er að láta sem
við hvorki sjáum né heyrum í samgönguráð-
herra,“ sagði Kolbrún og benti á að á sínum
tíma hefði 450 manna þorp þurft að víkja fyrir
flugvellinum. Þá hefðu íbúar ekki verið spurðir.
Því væri tímabært að spyrja íbúana nú og raun-
ar til fyrirmyndar.
Aðrir þingmenn sem tóku til máls voru á einu
máli um mikilvægi þess að Reykjavíkurflugvöll-
ur yrði áfram í Vatnsmýrinni. Guðmundur Hall-
varðsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði t.d.
að Reykvíkinga skiptu miklu máli þau störf sem
flugvellinum tengdust og efnahagsleg áhrif af
honum. Hann sagði að með sameiginlegu átaki
Flugmálastjórnar og borgaryfirvalda væri auð-
velt að laga flugvöllinn að borginni og efla þann-
ig höfuðborgina.
Kristján L. Möller þingmaður Samfylking-
arinnar sagðist vonast til að Reykvíkingar sam-
þykktu að hýsa flugvöllinn áfram en jafnframt
yrði að taka tillit til óska borgaryfirvalda um
aukið landrými. Hann sagði að með tilliti til ná-
lægðar við sjúkrahúsin lægi í augum uppi að
flugvöllurinn væri best staðsettur þar sem hann
er nú. „Landsbyggðin þarf sterka og öfluga höf-
uðborg og höfuðborgin þarf sterka og öfluga
landsbyggð,“ sagði Kristján.
Ísólfur Gylfi Pálmason þingmaður Fram-
sóknarflokksins sagðist vonast til að Reykvík-
ingar greiddu atkvæði um að hafa fluvöllinn þar
sem hann er nú. Undir það tók flokksbróðir
hans Jón Kristjánsson. Tómas Ingi Olrich þing-
maður Sjálfstæðisflokks sagði að ef innanlands-
flugið yrði flutt til Keflavíkur væri samgöngu-
málum þjóðarinnar stefnt marga áratugi aftur í
tímann. Það þýddi versnandi flugsamgöngur
sem myndu gengisfella Reykjavík sem þjón-
ustumiðstöð fyrir landið.
Undir lok umræðunnar sagðist samgöngu-
ráðherra ekki hafa gert annað í þessu máli en
sinna því hlutverki sínu að framkvæma ákvarð-
anir sem Alþingi sjálft hefði tekið í flugmála-
áætlunum. Það væri niðurstaða sín eftir um-
ræðuna að þjóðin ætti að taka höndum saman á
þeim nótum, sem hann hefði áður lagt til, að ná
fram sátt um nýtt og endurskipulagt flugvall-
arsvæði í Vatnsmýrinni með meira rými og
betra umhverfi.
Segir kosið um
framtíð innanlands-
flugs hér á landi
Þingmenn landsbyggðarinnar voru áberandi í umræðu
utan dagskrár um framtíð Reykjavíkurflugvallar á Al-
þingi í gær. Flestir lögðu þunga áherslu á að völlurinn
yrði áfram í Vatnsmýrinni, en þó fögnuðu sumir
atkvæðagreiðslu um þessi mál.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar
GUÐRÚN Ögmundsdóttir, sem var
málshefjandi umræðunnar, sagðist
ekki vilja gera efni dómsins sem slíkt
að umtalsefni, því ekki skuli deilt við
dómarann. Í þessu máli hafi lýsingar
barnsins, sem studdar voru öðrum
sönnunargögnum og sérfræðiálitum,
ekki verið tekin gild og slíkur dómur
gefi tilefni til að endurskoða þau lög
sem um meðferð þessara mála gilda í
því skyni að tryggja réttarstöðu
barna. Hins vegar minnti hún á að
sýknudómum sé sjaldan áfrýjað til
Hæstaréttar, enda þótt hún telji
fulla ástæðu til þess í umræddu til-
felli.
„Það er heldur ekki hjá því komist
að hugsa um sönnunarbyrði og sönn-
unargögn þegar kynferðisbrotamál
eru annars vegar. Hafa þær ekkert
að segja? Dugar bara að segja nei
þegar í dóminn er komið?“ spurði
hún.
Guðrún taldi jafnræðis ekki gætt
við málsmeðferð þegar sum börn eru
yfirheyrð í Barnahúsi en önnur í
dómsal. „Bæði börnin eru sex ára,
annað úr austurbæ hitt úr Vesturbæ.
Ekki getur þetta snúist um að sum
börn séu heppin en önnur óheppin,
allt eftir hvoru megin hryggjar þau
lenda í yfirheyrslum,“ sagði hún og
benti á að þetta væru afar svipuð
mál, sama sorgin, sama reynslan.
Jafnræðisregla stjórnarskrárinnar
hljóti líka að ná til þessara barna.
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra vísaði til þess í máli sínu að
1. maí 1999 hefðu gengið í gildi laga-
breytingar um skýrslutökur af börn-
um í kynferðisbrotamálum. Eftir
setningu laganna hafi skýrslutökur
farið fram bæði í Barnahúsi og í hús-
næði Héraðsdóms Reykjavíkur, þar
sem sérstaklega hefur verið innrétt-
að húsnæði sem vel henti í slíkum til-
vikum. Stefnt sé að því að slíkt hús-
mæði verði einnig innréttað við aðra
héraðsdómstóla.
Nefndi hún að skiptar skoðanir
hafi verið um hvort húsnæðið henti
betur og megi segja að dómurum
hafi sýnst eitt um það en aðstand-
endum Barnahússins annað. Reynd-
in hafi orðið sú að hvort tveggja hús-
næðið var notað og fyrstu fimmtán
mánuðina frá því lögin tóku gildi hafi
verið teknar 111 skýrslur af börnum
fyrir dómi sem meintum brotaþolum
í kynferðisbrotamálum. Skýrslu-
taka, einkum af yngri börnum, fór þá
fram 60 sinnum í Barnahúsinu en 51
sinni, einkum af eldri börnum, í hús-
næði dómstóla.
Upplýsti dómsmálaráðherra að
bæði hún og félagsmálaráðherra hafi
komið að málinu og einnig formaður
dómstólaráðs og niðurstaðan hafi
orðið vinnureglur dómstóla í lok
september, þar sem gert sé ráð fyrir
notkun Barnahúss.
Dómsmálaráðherra sagðist vera
sammála málshefjanda um það að
kynferðisafbrotamál gegn börnum
væru viðkvæm og vandmeðfarin
mál. „Það er ákaflega mikilvægt að
gætt sé hagsmuna barna, ekki síst í
kynferðisbrotamálum,“ sagði hún.
Mætti ekki í héraðsdómi þrátt
fyrir úrskurð Hæstaréttar
„Ágreiningurinn um ágæti
skýrslutökuaðstöðu varð til þess að í
því máli sem verið hefur í fréttum nú
síðustu daga var 8. september sl.
kveðinn upp úrskurður í Héraðs-
dómi Reykjavíkur gegn andmælum
réttargæslumanns barnsins að
skýrslutaka af því skyldi fara fram í
húsnæði Héraðsdóms en ekki í
Barnahúsi eins og réttargæslumað-
urinn vildi. Var sá úrskurður stað-
festur í Hæstarétti eins og fram
kemur í umræddu máli lauk ekki
deilunni um skýrslutökustað. Barnið
mætti ekki í héraðsdómi til skýrslu-
gjafar og dómurinn vildi ekki nota
aðstöðuna í Barnahúsi í þessu máli.
Ég vil taka það fram að embætti lög-
reglustjórans í Reykjavík átti á þess-
um tíma fund með foreldrum barns-
ins, sem við sögu kemur í málinu, og
réttargæslumanni þess og skýrði
þar fyrir þeim afleiðingar þess ef
neitað yrði að barnið mætti til
skýrslutöku í húsnæði Héraðsdóms
Reykjavíkur. Einnig var höfð milli-
ganga um að þau hittu dómarann og
skoðuðu húsnæði dómstólsins sem
útbúið er sérstaklega í þessu skyni.
Engu að síður varð niðurstaðan sú
sem fram kemur í dómnum.“
Sólveig sagði að fimm kynferðis-
brotamál af þessu tagi hefðu komið
upp á þessu ári og skýrslutaka í þeim
öllum hafi farið fram í Barnahúsinu.
Aðdragandi dómsins eldri
en samþykkt dómstólaráðs
„Sá dómur sem er kveikjan að
þessari umræðu á sér aðdraganda
sem er eldri en samþykkt dómstóla-
ráðs. Þetta er héraðsdómur sem ef
til vill verður áfrýjað en ég hvorki
get né vil meta meginefni hans, sekt
eða sakleysi þess sem sökum er bor-
inn,“ sagði hún og bætti því við að
hún vilji trúa því að sú deila um notk-
un Barnahússins sem komi fram í
dóminum muni ekki endurtaka sig í
síðari málum af svipuðu tagi. Hún
sagðist telja að samnýta eigi aðstöðu
og sérfræðiþekkingu þar sem því
verði við komið en það virðist nú
vera gert og því væri hún treg til að
trúa því að um slíkt þurfi beinlínis að
mæla fyrir með sérstakri lagasetn-
ingu. Hins vegar benti hún á að
heildarendurskoðun standi yfir á
lögunum um meðferð opinberra
mála og rétt sé að skoða málið í því
samhengi.
„Það er auðvitað fyrir öllu að
menn leggist á eitt um að tryggja
hagsmuni og velferð barnanna og að
friður ríki í þessum málum. Réttar-
staða barna þarf að vera trygg og ég
trúi því að hún sé það í þessu landi,“
bætti hún við.
Þeir þingmenn aðrir sem tóku þátt
í umræðunni lýstu allir yfir áhyggj-
um sínum af málinu en fögnuðu um
leið þeirri þróun sem orðið hefur að
undanförnu með aukinni notkun
Barnahúss til skýrslutöku. Meðal
þeirra var Páll Pétursson félags-
málaráðherra sem sagði þó sorglegt
að héraðsdómarar hafi ekki nýtt sér
aðstöðu barnahúss í enn meira mæli.
Hann lagði áherslu á að fyrrgreint
mál hafi komið upp áður er hann og
dómsmálaráðherra funduðu með
dómsmálaráði. „Eftir fundinn hefur
notkun Barnahúss stóraukist og þar
eru nú 35 börn í meðferð,“ sagði
hann.
Ráðherra upplýsti einnig að hann
hefði látið kanna það sérstaklega að
sá héraðsdómari sem kvað upp dóm í
fyrrgreindu máli hafi hins vegar
aldrei sett dómþing í Barnahúsi.
Ögmundur Jónasson, Vinstri-
grænum, benti á að í umræddu máli
hefði barnið ekki komið fyrir héraðs-
dóm að ráði barnayfirvalda og verj-
andi ákærða hefði ekki gert athuga-
semdir við það. Samt sem áður sé
ekki tekið tillit til framburðar barns
en neitun ákærða tekin til greina
þótt hann hafi áður við yfirheyrslu
játað á sig ósæmilega hegðun.
„Það er sorglegra en tárum taki að
ekki sé tekin gild skýrsla sem tekin
er í Barnahúsi til að nota í málflutn-
ingi vegna ákærumáls þar sem korn-
ungt barn á í hlut,“ sagði hann.
Nýting Barnahúss
hefur stóraukist
Guðrún Ögmundsdóttir
og Jóhann Ársælsson.
Skýrslutökur af börnum vegna kynferð-
isbrota voru ræddar utan dagskrár á Al-
þingi í gær. Tilefni umræðnanna var nýleg-
ur sýknudómur héraðsdóms yfir karlmanni
er sakaður var um kynferðisbrot gegn
ungri stjúpdóttur sinni.
Sólveig Pétursdóttir
og Páll Pétursson.