Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 14
FRÉTTIR 14 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMBAND íslenskra bankamanna rekur nú mál fyrir hönd 12 starfs- manna Byggðastofnunar í Reykja- vík, sem sagt hefur verið uppp störfum, þar sem þeir óska eftir að flytja ekki með stofnuninni til Sauðárkróks. Aðalkrafan í málinu er að þeir fái að fara beint á eft- irlaun og til vara er þess krafist að þeim verði úrskurðuð biðlaun en með því yrði þeim tryggð áfram- haldandi aðild að Lífeyrissjóði rík- isstarfsmanna. Hópurinn sem málið er rekið fyrir er 12 manna og þar af eru 10 konur sem unnið hafa hjá Byggða- stofnun og fyrirrennara hennar, Framkvæmdastofnun í 25 til 32 ár. Þessum hópi hefur verið sagt upp með fresti út maí. Einn hefur sam- þykkt flutning norður og einn hef- ur fengið starf í Seðlabankanum. Friðbert Pálsson, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir konurnar í hópnum á aldri frá tæplega fimmtugu til nærri sextugs. Hann segir því mjög mik- ilvægt fyrir þær hvernig lífeyr- isréttindi þeirra verði skipað. „Ef ekki er viðurkennt að starf þeirra sé lagt niður ná þær ekki frekari réttindum í lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins. Ef hins vegar það er viðurkennt að starfið sé lagt niður geta þær áfram greitt í líf- eyrissjóðinn og fá áfram bak- ábyrgð ríkisins þó að þær kjósi að fara í starf í einkageiranum. Þess vegna er mikilvægt að fá þetta við- urkennt.“ Friðbert sagði að þegar Húsnæðisstofnun var breytt í Íbúðalánasjóð hefðu biðlaun verið greidd, í tilviki nokkurra starfs- manna hjá Landmælingum, sem fluttar voru frá Reykjavík til Akraness, hefði ígildi biðlauna ver- ið greitt og starfsmönnum Jafn- réttisstofu sem ekki vildu flytjast með henni til Akureyrar hefðu verið greidd biðlaun. Allar aðrar leiðir reyndar Friðbert segir aðalkröfuna byggða á fjórðu málsgrein 20. greinar stjórnarskrárinnar, á rétti sem embættismenn gátu nýtt sér að fara fremur á eftirlaun en flytj- ast milli byggðarlaga ef slíkt stóð fyrir dyrum varðandi embætti þeirra. „Þetta er aðalkrafa okkar og það er ekki lengra síðan en 1998 að slíkur úrskurður var kveð- inn upp,“ segir Friðbert. Varakröf- una segir hann að viðurkennt verði fyrir dómi að flutningur Byggða- stofnunar frá Reykjavík til Sauð- árkróks jafngildi því að störfin í Reykjavík verði lögð niður og seg- ir hann þar byggt á 34. grein laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins um biðlauna- rétt. Friðbert sagði að allar leiðir hefðu verið reyndar áður en ákveðið var að höfða mál, bréfa- skriftir við ráðuneyti og stjórn Byggðastofnunar. Í málinu nú er þremur aðilum stefnt, þ.e. fjár- málaráðherra fyrir hönd fjármála- ráðuneytis, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra fyrir hönd ráðuneytisisns og formanni Byggðastofnunar. Málið var lagt fram í byrjun febrú- ar og fékk ríkislögmaður átta vikna frest til að undirbúa máls- vörn. Samband íslenskra bankamanna höfðar mál fyrir hönd 12 starfsmanna Byggðastofnunar Starfsmenn fari beint á eftirlaun ÍSLENDINGAR hafa gefið 500 bókapakka með Íslendingasög- unum til skóla í Kanada og var fyrsti pakkinn afhentur íslenska bókasafninu í Manitobaháskóla í Winnipeg fyrir skömmu og næst var röðin komin að framhaldsskól- anum í Árborg í Manitoba. Davíð Gíslason, formaður Esju- deildar Þjóðræknisfélagsins af- henti gjöfina í Árborg að við- stöddum öllum nemendum og kennurum skólans en Maurice Saltel, skólastjóri, veitti henni við- töku. Íslenska þjóðin gaf þessar bæk- ur í fyrra í tilefni af komu Leifs Eiríkssonar til Norður-Ameríku fyrir 1000 árum. Davíð greindi frá gjöfinni og gat þess að hún væri studd af fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og íslensku ríkisstjórn- inni, en bækurnar eru á ensku og gefnar út af bókaútgáfunni Leifi Eiríkssyni. Í máli Davíðs kom fram hvernig sögurnar urðu til, hvernig þær geymdust og hvaða þýðingu þær hefðu fyrir íslenskt samfélag. Hann sagði frá brunanum í Kaup- mannahöfn og heimkomu handrit- anna og sýndi krökkunum Skarðs- bók. „Þetta er dýrmætasti fjársjóður Íslands,“ sagði hann þegar hann afhenti skólastjór- anum bækurnar. Maurice Saltel þakkaði höfð- inglega gjöf og bar fyrir kveðjur til gefenda á Íslandi. Hann sagði að miklu máli skipti fyrir skólann að eiga þessar bækur og að þær myndu gegna veigamiklu hlut- verki á árlegum sýningum skólans. Bókagjöf til Árborgar Dýrmætasti fjársjóðurinn Winnipeg. Morgunblaðið. FYRIRTÆKIÐ Augun okkar ehf., sem er deild innan Baugs hf., hyggst hlíta úrskurði samkeppnis- ráðs um að hætta að nota nafnið Gleraugnabúðin með eða án end- ingarinnar .is á gleraugnaverslanir sínar sem reknar eru í Hagkaupi í Skeifunni og Nýkaupi í Kringlunni. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær fóru samkeppnisyf- irvöld fram á það við Augun okkar að fyrirtækið hætti að nota nafnið Gleraugnabúðin í tengslum við rekstur verslana sinna þar sem nafnið hefur verið skráð í firmaskrá frá árinu 1965 vegna samnefndrar verslunar við Laugaveginn. Þá úrskurðaði ráðið að fyrirtækið hefði ekki rétt til að nota nafnið með endingunni .is þrátt fyrir að hafa tekið á leigu lén hjá Intís með sama nafni þar sem það hugðist starfrækja gleraugnaverslun á Net- inu. Var Augunum okkar gefinn frestur til næsta föstudags til að láta af notkun nafnsins ella greiða 50 þúsund króna dagsektir. Almennt kennileiti Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Augnanna okkar, segist undrast úrskurðinn mjög. „Þetta er afskaplega einhliða úr- skurður og okkur finnst einkenni- legt að hægt sé að festa svona al- mennt orð í íslensku máli, orð á borð við fiskbúð eða apótek. Við teljum að það sé ómögulegt að eigna sér svona almennt kennileiti fyrir hönd einhvers ákveðins rekst- urs og mér skilst að í dag sé ekki hægt að skrá slík heiti í firmaskrá.“ Þá er Gunnar afar ósáttur við að ekki hafi heldur fengist leyfi fyrir að nota nafnið með endingunni .is þrátt fyrir að fyrirtækið væri með samnefnt lén á sínum snærum. „Þannig að við teljum svolítið stigið á okkar tær í þessu máli,“ segir hann. Að sögn Gunnars var orðið gler- augnabúðin besta aðferðin til að að- greina gleraugnaverslanirnar. „Hugmyndin var að verslanirnar væru einfaldlega Gleraugnabúðin í Nýkaup og Gleraugnabúðin í Hag- kaup á sama hátt og gert er með apótekið sem er rekið þarna við hliðina á. Það heitir einfaldlega Apótekið eins og sjoppan heitir bara Sjoppan.“ Gunnar segir mjög óeðlilegt að þetta skuli ekki vera leyfilegt en segir að fyrirtækið muni hlíta úr- skurðinum og finna nýtt nafn á verslanirnar, sem kynnt verður á næstu dögum. „Teljum að stigið sé á tær okkar “ Framkvæmdastjóri Augnanna okkar FRAMKVÆMDUM við breytingar á Radisson SAS Hótel Sögu er lokið. Breytingarnar taka til gesta- móttöku, veitingastaðar og Mím- isbars sem eru á jarðhæð hótelsins. Í gestamóttöku hafa sérstakar innritunareyjar verið teknar í notk- un en þær eru eitt af sérkennum Radisson SAS-hótela víða um heim. Þá hefur veitingastaðurinn Skrúður verið stækkaður auk þess sem Mím- isbar hefur verið gjörbreytt. Meðal nýjunga þar er koníaksstofa sem einkum er ætluð gestum Grillsins. Á sunnudag verður opið hús í hót- elinu frá klukkan 14-18 þar sem gestir og gangandi geta virt fyrir sér breytingarnar. Morgunblaðið/Jim Smart Hótel Saga fær nýjan svip BÚNAÐARÞING fjallaði um vegagirðingar og aðgerðir til að draga úr slysahættu á þjóðveg- um þar sem búfé á í hlut. Sam- þykkt var áskorun á ríkis- stjórnina að beita sér nú þegar fyrir breytingum á lögum og reglugerðum þannig að allur stofn- og viðhaldskostnaður við vegagirðingar verði alfarið á hendi veghaldara, í flestum til- vikum Vegagerðarinnar. Samstarf við lögreglu og sveitarfélög Að mati fulltrúa á Búnaðar- þingi er það eðlilegt og sann- gjarnt að öll mannvirki, þar með taldar merkingar og und- irgöng, sem gerð eru til að friða vegsvæði, verði meðtalin í stofn- og viðhaldskostnaði þjóðvega og því fjármögnuð af ríkissjóði. Vegagerðinni verði þá falin öll samræming og um- sjón framkvæmda. Þá leggur Búnaðarþing til að reglubundnu eftirliti með lausagöngufénaði á vegsvæð- um verði komið á í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög og lög- reglu. Skorað á stjórnvöld að breyta lögum Viðhald vegagirðinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.