Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VÍMUEFNANEYSLA 10.
bekkinga hefur minnkað
töluvert á síðustu tveimur
árum, samkvæmt niðurstöð-
um könnunar Rannsóknar
og greiningar ehf. Hera
Hallbera Björnsdóttir,
félagsfræðingur hjá Rann-
sóknum og greiningu, sagði
að í niðurstöðum könnunar,
sem gerð hefði verið í fyrra,
kæmi í ljós að áfengisneysla,
reykingar og neysla ólög-
legra vímuefna, eins og hass
og sniffefna, hefði minnkað
annað árið í röð.
„Það er náttúrlega gleði-
legt að þessi neysla skuli
vera að minnka en það var
ákveðinn toppur 1998,“ sagði
Hera Hallbera. „Það er eng-
in ein skýring á þessari
minnkandi neyslu heldur eru
það margir samverkandi
þættir sem þar spila inn í.“
Í könnuninni, sem hefur
verið gerð árlega frá því
1997, taka þátt allir þeir
nemendur í 8. til 10. bekk
sem mæta í skólann á þeim
degi sem könnunin er gerð.
Svarhlutfallið hefur verið í
kringum 90%.
Neysla þeirra ólöglegu
vímuefna sem algengast er
að unglingar neyti jókst
jafnt og þétt frá því í lok ní-
unda áratugarins og fram til
ársins 1998 en nú hefur
þessi þróun snúist við.
Hassneysla minnkar
mikið í Garðabæ
Árið 2000 höfðu 12% nem-
enda í 10. bekk einhvern
tímann prófað hass miðað
við 17% árið 1998. Athygli
vekur minnkandi neysla í
Garðabæ en árið 1998 höfðu
27% nemenda þar prófað
hass en í fyrra var þetta
hlutfall komið niður í 14%.
Neysla sniffefna hefur einn-
ig minnkað á síðustu tveim-
ur árum en árið 1998 höfðu
12% nemenda í 10. bekk
prófað að sniffa samanborið
við 7% árið 2000. Um 3%
nemenda höfðu prófað e-
pillu árið 1998, í fyrra var
þetta hlutfall 1% en árið
2000 fór það upp í 2%.
Neysla amfetamíns stendur í
stað milli ára og að sögn
Heru Hallberu sagðist ekk-
ert ungmenni hafa neytt
heróíns eða kókaíns í fyrra.
Samkvæmt könnuninni
hefur ölvun einnig minnkað
en árið 1998 höfðu 42% nem-
enda í 10. bekk orðið ölvaðir
sl. 30 daga, árið 1999 var
þetta hlutfall 35% og í fyrra
32%. Ölvun minnkaði hlut-
fallsega mest á meðal hafn-
firskra ungmenna en árin
1998 og 1999 höfðu 45%
þeirra orðið ölvuð sl. 30 daga
en í fyrra var þetta hlutfall
komið niður í 32%.
Daglegar reykingar fara
einnig minnkandi samkvæmt
könnuninni. Árið 1998 höfðu
um 23% nemenda reykt
a.m.k. eina sígarettu á dag
sl. 30 daga en árið 1999 var
þetta hlutfall komið niður í
19% og í fyrra fór það niður
í 16%. Af fjölmennustu sveit-
arfélögunum á höfuðborgar-
svæðinu reykja fæst ung-
menni í Garðabæ daglega
eða um 10% þeirra.
Hera Hallbera sagði að
aukið forvarnarstarf virtist
nú vera að skila sér. Þættir
eins og foreldrarölt, aukin
löggæsla og betri tengsl
skóla, foreldra og barna
hefðu án efa sitt að segja.
Hún sagði að ekki væri hins
vegar hægt að líta fram hjá
því að alltaf væru sveiflur á
milli árganga.
Önnur þróun hérlendis
en í nágrannalöndunum
Þróunin hér á landi er á
skjön við þróunina í þeim 30
löndum sem taka þátt sam-
evrópskri könnun (ESPAD)
að sögn Heru Hallberu. Hún
sagði að á meðan neyslan
færi minnkandi hér væri hún
að aukast þar að meðaltali
og sagðist hún ekki hafa
neina algilda skýringu á
þessu. Eins og áður benti
hún á að forvarnarstarfið
hérlendis virtist vera að
skila árangri og þá sérstak-
lega virkara eftirlit foreldra
og skólayfirvalda og aukin
þátttaka þeirra í æskulýðs-
og tómstundastarfi ung-
menna. Hún sagði ómögulegt
að spá í framhaldið en þó
væri auðvitað vonast eftir því
að neyslan myndi halda
áfram að minnka.
Hera Hallbera sagði að
kannanir eins og þær sem
unnar hefðu verið síðastliðin
ár væru ómetanlegar því þær
gerðu fólki kleift að fylgjast
með þróun vímuefnaneyslu
og hjálpuðu þannig til við
uppbyggingu forvarnar-
starfs.
Hera Hallbera sagði að
könnunin væri gerð á lands-
vísu og að Rannsóknir og
greining ynni úr helstu nið-
urstöðum. Mörg sveitarfélög
bæðu síðan um að láta gera
sérstaka úttekt á stöðu ung-
menna hjá sér og að í kjölfar-
ið kæmi oft í ljós hvað mætti
betur fara. Hún sagði að þau
sveitarfélög sem hefðu einu
sinni beðið um úttekt gerðu
það ævinlega aftur og að á
grundvelli niðurstaðnanna
mótuðu þau ákveðna stefnu í
málefnum ungmenna, m.a.
um það hvernig hægt væri að
bregðast við aukinni vímu-
efnaneyslu.
Samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar ehf. reykja 16% 10. bekkinga daglega
Vímuefnaneysla
ungmenna minnkar
annað árið í röð
Höfuðborgarsvæðið
!
"#
$
%&
'(
'
)
*
'(
''%
++,
!
"#+,)
*,
"#-'
%+ .+'%&
%
#'#
-+ / ' '' + +,
+, , ' + +' ' +
'(
''%
++, !
"#+,
)
*,
"#-'
%+ .+'%&
'
+- %
#
+'+-+ /
' '' + +, +,
, ' + +'
' + +'+ +
!
"#
$
%&
'(
'
)
*
0
0
'(
''%
++, !
"#+,
)
*,
"#-'
%+ .+'%&.
((.
&&-+ / ' '' + +, +,
, ' + +'
+
!
"#
$
%&
'(
'
)
*
FRAMKVÆMDIR við ný
mislæg gatnamót á Reykja-
nesbraut við Breiðholtsbraut
og Nýbýlaveg ganga vel en
ráðgert er að taka þau í
notkun í haust. Að sögn Jón-
asar Snæbjörnssonar, um-
dæmisstjóra Vegagerð-
arinnar á Reykjanesi, hefur
undanfarið verið unnið að
jarðvegsskiptum á svæðinu
og nýverið var byrjað að slá
upp fyrir millistöplum.
Verkið, sem er samvinnu-
verkefni Vegagerðarinnar,
Reykjavíkur og Kópavogs, er
unnið af Ístaki og er áætl-
aður heildarkostnaður um
1.200 milljónir króna.
Auk mislægu gatnamót-
anna verða þrenn undirgöng
fyrir gangandi vegfarendur
á svæðinu. Tvö þeirra verða
eingöngu fyrir gangandi
vegfarendur og verða þau
staðsett við Stekkjarbakka
og Dalveg. Þá mun Álfa-
bakki tengjast Árskógum um
göng undir Breiðholtsbraut,
þar verður einnig aðstaða
fyrir gangandi vegfarendur.
Vegna framkvæmdanna
voru sett upp bráðabirgða-
gatnamót á staðnum og sagði
Jónas að umferð um þau
hefði gengið ágætlega og svo
virtist sem fólk tæki tilliti til
framkvæmdanna.
Vinna við mislæg gatnamót á Reykjanesbraut gengur vel
Þrenn undirgöng fyrir
gangandi vegfarendur
Reykjavík
Morgunblaðið/Þorkell
Nýverið var byrjað að slá upp fyrir millistöplum vegna mislægra gatnamóta við Breiðholtsbraut og Nýbýlaveg.
BÆJARRÁÐ Hafnar-
fjarðar hefur samþykkt að
heimila útboð á fram-
leiðslu hádegisverðar fyrir
fimm leikskóla í bænum.
Samtals er um 450-500
matarskammta að ræða á
dag en áfram verður
morgun- og síðdegiskaffi
útbúið í eldhúsum leik-
skólanna.
Bæjarráð stóð einróma
að samþykktinni en bæj-
arráðsmenn Samfylking-
arinnar létu bóka að þeir
legðu áherslu á mikilvægi
matargerðar sem hluta af
daglegri starfsemi hvers
leikskóla en teldu engu að
síður ástæðu til að fá fram
skýran verðsamanburð á
matarkostnaði með útboð-
inu.
Hafnarfjarðarbær rekur
12 leikskóla og Sigurlaug
Einarsdóttir, leikskóla-
fulltrúi Hafnarfjarðar,
sagði í samtali við Morg-
unblaðið að nú þegar væri
í gangi í tveimur hinna
stærri tilraun með að fá
aðsendan mat í hádeginu.
Ákveðið hefði verið að út-
víkka þá tilraun með því
að bjóða þjónustuna út og
bæta þá þremur leikskól-
um við, þar á meðal leik-
skólanum Cató við St. Jós-
epsspítala en þangað
kemur matur úr eldhúsi
spítalans. Tilraunin í skól-
unum tveimur hefði þótt
gefast allvel og létta á
starfsfólki leikskólans.
Sigurlaug sagði að erf-
iðlega hefði gengið að
manna stöður í eldhúsum
leikskóla en bærinn hefur
lagt áherslu á að vera með
lærða matreiðslumenn í
stærri leikskólum.
Fylgja skal opinberum
manneldismarkmiðum
Með útboðinu væri
einnig stefnt að aukinni
hagkvæmni en um árang-
ur af þeirri viðleitni verði
ekki hægt að fullyrða fyrr
en tilboð liggja fyrir. Hún
tók fram að bærinn áskildi
sér rétt til að hafna öllum
tilboðum ef þau þættu
ekki nægilega hagstæð.
Leikskólarnir fimm eru
Hlíðarendi, Hlíðarberg,
Cató, Smáralundur og nýi
leikskólinn Háholt. Eftir
sem áður verður haldið
einu stöðugildi í eldhúsum
leikskólanna til að annast
morgun- og síðdegiskaffi.
Þá sagði Sigurlaug að í
útboðsskilmálum væru
gerðar strangar kröfur
um að opinberum mann-
eldismarkmiðum verði
fylgt.
Hádegismatur
í fimm leikskól-
um boðinn út
Hafnarfjörður