Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 25 ÍBÚAR í úthverfum í norð- vesturhluta Stokkhólms fögn- uðu óspart er byrjað var að hleypa rafmagni á híbýli þeirra í fyrrakvöld eftir um eins og hálfs sólarhrings raf- magnsleysi. Rafmagnið fór af er eldur kom upp í rafmagnslínum í neðanjarðarstokk. Meðal ann- ars fór allt rafmagn af bæj- arhlutanum Kista þar sem mörg af helstu tæknifyrir- tækjum Svíþjóðar hafa aðset- ur. Alls urðu sextán þúsund heimili að komast af án raf- magns í einn og hálfan sólar- hring auk þess sem hitaveitan varð óvirk á stóru svæði. Nokkur reiði hefur gripið um sig í Svíþjóð vegna málsins og hafa almannavarnayfirvöld verið gagnrýnd fyrir ónógan viðbúnað. Ekki er búist við að viðgerð á rafmagnslínunum ljúki ekki endanlega fyrr en í dag. Rafmagn aftur á HER Ísraels opnaði vegi að nokkrum bæjum á Vesturbakkanum í gær eftir að hafa sætt gagnrýni erlendra ríkja, þeirra á meðal Bandaríkjanna, fyrir að halda bæjunum í herkví. Herinn heimilaði ferðir leigubíla og rútna um syðri aðkomuleiðina að Ramallah og aðkomuleiðin norðan við bæinn var opnuð fyrir öllum bílum. Umferðin gekk þó mjög hægt þar sem hermenn leituðu í hverjum bíl á vegunum og margra kílómetra bið- raðir mynduðust við eftirlitsstöðvarn- ar. Binyamin Ben-Eliezer, varnar- málaráðherra Ísraels, kveðst stefna að því að aflétta umsátri hersins um friðsöm svæði á Vesturbakkanum en herða umsátrið um bæi þar sem pal- estínskir hermdarverkamenn hafi fengið athvarf. Nokkrir vegatálmar við Betlehem, Tulkarem, Qalqiliya og Jenín á Vesturbakkanum voru fjar- lægðir í gær en talsmaður hersins sagði að bæirnir yrðu settir í herkví aftur ef „hryðjuverkin hefjast að nýju“. Herinn stöðvaði alla umferð til og frá Ramallah á sunnudag og sagði ástæðuna þá að ísraelska leyniþjón- ustan hefði fengið upplýsingar um að herskáir Palestínumenn í bænum hygðust aka bíl, hlöðnum sprengiefni, til Jerúsalem. Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, sagði að nokkrir Palestínumannanna hefðu verið handteknir en ekki allir og því hefði verið nauðsynlegt að setja Ramallah í herkví. Íslamska hreyfingin Hamas hafði hótað að gera tíu sprengjuárásir í Ísrael til að mótmæla valdatöku sam- steypustjórnar Sharons. 25% efnahagssam- dráttur frá því í september Ísraelsher byrjaði að loka vegum milli Ísraels og sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna og setja upp vega- tálma til að hindra samgöngur milli bæja á sjálfstjórnarsvæðunum þegar uppreisn Palestínumanna hófst í lok september. Þessar samgönguhindr- anir hafa stórskaðað efnahag palest- ínsku sjálfstjórnarsvæðanna og Sam- einuðu þjóðirnar áætla að tapið nemi 11 milljónum dala, andvirði 950 millj- óna króna, á dag. Þúsundir manna, sem starfað hafa í Ísrael, hafa misst atvinnuna og í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá því í desember segir að atvinnuleysið hafi aukist úr 12% í 40%. Um þriðjungur íbúa sjálfstjórn- arsvæðanna lifir undir fátæktarmörk- um, það er á andvirði 170 króna eða minna á dag. Muhammad al-Nashashibi, fjár- málaráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar, segir að efnahagur sjálfstjórnarsvæðanna hafi dregist saman um 25% frá því í september. Hann sakar einnig Ísraela um að hafa neitað að greiða palestínsku stjórn- inni 600 milljónir dala, andvirði 51,6 milljarða króna, sem þeir skuldi henni vegna innheimtu skatta og innflutn- ingsgjalda. Ennfremur hefur dregið úr land- búnaðarframleiðslunni vegna að- gerða Ísraela og hefur það leitt til matvælaskorts. Bændum hefur oft verið meinað að flytja afurðir sínar á markaðina. Gaza-svæðið hefur verið nær al- gjörlega einangrað vegna samgöngu- hindrana Ísraela. Svæðinu hefur einnig verið skipt í tvennt og Palest- ínumenn hafa ekki getað ferðast frá norðurhlutanum til suðurhlutans. Flugvöllurinn á Gaza-svæðinu hef- ur verið lokaður 60% þess tíma sem liðinn er frá því að uppreisnin hófst. Hjálparstofnanir sem starfa á svæð- inu hafa þurft að draga úr starfsemi sinni vegna skorts á lyfjum og öðrum hjálpargögnum. Getur orðið vatn á myllu róttækra hreyfinga Chris Patten, sem fer með utanrík- ismál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, hefur varað við því að efnahagslegar þvinganir Ísraela geti orðið palestínsku heimastjórninni að falli. Hann segir að fall stjórnarinnar myndi leiða til enn meiri fátæktar og atvinnuleysis á sjálfstjórnarsvæðun- um og verða til þess að fleiri ungir, at- vinnulausir Palestínumenn gangi til liðs við róttækar hreyfingar og hermdarverkahópa. Bandaríska utanríkisráðuneytið skoraði einnig á Ísraela að greiða pal- estínsku heimastjórninni skuldirnar og draga úr samgönguhindrununum. „Þær valda fjölskyldunum erfiðleik- um, grafa undan tengslunum milli Ísraela og Palestínumanna og bæta í raun ekki öryggisástandið á svæð- inu,“ sagði talsmaður utanríkisráðu- neytisins. Palestínumenn óskuðu eftir því í fyrradag að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi samgönguhindr- anir Ísraela og að sendar yrðu alþjóð- legar hersveitir til að vernda Palest- ínumenn á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Bandaríska utanríkis- ráðuneytið lagðist gegn því að sú beiðni yrði samþykkt. Ágreiningur í stjórn Sharons Nokkrir ráðherrar í stjórn Sharons hafa einnig gagnrýnt samgöngu- hindranirnar á sjálfstjórnarsvæðun- um. Ephraim Sneh samgönguráð- herra varaði við því á mánudag að þær kynnu að auka hættuna á hermd- arverkum og Shimon Peres utanrík- isráðherra sagði að stjórnin yrði að „endurskoða“ stefnu sína. Báðir eru þeir í Verkamannaflokknum. „Þegar við reynum að ná hryðju- verkamönnunum verðum við að tryggja að við sköðum ekki saklaust fólk,“ sagði Peres. Nokkrir aðrir ráðherrar í stjórn Sharons vilja hins vegar að gripið verði til enn harðari aðgerða gegn Palestínumönnum. Þeir hafa jafnvel lagt til að sjálfstjórnarsvæði Palest- ínumanna verði hernumin aftur. Ísraelar gagnrýndir fyrir að halda bæjum á svæðum Palestínumanna í herkví Efnahagur sjálf- stjórnarsvæðanna í kaldakoli AP Palestínumenn notuðu gröfu til að reyna að fjarlægja vegartálma Ísraelshers við Ramallah á Vesturbakkanum í fyrradag. Efnahagur sjálfstjórn- arsvæða Palestínu- manna er í rúst vegna samgönguhindrana Ísraelshers og óttast er að efnahagsþrenging- arnar verði til þess að uppreisn Palestínu- manna magnist til mikilla muna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.