Morgunblaðið - 14.03.2001, Síða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 31
BANDALAG sjálfstæðra leikhúsa
hefur sent frá sér eftirfarandi álykt-
un:
„Í nóvember 1999 sendi Bandalag
sjálfstæðra leikhúsa (SL) inn erindi
til Samkeppnisráðs þess efnis að ráð-
ið tæki til meðferðar ójafna sam-
keppnisstöðu sjálfstæðu leikhúsanna
og sviðslistahópanna, og þeirra leik-
húsa sem njóta verulegs stuðnings
ríkis og borgar. Samkeppnissráð hef-
ur nú komist að niðurstöðu varðandi
erindi þetta og fagnar SL mjög því
áliti sem þar kemur fram. Í áliti ráðs-
ins segir meðal annars: “… sam-
keppnisráð beinir þeim tilmælum til
menntamálaráðherra að hann beiti
sér fyrir endurmati á opinberri aðstoð
við leikhúsrekstur. Leitað verið leiða
til þess að samræma betur en nú er
hin menningarlegu og listrænu mark-
mið sem að er stefnt og markmið
samkeppnislaga um að opinberir
styrkir raski ekki samkeppni á leik-
húsmarkaði. Meðal möguleika sem
þar gætu komið til skoðunar væri að
opinber fjárstuðningur til leiklistar
yrði í meira mæli í formi styrkveit-
inga til einstakra verkefna sem valin
yrðu af óháðum aðilum á samkeppn-
isgrundvelli, þar sem bæði sjálfstæð
og opinber leikhús gætu leitað eftir
fjármögnun, en í minna mæli í formi
styrkja til reksturs tiltekinna stofn-
ana og launa fastráðinna starfsmanna
hjá þeim. Með því móti væri hugs-
anlegt að auka jafnræði meðal keppi-
nauta á leikhúsmarkaði, án þess að
listrænum markmiðum yrði fórnað.“
Með þessum orðum er stutt kröft-
uglega við kröfu Bandalags íslenskra
listamanna, Leiklistarsambands Ís-
lands og SL um stóraukinn stuðning
ríkisins við starfsemi sjálfstæðra leik-
húsa og sviðslistahópa. Segja má að
Reykjavíkurborg hafi þegar svarað
breyttum aðstæðum með því að
hrinda í framkvæmd áætlun um auk-
inn stuðning við sjálfstæðu leikhúsin
og sviðslistahópana á næstu þremur
árum.
Í niðurstöðu samkeppnisráðs kem-
ur fram að ekki sé tilefni til íhlutunar í
þessu máli. Byggir sú niðurstaða
meðal annars á því að fjárveitingar
ríkisins til leikhúsmála styðjast við
sérlög og samkvæmt samkeppnislög-
um „getur samkeppnisráð ekki gripið
til aðgerða gegn athöfnum opinberra
aðila sem kunna að hafa skaðleg áhrif
á samkeppni þegar þær styðjast við
sérlög sem heimila slíkar athafnir“.
Er því ljóst að samkeppnisyfirvöld
hafa ekki heimild til íhlutunar um
fjárframlög ríkisins sem byggjast á
leiklistarlögum.
Menntamálaráðherra hefur nú til
skoðunar í ráðuneyti sínu tillögur frá
Bandalagi íslenskra listamanna og
SL um aukinn stuðning á komandi ár-
um.
Bandalag sjálfstæðra leikhúsa er
bjartsýnt á að álitsgerð Samkeppn-
isráðs styðji við þá ákvörðun að ráðu-
neytið muni bregðast ákveðið við og
auka stuðning sinn verulega og til
samræmis við aukið mikilvægi sjálf-
stæðu leikhúsanna og sviðslistahóp-
anna.
Bandalag sjálfstæðra leikhúsa hef-
ur um allangt skeið barist fyrir rétt-
látum og sanngjörnum stuðningi op-
inberra aðila við starfsemi
sjálfstæðra leikhúsa og sviðslista-
hópa. Er þar litið til þess að starfsemi
þessara leikhúsa og hópa hefur marg-
faldast hin síðari ár, bæði hvað varðar
umfang starfsins sem og aðsókn al-
mennings. Stuðningur við þessa bar-
áttu hefur verið víðtækur innan sam-
félags leiklistarfólks og meðal
annarra listamanna. Í því sambandi
má nefna að bæði Leiklistarsam-
bands Íslands og Bandalag íslenskra
listamanna sendu frá sér ályktun á
síðasta ári þess efnis að verulega
þyrfti að hækka styrki til starfsemi
sjálfstæðu leikhúsanna og sviðslista-
hópanna. Bandalag íslenskra lista-
manna sendi einnig frá sér skýrslu
inn til menntamálaráðuneytisins í
janúar síðastliðnum, þar sem sett er
fram hugmynd að stefnumörkun um
stóraukinn stuðning við starf sjálf-
stæðu leikhúsanna og sviðslistahóp-
anna á næstu árum. Þessi hefur enda
verið skoðun leiklistarfólks til margra
ára, samanber ályktanir Leiklistar-
ráðs frá fyrri árum.“
Bandalag sjálfstæðra leikhúsa sendir frá sér ályktun
Bjartsýnt á aukinn stuðn-
ing menntamálaráðherra
KAFFILEIKHÚSIÐ í Hlaðvarp-
anum býður til einleikjaveislu dag-
ana 18.–28. mars. Fluttir verða allir
einleikirnir úr einleikjaröð Kaffi-
leikhússins frá liðnum vetri, auk
einleikjanna „Ég var beðin að
koma...“ með Sigrúnu Sól Ólafs-
dóttur og „Þá mun enginn skuggi
vera til“ með Kolbrúnu Ernu Pét-
ursdóttur. Auk þess verður leik-
lestrarkvöld þar sem einleikir, sem
ekki hafa verið fluttir fyrr, verða
lesnir og opinn umræðufundur þar
sem einleikjaformið verður til um-
fjöllunar.
Á sunnudag kl. 15 verður á fjöl-
unum barnaeinleikurinn Stormur
og Ormur eftir Barbro Lindgren og
Ceciliu Torudd. Halla Margrét Jó-
hannesdóttir sér um leikinn. Mánu-
daginn 19. mars og fimmtudaginn
22. mars kl. 21 verður sýnt leikritið
Þá mun enginn skuggi vera til með
Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur.
Þriðjudaginn 20. mars kl. 21 er á
dagskrá Geðveikur svartur gam-
aneinleikur – Háaloft eftir Völu
Þórsdóttur sem jafnframt fer með
einleikinn. Föstudaginn 23. mars og
laugardaginn 24. mars kl. 21 er ein-
leikurinn Ástareinleikur að vori:
Bannað að blóta í brúðarkjól eftir
Gerði Kristnýju. Einleikari er
Nanna Kristín Magnúsdóttir. Laug-
ardaginn 24. mars kl. 15 verður
umræða um einleikjaformið. Frum-
mælendur eru Soffía Auður Birg-
isdóttir, Halldóra Friðjónsdóttir og
Vala Þórsdóttir. Sunnudaginn 25.
mars kl. 15 verður sýndur helgiein-
leikurinn Missa Solemnis eftir
Michael Tourniere og Kristiinu
Hurmerinta. Einleikari er Jórunn
Sigurðardóttir. Kl. 21 verður sýnd-
ur einleikurinn Ég var beðin að
koma... með Sigrúnu Sól. Leikritið
verður einnig sýnt miðvikudaginn
26. mars kl. 21. Þriðjudaginn 27.
mars kl. 21 verður á fjölunum ein-
leikurinn Bersögull sjálfsvarn-
areinleikur – Eva eftir Liselotte
Holmene og Irene Lecomte. Guð-
laug María Bjarnadóttir leikur.
Dagar ein-
leikjanna
í Kaffileik-
húsinu
Morgunblaðið/Jim Smart
Einleikjakonurnar í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum: Vala Þórsdóttir,
Jórunn Sigurðardóttir, Halla Margrét Jóhannsdóttir, Guðlaug María
Bjarnadóttir og brúðarmærin Nanna Kristín Magnúsdóttir.
ÞAÐ eru tvær aðalpersónur í
þessu nýja útvarpsleikriti Krist-
jáns Hreinssonar,
hinn settlegi útvarps-
maður Marinó og Sól-
rún Pétursdóttir, sem
ber listamannsnafnið
Solla. Solla er á
mörkum þess sem
eðlilegt getur talist í
daglegri hegðun, hún
er ör og ákveðin í að
koma á framfæri hug-
mynd sinni um að
koma skikki á jarð-
arfarir landsmanna
og kenna þeim hvern-
ig á að haga sér við
slík tækifæri – og
auðvitað með fulltingi
Marinós fyrir hönd
Ríkisútvarpsins. Það
er hyldjúp gjá á milli ákefðar
hennar og sannfæringar í frábær-
um flutningi Eddu Arnljótsdóttur
og efasemda og hæglætis Marinós
sem Arnar Jónsson túlkaði með
fáum og meistaralegum dráttum.
Bestur var samt Árni Pétur Guð-
jónsson sem var svo skemmtilega
ósvífinn í lýsingu sinni á jarðarför-
inni og í viðtölum við jarðarfar-
argesti. Aðrir leikarar stóðu sig
mjög vel í minni hlutverkum:
Hanna María Karlsdóttir sem eig-
inkona Marinós sem stjórnar hon-
um með harðri hendi og Valur
Freyr Einarsson og Steindór
Hjörleifsson sem forviða jarðarfar-
argestir.
Kristján Hreinsson hefur áður
skrifað leikrit, sögur, söngtexta,
ljóð, greinar og tækifærisvísur.
Fyrir höfundi virðist vaka að
bregða upp í þessu stutta útvarps-
leikriti smámynd af stúlku sem
reynir á mjög sérstakan hátt að
vinna úr sorg sinni. Honum tekst
þetta ætlunarverk sitt mæta vel,
sérstaklega hvernig hann notar
tungumálið sem verkfæri til að
meitla skýra mynd af sérhverri
persónu.
Í hljóðmynd verksins er notuð
mjög falleg tónlist. Þessi áhrifa-
ríku stef virðast gefa til kynna að
hér sé á ferðinni
spennuleikrit – að
hlustandinn eigi von á
einhverri skelfilegri
afhjúpun sem reki
botninn í frásögnina
af hinni undarlegu
hegðun stúlkunnar.
Skýringin kemur í
lokin en þessi síend-
urtekna krefjandi tón-
list ber einfaldan
söguþráðinn ofurliði.
Annars er hljóðmynd-
in einstaklega spenn-
andi og vel unnin, at-
riðin vel afmörkuð og
möguleikar miðilsins
notaðir til hins ýtr-
asta.
Kristín Jóhannesdóttir gætir
þess vandlega að leikurinn sé hóf-
stilltur til þess að fyndnin í verk-
inu skyggi ekki á hinn harmræna
boðskap. Aftur á móti hefði hún
mátt velja tónlist sem hæfði anda
verksins betur – hér reynist þetta
fallega stef einum of dramatískt
fyrir viðfangsefnið.
Að vinna
úr sorginni
LEIKLIST
Ú t v a r p s l e i k h ú s i ð
Höfundur: Kristján Hreinsson.
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir.
Hljóðvinnsla: Björn Eysteinsson.
Leikendur: Arnar Jónsson, Árni
Pétur Guðjónsson, Dóra Þórhalls-
dóttir, Edda Arnljótsdóttir, Hanna
María Karlsdóttir, María Sigurð-
ardóttir, Steindór Hjörleifsson og
Valur Freyr Einarsson. Frumflutt
laugardag 10. mars; endurtekið
fimmtudag 15. mars.
BESTA JARÐARFÖRIN
Kristján
Hreinsson
Sveinn Haraldsson
TÓNLEIKAR til styrktar Neist-
anum, styrktarfélagi hjartveikra
barna, verða í Langholtskirkju
annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl.
20. Fram koma átta kórar er
syngja hver í sínu lagi og í loka-
atriði tónleikanna sameinast þeir
og flytja verkið Á páskum eftir
Sigurð Bragason söngstjóra. Verk-
ið er fyrir tvo kóra, tvöfaldan
karlakvartett, tvær barnaraddir og
fjóra einsöngvara. Einsöngvararn-
ir eru Guðbjörn Guðbjörnsson, Jó-
hanna Guðríður Linnet, Kristín
Sædal Sigtryggsdóttir og Magnús
Ingvar Torfason. Undirleikari er
Bjarni Þ. Jónatansson.
Allur ágóði rennur til hjart-
veikra barna og kostar miðinn
1.200 kr.
Morgunblaðið/Golli
Einsöngvarar og kórar æfa dagskrána í Langholtskirkju. Í forgrunni
eru söngvararnir Jóhanna Guðríður Linnet, Kristín Sædal Sigtryggs-
dóttir, Guðbjörn Guðbjörnsson og Magnús Ingvar Torfason.
Tónleikar til styrktar
hjartveikum börnum