Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 33
Á NÆSTU dögum heldur Þjóðleik-
húsið í leikferð til Ísafjarðar með
leikritið Já, hamingjan eftir Krist-
ján Þórð Hrafnsson. Verkið fjallar
um tvo bræður sem leiknir eru af
Ísfirðingnum Baldri Trausta
Hreinssyni og Bolvíkingnum Pálma
Gestssyni.
Leikið verður í Menningar-
miðstöðinni Edinborg á Ísafirði nk.
föstudags- og laugardagskvöld kl.
20.30.
Já, hamingjan fjallar á gam-
ansaman hátt um alvarlegan
árekstur í sambandi tveggja
bræðra. Verkið hefur verið sýnt frá
janúarlokum á Litla sviði Þjóðleik-
hússins. Miðasala er hafin í Þjóð-
leikhúsinu (greiðslukortaþjónusta)
og verður í Edinborgarhúsinu frá
og með 15. mars. Pálmi Gestsson og Baldur Trausti Hreinsson í hlutverkum sínum í Já, hamingjan.
Þjóðleik-
húsið
sýnir á
Ísafirði
FJÖLSKYLDUR við aldahvörf
er eftir Sigrúnu Júlíusdóttur, pró-
fessor í félagsráðgjöf við Háskóla Ís-
lands.
Bókin hefur að geyma greinasafn,
en allar eiga þær
sameiginlegt að
fjalla um að-
stæður fjöl-
skyldna, náin
tengsl og uppeld-
isskilyrði barna.
Samnefnarinn er
breytingar og
þau umskipti sem
breyttar sam-
félagsaðstæður
hafa haft í för með sér fyrir fjöl-
skyldur, fullorðna og börn, en einnig
fyrir fagfólk.
Í fréttatilkynningu segir að grein-
arnar feli í sér boðskap um gildi
mannlegra tengsla og að innan fjöl-
skyldna skapist sú undirstaða sam-
kenndar, umburðarlyndis og sið-
ræns þroska sem mestu skiptir,
bæði fyrir einstaklinga og samfélag
manna.
Í lokakafla bókarinnar er sjónum
beint að heildrænu samhengi breyt-
inganna. Gerð er tilraun til að varpa
ljósi á breytta sýn á manninn og á af-
leiðingar hennar fyrir fagfólk í sam-
starfi með fjölskyldum.
Sigrún Júlíusdóttir hefur langa
reynslu af fjölskylduráðgjöf í geð-
heilbrigðisþjónustu og var yfir-
félagsráðgjafi á geðdeild Landspít-
alans um árabil. Hún hefur stundað
margvíslega fræðslu fyrir almenn-
ing og kennt og skipulagt endur-
menntun fagfólks í uppeldis-, heil-
brigðis- og félagsþjónustu, einkum
um fjölskyldumálefni. Hún átti sæti í
framkvæmdanefnd um Ár fjölskyld-
unnar 1994 og situr í fjölskylduráði.
Rannsóknir hennar eru á sviði
félagsráðgjafar og fjölskyldufræða.
Hún hefur stýrt umfangsmiklum
rannsóknum á uppeldisaðstæðum
barna á Íslandi og nýlega gaf hún út
ásamt Nönnu K. Sigurðardóttur
bókina Áfram foreldrar: Rannsókn
um sameiginlega forsjá og velferð
barna við skilnað foreldra.
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Bókin er kilja, 265 bls. og kostar
3.400 kr.
Nýjar bækur
Sigrún
Júlíusdóttir
♦ ♦ ♦
ÞEIR sem ráða í Hollywood í dag
sátu límdir við sjónvarpið á fimmta
og sjötta áratugnum og halda að
allar bestu kvikmyndirnar liggi í
endurgerðum á gömlum, amerísk-
um sjónvarpsseríum. Við höfum séð
mýgrút slíkra mynda, fæstar góðar,
og hér kemur enn ein í safnið, Æv-
intýri Rockys og Bullwinkles, sem
segir frá nokkrum teiknimyndafíg-
úrum úr teiknimyndaseríu sjón-
varpsins frá því á sjötta áratugnum.
Fyrir sakir tæknibrellna komast
þær yfir í mannheima og takast á
um völdin í heiminum. Rocky og
Bullwinkle er dæmigerð fyrir bruðl-
ið í draumaverksmiðjunni. Það er
varla tutla af viti í allri myndinni en
sýnilegt að hún kostaði milljarða.
Hver skellti skuldinni á Kalla
kanínu?, sem vill svo til að var sýnd
í Ríkissjónvarpinu sömu helgi og
þessi mynd var frumsýnd, gerði því
miklu betri og skemmtilegri skil
fyrir áratug síðan að blanda saman
leikurum af holdi og blóði við teikni-
myndafígúrur. Í Rocky og Bull-
winkle nenna menn naumast að
nýta möguleikana sem það býður
uppá. Það er ákveðin sjálfsgagnrýni
og sjálfshæðni sem spilað er með
þegar hinni gamalkunnu teikni-
myndaveröld er lýst og hvorki
Rocky né Bullwinkle taka sig of há-
tíðlega auk þess sem sögumaður
leikur stórt hlutverk með skondn-
um athugasemdum sínum en þar
með eru kostir myndarinnar upp-
taldir.
Allt annað er magnað delluverk
þar sem meira að segja Robert De
Niro lætur sig hafa það að skop-
stæla frægustu senu síns leikferils
(Ertu að tala við mig?) án þess að
ná fram neinum áhrifum nema
undrun. Hann leikur ómenni að
nafni Óttalaus sem etur handbend-
um sínum, Jason Alexander og
Rene Russo, á þá Rocky og Bull-
winkle um leið og hann ætlar að ná
völdum með því að dáleiða fólk með
vondu sjónvarpsefni. Að öðru leyti
gerir De Niro fátt annað en að
garga skipanir út í loftið. Hinn
kubbslegi Alexander á sínar stundir
en Russo virðist gersamlega úti að
aka.
Það sama má segja um þá sem
gerðu þetta furðuverk.
Arnaldur Indriðason
Rocky og
Bullwinkle
KVIKMYNDIR
S a m b í ó i n Á l f a b a k k a
„The Adventures of Rocky and
Bullwinkle“. Leikstjóri: Des
McAnauff. Framleiðandi: Robert
De Niro. Aðalhlutverk: Robert
De Niro, Rene Russo, Jason
Alexander, Randy Quaid og
Janeane Garolfalo. 2000.
ÆVINTÝRI ROCKYS
OG BULLWINKLES
FYNS Grafiske Værksted í Óðins-
véum opnaði sýningu í tilefni 25 ára
afmælis verkstæðisins nýlega. Um
er að ræða fjölbreytta og yfirgrips-
mikla samsýningu félagsmanna sem
stendur til 18. mars í salarkynnum
Fyns Kunstmuseum.
Þrír Íslendingar eru meðlimir í
þessu félagi og eiga verk á þessari
sýningu. Þeir eru Einar Sölvason,
Harpa Björnsdóttir og Svandís Eg-
ilsdóttir.
Upplýsingar um félagið er að
finna á heimasíðu þess á www.-
fynsgv.
Samsýning
grafíkera
í Óðinsvéum
kvennanna sem elska riddarann
velur fíflið þær allar með tilheyr-
andi fyrirgangi. Tsjekhov reyndi
aldrei síðar að skrifa farsa, en sum
atriði Platonovs sýna að það hefði
ekki vafist fyrir honum frekar en
annað.
Leikgerð Ólafs Darra er fjórða
útgáfa verksins sem ég hef séð og
þær eru ótrúlega ólíkar innbyrðis.
Villihunang, leikgerð Michaels
Frayns, leggur mest upp úr fars-
anum, en hin ómótstæðilega kvik-
myndagerð, Sjálfspilandi píanó,
nær best inn að kvikunni.
Að óreyndu mætti ætla að óhefl-
að æskuverk á borð við þetta væri
heppilegra viðfangsefni fyrir unga
og óreynda leikendur sem ættu
erfitt með að sýna og fela í senn
þann undirtexta sem spennan í
síðari verkum Tsjekhovs byggist á.
Galgopaskapurinn og fjörug at-
burðarásin í Platonov ættu að
henta betur. Leikstjóri þessarar
sýningar hefur hins vegar valið
leið hófstillingar og fágunar og
verður það óneitanlega á kostnað
krafts og leikgleði.
Eins hefði Ólafur Darri þurft að
leggja meiri rækt við að móta per-
sónur og gera afstöðu þeirra skýr-
ari. Of mörg lykilandartök fara
forgörðum vegna þess að á þetta
skortir.
Ekkert skortir hins vegar upp á
fágun og umgjörð. Glæsileg leik-
mynd og búningar ásamt bráð-
skemmtilegri tónlist setja sterkan
svip á sýninguna.
Og á þeim augnablikum sem
sýningin sleppir fram af sér beisl-
inu sést hvaða möguleikar eru fyr-
ir hendi í verkinu og hópnum.
Framsögn er með örfáum undan-
tekningum prýðileg. Það er samt
eiginlega ekki sanngjarnt að
leggja dóm á frammistöðu ein-
stakra leikara á grundvelli þess-
arar sýningar. Hæfileikana vantar
ekki, hér eru þeir einfaldega van-
nýttir.
Við bíðum spennt framhaldsins.
ÞÓTT Platonov jafnist ekki á við
meistarastykkin fjögur sem frægð
Tsjekhovs hvílir á er í þessum sex
klukkutíma óskapnaði að finna
nánast öll viðfangsefni og flestar
persónugerðir sem hann síðar fág-
aði og mótaði af fullþroska snilld.
Auralaus yfirstétt, yfirvofandi
gjaldþrot, menntamenn þrúgaðir
af eigin getuleysi í lífinu, hlægileg-
ir eldri menn, drykkfelldir læknar,
fjálglegar og innihaldslausar ræð-
ur um göfgi vinnunnar, vonlaus
ást. Lífsleikni er lítt gefin fólkinu
hans Tsjekhovs.
Fólkið sem safnast í kringum
hina töfrandi en illa skuldsettu
Önnu Petrovnu á sveitasetri henn-
ar á hverju sumri er af þessu
tsjekhovska sauðahúsi og Platonov
er bæði fíflið og riddarinn við hirð-
ina.
Frekar óheppileg blanda því
þegar hann þarf að velja milli
Skortur á
lífsleikni
LEIKLIST
H e r r a n ó t t
Höfundur: Anton Tsjekhov.
Leikgerð: Ólafur Darri Ólafsson,
byggt á þýðingum Árna Bergmann
og Péturs Einarssonar. Lýsing og
útlitshönnun: Sigurður Kaiser.
Leikendur: Ástrós Elísdóttir, Bragi
Páll Sigurðarson, Friðrik Thor
Sigurbjörnsson, Grétar Már
Amazeen, Grímur Hjörleifsson,
Hildur Knútsdóttir, Kristín Una
Friðjónsdóttir, Magnús Davíð
Norðdahl, Margrét Erla Maack,
Margrét Jóna Einarsdóttir, Saga
Sigurðardóttir, Sunna María
Schram, Svanlaug Jóhannsdóttir,
Sverrir Ingi Gunnarsson, Tanja
Marín Friðjónsdóttir, Valgerður B.
Eggertsdóttir og Þorgeir Arason.
Hljómsveit: Árni Egill Örnólfsson,
Brynja Guðmundsdóttir, Eiríkur
Gauti Kristjánsson, Kristmundur
Guðmundsson og Sigurður Þór
Rögnvaldsson. Tjarnarbíói sunnu-
daginn 11. mars.
PLATONOV
Þorgeir Tryggvason