Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 34

Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 34
NÚ ER umræðan um Vatnsmýrina komin í nokkuð furðulega stöðu. Hver penninn á fætur öðrum kemur fram á síðum Moggans og böl- sótast út í íbúa höfuð- borgarinnar fyrir það eitt að vilja hafa skoðun á skipulagsmálum síns sveitarfélags. Valdimar Össurarson þylur kunnugan brag um fíflin ,,fyrir sunnan“ sem liggja löngum stundum undir feldi til að finna eitthvert það mál sem þeir geti ,,þjarmað að aumingja dreifbýlingunum. Allt er þetta kunn- ugt raus svo ekki verði meira sagt. Eitt er þó með Valdimar. Hann fer feti framar og segir ,,ríka fólkið fyrir sunnan,“ ætla að loka helstu sam- gönguleið hinna dreifðu byggða við stofnanir og miðstöð stjórnkerfisins. Eftir því sem ég best veit nota lands- menn allir, bæði við vondu karlarnir í sollinum og einnig heiðvirðir dreifbýl- ingar, einkabílinn til samgangna milli landshluta. Ekki er úr vegi að minna á þetta flandur með stofnanir út um allt land. Þeir sem tapa einna helst á því eru þeir sem búa ,,úti á landi“, því þeir verða í mörgum tilfellum fyrst að ,,fara suður“ og síðan á þann lands- hluta sem viðkomandi stofnun er. Jæja nóg um það. Birna Lárusdóttir fer ekki eins langt í sinni grein en bendir á að völl- urinn verði þarna alltént til 2016. Og spáir því að framfarir í flugi verði til þess að vinsældir vallarins muni aukast. Henni til hryggðar verð ég að benda á að meðal núverandi nema Háskóla Íslands (við Vatnsmýrina) virðist vera nær ein skoðun á málinu ef marka má fund sem þar var hald- inn um vallarverki núverandi vald- hafa, nefnilega að völlurinn þurfi að fara sem fyrst, þannig að framtíðar- hagsmunum landsmanna verði mætt. Þar lágu menn ekkert á þeirri skoðun sinni að til að ,,halda menntuðu fólki heima í héraði“ þ.e. á Íslandi, verði samkeppnisstaða landsmanna að vera nokkuð betri en nú er og í því skyni væri með öllu óhugsandi að stríðs- minjarnar í mýrinni verði þar hamlandi faktor. Lendur þær verði að nota til bygg- ingar Háskólatengdrar starfsemi þar sem menn gætu bæði notið þjálfunar í sínu fagi og einnig gert þann vett- vang að sínu ævistarfi. Þetta ættu menn úti á landi að skilja manna best þar sem með skammsýnum aðgerð- um í byggðamálum er nú svo komið fyrir mörgum byggðum – ekki öllum fámennum – að þar væri ekki lífvæn- legt nema með beinum og óbeinum styrkjum úr sameiginlegum sjóðum. Sigurjón Benediktsson, tannsi á Húsavík, gerir góðlátlegt grín að þessu öllu saman. Mér er til efs að Sigurjóni sé svo mikið í mun að halda vellinum í mýrinni hér syðra. Sigur- jón er uppalinn við enda brautar 02. Hann bjó við Smáragötu hér í eina tíð þegar hann gekk menntaveginn. Hann þekkir því kjör margra stúd- enta sem þurfa að leigja við háu verði húsaskjól þar sem ekki er nægjanlegt framboð af stúdentagörðum í næsta nágrenni við HÍ en allt það gæti breyst ef menn fengju að skipuleggja Stúdentagarða þar sem Fluggarðar eru nú. Ég hef ekki verið í sambandi við Sigurjón hin síðustu árin en býst við að honum hafi orðið barna auðið og nú jafnvel barnabarna. Hann er á miðjum aldri ’51 módelið, því ætti það að vera hans helsta keppikefli að barnabörnin hefðu nú möguleika á að sækja framhaldsmenntun í HÍ sem væri í færum til að bjóða upp á sem bestar aðstæður nemendum til handa, bæði er varðar kennslurými og húsnæði í göngufæri við skólann. Ég ætla að taka þátt í kosningun- um til þess að styðja við óskir Bjarna heitins Benediktssonar en eins og margir vita vildi hann völlinn í burtu úr mýrinni. Framsýni hans var mikil og kemur það glöggt fram í skipulags- drögum frá valdatíð hans í Reykjavík. Sjálfstæðismenn ættu því að fjöl- menna á kjörstað og leggja því lið að völlurinn fari úr Vatnsmýrinni. Mér liggur nokkuð í léttu rúmi hvert vallarstarfsemin flytur því vart verður það á færi okkar að gera út tvo stóra flugvelli þegar ,,Kaninn“ verður hættur að greiða viðhald og rekstur Keflavíkurvallar. Tvöföldun aksturs- leiða út úr Reykjavík, bæði til norðurs og suðurs, er ekki bara framkvæmd fyrir borgarbúa, heldur alla lands- menn, ef þeir meina eitthvað með þessu tali um ,,skyldur höfuðborgar- innar“ við landsmenn. Skyldur borg- arinnar við aldamótakynslóðina hina nýju eru ekki að bjóða upp á flugvöll í Vatnsmýrinni og subbulegt umhverfi helstu stofnanna landsmanna, heldur eru þær einna helstar að skapa mögu- leika fyrir uppbyggingu háskólaborg- ar nk. háborgar ísl. menningar og þannig breyta ásýnd ,,miðbæjarins“ (fyrirgefðu Valdimar). Miðbærinn, eins og við innfæddir Reykvíkingar frá miðri síðustu öld köllum hann nú flestir, líður fyrir skort á baklandi og næringu frá næsta nágrenni. Það er vitað mál að ef menning fær aftur að ná fótfestu í grennd Kvosarinnar munu klámbúllurnar ekki verða í fær- um að greiða þá leigu sem þá verður krafist fyrir húsnæði í miðbænum. Þá munu aftur opna verslanir og mannlíf blómstra sem aldrei fyrr. Þá væri ekki úr vegi að minnast okkar ástkæra tónskálds Sigfúsar Halldórssonar með því að reisa af honum og Tómasi Guðmundssyni styttur. Það er nokkuð klárt að ef ,,Fúsi“ hefði ekki léð vísum Tómasar tónavængi væru ljóðin Austurstræti og Við Vatnsmýrina löngu gleymd. Þeir lýstu hver með sínum hætti feg- urð og rómantík miðbæjarins okkar eins og hann var þá en er ekki lengur. Endurreisum miðbæinn. Völlinn burt. Grátur og gnístran tanna Bjarni Kjartansson Flugvöllur Ég ætla að taka þátt í kosningunum til þess, að styðja við óskir Bjarna heitins Bene- diktssonar, segir Bjarni Kjartansson, en eins og margir vita vildi hann völlinn í burtu úr mýrinni. Höfundur er verkefnisstjóri. UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÁTT fyrir mikla fjölmiðlaumfjöllun um Reykjavíkurflugvöll að undanförnu hafa nokkur mikilvæg at- riði málsins ekki kom- ið nógu skýrt fram. Skal hér reynt að bæta úr því. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að átta sig á því að aðeins ein gild rök hníga að veru flug- vallarins í miðborg- inni, en það er að- gengi landsbyggðarinnar að höfuðborginni. Önnur rök, sem hollvinir flugvallarins hafa haldið fram, hafa ekki staðist skoðun. Reykjavík til framtíðar Í framtíðinni mun samkeppni aukast og harðna milli ríkja vest- urlanda um fólk, fé og fyrirtæki, effin þrjú. Ríkin munu í auknum mæli reyna að haga málum sínum þannig að effin þrjú laðist til þeirra. Við Íslendingar þurfum umfram önnur lönd að huga að þessu, vegna legu landsins, veðr- áttu o.fl. Það verður auðveld- ara fyrir unga, vel- menntaða fólkið okkar að flytja frá Reykja- vík til Rómar en það var fyrir ömmu og afa að flytja milli kota, hvað þá milli lands- hluta. Eitt af aðalat- riðunum í þessari samkeppni um atgerf- ið er iðandi borgarlíf. Nútímafólk vill borg- arlíf með öllum þeim fjölbreytileika sem því fylgir. Það er engin borg til á Íslandi. Höfuð- borgarsvæðið er bara samansafn úthverfa. Til að njóta borgarlífs verðum við að fara til útlanda. Hvers vegna er engin borg til á Íslandi? Hvers vegna eru engin háhýsi í miðborginni eins og í öll- um miðborgum annarra landa? Svarið er einfalt. Flugvöllurinn kemur í veg fyrir það. Hann tekur upp allt undirlendið á nesinu, og klýfur sig sem fleinn í holdi inn í mitt nesið þar sem það er mjóst og viðkvæmast og hefur áhrif á hæð bygginga langt út fyr- ir helgunarsvæði sitt. Flugbrautirnar ná alveg upp að Hringbrautinni og handan hennar tekur við þéttbýlt Skólavörðuholtið alveg niður að sjó að norðanverðu, þannig að engin leið er að leysa úr umferðaröngþveitinu á stofnbraut- unum á álagstímum. Það þarf eng- an skipulagsfræðing til að sjá þetta. Meðan flugvöllurinn er þar sem hann er nú mun hnignun miðborg- arinnar halda áfram. Það verður engin borg til á Íslandi og veruleg hætta á að landið verði undir í samkeppninni um effin þrjú. Þá gæti höfuðborgin og landið allt lent í svipaðri stöðu í Evrópu og landsbyggðin er í í dag gagn- vart höfuðborgarsvæðinu. Sumir hafa bent á að við getum bara flutt miðborgina eitthvað annað, t.d. í Smárann í Kópavogi. Hrokinn er slíkur að frekar skal flytja Reykjavík en flugvöllinn. Það verður engin miðborg á Ís- landi annars staðar en þar sem fornar súlur flutu á land og hjart- að hefur slegið um aldir. Allar skemmtilegustu miðborgir í Evrópu eru í tengslum við upp- runa sinn og miðborg höfuðborgar Íslands er og verður þar sem fyrsti landnámsmaðurinn reisti bæinn sinn. Meðan höfuðborgin á svona holl- vini þarf hún enga óvini. Það er kaldhæðnislegt að í við- leitninni við að tryggja lands- byggðinni gott aðgengi að höfuð- borginni erum við að veikja höfuðborgina og taka þá áhættu að hún lendi í svipaðri stöðu í náinni framtíð og landsbyggðin er í í dag. Það á með öðrum orðum eina ferðina enn að reyna að styrkja þann veika með því að veikja þann sterka. Fá mistök hafa verið eins oft endurtekin í sögunni og alltaf með hörmulegum afleiðingum. Landsbyggðarmenn verða að skilja að höfuðborgin er besti vin- ur þeirra og það er eitt stærsta hagsmunamál allra Íslendinga að hún fái að þroskast og blómstra. En það getur hún bara ekki gert meðan flugvöllurinn er þar sem hann er. Það er útbreiddur misskilningur að aukin íbúðarbyggð í miðborg- inni muni auka á umferðarþung- ann í borginni. Þessu er öfugt far- ið. Umferð frá íbúðarbyggð í Vatnsmýrinni mun að mestu leggj- ast á tómu akreinarnar á álags- tímum við upphaf og lok vinnu- dags. Ef hins vegar flugvöllurinn verður um kyrrt verður að byggja yfir fólksfjölgunina í úthverfum, undir Úlfarsfelli og á Kjalarnesi en umferð frá þeirri byggð mundi að langmestu leyti bætast við um- ferðarþungann á stofnbrautum borgarinnar. Á laugardaginn kemur gefst okkur Reykvíkingum tækifæri til að kjósa um framtíð borgarinnar. Við verðum að horfa til framtíðar og bjarga borginni með því að kjósa völlinn burt. Við getum tryggt forystuhlutverk Reykjavík- ur á höfuðborgarsvæðinu, en það forystuhlutverk er í hættu eins og nú háttar. Þá fáum við innan tíðar stór- kostlegt svæði til uppbyggingar. Þá getum við þakkað forsjóninni og flugvellinum fyrir að hafa varð- veitt besta byggingarlandið handa ungu kynslóðinni. Með svona „hollvini“ þarf Reykjavík enga óvini Einar Eiríksson Flugvöllur Það er útbreiddur mis- skilningur, segir Einar Eiríksson, að aukin íbúðarbyggð í miðborginni muni auka á umferðarþungann í borginni. Höfundur er formaður í hverfafélagi sjálfstæðismanna í miðborginni. RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram frum- varp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar sem felur í sér hækk- un á ellilífeyri sem er sambærileg þeirri hækkun sem var ákveðin hjá öryrkjum í öryrkjamálinu svo- kallaða eftir að ríkis- stjórnin hafði með nefnd háyfirdómara lagt blessun sína yfir hvað nægði öryrkjum. Ekki var farið að Hæstaréttardómnum í öryrkjamálinu eins og landsmönnum er í fersku minni. Jafnframt var tilkynnt að þessi breyting sem byggð er á örlæti ríkisstjórnarinnar í garð öryrkja myndi kosta ríkissjóð um 140 millj- ónir króna árlega. Ástæða þess hve lágri upphæð er varið til kjara- bótanna er að einungis er gert ráð fyrir að breytingarnar snerti um 1100 eldri borgara. Það er lítill hluti þeirra ellilífeyrisþega sem búa við bágust kjör því á árinu 1999 voru 5.855 ellilífeyrisþegar með tekjur undir 70.000 krónum á mánuði. Með þessu bregst ríkisstjórnin loks að einhverju leyti við kröfum forystumanna eldri borgara í land- inu. Enn er þó langt í land að ósk- um eldri borgara um réttláta lífs- afkomu verði fullnægt. Mikil- vægast er að leiðrétta það sem á kjör aldraðra hefur hallað og að tryggja að grunnlífeyrir verði framvegis í takt við launaþróun á almennum vinnumarkaði. Miðað við verkamannalaun lækkaði hlut- fall grunnlífeyris og tekjutrygging- ar um 8% á árunum 1991–1998 og hefur síðan lækkað um 10% til við- bótar. Skattleysismörk hafa ekki fylgt launaþróun og frítekjumark hefir ekki hækkað og hafa ítrekuð loforð ráðamanna í þeim efnum öll verið svikin. Bilið milli kjara aldr- aðra og almennra launa í landinu hefur þannig sífellt breikkað á undanförnum árum. Forystumenn eldri borgara krefjast þess vitan- lega að misréttið verði leiðrétt. Til þess að svo megi verða þarf að hækka bæturnar verulega og tryggja að frítekjumark og skattlagning fylgi þróun á almennum launamarkaði. Til- raunir forystumanna eldri borgara til að fá leiðréttingu á tví- sköttun lífeyris hafa ekki borið árangur. Þar er verulega mis- munað. Þrátt fyrir allt vek- ur það þó athygli hversu öflug forysta eldri borgara er. Þar er greinilega á ferðinni kröftugur hópur fólks sem engin ellimerki er að finna á, enda eru eldri borgarar í dag sannkallað nútímafólk sem ekki er lúið til sálar eða líkama eins og oft var um jafnaldra þeirra fyrir nokkrum áratugum. Þetta fólk hef- ur með drjúgu ævistarfi lagt í hendur yngri kynslóða undirstöður íslenska velferðarkerfisins. Það er meðvitað um rétt sinn og stendur vörð um hann. Sú kjarabót sem ríkisstjórnin býður eldri borgurum nú er ekki stórmannleg smáskammtalækning á erfiðum kjörum þeirra. Smátt skammtað Margrét Sverrisdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. Lífeyrir Sú kjarabót sem rík- isstjórnin býður eldri borgurum nú, segir Margrét K. Sverris- dóttir, er ekki stór- mannleg smáskammta- lækning á erfiðum kjörum þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.