Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 42
UMRÆÐAN
42 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÆSTKOMANDI
laugardag gefst Reyk-
víkingum fágætt tæki-
færi til beinnar þátt-
töku í ákvörðun um
skipulagsmál í borg-
inni þegar kosið verður
um framtíð Vatnsmýr-
arinnar. Hvort heldur
sem borgarbúar segja
já eða nei mun svarið
hafa víðtækar afleið-
ingar í för með sér og
er ólíklegt að aftur
verði snúið með þá
stefnu sem þá verður
mörkuð. Það er því
mikilvægt að borg-
arbúar liggi ekki á skoðun sinni
heldur láti hana í ljós í kosningun-
um.
Í umræðunni um framtíð Vatns-
mýrar hafa aðallega tekist á tveir
hópar að undanförnu: Þeir sem vilja
halda staðsetningu flugvallarins og
það fólk sem vill nýta mýrina til
byggðar. En svo ber það við að
þriðji hópurinn olnbogar sig til
rúms. Það fólk er ekki með betri
byggð eða elskendur flugvallarins
fyrst og fremst heldur einarðir and-
stæðingar kosninganna sem slíkra.
Ýmis rök færir það fyrir andstöð-
unni og ættu flest þeirra að vera
borgarbúum kunn, ásamt rökstuðn-
ingi fyrir kosningunum, af fjölmiðla-
umfjöllun undanfarinna vikna. Sum-
ir hafa jafnvel gengið svo langt að
hvetja borgarbúa til að hundsa
kosningarnar á þeirri forsendu að
vart sé að treysta stjórnmálamönn-
um framtíðarinnar til að misnota
ekki niðurstöðuna og halda flugvall-
arrekstri áfram eftir 2016. Í þessa
veru skrifar Sigurður Björnsson
heimspekingur í Morgunblaðið 9.
mars. Mér er reyndar meinilla við
að andskotast út í Sigurð, svo prýði-
leg rök sem hann færir fyrir því að
flugvöllurinn eigi að víkja. Við get-
um svo í framhaldinu
verið sammála um inn-
ræti ákveðinnar teg-
undar stjórnmála-
manna. En hinu deili
ég ekki með Sigurði að
ákvörðun um staðsetn-
ingu flugvallarins megi
bíða til ársins 2016.
Hana verður að taka
núna.
Verði ekki aðhafst
nú munu miklar fram-
kvæmdir halda áfram
við flugvöllinn í Vatns-
mýri. Þar munu ekki
einasta leggja sig
kostnaðarsöm brautar-
mannvirki heldur mun margfalt dýr-
ari flugstöð/umferðarmiðstöð rísa
undir Öskjuhlíðinni ásamt ýmsum
byggingum tengdum flugrekstri og
flugumferð. Fari það valtarahjól af
stað mun hvorki atkvæði mitt né
nokkurs annars stöðva það árið 2016
heldur molna undir því eins og hnet-
ur – að því gefnu að við verðum svo
bláeyg að það hvarfli að okkur þá að
leggja til að nýlegar byggingar upp
á marga milljarða verði jafnaðar við
jörðu til að rýma fyrir byggð. Ef við
aðhöfumst ekki strax má telja víst
að hugmyndin um endurreisn mið-
bæjarins með byggð í Vatnsmýrinni
verði fjarlæg draumsýn um ókomna
framtíð en ekki sá raunhæfi kostur
sem við stöndum frammi fyrir nú.
Fimmtán ár eru ekki langur tími í
skipulagsmálum borgar. Það er
skammur tími. Líkt og dæmin sanna
dugar það ekki borginni að fara
fram á mislæg gatnamót að vori sem
byggjast eiga að hausti, jafnvel þótt
nokkur ár líði milli þess vors og þess
hausts. Hvað þá heldur ef sú stefna
verður mörkuð að taka u-beygju í
útþenslu byggðarinnar og byggja
inn á við og hefjast handa við rót-
tæka endurskipulagningu almenn-
ingssamgangna og umferðarmann-
virkja innan borgar og við hana.
Ég vil að flugvöllurinn víki úr
Vatnsmýrinni og trúi því að það
myndi skapa Reykjavík ómetanlegt
tækifæri til betra lífs sem borg.
Samgöngu- og flugmálayfirvöld hafa
ekki sannfært mig um að sú ráð-
stöfun leggi sjálfkrafa af greitt og
sjálfsagt aðgengi íbúa hinna dreifð-
ari byggða að höfuðborg sinni enda
hafna þau að lítt eða óathuguðu máli
því að byggja megi flugvöll í
Hvassahrauni. Flugvöllur þar myndi
í flestum tilvikum stytta ferðatíma
farþega bæði til miðju höfuðborg-
arsvæðisins og eins til Keflavíkur-
flugvallar í millilandaflugið. Það er
auðvelt að skilja ástæður þess að
„einkafyrirtæki“ á borð við Flug-
félag Íslands finni því allt til foráttu
að flytja starfsemi sína með tilheyr-
andi kostnaði og raski. En það er
meira en lítið skrýtið að samgöngu-
yfirvöld vilji ekki einu sinni gjóa
augunum á tillögu sem myndi skila
stórkostlegri samgöngubót fyrir alla
landsmenn ef í ljós kemur að hún er
framkvæmanleg.
Hræddur er ég um að árið 2016
muni engin rök duga til að reisa
byggð á þessum stað hafi flugvöll-
urinn verið festur í sessi frekar en
orðið er. Ég hvet því Reykvíkinga til
að hundsa ekki Vatnsmýrina heldur
taka þátt í atkvæðagreiðslunni svo
hægt verði að hefjast handa með
skýran vilja borgarbúa að vopni.
Hundsum ekki
Vatnsmýrina
Ólafur Haraldsson
Flugvöllur
Ég vil, segir Ólafur
Haraldsson, að
flugvöllurinn víki úr
Vatnsmýrinni.
Höfundur er hönnuður.
FYRIR nokkrum
árum síðan var uppi
krafa um að leggja
Reykjavíkurflugvöll
niður af tillitssemi við
fuglalífið. Nú vilja
menn fá Vatnsmýrina
fyrir nýja háborg.
Kunna menn ekki
lengur að meta hið
fagra útsýni suður yfir
Tjörnina? Hvaða máli
skiptir það þó flugvél-
ar hefja sér til flugs
eða lenda? Ekki
skemmir það útsýnið.
En fáum við háborg í
staðinn, dregur veru-
lega úr birtu í miðbænum í skamm-
deginu.
Það er verið að amast við því að
byggð dreifist upp um holt og hæðir
fjarri miðborginni. Allt tal um fjar-
lægðir er fáranlegt í samanburði við
útlönd. Og hvað er svo galið við að
búa í Breiðholti, Selási eða Graf-
arvogi? Er ekki bara gott að eiga
heima þar?
Er Vatnsmýrin eina lausnin fyrir
þörfinni á nýju byggingarlandi?
Er víst að allir vilji endilega búa
niðri í bæ? Með aukinni byggð ann-
ars staðar og fjölda fyrirtækja sem
eru óðar að flytja í úthverfin, þarf
fólk ekki að fara niður í bæ á hverj-
um degi.
Samgönguvandamálin leysast
ekki með neðanjarðarlestakerfi, því
við viljum geta ekið nánast að dyr-
um þar sem við eigum erindi.
Þar að auki kostar neðanjarðar-
samgöngur það mikið að hér skortir
allar rekstrarforsendur fyrir slíku,
jafnvel þó að bannað yrði að hala
nema einum bíl á hverju heimili.
Neðanjarðargöng fyrir bíla hafa
verið rædd, en ég býst
við að það yrði líka
dýrt. Við megum ekki
gleyma því að það
kostar óhemjufé að
láta þetta verða að
veruleika. Eða ætlum
við að fara að fordæmi
landa minna, þar sem
borga þarf vegatoll í
hvert skipti sem ekið
er inn í Ósló?
Að leggja niður
Reykjavíkurflugvöll
jafngildir fyrsta skrefi
í að flytja höfuðborg
landsins suður með
sjó. Innan nokkra ára-
tuga mun höfuðþunginn á allri upp-
byggingu færast þangað, vegna
þess að menn sjá ekki lengur neinn
tilgang í að koma til Reykjavíkur.
Allt tal um einteining – hraðlest
að japanskri fyrirmynd – er líka út í
hött. Hafa ekki verið bornar saman
mannfjöldatölur Japans og Íslands?
Halda menn virkilega að Suður-
nesjamenn, jafnt og aðrir sem
kunna að eiga erindi til gömlu höf-
uðborgarinnar, leggi bílum sínum
við Leifsstöð eða Fitjarnesti – taki
svo lestina inn að Mjódd og leigi sér
þar bíl til að sinna erindum í „litlu
borginni við sundin blá“?
Þeir eru veruleikafirrtir sem hafa
stungið upp á framkvæmdum af því
tagi sem hér er talið upp. Það er
löngu kominn tími til að menn noti
íslenska kvarða en ekki erlenda!
Færist allt flug suður með sjó, er
víst að áherslur í ferðamannaiðn-
aðinum yrðu verulega breyttar sem
leiðir til röskunar á rekstrargrund-
velli hennar í borginni. Viðvera
ferðamanna hér mun vafalítið
minnka um helming.
Af öryggissjónarmiðum við nátt-
úruhamfarir eða stórslys, dugar
ekki að hafa lítinn þyrlupall við
gamla Borgarspítalann. Þyrfti þá
ekki að byggja nýjan Landspítala í
Reykjanesbæ?
Látum bara flugvöllinn í friði þar
sem hann er staðsettur og sýnum
landsbyggðinni að við treystum á
hana og viljum henni vel. Hún má
ekki við slíkri flengingu.
Eða er Reykvíkingum alveg sama
um alla aðra?
Var kannski hugmyndin að hefja
nauðungarflutninga frá dreifbýlinu
inn í auð húsakynni á „völlinn“ í
næsta nágrenni hinnar „nýju höf-
uðborgar“ – þar sem menn geta
grætt á tá og fingri?
Það er eins og ég sjái söguna end-
urtaka sig. Fyrir rúmri hálfri öld
flutti fólk utan af landi til Reykja-
víkur – en nú myndi hefjast ný gull-
öld suðurfrá – en varla í Vatnsmýr-
inni!
En er það þetta sem allir lands-
menn vilja? Getum við ekki notað
fjarmuni okkar til þarfara hluta – til
dæmis að hlúa að hvort öðru?
Þó ég hafi ekki kosningarrétt,
legg ég til atkvæði mitt með þessum
hætti: Greiðum atkvæði á móti
flutningi Reykjavíkurflugvallar.
Látum flugvöllinn í friði
Mats Wibe Lund
Flugvöllur
Greiðum atkvæði,
segir Mats Wibe Lund,
á móti flutningi Reykja-
víkurflugvallar.
Höfundur er ljósmyndari.
NÚ ÞYKIR mér
stjórnmálamenn vera
orðnir ansir kræfir um
athygli til sín.
Til að sópa að sér
fólkinu og tala það til,
tekur borgarstjórn
upp á því að láta kjósa
um hvar flugvöllurinn í
Reykjavík eigi vera og
borgarbúar gleypa
saklausir við agninu.
R-listinn veit að öll
umfjöllun fyrir flokk-
inn heldur honum á
lofti og beinir fólkinu
frá öðrum vanda borg-
arinnar á meðan.
Sjálftæðismenn taka
við agninu og halda á lofti miklum
mótbárum af hverju flugvöllurinn
eigi ekki að fara fet, en sjá ekki að
það er verið að spila með þá og
halda þeim frá öðrum málum á með-
an. Ekki það að mikilvægi flugvall-
arins sé ekki mikið, sem það er, en
það er bara alls ekki tímabært að
tala um flutning flugvallarins strax
því hvernig sem kosningar fara þá
verður ekkert gert í flugvallarmál-
inu fyrr en eftir árið 2016.
Það er einfalt að segja að tíma
þurfi til að skipuleggja svæðið, með
eða án flugvallar, gott og vel en að
það þurfi 15 ár í skipulagningu,
rosalega vinnur fólkið þá vinnuna
sína vel. Ég er ansi hrædd um að ef
markaðsstjóri einhvers fyrirtækis í
borginni myndi segja að það tæki
hann 15 ár eða lengur að markaðs-
setja fyrirtækið yrði hann látinn
fjúka hið snarasta. Af hverju eigum
við borgarbúar þá að gleypa við alls
konar skýringum frá báðum aðilum
og storma af stað til kosninga? Hvað
vitum við hvað bíður okkar eftir svo
langan tíma, það geta verið allt aðr-
ar forsendur í gangi þá og miklu
fleiri möguleikar í gangi. Er ekki
tækninni að fleygja svo ört áfram að
það geta orðið aðrir flutningsmögu-
leikar í gangi sem þyrftu kannski
ekki svona stóran flugvöll eins og
hann er núna.
Ég hef aldrei vitað til þess að
nokkur flokkur hafi skipulagt 15–20
ár fram í tímann og það staðist full-
komlega, því ætti það að verða eitt-
hvað öðruvísi núna. Segjum sem svo
að kosið yrði um að flugvöllurinn
ætti að fara og borgarstjórn færi á
stúfana til að skipuleggja annað
flugvallarsvæði og í ljós kæmi að
staðurinn hentaði alls ekki! Hvar
stöndum við þá, allt innanlandsflug
yrði þá flutt til Keflavíkurflugvallar
og við þyrftum að keyra alla leið til
Keflavíkur til að fljúga til Akureyr-
ar, Vestmanneyja og fleiri staða.
Rosalegur sparnaður þar í tíma- og
bensínkostnað hjá borgarbúum.
Þar að auki veit ég ekki til þess að
það sé meiri hætta sem stafi af flug-
völlum en umferðargötunum okkar.
Ættum við þá ekki að hafa alla vegi
utan við borgina! Nú segja eflaust
margir að það sé tóm vitleysa að
fara út í svona hluti, en hugsið pínu-
lítið, hvað hafa margir borgarbúar
farist í flugslysum á síðustu 10 árum
og hvað eru það margir sem hafa
farist í bílslysum á sama tíma? Ég
held bara að við ættum að hugsa
frekar um hvað sé hægt að gera til
að fækka slysum af völdum bifreiða
en að fara að mála skrattann á vegg-
inn með að það stafi mikil hætta af
flugi yfir borgina, sem aldrei hefur
komið fyrir, ekki stoppar það okkur
að aka um allar trissur þó svo við
vitum að það stafar mikil hætta af
því.
Erum við ekki endalaust að
herma eftir öllu í útlandinu, lítum á
borgir í kringum okkur, flestar eru
með flugvöll í borgunum og úthverfi
sem talið er best að búa í og eftir-
sóknarverðast. Við ættum kannski
að fara að byggja upp skýjaklúfa
hérna í rokrassinum og byggðin
þéttist. Já, já, skoðum líka það að
þjappa saman byggð miðborgarinn-
ar sem margir tala um, sem er
ágætt útaf fyrir sig en
er ekki fulllangt gengið
að flytja heilann flug-
völl til þess. Af hverju
er ekki öllum fótbolta-
völlum í borginni kast-
að á glæ og byggð sett
þar í staðinn. Ætli það
komi ekki alveg í stað-
inn fyrir einn flugvöll
eða svo. Síðan væri líka
hægt að flytja miðbæ-
inn eitthvert annað.
Borgin er að breytast
og stækka og ekkert
kemur í veg fyrir það
svo af hverju þarf endi-
lega að þjappa byggð-
inni við flugvöllinn, lít-
um í kringum okkur og sjáum nýja
möguleika áður en stórar fram-
kvæmdir eru settar í gang á kostnað
borgarbúa.
,,Eniga, meniga, ég á líka pen-
inga,“ segir borgarstjórn ef flugvöll-
urinn verður fluttur, þar sem bygg-
ingasvæðið yrði dýrt og hægt að
hala helling inn á sölu lóða og fast-
eignagjalda. Er ekki verið að
gleyma einu mikilvægu atriði? Hver
halda þessir sömu menn sem þetta
segja að kostnaðurinn verði við
flutning vallarins? Enginn? Ég veit
ekki betur en að fram hafi komið hjá
einum þingmanni að það yrði svo
dýrt að skipuleggja og byggja upp
nýjan flugvöll að það komi alls ekki
til greina að gera slíkt, heldur verði
borgarbúar að gera sér grein fyrir
því að ef þeir kjósi flugvöllinn burt
fari hann til Keflavíkur. Gefur ekki
flugvöllurinn okkur líka bæði tekjur
og vinnu sem við myndum missa ef
hann flyttist úr borginni?
Hvað verður um allt sjúkraflug
fyrir landsbyggðina ef flugvöllurinn
er ekki í borginni? Jú, fljúga þyrfti
fyrst til Keflavíkur og keyra þaðan
til borgarinnar, nú ef algjör neyð
væri yrði flogið með þyrlu til sjúkra-
húsanna og sama hættan komin með
flug yfir borgina, algjör hringavit-
leysa. Hvað myndi borgarstjórn
segja ef mannslíf myndu tapast útaf
flutningatöf, ekki benda á mig? Er-
um við strax búin að gleyma jarð-
skjálftanum sem varð fyrir tæpu
ári? Hver getur fullyrt að engar
náttúruhamfarir (eldgos, jarðskálft-
ar) muni koma upp svo að flutningur
þyrfti að vera í hasti úr borginni?
Eigum við þá að taka í burtu helsta
flutnings- og öryggisatriði borgar-
búa og segja þeim að stökkva út í sjó
ef þess þyrfti, því þó skipaflotinn
okkar sé stór er hann aldrei svo stór
að hann geti tekið okkur öll. Nátt-
úruhamfarir eru óútreiknanlegar,
það vitum við öll og ef landleiðin
yrði ófær þyrftum við að leita til
landsbyggðarinnar, til dæmis vegna
sjúkra- og gistiaðstöðu þeirra.
Hvernig eigum við að fara að því
ef við höfum engan flugvöll í borg-
inni?
Því segi ég að tími sé kominn fyrir
okkur öll að vera skynsöm. Hlaup-
um ekki upp til handa og fóta vegna
ráðabruggs stjórnmálamanna og
látum þá ekki hafa áhrif á okkur.
Þessar ótímabæru kosningar á að
setja í bið og hugsa frekar um ör-
yggi allra landsmanna.
Er árið 2016
komið?
Helga
Magnúsdóttir
Höfundur er nemi
í öldungadeild MH.
Flugvöllur
R-listinn veit að öll um-
fjöllun fyrir flokkinn
heldur honum á lofti,
segir Helga Magnús-
dóttir, og beinir fólkinu
frá öðrum vanda borg-
arinnar á meðan.