Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 45
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
Ísaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
5 gerðir - margir litir
Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900
60 ára frábær reynsla.
1998 Subaru Legacy
Sjálfsk., ek 40 þús. einn
eig. Verð 1.450 þús. Áhv
1.130 þús
1998 VW Golf 1600
Comfortline 5gíra, Ek
50 þús. Verð 1.190 þús .
1998 Audi A4 Quattro
Túrbó Sjálfsk. Ek 39 þús.
með öllu. Verð 2.780 þús
áhv 1450 þús.
1998 Nissan Patrol
SE 35" dekk ek 51 þús 5
gíra. Verð 2.880 þús.
1996 GMC 6.5 Dísel
Túrbó Sjálfsk., ek 96
þús. 5 manna. Verð 1.980
þús. Áhv 1.300 þús
1994 BMW 316I Ek 94
þús. leður toppl abs. Verð
990 þús. Áhv 400 þús
1998 Land Rover
Freelander XI 1800 5
gíra, ek 31 þús. Verð
1.910 þús.
1993 VW Vento 1800
GL 5 gíra ek 132 þús álf-
elgur Verð 480 þús. 12-36
visa-euro
1998 Mazda 323 F
GTI 1800 5 gíra, ek 38
þús. Verð 1.190 þús
1998 MMC L-200
Túrbó Dísel GLS 5 gíra,
ek 53 þús. Verð 1.540 þús
1998 MMC Pajero
Túrbó Dísel 2.5 Ek 63
þús. 5 gíra. Verð 1.980
þús. Áhv 1.200 þús.
2000 Opel Astra GL
ek 1 þús 5 gíra spoilerar
Verð 1.390 þús. Áhv 1.190
þús.
Björgvin Ingi
Sími 510 4900 www.billinn.is Stórhöfða 26
ALLT ÞETTA FYRIR ÞIG
frá Estée Lauder
ef keypt er fyrir 3.500 krónur eða meira frá Estée
Lauder dagana 14.-17. mars í verslunum Lyfju*
Taskan inniheldur:
100% Time Release Moisture créme - 24 stunda rakakrem 7 ml.
Idealist - nýtt undrakrem, 7 ml.
Go Bronze sjálfbrúnkukrem, 30 ml.
Pure Color varalit, „Hot kiss“.
More than Mascara.
Estée Lauder Pleasures spray, 4 ml.
Verðgildi gjafarinnar er um 5.600 kr.
* Meðan birgðir endast í eftirfarandi verslunum Lyfju:
Lyfja Lágmúla, sími 533 2308 • Lyfja Laugavegi, sími 552 4045 • Lyfja Garðatorgi,
sími 565 1320 • Lyfja Setbergi, sími 555 2306 • Lyfja Hamraborg, sími 554 0102.
ÞEGAR er horft til
tímabilsins við upphaf
kirkju okkar má sjá ótal
litaafbrigði myndar
þegar við veltum því
fyrir okkur hvernig
fyrstu söfnuðirnir störf-
uðu. Litlir og líflegir
söfnuðir, fullir af trú-
ræknu, kristnu fólki,
sem mátti sætta sig við
ofsóknir í rómverska
keisaradæminu, héldu
striki sínu þrátt fyrir að
líf þeirra væri þyrnum
stráð. Fræið sem var
sáð á tímum postulanna
varð að mikilli upp-
skeru. Þessi kynslóð kristinna manna
hafði mikil áhrif á heilu kynslóðirnar
sem enn lifa í dag.
Störf djákna hafa verið í aldanna
rás innan kirkjunnar. Kirkjan hefur
alla tíð hvatt þá sem vinna fyrir hana
að taka sérstakt tillit til þeirra sem
minna mega sín í þjóðfélaginu. Kirkj-
an lætur sig varða líðan fólks jafnt í
dag sem áður. Þrátt fyrir góðæri og
framfarir í nútímaþjóðfélagi eru
margir sem þurfa hjálp. Aukin ein-
semd og einangrun veldur oft mikilli
vanlíðan hjá fólki, jafnt líkamlegri
sem andlegri. Augu og eyru kirkjunn-
ar verða að ljúkast enn betur upp sem
svar við þessari neyð. En með því að
taka upp djáknaþjónustu stuðlar
kirkjan að enn meiri breidd í kirkju-
legu starfi. Því fjölbreytilegri störf
innan kirkjunnar hljóta að efla störf
hennar ef rétt er haldið á spilum.
Stundum er talið að upphaf djákna-
þjónustunnar sé köllun hinna sjö sem
um getur í sjötta kafla Postulasög-
unnar í Nýja testamentinu, en þjón-
usta þeirra er nefnd þjónusta til
borðs, andstætt þjónustu postulanna
sem nefnd er þjónusta orðsins.
Djáknar hafa gegnt veigamiklu hlut-
verki innan kirkjunnar allt til dagsins
í dag, þó svo að störf þeirra hafi verið
mismunandi í gegnum aldirnar. Í
Nýja testamentinu má finna frásagn-
ir af starfi djákna í
fyrstu kristnu söfnuð-
unum. Á miðöldum fær
djáknastaðan á sig aðra
merkinu og verður þrep
í vígslustiganum. Eftir
siðbreytingu urðu
þáttaskil í kirkjunni og
vígslustigin hurfu og
eftir urðu þrenns konar
sjálfstæð embætti, bisk-
upar, prestar og djákn-
ar. Á tímum eftir sið-
breytingu höfðu
djáknar ekki sömu
helgiþjónustu og áður
hafði verið. Hlutverk
djáknans við helgihald-
ið var hliðstætt meðhjálparastarfinu,
jafnframt því sem lögð var áhersla á
að djákninn sinnti uppfræðslunni.
Með framsókn iðnbyltingarinnar og
mótun borgaralífs á 19. öld urðu
félagsleg vandamál annars konar en
áður. Þegar kirkjan stóð gagnvart
vandamálum fjöldans á þeim tímum
minntist hún aftur hins forna kirkju-
lega embætti djáknans. Störf djákn-
ans sem innt voru af hendi í frum- og
fornkirkjunni var endurvakið í þýsku
kirkjunni, sem síðan átti eftir að
breiðast út og má að vissu leyti segja
að það sé vísir að því sem er að gerast
hér á landi núna.
Meðal nýmæla á síðasta áratug 20.
aldarinnar var að djáknar komu til
starfa á nýjan leik í íslensku þjóð-
kirkjunni. Það voru djáknarnir Unn-
ur Halldórsdóttir og Ragnheiður
Sverrisdóttir sem fóru á fund hr.
Ólafs Skúlasonar biskups í janúar
1990, í þeim erindagjörðum að ræða
um stöðu djákna í íslensku kirkjunni.
Eftir þennan fund ákvað biskup að
skipa nefnd til að kanna málefni
djákna, en auk Unnar og Ragnheiðar
tók dr. Einar Sigurbjörnsson sæti í
þeirri nefnd. Eftir mikil fundahöld og
ítarlega könnun á störfum djákna svo
og kynningu á væntanlegu námi var
ákveðið að hefja nám í djáknafræðum
við Háskóla Íslands haustið 1993.
Um störf djákna í dag, má sjá í
vígslu og erindisbréfi hans. Í vígslu-
bréfi kemur m.a. fram að djákni er
kallaður af söfnuði eða stofnun og
biskup staðfestir köllun djáknans og
vígir hann. Djákni veitir fræðslu og
leiðsögn í heilögum sannindum krist-
innar trúar og rækir kærleiksþjón-
ustu af trúnaði við kenningu og skip-
an kirkjunnar. Djákni stendur við hlið
þeirra sem minna mega sín og stend-
ur vörð um réttindi fólks. Djákninn er
tákn Guðs elsku og þjónar Kristi í
náunga sínum. Djákninn leitast við að
hughreysta sjúka og sorgbitna og
hann skal í auðmýkt leitast við að feta
í fótspor Krists. Djákni skal vinna að
því með hjálp Heilags anda að kær-
leiki Guðs verði sýnilegur meðal okk-
ar. Í erindisbréfi djákna kemur fram
að djákninn annist líknar- og fræðslu-
þjónustu. Hann er samstarfsmaður
sóknarprests og ábyrgur fyrir honum
og sóknarnefnd. Djákninn hefur
frjálsar hendur um starfstilhögun eft-
ir því sem aðstaða leyfir. Djákni skal
aðstoða sóknarprest við kirkjulegar
athafnir ef hann óskar þess. Sömu-
leiðis getur sóknarprestur falið
djákna að annast fyrirbænaguðsþjón-
ustu og prédikunarguðsþjónustu.
Djákna er skylt að hlíta úrskurði
biskups um allt er starf hans varðar. Í
starfsreglum djákna má sjá að bent
er á að djákna sé skylt að sinna starfi
sínu samkvæmt köllun sem hann hef-
ur hlotið og skilgreind er í vígslu- og
erindisbréfi hans.
Djáknanámið er níutíu einingar við
guðfræðideild Háskóla Íslands, auk
tíu vikna starfsþjálfunar í lok tíma-
bilsins og útskrifast sá er lýkur námi
sem BA guðfræðingur, en tekur síðan
vígslu sem djákni þegar hann er kall-
aður til starfa í kirkjum landsins.
Einnig geta þeir sem lokið hafa BA-
eða BS-gráðu á háskólastigi tekið
djáknanám til viðbótar fyrra námi,
taka þeir þá starfsnámið til þrjátíu
eininga.
Djáknaþjónustan
Fjóla Haraldsdóttir
Djáknanám
Í starfsreglum djákna,
segir Fjóla Haralds-
dóttir, má sjá að bent er
á að djákna sé skylt að
sinna starfi sínu sam-
kvæmt köllun.
Höfundur er djákni.
VEIRUSJÚKDÓM-
AR hafa margir hverjir
verið þekktir öldum
saman, en menn gerðu
ekki greinarmun á
veirum og öðrum sýkl-
um fyrr en um alda-
mótin 1900. Allt fram á
þennan dag hafa menn
verið að uppgötva „nýj-
ar“ veirur. Eitt helsta
einkenni veira er, að
þær hafa ekki prótein-
myndunarkerfi eða
önnur „frumulíffæri“
og eru algerlega háðar
lifandi hýsilfrumu um
fjölgun. Veirur sýkja
menn og dýr, plöntur,
skordýr og bakteríur eiga sér líka
sínar veirur. Dæmi um veirusjúk-
dóma manna eru kvef, mislingar,
vörtur, bólusótt og alnæmi.
Upphaflega voru dýraveirur rækt-
aðar í dýrum eins og t.d. kúabóla á
kálfsskinni. Síðar komu menn sér
upp músastofnum og eggjum til að
rækta dýraveirur. Nú er algengast
að rækta veirur í frumuræktum í
flöskum og glösum. Sú aðferð ásamt
miklum framförum í sameindalíf-
fræði hefur auðveldað
mjög allar rannsóknir á
veirum og þróun að-
ferða til greininga á
veirusjúkdómum. En
veirur eru misvandlát-
ar á hýsilfrumur og enn
hefur mönnum ekki
tekist að rækta sumar
veirur, t.d. lifrarbólgu
B, vörtuveirur o.fl.
Veirur eru of smáar til
að sjást í ljóssmásjá en
með tilkomu raf-
eindasmásjár komust
menn að því, að margar
veirur eru mjög falleg-
ar útlits.
Helstu vopn manna
gegn veirusjúkdómum hafa verið
bólusetningar og tókst með þeim að
útrýma bólusótt (um 1980), og langt
komið að útrýma mænusótt. Lyfja-
gerð gegn veirum hefur fleygt mjög
fram á seinni árum.
Í fyrirlestri um þetta efni, sem
haldinn verður 15. mars kl. 20 í Lög-
bergi, verður fjallað um uppbygg-
ingu og flokkun veira og fjölgun
þeirra í meginatriðum. Sagt verður
stuttlega frá ýmsum flokkum veira
sem sýkja menn.
Veirur og veiru-
sjúkdómar
Þorgerður
Árnadóttir
Höfundur er forstöðunáttúrufræð-
ingur á Rannsóknarstofnun Land-
spítala – háskólasjúkrahúss,
rannsóknarstofu í veirufræði.
Veirur
Lyfjagerð gegn veirum,
segir Þorgerður
Árnadóttir, hefur
fleygt mjög fram
á seinni árum.