Morgunblaðið - 14.03.2001, Síða 55
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 55
Námskeið í táknmáli
Námskeið í táknmáli hefjast 19. mars.
Kennt verður Táknmál 1, 2, 3, 4 og 5.
Innritun og nánari upplýsingar í síma 562 7702
eða tölvupóst gigja@shh.is .
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra
og heyrnarskertra.
TIL SÖLU
Lagerhillur
Góðar lagerhillur til sölu.
Upplýsingar í síma 898 6068.
Grjótnám í Eldvarpahrauni eldra og
Þórðarfellshrauni fyrir brimvarnagarða
við innsiglinguna í Grindarvíkurhöfn
Mat á umhverfisáhrifum
— úrskurður Skipulags-
stofnunar
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt
lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif-
um. Fallist er á fyrirhugað grjótnám í Þórðar-
fellshrauni og efnistöku af svæði 5b í Eldvarpa-
hrauni eldra eins og henni er lýst í framlögðum
gögnum framkvæmdaraðila, en lagst gegn efn-
istöku í Eldvarpahrauni eldra utan svæðis 5b.
Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is.
Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til 11. apríl
2001.
Skipulagsstofnun.
KENNSLA
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Huglækningar/
heilun
Sjálfsuppbygging.
Samhæfing líkama
og sálar. Áran.
Fræðslumiðlun.
Halla Sigurgeirsdóttir,
andlegur læknir.
Uppl. í síma 553 8260 f.h.
KENNSLA
Keramiknámskeið
Þú getur byrjað þegar þú vilt.
Opið hús fyrir alla á miðviku-
dagskvöldum kl. 20—23.
Keramik fyrir alla,
Laugavegi 48b, s. 552 2882.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 1813148 9.III*
GLITNIR 6001031419 I
Njörður 6001031419 I
I.O.O.F. 7 18131471/2 8.0.
I.O.O.F. 9 1813148½ 9.III
Hamar 6001031419 III
HELGAFELL 6001031419 VI
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58—60.
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Fjáröflunarsamkoma í umsjá
Kristniboðsfélags kvenna. Elfa
Ágústsdóttir og Kjartan Jónsson
tala. Árni Gunnarsson syngur.
Happdrætti.
Allir hjartanlega velkomnir.
sik.is .
Miðvikudagur 14. mars
Í kvöld kl. 20.00
Vakningaherferðin heldur áfram
með ofurstunum Inger og Einar
Höyland. Brigader Óskar Jóns-
son stjórnar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Myndasýning í FÍ-salnum 14.
mars kl. 20:30. Helgi Arn-
grímsson og Áskell Heiðar Ás-
geirsson frá Borgarfirði eystra
fjalla um Víknaslóðir milli Borg-
arfjarðar og Seyðisfjarðar og
Gerður Steinþórsdóttir sýnir
myndir úr ferð frá Hveravöllum í
Geitland, norðan og vestan
Langjökuls. Aðgangseyrir 500.
Kaffiveitingar í hléi.
Námskeið í rötun; áttaviti og
GPS-staðsetningartæki. Skráið
ykkur á skrifstofu, s. 568 2533.
Takið þátt í spurningaleikn-
um á heimasíðu FÍ. Dagsferðar-
miði dreginn út í hverri viku.
www.fi.is, textavarp RUV bls.
619.
Mosfellsbær
Fræðslu- og
menningarsvið
Innritun nýrra nemenda
Innritun allra sex ára barna í Mos-
fellsbæ, (fædd 1995) fer fram í Varmár-
skóla dagana 14.—21. mars n.k. kl.
9.00—15.00 í síma 525 0700.
Einnig fer fram innritun nemenda sem
eru að flytjast frá öðrum bæjarfélögum.
Skipting skólahverfis milli austur- og
vestursvæðis er með svipuðum hætti
og áður. Nánari upplýsingar er að fá á
skrifstofu Varmárskóla, hjá útibússtjóra
í Vestursetri og hjá skólafulltrúa.
Áríðandi er að foreldrar innriti börn sín
á þessum tíma.
Skólafulltrúi.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is
SEINNI hluti Stærðfræðikeppni
framhaldsskólanema fór fram
laugardaginn 10. mars. Til keppni
mættu þrjátíu nemendur og fór
Guðni Ólafsson, Menntaskólanum
í Reykjavík, með sigur af hólmi.
Náði hann fullu húsi stiga, en fast
á hæla honum kom Eyvindur Ari
Pálsson, einnig úr Menntaskól-
anum í Reykjavík, með aðeins
einu stigi minna.
Í heild varð sætaskipan þessi: Í
1. sæti varð Guðni Ólafsson, MR,
2. sæti Eyvindur Ari Pálsson, MR,
3. sæti Ingvar Sigurjónsson, MR,
4. sæti Ragnheiður Helga Har-
aldsdóttir, MR, 5. sæti Sigurður
Örn Stefánsson, MA, 6. sæti Grét-
ar M.R. Amazeen, MR, 7. sæti
Matthías Kormáksson, MR, 8. sæti
Ásta Ásgeirsdóttir, MR, 9. sæti
Andri H. Kristinsson, MH, 10. sæti
Stefán Þorvarðarson, MR, 11. sæti
Þóra Þorgilsdóttir, MR, 12.–13.
sæti Bjarnheiður Kristinsdóttir,
MR, og Þorbjörn Guðmundsson,
MR, 14. sæti Ásgeir Alexand-
ersson, MA, 15. sæti Sigurður Páll
Steindórsson, MR, 16. sæti Jens
Guðjónsson, MH, 17. sæti Hilmar
Páll Haraldsson, MR, 18.–19. sæti
Gunnar Geir Pétursson, MS, og
Guðni Karl Rosenkjær, Flensborg,
20. sæti Kristinn Bjarnason, MR.
Nemendur í þrettán efstu sæt-
unum munu taka þátt í Norrænu
stærðfræðikeppninni hinn 29.
mars og eiga þeir jafnframt
möguleika á að verða valdir í lið
Íslands fyrir ólympíukeppni í
stærðfræði í sumar.
Úrslit voru tilkynnt í verðlauna-
hófi í Skólabæ á sunnudaginn var,
þar sem Brynjar Arnarsson,
fulltrúi Kaupþings, afhenti við-
urkenningar, en þrír efstu kepp-
endur hlutu auk þess pen-
ingaverðlaun. Kaupþing stóð
straum af kostnaði við fram-
kvæmd keppninnar og gaf verð-
launafé, eins og undanfarin ár.
Í forkeppninni í ár tóku þátt á
sjötta hundrað nemenda, en þeim
fjörutíu sem bestum árangri náðu
þá var boðið til leiks um helgina.
Hafa þeir nemendur fengið send
æfingadæmi í vetur, til undirbún-
ings fyrir úrslitarimmuna, en ljóst
er að hið langa kennaraverkfall
mun hafa nýst sumum vel til
þessa.
Lokakeppnin á laugardaginn
samanstóð af sex verkefnum sem
nemendur fengu fjóra tíma til að
skrifa lausnir að. Að meðaltali
leystu keppendur tæplega tvö og
hálft dæmanna. Bestum árangri
náðu þau í dæmi 3, sem hljóðaði
svona: Rögnvaldur ætlar upp
stiga með 10 þrepum. Í hverju
skrefi fer hann annaðhvort upp
um eitt þrep eða upp um tvö
þrep. Á hve marga mismunandi
vegu getur hann farið upp stig-
ann?
MR-ingar röðuðu
sér í efstu sætin
Sigurvegarar í Stærðfræðikeppni framhalds-
skólanema árið 2001, Guðni Ólafsson og Eyvindur
Ari Pálsson. Ingvar Sigurjónsson var fjarverandi.
Fulltrúar Íslands í Norrænu stærðfræðikeppninni 29. mars. Í aftari röð
frá vinstri, Stefán Þorvarðarson, Þorbjörn Guðmundsson, Andri H. Krist-
insson, Guðni Ólafsson, Eyvindur Ari Pálsson, Þóra Þorgilsdóttir. Í fremri
röð frá vinstri, Grétar Amazeen, Bjarnheiður Kristinsdóttir og Ragnheið-
ur Helga Haraldsdóttir. Á myndina vantar Ingvar Sigurjónsson, Sigurð
Örn Stefánsson, Matthías Kormáksson og Ástu Ásgeirsdóttur.
Brynjar Arnarsson frá Kaupþingi afhendir Guðna
Ólafssyni 1. verðlaun að viðstöddum Lárusi Bjarnasyni
frá framkvæmdanefnd keppninnar.
Lokakeppni Stærðfræðikeppni
framhaldsskólanema