Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 56
56 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í samkvæmisdönsum fór fram laug- ardaginn 10. mars. Að þessu sinni var keppt í hinum sígildu og suður- amerísku dönsum samanlagt. Sam- hliða þeirri keppni var boðið upp á keppni í A, D og K flokkum. Fór keppnin fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Setningarathöfnin fór fram eins og venjulega, keppendur marseruðu inn á gólfið, þjóðfánanum var heilsað og forseti DSÍ, Birna Bjarnadóttir, flutti ávarp og að því loknu setti Ell- ert B. Schram forseti ÍSÍ keppnina. Að sögn keppnisstjórans Eyþórs Árnasonar gekk keppnin vel fyrir sig í flesta staði, fyrir utan hið „hefð- bundna“ brottfall keppenda sem or- sakar hnökra í rennsli keppnanna. „Þetta veldur okkur miklum erf- iðleikum og kostar það að keppn- isstjóri og útreikningsstjóri verða að búa til nýtt rennsli á staðnum og breyta uppröðun afspilunar á tónlist og dagskrá fyrir kynni keppninnar. Þetta veldur því að við erum að missa fólk úr þessum störfum, það lætur enginn bjóða sér það keppni eftir keppni að öll undirbúnings- vinnan sé lögð í rúst. Þetta er vanda- mál sem mjög brýnt er að leysa, því að öðrum kosti verðum við í vand- ræðum með að fá fólk til að vinna að þessum danskeppnum.“ Varðandi umgjörð keppninnar, sem þótti mjög falleg, sagði Eyþór jafnframt: „Við settum lýsingu á keppnisgólfið sem vakti mikla ánægju bæði keppenda og áhorf- enda. Þetta kostar töluverða pen- inga og mikla vinnu. Þetta breytir samt svo miklu varðandi umhverfi keppninnar að ég held að við reyn- um þetta áfram.“ Dómarar keppninnar voru fimm, þeir Frank Venables frá Englandi, Herbert Lowig frá Þýskalandi, El- isabeth Sandström frá Svíþjóð, Bent Davidsen frá Danmörku og Morten Andersen frá Noregi. Enn og aftur geri ég athugasemd við það að ekki sé íslenskur dómari eða dómarar við keppnina. Íslenskir danskennarar eru fagmenn sem vel er treystandi til þess að dæma dans- keppnir sem þessa. Vissulega eru ekki allir alltaf sáttir við dóma ís- lensku dómaranna en það á ekkert síður við þá sem koma erlendis frá. Mér er einnig spurn: Er í einhverri íþrótt alltaf fullkomin sátt við dóm- ara? Ef dansíþróttin á að dafna á Ís- landi er nauðsynlegt að við eigum dómara sem við treystum til þess að dæma danskeppni, jafnt hér heima sem erlendis. Sigurður Hákonarson danskenn- ari sagði í samtali við blaðamann að keppnin hafi gengið ágætlega fyrir sig og var ánægður með daginn. Hannes Þór og Sigrún Ýr til Frakklands Eftirfarandi eru úrslit og hugleið- ingar Sigurðar um pörin sem urðu í fyrstu tveimur sætunum í frjálsu riðlunum. Til gamans má geta þess að dans- parinu Hannesi Þór Egilssyni og Sigrúnu Ýr Magnúsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í alþjóðlegri 10 dansa keppni sem fram fer í Frakklandi í lok mars. Fer keppnin fram í Maisons Laffitte sem er í um 15 km fjarlægð frá París. Úrslit Sigurði fannst Jónatan og Hólm- fríður mjög örugg í sínum dansi. „Skiluðu sínu mjög vel. Mér fannst þau þó nokkuð sterkari í suðuramer- ísku dönsunum. Þyrftu aðeins að- passa dansstöðuna stundum í sígildu dönsunum, þó hefur verið framför í því.“ „Þorleifur og Ásta dönsuðu skín- andi vel á laugardaginn og voru í mjög góðu jafnvægi. Þau hafa örugglega verið skammt á eftir Jón- atan og Hólmfríði þar sem þessi tvö pör eru mjög jöfn að styrkleika. Þetta par á mikla framtíð fyrir sér.“ Unglingar I F, 10 dansar 1. Jónatan Örlygss./Hólmfríður Björnsd.GT 2. Þorleifur Einarss./Ásta Bjarnad.GT 3. Baldur K. Eyjólfss./Erna Halldórsd.GT 4. Arnar Georgss./Tinna R. Pétursd.GT 5. Björn E. Björnss./Herdís H. ArnaldsGT 6. Ingolf D. Petersen/Laufey Karlsd.HV 7. Stefán Claessen/María CarrascoGT „Þessi úrslit komu mér ekki á óvart, þau báru af að mínu mati. Þau hafa sýnt alveg ótrúlegar framfarir frá því í haust. Þau áttu sigurinn svo sannarlega skilið.“ „Friðrik og Sandra voru að skila sinni vinnu mjög vel og uppskáru sem þau sáðu,“ sagði Sigurður að lokum. Unglingar II F, 10 dansar 1. Agnar Sigurðss./Elín D. Einarsd.KV 2. Friðrik Árnas./Sandra J. BernburgGT 3. Davíð G. Jónss./Helga Björnsd.GT 4. Ásgrímur Logas./Bryndís M. Björnsd.GT 5. Sigurður Arnarss./Sandra EspersenHV 6. Björn V. Magnúss./Björg Halldórsd.KV „Ísak og Helga Dögg voru að dansa mjög vel að venju og mér fannst þau nokkuð jafnsterk í báð- um greinum. Dans með glans og ör- yggi og alls ekki síður í sígildu sam- kvæmisdönsunum. Hannes og Sigrún dönsuðu einnig mjög vel, jafnvel betur en áður. Þau hafa greinilega lagt mikla rækt við dansinn og stundað sínar æfingar af mikilli kostgæfni.“ Ungmenni F, 10 dansar 1. Ísak H. Nguyen/Helga D. Helgad.HV 2. Hannes Þ. Egilss./Sigrún Ýr Magnúsd.GT Önnur úrslit: Börn I A-D, suðuramerískir dansar 1.Sævar Þ.Sigfúss./Ragna B. BernburgGT 2. Sigurður M. Atlas./Sara R. Jakobsd.KV 3. Davíð Ö. Pálss./Elísabet Jónsd.DÍK 4. Sigurður Björgvinss./Telma Sigurðard. 5. Sigtryggur Haukss./Eyrún Stefánsd.GT 6. Hörður Ö. Harðars./Guðrún ArnaldsDÍK Börn I A-D, sígildir samkvæmisdansar 1. Alex F. Gunnarss./Vala B. Birgisd.DÍK 2. Sævar Þ. Sigfúss./Ragna B. BernburgGT 3. Sigurður Björgvinss./Telma R. Sigurðard. 4. Hörður Ö. Harðars./Guðrún ArnaldsDÍK 5. Davíð Ö. Pálss./Elísabet Jónsd.DÍK 6. Sigurður M. Atlas./Sara R. Jakobsd.KV Börn II A-D, suðuramerískir dansar 1. Valdimar Kristj./Rakel Guðmundsd.HV 2. Magnús Kjartanss./Helga Arnarsd.DÍK 3. Torfi Birningur/Telma Ólafsd.GT 4. Júlí H. Halldórss./Rakel S. Björnsd.GT 5. Arnar M. Einarss./Helena Jónsd.DÍK 6. Ólafur B. Tómass./Telma Arnarsd.DÍK Börn II A-D, sígildir samkvæmisdansar 1. Valdimar Kristj./Rakel Guðmundsd.HV 2. Torfi Birningur/Telma Ólafsd.GT 3. Arnar M. Einarss./Helena Jónsd.DÍK 4. Magnús Kjartanss./Helga Arnarsd.DÍK 5. Sigurður Brynjólfss./Rakel Magnúsd.DÍK 6. Guðm. Guðmundss./Ester Halldórsd.DÍK 7. Ólafur Tómass./Telma ArnarsdóttirDÍK Börn II K, suðuramerískir dansar 1. Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad.HV 2. Aðalsteinn Kjartanss./Erla Kristjánsd.KV 3. Arnar D. Péturss./Gunnhildur Emilsd.GT 4. Karl Bernburg/Helga S. Guðjónsd.KV 5. Jökull Örlygss./Denise Hannesd.KV Börn II K, sígildir samkvæmisdansar 1. Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad.HV 2. Karl Bernburg/Helga S. Guðjónsd.KV 3. Arnar D. Péturss./Gunnhildur Emilsd.GT 4.-5. Jökull Örlygss./Denise Hannesd.KV 4.-5. Aðalsteinn Kjartanss./Erla Kristj. Unglingar I A, suðuramerískir dansar 1. Ingimar Marinóss./Alexandra Johansen 2. Alexander Mateev/Olga E. Þórarinsd.GT 3. Stefán Víglundss/ Andrea Sigurðard.ÝR 4. Andri B. Róbertss./ Inga H. Ólafsd.GT 5. Þór Þorvaldss/Lilja Guðmundsd.GT 6. Steinar Ólafss/Ragn- heiður Árnad.ÝR 7. Atli B. Gústafss./Lov- ísa Ó. Ragnarsd.GT 8. Pétur Kristjánss/Þóra B. Sigurðard.GT Unglingar I A-D, sígildir samkvæmisdans- ar 1. Þór Þorvaldss/Lilja Guðmundsd.GT 2. Marinó Sigurðss/Berta Gunnarsd.HV 3. Ingimar Marinóss./ Alexandra Johansen 4. Stefán Víglundss/Andr- ea Sigurðard.ÝR 5. Haraldur Haraldss/Áslaug Daníelsd.DÍK 6. Klara Hjartard./Æsa K. Jónsd.DÍH 7. Pétur Kristjánss/Þóra B. Sigurðard.GT Unglingar I D, suðuramerískir dansar 1. Ólöf Á. Ólafsd./Elísabet Ö. Jóhannsd.ÝR 2. Oddný S. Davíðsd./Tinna Gunnarsd.GT 3. Klara Hjartard./Æsa K. Jónsd.DÍH 4. Ólöf K. Helgad./Jóhanna A. Árnad.ÝR 5. Birta M. Kristinsd/Rakel Ó. Axelsd.GT 6. Katrín Pálsd./Selma Harðard.GT 7. Sandra Sigurðard./Elísabet Stefánsd.ÝR Unglingar I K, suðuramerískir dansar 1. Björn I. Pálss./Ásta B. Magnúsd.KV 2. Eyþór S. Þorbjörnss/Ásrún Ágústsd.HV 3. Fannar H. Rúnarss./Eddan G. Gíslad.HV 4. Þorsteinn Sigurðss/Nidine Hannesd.KV 5. Jakob Grétarss./Anna B. Guðjónsd.HV 6. Adam Bauer/Sigurbjörg Valdimarsd.GT Unglingar I K, sígildir samkvæmisdansar 1. Björn I. Pálss./Ásta B. Magnúsd.KV 2. Eyþór S. Þorbjörnss/Ásrún Ágústsd.HV 3. Þorsteinn Sigurðss/Nidine Hannesd.KV 4. Fannar H. Rúnarss./Eddan G. Gíslad.HV 5. Jakob Grétarss./Anna B. Guðjónsd.HV 6. Hagalín Guðmundss./Íris B. Reynisd.HV Unglingar II A-D, suðuramerískir dansar 1. Kristín Ýr Sigurðard./Helga Reynisd.ÝR 2. Theodór Kjartanss/Telma Ægisd.ÝR 3. Birna R. Björnsd./Sara B. Magnúsd.KV 4. Sandra S. Guðfinnsd./Silja Þorsteinsd.ÝR 5. Bjarma Magnúsd./María Leifsd.ÝR 6. Katrín Ýr Sigurðard./Sigrún Birgisd.GT 7. Aníta R. Helgad./Arna S. Ásgeirsd.ÝR Unglingar II A-D, sígildir sam- kvæmisdansar 1. Birna R. Björnsd./sara B. Magnúsd.KV 2. Kristín Ýr Sigurðard./Helga Reynisd.ÝR Ungmenni A, sígildir samkvæmisdansar: 1. Berglind Helgad./Nína K. Valdimarsd.GT Ungmenni A, suðuramerískir dans- ar: 1. Berglind Helgad./Nína K. Valdimarsd.GT Falleg um- gjörð og öruggur dans DANS Í s l a n d s m e i s t a r a - k e p p n i í s a m k v æ m - i s d ö n s u m Laugardagur 10. mars. LAUGARDALSHÖLL Jónatan Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir í flokki unglingar I F. Adam Erik Bauer og Sigurbjörg S. Valdimarsdótt- ir í flokki unglingar I K. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Björn Ingi Pálsson og Ástabjörg Magnúsdóttir í flokki unglingar I K. Ísak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir í flokki ungmenni og áhugamenn F. Friðrik Árnason og Sandra Júlía Bernburg í flokki unglingar II F. Jóhann Gunnar Arnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.