Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 60

Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 60
60 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í VIKUNNI sem leið var ég að horfa á Ríkissjónvarpið, eins og gengur og ger- ist, og kom ég inn í miðjan þáttinn OK. Jújú, það var umræða í gangi í þætt- inum um félagslíf ungmenna úti á landi og hvað er hægt að gera til að bæta aðstöðuna. Þetta er alveg ferlega þreytt umræðuefni í unglingasjón- varpi. Þessi ungmenni virðast hafa þörf fyrir að blaðra um þetta í sjónvarps- þátt, sem enginn horfir á, svo bíða þau spennt í sínum bæjum úti á landi eftir að einhver bæjarstjóri reisi glæsilega félagsmiðstöð fyrir þau. En hver færi að fjármagna félagsmiðstöðvar fyrir krakka sem segjast fara í partí og drekka um helgar þegar ekkert er að gera? Það er kannski ekki margt í boði fyrir þau, en ekki virðist hugmynda- flugið vera uppá marga fiska. En eins og áður sagði, var ég að horfa á þennan þátt OK. Mér finnst þessi þáttur vægast sagt leiðilegur og hefði ég haft meira gaman af því að leita að bílastæðum í miðbænum en að horfa á OK. Ég horfði á spurn- ingakeppni, þar sem þekktir foreldr- ar koma með börnin sín og fá að vita hversu vel þau í raun þekkja börnin sín. Það getur verið erfitt fyrir for- eldra að vita allt því börn eru alltaf að skipta um skoðanir á hlutunum. Nema hvað að svo eru refsingar fyrir hvert rangt svar og eigur fólks eyðilagðar! Þetta finnst þessum þáttastjórnendum rosalega fyndið og gaman, enda flissa þær eins og tvær 13 ára gelgjur. Þegar skíði Ólafar Rúnar voru skemmd með sprey-lími og sagi var mér nóg boðið! Hvaða öm- urlegi aulahúmor er þetta? Að Harpa Rut Hilmarsdóttir og Steinunn Þór- hallsdóttir, konur á þessum aldri (skilst mér 22 og 29 ára), hafi ekki meiri þroska en svo! Þetta finnst þeim rosalega fyndið, að ýta undir skemmdarverk á eigum annarra, eins og það sé eitthvað í lagi?? Svo er fólk að furða sig á ungmennum í tengslum við ofbeldi og skemmdarverk á Ís- landi. Ríkissjónvarpið er fjölmiðill, ungt fólk mótast af honum og öðru áreiti. Hver veit nema þetta verði orð- ið svo að krakkar í grunnskóla fara í svona leiki. „Ef þú veist ekki svarið, þá eru eigur þínar skemmdar.“ Hvað gerir Ríkissjónvarpið þá?! Hvar er fræðsluefnið? Hvar eru þættir tengd- ir jákvæðri ungmennahreyfingu, menningu og öðru uppbyggjandi efni? Ég man þegar það var þáttur sem hét Kolkrabbinn, almennilegt efni þar sem óþekktir listamenn og annað ungt fólk gerði góða hluti. Svo kemur eitthvað það sem Harpa og Steinunn vilja meina að sé „nálgun ungmenna með óvenjulegum hætti“. Vissulega er þetta óvenjulegt, en einnig óvenju óskipulagt og leiðinlegt. Ég veit ekki hvaða einkahúmor er í þessum þáttum, hann kemur sér illa til skila og þarf mikla þolinmæði til að horfa á heilan þátt án þess að skipta um stöð. Mér blöskrar við tilhugs- unina að þetta skuli vera framtíð rík- issjónvarpsins, innantómir og glærir unglingaþættir með akkúrat engum jákvæðum boðskap. Það var fínt að horfa á Jón M og stelpuna sem var að temja hrossin, en allt sem þátta- stjórnendur tóku sér fyrir hendur í þættinum mátti hreinlega klippa úr. Ég spyr, erum við virkilega að borga fyrir svona sjónvarpsefni sem er beint til ungmenna sem hafa fram- tíð Íslands í höndum sér? Ég segi nei takk og ef þær geta verið með þátt í sjónvarpinu þá getur hver sem er það, ég sé ekki að þurfi neina hæfileika til! Ef einhver þarna úti er ósammála mér, vil ég endilega að skrifað sé um það í Morgunblaðinu, því mig langar rosalega mikið til að vita hvað er svona jákvætt við þennan þátt. GUÐNÝ S. BJARNADÓTTIR, listakona og ljóðskáld, Hnjúkaseli 4. Er ég að borga fyrir þennan viðbjóð? Frá Guðnýju S. Bjarnadóttur: KOSNING um veru eða brottför Reykjavíkurflugvallar hefur farið í sér- kennilegan farveg svo ekki sé meira sagt. D-listinn hef- ur, í vandræðalegri leit sinni að stjórn- arandstöðumálum, kosið að vinna gegn skipulagshagsmun- um Reykvíkinga með því að gera kosninguna sjálfa tortryggilega. Ástæða þess að mikilvægt er að Reykvíkingar taki af- stöðu nú um framtíð flugvallar er sú, að það er eina leiðin til þess að sam- gönguráðherra skoði aðra kosti. Hann hefur sjálfur gefið út þá barna- legu yfirlýsingu, að lítt athuguðu máli, að fari flugvöllurinn verði innan- landsflug flutt til Keflavíkur. Slíkar hótanir eiga Reykvíkingar að láta sem vind um eyru þjóta. Markmið samgönguráðherra er að þessi kosn- ing mistakist. Fari svo er hann tilbú- inn að leggja 3 til 4 milljarða í flugvall- armannvirki til að festa þennan kalblett í ásjónu borgarinnar í sessi. Samgönguráðherra hefur hingað til ekki sýnt mikinn vilja til að leggja fé í samgöngubætur í borginni, en Reykvíkingar geta bókað að fjáraust- ur til að tryggja áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýrinni mun ekki vefjast fyrir honum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að kjósa gegn veru flugvallar í Vatnsmýrinni. Áróð- ur D-listans um að sniðganga kosn- ingarnar vinnur því beinlínis gegn lýðræði borgarbúa, möguleikum þeirra til að hafa áhrif á umhverfi sitt og móta framtíð sína. Það er sorgleg skammsýni sam- gönguráðherra og borgarfulltrúa D- listans að reyna að spilla möguleikum borgarbúa til að kjósa um framtíð sína. Ég skora á alla kosningabæra Reykvíkinga að tjá vilja sinn í kom- andi kosningum og tryggja með því að ákvörðunin verði í höndum borg- arbúa en ekki núverandi yfirvalda samgöngumála. HAFLIÐI HELGASON, framkvæmdastjóri. Völlur á ráðherra Frá Hafliða Helgasyni: Hafliði Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.