Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
75 SKIPSTJÓRAR á vertíðarbátum
hafa sent áskorun til samninga-
nefnda sjómanna og útvegsmanna
þar sem þær eru hvattar til þess að
vinna af heilindum að því að ná sam-
komulagi og ljúka gerð kjarasamn-
ings. Uppundir fjórðungur skipstjór-
anna er jafnframt útgerðarmenn.
Jafnframt hafa bæjarstjórar við
sjávarsíðuna sent báðum samninga-
nefndum hvatningu til að ná saman
um samninga áður en boðað verkfall
skellur á kl. 23 annað kvöld.
Haraldur Sverrisson, skipstjóri á
Suðurey VE, segir að hugur skip-
stjóra sé eindreginn og af öllum þeim
sem hringt var í hefðu aðeins þrír
skorist úr leik. „Óánægja innan LÍÚ
er geysilega mikil, sem sést best á
því að stór hluti skipstjóranna sem
skrifa undir eru útgerðarmenn sjálf-
ir. Þeir hafa verið algerlega afskiptir
af LÍÚ-forystunni. Margir þeirra
vilja gera raunhæfan kjarasamning
en fá ekki frið til þess vegna afskipta
sterks þrýstihóps innan samtak-
anna. Það er að skella á allsherjar
sjómannaverkfall og samninga-
nefndirnar sitja hvor í sínu herbergi
og sýna enga tilburði til samninga.
Það er fullur hugur í mönnum að
halda áfram einhverjum aðgerðum
ef ekki verður stórbreyting á vinnu-
brögðum samninganefndanna.
Okkur hefur dottið það í hug, þeg-
ar samningsviljinn er ekki meiri en
þetta, að fulltrúar stórútgerða innan
LÍÚ telji sig geta haft vissan hag af
löngu verkfalli, sem er meira en
margir einyrkjar þola. Þá eru stór-
útgerðirnar tilbúnar að bæta við
kvótann sinn,“ segir Haraldur.
Stefán Guðmundsson, skipstjóri á
Aroni ÞH, segir að áskorunin sé
brýning til samninganefndanna um
að ganga til samninga. „Það hefur
áður verið bent á það að þarna eru
menn með ákveðið umboð í sínum
störfum og ef þeir eru ekki menn til
að leysa störf sín af hendi eigi þeir að
fara frá. Þetta er almennt skoðun
þessa hóps,“ segir Stefán.
Friðrik Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, vildi ekki tjá sig
um áskorun skipstjóranna að öðru
leyti en því að hann sagði að unnið
væri af fullum heilindum af hálfu út-
gerðarmanna að því að semja.
Fundi deiluaðila var slitið um
kvöldmatarleytið í gær og hefur nýr
fundur verið boðaður kl. 14 í dag.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands Íslands, segir að
mikil gjá sé milli aðila og að sínu mati
geti ekkert komið í veg fyrir að verk-
fall skelli á.
Hvatt til lausnar
sjómannadeilu
Tíminn verði/12
75 skipstjórar og bæjarstjórar við sjávarsíðuna
TILBOÐ í hreinsun olíu úr flaki
skipsins El Grillo á botni Seyð-
isfjarðarhafnar verða opnuð 3.
apríl næstkomandi og gengið að
besta tilboðinu um mánaðamótin
apríl–maí. Áhugi virðist vera á
verkefninu, þar sem þegar er bú-
ið að afhenda 15 pakka með út-
boðsgögnum og verður verkið
boðið út á evrópska efnahags-
svæðinu.
Stefnt er að því að hreinsunin
fari fram síðsumars og í haust og
taki um tvær til þrjár vikur. Talið
er að tvö til fjögur þúsund tonn af
olíu séu enn í flakinu og áætlað er
að hreinsunin kosti um 100 millj-
ónir króna. Fjármunir til verksins
hafa þegar verið tryggðir. Ljóst
er að um er að ræða stærsta um-
hverfishreinsunarverkefni sem
ráðist hefur verið í hér á landi.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra kynnti sér aðstæður á Seyðisfirði
í gær. Með henni á myndinni eru Hilmar Eyjólfsson bátsformaður og
Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.
Olíuhreinsun úr El
Grillo ljúki í haust
VALGERÐUR Sverrisdóttir segir
að auka þurfi fjárveitingar til
byggðamála og uppbyggingar at-
vinnufyrirtækja á landsbyggðinni og
telur koma til greina að nýta hluta af
söluhagnaði ríkisins vegna sölu á
hlutafé ríkissjóðs í Landsbanka og
Búnaðarbanka í þessum efnum.
Valgerður lét þessi orð falla við
umræðu um sölu á hlutafé ríkisins í
bönkunum tveimur á Alþingi í gær.
Segist hún ekki hafa mótað þessar
hugmyndir en ljóst sé að auka þurfi
fjármagn til byggðamála og þar með
talin sé Byggðastofnun. Hún bendir
á að jafnframt hafi verið nefnt að
stórauka þurfi lánaþátt Byggða-
stofnunar, en það sé annað mál.
Valgerður, sem er yfirmaður
byggðamála, segir að engum þurfi að
koma þessar áherslur sínar á óvart.
Hún vill ekki nefna neinar tölur í
þessu sambandi en samkvæmt
greinargerð með frumvarpi um sölu
á hlut ríkisins í bönkunum var heild-
arverðmæti bankanna 43,3 milljarð-
ar króna í ársbyrjun og eignarhlutur
ríkisins hafi þá numið 30 milljörðum
að markaðsvirði.
„Það verður ekki anað að neinu en
þetta er verkefni sem ríkisstjórnin
þarf að vinna úr fljótlega. Miðað við
áformin verður hér um mjög miklar
fjárhæðir að ræða og við höfum einn-
ig áhuga á að lækka skuldir. Það
verður þess vegna engum vand-
kvæðum bundið að koma þessu fjár-
magni fyrir.“
Valgerður sagði að fjölmargt væri
unnt að gera til að styðja atvinnulíf á
landsbyggðinni og margt mætti læra
af reynslu annarra þjóða. „Ég tel
hvað mikilvægast af mínum verkefn-
um að fara að ná árangri í byggða-
málum. Það eru jákvæð teikn á lofti
um að flutningur til höfuðborgarinn-
ar sé í rénun og fólk flytjist fremur
til stærstu þéttbýlisstaða í sínum
landshluta. Við höfum fengið mjög
jákvæðar fréttir af uppbyggingu á
Austurlandi vegna stóriðju og
áforma í fiskeldi og þess vegna verð-
ur nú hægt að einblína á þá staði sem
þurfa aðstoðar við.“
Viðskiptaráðherra segir tímasetn-
ingu sölu á hlutafé ríkisins ekki
liggja fyrir og fyrr verði ekki til-
kynnt um átak í byggðamálum. Hún
kveðst hins vegar ætla að beita sér
fyrir þessum málum innan ríkis-
stjórnarinnar.
Viðskipta- og iðnaðarráðherra um sölu ríkisfyrirtækja
Vill nýta hluta söluhagn-
aðar til byggðamála
Óráð að selja/12
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
komst í gær að þeirri niðurstöðu að
Hafnarfjarðarbæ hefði verið óheim-
ilt að falla frá kaupskyldu á íbúð í
bænum sem tilheyrði félagslega
íbúðakerfinu. Einn dómaranna skil-
aði séráliti en hann taldi að vísa hefði
átt málinu frá dómi.
Málið var höfðað af varasjóði við-
bótarlána sem er í vörslu Íbúðalána-
sjóðs. Sjóðurinn fór fram á að dóm-
urinn viðurkenndi að bæjarstjórn
Hafnarfjarðar hefði verið óheimilt að
falla frá kaupskyldunni en sjóðurinn
taldi sig hafa orðið af um 4,5 millj-
ónum króna í söluhagnað af íbúðinni
vegna þessa.
Í dómnum segir að samkvæmt
lögum frá 1980 um Húsnæðisstofnun
ríkisins hafi sveitarstjórnir kaup-
skyldu á félagslegum eignaríbúðum
fyrstu 15 árin frá afhendingu íbúðar.
Meirihluti dómaranna komst að
þeirri niðurstöðu að á sveitarfélög-
um hvíli fortakslaus kaupskylda á
félagslegum eignaríbúðum sem
byggðar eru samkvæmt lögunum frá
1980. Hvorki sveitarfélög né eigend-
ur slíkra íbúða hafi nokkurt val í
þeim efnum. Í þessu tilviki hafi íbúð-
in verið háð kaupskyldu til ársins
2005. Hafnarfjarðarbæ hafi því verið
óheimilt að falla frá kaupskyldu á
íbúðinni.
Algjör afturkreistingur
Héraðsdómararnir Jónas Jó-
hannsson og Finnbogi H. Alexand-
ersson mynduðu meirihluta dómsins
en Guðmundur L. Jóhannesson skil-
aði séráliti. Þar segist hann vera
sammála meirihlutaálitinu um að
samkvæmt venjulegri lagatúlkun sé
84. gr. laga nr. 97/1993 enn í gildi
sbr. bráðabirgðaákvæði í í lögum nr.
44/1998 og geti átt við umrædda
íbúð. „Ég tel þetta ákvæði þó algjör-
an afturkreisting í lagalegum skiln-
ingi og ganga þvert á meginmarkmið
laga nr. 44/1998, sem er að leggja
niður félagslega íbúðakerfið og
kaupskyldu sveitarfélaga, og get
ekki séð að nein haldbær rök séu til
að halda kaupskylduákvæðinu inni
og hlekkja takmarkaðan hóp íbúðar-
eigenda við félagslega kerfið, sem
hlýtur að leiða til mikillar mismun-
unar,“ segir í sérálitinu. Með þessu
sé ekki einungis verið að skerða sölu-
hagnað þess takmarkaða hóps íbúð-
areigenda sem verður eða kýs að
selja íbúð sína áður en kaupskyldu-
tímabilinu lýkur heldur sé verið að
svipta þá öllum söluhagnaðinum.
Eignaskerðingin sé það mikil að nán-
ast sé um eignaupptöku að ræða.
Þá taldi Guðmundur að eigandi
íbúðarinnar, dánarbúið sem seldi
hana, hefði átt að vera aðili að mál-
inu. Þar sem því hefði ekki verið
stefnt hefði átt að vísa málinu frá
dómi.
Dómur í máli varasjóðs viðbótarlána gegn Hafnarfjarðarbæ
Bænum óheimilt að
falla frá kaupskyldu