Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 43 Gunnlaugur Blöndal LISTMUNAUPPBOÐ SUNNUDAGSKVÖLD KL. 20.00 Á HÓTEL SÖGU. Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 10.00-18.00, á morgun kl. 10.00-17.00 eða á sunnudaginn kl. 12.00-17.00. Seld verða um 100 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 og Kringlunni sími 568 0400 www.myndlist.is LANGT er síðan opnuð var lítil verslun við Miklatorg í Reykjavík, sem átti eftir að valda straum- hvörfum í smásölu- verslun á Íslandi. Margir telja, að sá verslunarrekstur hafi fært íslensku launa- fólki meiri kjarabætur en oft hafa náðst í samningum verkalýðs- hreyfingarinnar. Flestir þekkja þróun Hagkaupa og síðar þeirra stóru verslana- keðja, sem náð hafa fótfestu hér á landi. Samkeppni í verslun á Íslandi hefur vaxið hröðum skrefum og orðið harðari og óvægnari með ár- unum. Stórar verslanahallir hafa risið víða og margir undrast þá kaupgetu fámennrar þjóðar, sem stendur undir þeim umfangsmikla verslunarrekstri, sem hér hefur þróast. En íslensk verslun dregur dám af alþjóðlegri, raunar vest- rænni, þróun á þessu sviði. Hér hafa orðið til stórfyrirtæki í matvöruverslun. Þau starfa með mjög svipuðum hætti og alþjóðleg risafyrirtæki í neysluvöruverslun. Það er þekkt í viðskiptaheiminum hvernig verslanajötnarnir takast á með slíkum ógnarkrafti að allt skelfur og nötrar og verður undan að láta. Því er yfirleitt haldið fram, að átökin og samkeppnin snúist fyrst og fremst um hagsmuni neytenda; allt sé gert til að lækka vöruverð og draga úr framfærslu- kostnaði. Risafyrirtæki í mat- vöruverslun hafa víða um heim náð slíkum tökum á markaði, að þau eru ráðandi afl þegar kemur að verð- lagningu hverskonar framleiðsluvöru og tök þeirra nálgast að vera einokun. Umferðarreglur markaðs- kerfisins hafa ekki verið virtar og kerfið hefur að hluta snúist upp í andhverfu sína. Risavaxnar verslanakeðjur hafa náð yfirburðastöðu á markaði með hvers konar neysluvörur. Þær hafa lokaorð um verðlagningu á flestum tegundum matvöru. Þar hafa framleiðendur orðið að lúta ofurvaldi risanna, sem í raun hafa ákveðið verð flestra vöruteg- unda frá degi til dags. Viðskiptin eru einföld. Risinn býðst til að kaupa ákveðið magn vöru fyrir tiltekið verð. Ella engin viðskipti. Framleiðandinn á fáa eða enga kosti. Kaupendur fáir og markaður þröngur. Framleið- andinn verður að selja fyrir það verð, sem í boði er á hverjum degi. Við þessar aðstæður og í þessu viðskiptaumhverfi hafa framleið- endur leitað allra leiða og beitt öll- um tiltækum ráðum til að framleiða meira fyrir minna verð. Og þar er kominn rauði þráðurinn í sam- keppni markaðssamfélagsins. Meira fyrir minna. Í landbúnaði hefur búum hvarvetna fækkað og þau hafa stækkað. Hreinn verk- smiðjurekstur í landbúnaði hefur vaxið hröðum skrefum. Hagkvæmni stærðarinnar! Með nýjum aðferðum hefur kjötfram- leiðslan verið aukin. Nautin og svín- in vaxa hraðar en nokkru sinni fyrr, fallþunginn verður meiri og meiri eftir styttra og styttra líf. Vöxtur kjúklinganna minnir á poppkorn í örbylgjuofni. Fleiri egg eru kreist úr hænunum og meiri mjólk úr kúnum. Öllum þekktum aðferðum er beitt til að verða við kröfum markaðarins, verslanarisanna. – Á síðustu árum hefur hins vegar kom- ið betur og betur í ljós, að í öllum atgangi jötnanna í þágu neytenda og kannski hluthafa hefur umhverfi þeirra orðið fyrir skemmdum. Lög- mál náttúrunnar hafa verið brotin, sjálfu lífinu hefur verið misboðið og afleiðingarnar eru að koma í ljós. Framleiðendum er nokkur vor- kunn. Þeir verða að standa sig í samkeppninni. Hagræðing og sparnaður nægði ekki og jafnvel ekki hagkvæmni stærðarinnar. Farið var að nota hormónalyf til að auka vöxt dýranna. Margvísleg- um lyfjagjöfum var bætt við til að draga úr sjúkdómum og ónæmis- kerfi dýranna veiklaðist, rétt eins og hjá mannfólkinu. Aukadögum var bætt í vikurnar til að fjölga eggjunum. Skepnurnar voru aldar á fóðri, beina- og kjötmjöli, sem búið var til úr öðrum dýrum og margir gera gælur við erfðafræðilegar breytingar til að auka vöxt. Allt gert til að mæta kröfum markaðar- ins. Líklega hafa einhverjir gleymt því, að það gilda ákveðin lögmál um samskipti manna við náttúruna. Þessi lögmál hafa verið þverbrotin og afleiðingarnar koma nú í ljós, al- varlegri og alvarlegri: Afmyndaðir mannslíkamar eftir neyslu horm- ónakjöts. Stöðugt alvarlegri matar- sýkingar. Sjúkdómar í nautgripum og sauðfé, vanskapaðir kjúklingar, of- framboð og ofneysla og svo mætti lengi telja. Nú má spyrja: Er þessi þróun í þágu neytenda? Er þetta allt gert fyrir neytendur eða til að auka hagnað í verslun? Svari hver fyrir sig. Er það ekki fremur í þágu neytenda, þótt varan verði eitthvað dýrari, að gæði hennar séu tryggð, hreinleiki og hollusta? Og svo gæti það verið gott fyrir marga að borða aðeins minna. Ábyrgð verslanarisanna er mikil og þeir þurfa að sjást fyrir í sam- keppninni. Það eru ekki hagsmunir neytenda að kaupa gallaða vöru né að brotin séu lögmál náttúrunnar. Ástæða er til að ætla að þegar hafi of langt verið gengið í kröfum markaðarins til framleiðenda. Nú væri rétt að staldra við og kanna hvort ekki væri rétt að draga úr kröfunum um meiri framleiðni á kostnað alls þess, sem eðlilegt get- ur talist í framkomu okkar við um- hverfið, náttúruna og lífið sjálft. Eins og poppkorn í örbylgjuofni Árni Gunnarsson Matvæli Það eru ekki hagsmunir neytenda að kaupa gallaða vöru, segir Árni Gunnarsson, né að brotin séu lögmál náttúrunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ. LYFJAÓNÆMI er vaxandi vandamál í heiminum í dag. Al- þjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) hefur miklar áhyggjur af því að margir sjúkdómar, sem hægt hefur verið að meðhöndla hingað til, eru nú að verða ólæknanlegir vegna lyfjaónæmis. Sérfræð- ingar telja lyfjaónæmi eitt alvarlegasta heil- brigðisvandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Af þess- um sökum hvetur stofnunin heilbrigðisyfirvöld til að að herða reglur um lyfjanotkun og lyfjaútlát, bæði til manna og dýra, þar sem eina færa leiðin í baráttu við lyfjaónæmi virðist vera takmörkun á notkun sýklalyfja og bættar um- gengnisreglur um lyf. Sýnt hefur verið fram á að lyfjaónæmi vex í beinu hlutfalli við aukna notkun sýklalyfja. Uppgötvun penisillínsins, sem er einhver sú merkasta í sögu lækna- vísinda, hefur haft víðtæk áhrif á líf fólks og þróun nútímasamfélags. Framfarir í læknavísindum seinni tíma byggja að miklu leyti á þessari einu uppgötvun. Uppgötvunin hefur gert mögulegt að lækna ýmsa sjúk- dóma, sem áður voru ólæknanlegir, svo sem berkla og aðra bakteríu- sjúkdóma og sjúkdóma sem oft krefjast skurð- aðgerðar, svo sem hjarta- og æðasjúk- dóma. Fréttir sem berast af því að upp séu komnir sýklastofnar, sem hafa náð að mynda vörn gegn sýklalyfjum og eru þar með ónæmir, valda því skiljanlega miklum áhyggjum. Lyfjaónæmi flyst milli baktería, bæði skyldra og óskyldra. Þannig getur t.d. ónæmi hjá saklausri bakteríu í gripahúsi flust yfir í aðra bakteríu sem getur verið sjúkdómsvaldur í mönnum og fyrir því eru dæmi. Af þessum sökum getur röng eða óhóf- leg notkun sýklalyfja á einum stað valdið gífurlegu tjóni í allt öðru sam- hengi síðar meir. Sem dæmi um ónæmi heyrist í fréttum af berklum í fyrrverandi Sovétríkjum, tilfelli af fjölónæmri salmonellu á Íslandi og nú nýverið lokunar skurðdeildar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi vegna baktería sem eru fjölónæmar þannig að engin eða mjög fá lyf virka á þær. Heilbrigðisöryggi manna er ógnað og sjúkdómar sem áður var talið að stjórn væri á reynast nú ólæknanlegir. Ein ástæða þess að svona er komið er, eins og áður sagði, óhófleg og röng notkun sýkla- lyfja sem skapar bakteríum skilyrði til að mynda lyfjaónæmi. Afleiðing þessa hefur nú náð til ís- lenskra bænda og dýraeigenda þar sem sett var reglugerð á síðasta ári um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum. Reglugerðin þrengir mjög heimildir dýralækna og ákvæði hennar um notkun sýklalyfja miða að því að tryggja að sýklalyf séu ein- göngu notuð þegar sjúkdómsgrein- ing gefur til kynna að nauðsyn sé á notkun þeirra. Mikil umræða hefur orðið meðal bænda um hertar reglur á þessu sviði og er krafa sumra þeirra að hömlum verði aflétt, þó að íslenskar reglur hafi einungis verið færðar í átt að því sem gilt hefur annars stað- ar á Norðurlöndunum í langan tíma. Nokkurs misskilnings virðist gæta meðal bænda í þessari umræðu þar sem lagt er að jöfnu greining á bakt- eríutegund annars vegar og sjúk- dómsgreining hins vegar. Rétt er að ítreka að bakteríugreining er ekki sjúkdómsgreining, heldur hjálpar- tæki við hina endanlegu greiningu. Margir aðrir þættir koma inn í sjúk- dómsgreininguna og ákvörðun um meðhöndlun. Því er það andstætt meginmarkmiðum ábyrgrar lyfja- stefnu að afhenda lyf á grundvelli bakteríugreiningar eingöngu. Einnig virðist gæta misskilnings á ástæðum þess að reglum um afhend- ingu dýralyfja var breytt. Jafnvel heyrist því fleygt að reglugerðin hafi verið sett til að gæta hags dýra- lækna. Hver sá sem veltir hlutunum aðeins fyrir sér og áttar sig á þeim verðmætum sem fólgin eru í því að halda virkni sýklalyfja óskertri um ókomna tíð gerir sér grein fyrir að þessi hugmynd er fjarstæðukennd. Andstöðu við hertar reglur virðist fremur mega flokka sem gæslu skammtímahagsmuna, þar sem hugsanleg áhrif hertra reglna á fjár- hag dýraeigenda virðast talin mik- ilvægari en barátta við raunverulegt alþjóðlegt heilbrigðisvandamál. Ég vona að með þessari grein hafi tekist að skýra ástæður hertra reglna og leiðrétta þær ranghug- myndir sem hafa verið á kreiki. Ætíð tekur nokkurn tíma að aðlagast nýj- um reglum og breyttum áherslum. Nauðsynlegt er að bændur og dýra- læknar taki höndum saman um að laga sig að breyttu umhverfi svo unnt verði að tryggja enn frekar heilnæmi og hreinleika íslenskra landbúnaðarafurða, jafnframt því að leggja okkar af mörkum til að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfja- ónæmis. Lyfjaónæmi – áhrif á íslenskan landbúnað Ólafur Valsson Landbúnaður Nauðsynlegt er að bændur og dýralæknar, segir Ólafur Valsson, taki höndum saman um að laga sig að breyttu umhverfi. Höfundur er héraðsdýralæknir og formaður Dýralæknafélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.