Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM
68 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í EÐLI sínu virðist „Eðlan“ eða
Reptile, nýjasta plata Erics Clapt-
ons, vera í senn einhvers konar
þakkargjörð hans til þroskaáranna
og vottorð um frelsi hans nú sem
þroskaðs manns og listamanns.
Þetta tvíeðli er bæði styrkur hennar
og veikleiki.
„Á mínum æskustöðvum,“ skrifar
Clapton í aðfaraorðum plötunnar,
„er orðið „reptile“ notað um þann
sem er manni kær...Það er notað af
sparsemi og ýtrustu virðingu; í því
felst engin móðgun, heldur þvert á
móti viðurkenning.“ Síðan minnist
hann þess með ánægju þegar hann
var fyrsta sinni kallaður „reptile“ og
tileinkar plötuna öllum þeim góðu
eðlum sem orðið hafa á vegi hans en
einkum og sérílagi frænda sínum
einum sem hafði meiri áhrif á hann
en aðrir menn, aðrar eðlur. Síðasta
lag plötunnar er skírt í höfuðið á
þeim frænda og eiginkonu hans.
Eric Clapton verður 56 ára þann
30. mars næstkomandi og sú hlýja og
virðing sem einkennir aðfaraorðin er
sannarlega til marks um lífsreyndan
mann sem lítur þrátt fyrir allt sáttur
yfir farinn veg, erfitt og sársauka-
fullt ferðalag á köflum þar sem glíma
við eiturlyfjafíkn og ástvinamissi
hefði gengið af mörgum manninum
dauðum. Clapton er sigurvegari í
eigin lífi og þegar ég sá hann og
heyrði m.a. kynna þessa nýju plötu
við upphaf hljómleikaferðalags í
London fyrir nokkrum vikum miðl-
aði hann tónlist sinni og reynslu af
örlæti og hlýju hins auðmjúka sig-
urvegara. Á þessum hljómleikum
varð áhorfandi og áheyrandi vitni að
því kraftaverki þegar maður og gítar
eru eitt.
Lagavalið á Reptile ber þess þó
merki að Clapton er ekki eins örugg-
ur í listinni og lífinu. Annað slagið
slítur hann rætur sínar úr blúsnum
og grípur í hálmstrá einhvers sem
hann virðist halda að sé vinsælda-
popp. Þetta einkenndi líka síðustu
sólóplötu hans, Pilgrim, sem maraði í
hálfu kafi gervihljóms hljóðgervla en
náði þó andanum í nokkrum laga-
smíðum á borð við „My Father’s
Eyes“. Þetta gervi er sem betur fer
horfið á Reptile. Clapton sneri aftur
heim til blúsins í fyrra með sam-
starfsplötu þeirra BB Kings, Riding
With the King, en einnig hún hefði
orðið sterkari með strangara laga-
vali.
Clapton semur sjálfur helminginn
af fjórtán lögum Reptile, annaðhvort
einn eða í félagi við aðra. Þetta eru
afar misjafnar lagasmíðar og engin
þeirra er á við hans bestu. Fyrsta
lagið, titillag plötunnar, er leikandi
létt, sönglaus samba, þar sem fingra-
fimi Claptons á gítarinn nýtur sín
átakalítið.
„Believe In Life“ er eins og nafnið
bendir til lofgjörð til lífsins og ást-
arinnar, snotur æfing í þeim heldur
flata poppstíl, hér nokkuð sömbuð-
um, sem hann er farinn að semja í.
Söngur hans er svo dúnmjúkur og
settlegur að minnir á Cliff Richard.
Besta frumsamda lagið er „Find
Myself“, glaðbeittur stúfur þar sem
gáskafull laglínan togast skemmti-
lega á við angurværan texta um að
horfa í senn glaður og leiður um öxl
til liðinna tækifæra.
„Second Nature“ er veikburða
smíð sem Clapton ljær meiri sann-
færingarkraft en hún á skilið.
Versta frumsamda lagið er „Mod-
ern Girl“, að sönnu óaðfinnanlega
leikin en vandræðaleg vangavelta
miðaldra manns um nútímastúlku.
Ekki vildi ég sitja uppi með ljóðlínur
á borð við „She moves through your
life like a warm summer breeze and
nothing will stand in her way, the so-
und of her voice brings your heart to
it’s knees“; sem sagt, ég heyri ekki
betur en hjartað fái hné, rímsins
vegna. Og svo stelur Clapton blygð-
unarlaust línunni „Don’t throw your
love away“, sem þjónaði The Searc-
hers vel en bjargar engu hér.
„Superman Inside“ er kraftmeira
en önnur frumsamin lög á plötunni,
ekki ferskt, ekki frumlegt en traust-
ur rokkari þar sem Clapton syngur
fyrir sveit bakvarða á borð við Billy
Preston á Hammondorgel og hinum
aldna kvintett The Impressions sem
styðja dyggilega við hann á þessari
plötu, ásamt fleiri úrvalsspilurum,
t.d. Steve Gadd á trommum, Nathan
East á bassa og Andy Fairweather
Low á gítar.
Lokalag Reptile er „Son and
Sylvia“; þar syngur Clapton með gít-
arnum einum ljóðrænan óð til gam-
alla vina og munnharpa Prestons
læðist inn sem hlédrægur liðsauki.
Hin leiða staðreynd er sú að lög
annarra höfunda en Claptons sjálfs
eru betri helmingur plötunnar. Í
„Got You On My Mind“ kveður
Clapton þéttan, hefðbundinn rokk-
blús sem hann flytur af ekki minni
innlifun en öryggi, nær utan um jafn
auðveldlega og ástríðuþrungið og
barn um brjóst móður sinnar.
„Travelling Light“ naut sín betur í
lymskulegri og lágstemmdri túlkun
höfundarins, JJ Cales, og nýtist
Clapton ekki eins vel og t.d. „Coc-
aine“ eða „After Midnight“ sama
höfundar, rafsóló hans óvenju graut-
arlegt og innkomur The Impressions
á skjön við gangverk lagsins.
Betur heppnast klassastykki Ray
Charles „Come Back Baby“, þungur
saknaðaróður þar sem
Clapton syngur með
strengjum og
raddböndum úr
sér tilfinninga-
iðrin, í orða-
stað manns
sem vill særa
elskuna sína
aftur heim,
ýlfrandi gítar-
inn eins og úlf-
ur á fullu
tungli.
„Broken
Down“ er
glassúrkennt
soul-lag og
„Ain’t Gonna
Stand For It“
eftir Stevie
Wonder til-
gangslaus end-
urgerð fyrir
dansiböll.
Klass-
ískur blúskeimur „I Want a Little
Girl“ fær hins vegar í flutningi
Claptons innlifaða fyllingu og hið
bráðfallega lag James Taylors
„Don’t Let Me Be Lonely Tonight“
öðlast nýjan lit og nýtt líf; það er eins
og Clapton lifi sársauka þess við
hljóðritun, fagurlega studdur af The
Impressions og í lokasólóinu grefur
hann með gítarnum áður ónumda
tóna upp úr kunnuglegum jarðvegi.
Þarna er eðal-Clapton á ferð. En
of víða er Reptile eins og leit að ein-
hverju sem ekki finnst. „Eðlan“ er í
heild ekki eðal-Clapton heldur með-
al-Clapton. Það er reyndar meira en
það mesta og besta hjá flestum. Eric
Clapton er ekki venjuleg eðla; hann
er sprelllifandi risaeðla í rokksög-
unni, sennilega stærsta dýrið í hjörð-
inni.
ERLENDAR
P L Ö T U R
Árni Þórarinsson fjallar um
nýjustu hljóðversskífu Erics
Claptons sem hann kaus að
nefna Reptile.
Eðaleðla?
„Á mínum æskustöðvum er orð-
ið „reptile“ notað um þann
sem er manni
kær...“ skrifar
hinn 56 ára
gamli Eric
Clapton í
aðfara-
orðum
plöt-
unnar.
ÞAÐ ER ekki nóg
með það að ljótu
sléttuúlfarnir séu í
toppbaráttunni á
vinsældalistanum
yfir mest leigðu
myndböndin heldur
er geisladiskurinn
með tónlistinni úr
myndinni nú kom-
inn á topp Tónlist-
ans. Það eru
sveitapoppsöngv-
arnir sem eru ráð-
andi í myndinni og
ber þar helst að nefna LeAnn Rimes slag-
arann „Can’t fight the moonlight“. Það er
greinilega vinsælt hér á landi að spangóla
með ljótu sléttuúlfunum.
Sveitapopp!
! "
#
$ %
!
& '(
!)"
&*+,
% +,
,-
./0
%-
1 -
) 2
)
$
% )
30
)44
34
3
!
"
#
!$%
&'#
(
)! $
#
* +
, , !
& -
./'0
1
2 34
& ,
-
5556 ,
& *7 #'
%
5
9 - :;;;
<5<<<<< :
(# - <<<
= :;>?@:;;?
,
:<
A<
B<
C<
D<
E<
F<
><
;<
:?<
::<
:A<
:B<
:C<
:D<
:E<
:F<
:><
:;<
A?<
A:<
AA<
AB<
AC<
AD<
AE<
AF<
A><
A;<
B?<
56
5
7
85
9
:
:
;
59
(
5;
(5
59
95
9<
;:
5;
5
=
:
8
5
(6
56
5
5:
<
8=
97
5(
>
%?
)3.
3@
'
)3.
%
%
%
>
'
'
!
$
'
%
% A,//
'
%
%
B!
>
'
%
3@
1- C
,
3
>
3 D1,
E
* ? /
F
/G
1,
&$ 2
- %4
-,E
/
3
4//?
/
H), # I),
IA I ?)
-
I ?
I ?! I30?
3
#
J
I30? 3
3,I%
,
I%?
I%?
! (<
:<
A<
B<
C<
D<
E<
F<
><
;<
:?<
::<
:A<
:B<
:C<
:D<
:E<
:F<
:><
:;<
A?<
A:<
AA<
AB<
AC<
AD<
AE<
AF<
A><
A;<
B?<
J
J
J
7
4+ K%
(
K
=
9
;
(6
55
56
7
:
5
8
58
<
5;
(7
(8
K
59
(5
89
K
57
5(
K
5<
8<
9=
5=
((
REGGAEPOPPARINN
Shaggy er víst í skýj-
unum þessa dagana
yfir velgengni smá-
skífulagsins „It
Wasn’t Me“ og
nýjustu breið-
skífunnar Hot-
shot en hún er í
átjánda sæti
Tónlistans. Í ný-
legu spjalli við tón-
listartímaritið Q
sagðist kappinn
helst þrífast á vel-
gengni og góðu kynlífi og fullyrti að þessa
dagana væri hann að upplifa hámarks-
skammt. Þá er bara að vona að pilturinn
verði ekki uppiskroppa með þessi verald-
legu gæði á komandi árum.
Í skýjunum!
ÞAÐ hlýtur að teljast til tíðinda þegar
listamaðurinn Egill Ólafsson tekur
upp á því að senda frá sér sóló-
plötu. Það er verk sem hann
hefur látið ógert í ein tíu ár,
eða síðan platan Blátt blátt
kom út. „Angelus Novus“ eða
„Nýr Engill“ upp á íslensk-
una er þriðja sólóplata
söngvarans og það sést
glögglega á Tónlistanum að
hennar hefur verið beðið með
eftirvæntingu því platan skýst
beint upp í annað sæti
listans.
Nýr Egill!
NÝLIÐARNIR í
Spooks eru greini-
lega að gera
lukku með lagi
sínu „Things I’ve
Seen“ því plata
þeirra S.I.O-
.S.O.S. vol 1
kemur sér fyrir í
tuttugasta og
fimmta sæti Tón-
listans. Hljóm-
sveitinni hefur verið líkt við The Fugees, tón-
listin er í sama anda, létt rapp með
melódískum sönglínum inn á milli. Spooks
er spáð miklum vinsældum og sögur herma
að það sé þó nokkuð um slagara á þessari
fyrstu plötu sveitarinnar.
Ný Fugees?