Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 23 TENGSLANET eru nauðsynleg öll- um þeim sem ætla eða eru í rekstri og vilja ná árangri. Sem dæmi má nefna að ef tveir aðilar eru báðir að reyna að koma jafngóðum hugmynd- um á framfæri þá er ekki spurning um að sá sem er betur tengdur nær lengra. Þetta kom fram í máli Charlotte Sigurðardóttur, verkefnastjóra hjá Impru, á fundi sem Félag kvenna í atvinnurekstri stóð fyrir á miðviku- dag. Á fundinum kom fram að tengsl- anet hafa á sér neikvæðan stimpil hér á landi ekki síst fyrir þá sök að fólk tengir þau við spillingu. Að sögn Charlotte er hér um mikinn mis- skilning að ræða því allir sem reki fyrirtæki þurfi að eiga sér bakhjarla, s.s. rekstrarráðgjafa, fjárfesta, birgja, markaðsráðgjafa og síðast en ekki síst lærimeistara (mentor). Það að geta leitað eftir stuðningi og feng- ið aðstoð þegar vandamál koma upp frá lærimeistara sé allt of lítið notað hér á landi en sé mjög áberandi víða erlendis. Tengslanet mikil- væg í rekstri Morgunblaðið/Jim Smart Charlotte Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Impru, fjallaði um tengslanet á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri í gær. EJS hf. hefur sett á markað nýtt heildstætt kosningakerfi, Kjarval, sem byggir á notkun strikamerkja eða annarra rafrænna skilríkja til staðfestingar við kjörskrá. Kerfið var vígt á 39. þingi Alþýðusam- bands Íslands. Þá hefur Reykjavík- urborg valið þetta kosningakerfi til að virkja lýðræðið í borginni þegar kosið verður um flugvöllinn. Í tilkynningu frá EJS segir að Kjarval sjái um alla framkvæmd og úrvinnslu kosninga. Kerfið er ætlað til staðbundinna kosninga hjá sveitarfélögum, félagasamtökum og hlutafélögum og hentar sérstak- lega vel þar sem atkvæðisvægi er breytilegt og talning því flókin. Niðurstöður liggja samstundis fyrir Við hönnun kerfisins var meg- ináherslan lögð á að það væri svo einfalt og auðvelt í notkun að allir gætu notað það strax, óháð fyrri tölvukunnáttu að kjörskrá sé mið- læg og hægt sé að stýra atkvæða- vægi kjósenda á einfaldan hátt og að niðurstöður liggi strax fyrir. „Kosning fer þannig fram að kjósendur fá í hendur skírteini sem inniheldur einkvæmt kjörauðkenni til staðfestingar á kosningarétti við kjörskrá. Þessi auðkenni geta verið á formi strikamerkis, í segulrönd eða geymd í minni smartkorts. Miðlæg kjörskrá geymir lista yfir öll útgefin kjörauðkenni auk upp- lýsinga um atkvæðavægi sem bundið er hverjum kjósanda. Í kjörklefa er skjár, mús og strika- merkjalesari. Kjósandinn rennir skírteini sínu undir lesarann. Um leið og kosningaréttur hefur verið staðfestur af kjörskrá, birtist at- kvæðaseðill með réttu atkvæðis- vægi. Þegar kjósandinn hefur merkt við val sitt, birtist listi yfir val hans á skjánum. Nú getur kjós- andinn staðfest valið eða leiðrétt ef svo vill til. Talning fer fram um leið og kosning er afstaðin. Niðurstöður liggja samstundis fyrir bæði sem atkvæðamagn og hlutfall. Ekkert er því til fyrirstöðu að fleiri kosn- ingar séu samtímis í gangi Kjós- andinn þarf einungis að staðfesta rétt sinn fyrir hverja kosningu en kjörskrá tryggir að hver kjósandi geti aðeins kosið einu sinni í hverri kosningu.“ EJS setur Kjarval á markað EIGENDUR Veftorgs hf., sem rek- ur vefsvæðið torg.is, hafa ákveðið að færa hlutafé fyrirtækisins niður um 70%, úr 100 milljónum króna í 30 milljónir. Jafnframt hafa eigendurn- ir komið sé saman um að heimilt verði að auka hlutaféð síðar aftur í 100 milljónir. Að sögn Viðars Viðarssonar, for- manns stjórnar Veftorgs hf. og fram- kvæmdastjóra Miðheima hf., eru þessar aðgerðir liður í fjárhagslegri endurskipulagningu Veftorgs. Hann segir að ástæðan fyrir niðurfærslu á hlutafénu sé sú að verulegt tap hafi verið á fyrirtækinu og verið sé að færa stofnféð niður til samræmis við það. Martha Eiríksdóttir, fram- kvæmdastjóri torg.is, muni hætta störfum en öll starfsemi vefsvæðis- ins hafi verið færð inn til Miðheima á meðan unnið sé að því að finna því farveg. Ýmislegt sé í skoðun í þeim efnum. Hluthafar í Veftorgi hf. eru Landssíminn, Árvakur, Flugleiðir, Landsbanki Íslands, Búnaðarbanki Íslands, Íslandsbanki-FBA og Sjóvá-Almennar. Veftorg hf. færir hlutafé nið- ur um 70% ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.