Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Hin-riksdóttir frá Sigtúnum í Öxarfirði fæddist í Reykjavík 25. september 1921. Hún lést 10. mars síð- astliðinn. Sigríður var dóttir hjónanna Hinriks Jónssonar, f. 25.9. 1891, d. 20.4. 1929, og Sigríðar Guðmundsdóttur, f. 27.4. 1894, d. 12.11. 1984. Systkini Sigríð- ar voru Júlíana, f. 13.2. 1920, Karítas, tvíburi Sigríðar, f. 25.9. 1921, d. 18.1. 1954, Jón , f. 13.12. 1922, d.. 5.7. 1994, Guðlaug, f. 4.1. 1924, húsfreyja í Reykjavík, Guðmundur Tómas, f. 27.7. 1928, d. 28.7. 1986, Sigríður Gunnjóna, f. 17.7. 1918, d. 8.8. 1919, Guð- mundur, f. 2.8. 1925, d. 26.5. 1927, Tómas, f. 18.9. 1926, d. 10.5. 1927. Sigríður giftist Páli J. Sig- tryggssyni, f. 10.7. 1907, d. 17.1. 1992. Börn þeirra eru: 1) Sig- tryggur, kvæntur Hafdísi Kristinsdótt- ur, börn þeirra eru Halldóra Guðbjörg og Kolbrún Ósk. 2) Karítas, gift Stefáni Þór Árnasyni, börn Júlíana Sigríður, Kjartan Arnþór, Páll Bergþór, Jóhann Örn og Laufey Inga. 3) Margrét, gift Jóni Andréssyni, börn þeirra eru Jóhann, Andrés, Svandís Ósk og Ólína. Sigríður stundaði almenna verkamannavinnu á ýmsum stöðum þar til hún gerðist húsfreyja á Sigtúnum 1951 og bjó þar til 1980. Hún fluttist þá til Ak- ureyrar og vann á iðnaðardeild SÍS til 1989. Hún fluttist til Skaga- strandar 1999. Útför Sigríðar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Nú er Guð búinn að taka þig til sín eftir löng og ströng veikindi. Okkur langar að kveðja þig og þakka þér fyrir hvað þú varst góð við okkur. Það var alltaf gaman að fara upp á loft til þín með Morgunblaðið eða vatn að drekka, þá gafst þú okkur alltaf eitthvað gott úr skálinni þinni. Þú vildir líka alltaf fylgjast með okkur og lagðir það á þig að koma í íþróttahúsið, sundlaugina og upp í fjall til að horfa á okkur í íþróttunum, og þú varst alltaf að faðma okkur og segja hvað við værum dugleg. Það var gott að fá að kynnast þér síðustu tvö árin þín hér á jörðinni. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt og biðjum góðan Guð að geyma þig. Jóhann og Laufey. Það var fyrir mörgum árum að ég fór í sveit til Siggu frænku, það var flogið frá Akureyri til Kópaskers og þaðan keyrt á Rússanum hans Páls heim í Sigtún. Eitthvað svipað þessu geta margir sagt því á heimili hennar og Páls að Sigtúnum í Öxarfirði voru margir krakkar í sveit sumar eftir sumar eins og algengt var á þeim tíma. Það munaði heldur ekki um það að bæta við einum sem leiddist ann- ars staðar þó fyrir væru um átta krakkar á bænum. Hún Sigga var engri annarri konu lík. Hún var Reykjavíkurmær sem fór í afskekkta sveit norður á hjara veraldar og gerðist ráðskona. Hún var vön, hafði unnið fyrir sér í vist á heimilum í Reykjavík, passað þar börn og hugs- að um heimilin. Ég skynjaði það fljótt að hún hafði alls staðar komið sér afar vel þar sem hún hafði unnið, ég skildi líka seinna hvers vegna. Á sinn einlæga og hreinskilna hátt bast hún fólki tryggðaböndum og öllum sem henni kynntust vel þótti vænt um hana. Börnin sem hún passaði í Reykjavík héldu tryggð við hana allt- af og man ég þegar ung og falleg kona kom í heimsókn með kærastann og bað Siggu að segja sér hvernig henni litist á hann, hún þurfti að vita það áður en framhaldið yrði ákveðið. Þessi unga kona var ein af börnunum sem Sigga passaði. Fyrir lífsglaða og félagslynda konu sem kom beint úr borginni hefur sjálfsagt oft verið erf- itt að venjast aðstæðum og lifnaðar- háttum í afskekktri sveit eins og Öx- arfjörðurinn var þá. Dugnaður og röskleiki er það sem kemur í hugann þegar hugsað er um Siggu og erf- iðleika tókst hún á við með vinnu og útsjónarsemi. Með vinnu á stóru heimili vann hún á sláturhúsum, fór á vertíð, vann í mötuneytum og fleira og veit ég að alltaf voru það börnin hennar þrjú, Sigtryggur, Karítas og Margrét, sem hún var að hugsa um. Þau skyldi ekkert skorta og fjár- skortur skyldi ekki standa í vegi fyrir menntun þeirra. Þetta tókst allt hjá henni Siggu og meira til. Strax og ég kom til Siggu var ég stelpan tekin sem fullorðin manneskja, við urðum vinkonur, trúnaðarvinkonur, ég full- orðnaðist, að mér fannst, á einu sumri. Siggu og Páli tókst svo einkar vel að láta mig finna að það væri fátt svo erfitt að ekki væri hægt að takast á við það og þá með því hugarfari að ljúka verkinu. Það var ómetanlegt fyrir ungling að fá að spreyta sig á öllu því margvíslega sem þau treystu mér fyrir. Allir voru jafningjar á Sig- túnum, við vissum ekki þar hvað kyn- slóðabil var enda var þetta vinsæll bær og unglingar frá öðrum bæjum sóttu þangað mikið. Sigga hefur alltaf fylgt mér og ver- ið mér sem besta móðir. Hún fylgdist með og tók af alhug þátt í mínu lífi al- veg frá þeim degi sem við urðum trúnaðarvinkonur. Ég sé hana fyrir mér standa við eldhúsgluggann á Sigtúnum og gá að gestum, þarna koma Fjöllungar kallaði hún og þá vissum við að bíll var að koma frá Grímsstöðum á Fjöllum og borðið skyldi fyllt með mat. Sé hana búa um óvænta næturgesti og töfra fram rúm og tilheyrandi sem ég hélt ekki að væri til, hrúga okkur krökkunum í eina flatsæng því vel skyldi fara um gestina. Sé hana fyrir mér storma um í veislusal og uppvarta ættingja og vini, tala við hvern og einn eins og hún ætti í honum hvert bein. Sé hana standa með myndavélina sína og taka myndir. Koma með gjafir handa mér og mínum sem hún aldrei gleymdi á afmælum og öðrum tylli- dögum. En sterkust eru í minning- unni faðmlögin hennar frænku minn- ar sem voru svo þétt og hlý, faðmlög sem við öll munum og minnumst með gleði og söknuði. Elskuleg frænka mín var orðin mikið veik og afar þreytt. Hún var búin að kveðja okkur öll og kveið því ekki að deyja. Hún hlakkaði til að hitta þá sem farnir voru á undan og voru henni kærir. Hvíl í friði, frænka mín, og þakka þér fyrir allt. En öðru máli gegnir um þann, sem búinn beið, unz brottför væri ráðin og fór þá sína leið með ferðahuga barnsins, á eftir öllum þeim er ástum batzt hann fastast og komnir voru heim. (Indriði Þórkelsson.) Elísabet Hjörleifsdóttir. Við viljum kveðja Siggu frænku okkar með nokkrum ljóðlínum. Hún var okkur alltaf svo góð og það var sama þó að oft væri langt á milli okk- ar, hún fylgdist alltaf með því sem við vorum að gera. Hún gaf okkur líka góð ráð og spáði fram í tímann. Við munum sakna þess að engin Sigga kemur allt í einu inn úr dyrunum og faðmar okkur að sér eins og henni einni var lagið. Elsku frænka okkar, Guð geymi þig alltaf og þakka þér fyrir allt. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. (Steinn Steinarr.) Hjörleifur, Jóhann og Valgerður. Hún Sigga frænka var engin venjuleg kona. Það gustaði af henni hvar sem hún kom. Þvílíkum dugnaði og eljusemi var hún gædd að sérstak- lega eftirtektarvert var. Þau þrjú sumur sem við systkinin vorum sam- an í sveitinni hjá Siggu frænku á Sig- túnum urðum við vitni að þessum einstæðu eiginleikum hennar. Í hús- móðurhlutverkinu stóð hún sig frá- bærlega og tók alltaf á móti fólki sem kóngafólk væri. Ávallt skyldi vera til nægur matur, kökur og annað bakk- elsi svo hægt væri að galdra fram stórt veisluborð sem svignaði undan kræsingunum þegar gesti bar að garði. Veisluborðið hennar var lands- þekkt og átti það eflaust sinn þátt í að laða að margan gestinn yfir sumarið svo ærið var að gera jafnt við und- irbúning sem og móttöku. Sigga lét sér ekki nægja að sinna húsmóðurhlutverkinu og búverkun- um ásamt Páli bónda sínum heldur sótti hún ýmis störf utan búsins á veturna eins og kostur var, oft um langar vegalengdir. Sigga var næmari en margur ann- ar og sá ýmsa hluti sem aðrir sáu ekki. Þegar sá gállinn var á henni hafði hún yndi af að spá fyrir fólki og gerði það stundum meira í gríni en alvöru. Í veislum vílaði hún t.d. ekki fyrir sér að spá fyrir öllum gestunum svo jafnvel biðraðir mynduðust og allir höfðu bæði gagn og gaman af. Fyrir okkur systkinunum spáði hún oft með eftirminnilegum hætti og er sérstakur söknuður að fá ekki að njóta þessara stunda með henni framar. Sigga frænka var sérstaklega já- kvæð kona og kvartaði aldrei þótt á móti blési. Það hjálpaði henni í gegn- um erfið veikindi hennar síðustu árin enda hvarf hinn sterki lífsvilji hennar aldrei. Vorferðin til Reykjavíkur sem hún hafði nýlega ráðgert og hlakkað til er gott dæmi um hina miklu bjart- sýni hennar og jákvæðni. Okkar dýpstu samúð vottum við börnum hennar, Sigtryggi, Karítas og Margréti, tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabörnum. Ragnheiður og Garðar. Elsku amma mín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. ) Kveðja, Kolbrún Ósk. Elsku amma og langamma, ég kynntist þér í raun fyrst þegar ég fór í VMA. Amma, þú varst oft þröng- sýn, með ákveðnar skoðanir sem enginn gat haggað (ekki einu sinni ég) og fannst gaman að flakka út og suður, þá einna helst suður! Þótt okkur kæmi ekki alltaf vel saman þá varstu alltaf amma mín. Takk, amma, fyrir alla þá hjálp sem þú veittir mér þegar ég var í skólanum: þvottinn, matinn og allt þar á milli. Karel Bergmann var svo lánsamur að fá að kynnast þér og þótti gaman að tala við Siggu langömmu. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Hvíl í friði. Dóra og Karel Bergmann. Nú er hún Sigga frænka mín öll, yndisleg manneskja gengin. Núna er hún komin til hans Páls síns og tví- burasystur sinnar, Kaju, þau hafa örugglega tekið vel á móti henni. Sigga var afskaplega hress og skemmtileg manneskja. Hún bjó lengi í Sigtúnum í Öxarfirði með manninum sínum, honum Páli, og börnunum þeirra þremur. Þar var mikill gestagangur en tekið á móti öllum af miklum rausnarskap, þau voru bæði afskaplega gestrisin. Vinnudagurinn var oft langur og erfitt að stunda búskap þegar öll störf voru unnin með höndunum, það er annað í dag þegar vélar eru til alls. Seinna fluttust þau til Akureyrar. Hún heimsótti mig oft eftir að ég fór að búa. Eitt sinn tjölduðu hún og Páll á túninu hjá mér. Það var gaman að hafa þau og margt skrafað þá, Sigga átti það til að kíkja í bolla og það bók- staflega rann upp úr henni vísdóm- urinn. Svo var hlegið að öllu saman. Hún Sigga mín bjó síðustu árin á Skagaströnd í skjóli dóttur sinnar og hennar fjölskyldu. Við sendum börn- unum hennar og þeirra fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Sigríður G. Sigurlaugsdóttir og fjölskylda. SIGRÍÐUR HINRIKSDÓTTIR                                                  !   !"         !  "  #           $     !  %    %      %  "!        &     '()*$ #    $ %  &   !'   "!   " & ()                +,'-*$    *    #   *     !!         +          !   !',, $ .! /   #!/ + 0    1 + 0 %!! 23  * ' "!$ ' !  %  %   *    !  %    % "!  !  % & +   &   )  & - -  .      .         - )    * -          /    4#546), $  7789  2"!&  1"    5 43   #  :&5% 1" 43 "  $ 43     43 "   343   .!;  0  4;  "  "     1"   "   5 4;   #  3 "   4; 4; "   *&+ 07   + 4; "    .! /  1" 3 4; "  ! 0 !7  1" 1" "   .!;+    ! %!1"   ! 0 + 07 " &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.