Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ GALLERÍ Fold heldur listmuna- uppboð í Súlnasal Hótels Sögu á sunnudagskvöld kl. 20. Uppboðs- verkin verða til sýnis í Galleríi Fold við Rauðar- árstíg í dag og næstu daga. Boð- in verða upp verk af ýmsum toga, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. „Þarna verður mikið af mjög fín- um myndum og sérlega margar eftir Kjarval,“ segir uppboðshaldarinn, Tryggvi P. Friðriksson. Hann nefnir einnig til sögunnar verk eftir Jón Stefánsson, Mugg, Nínu Tryggva- dóttur, Kristínu Jónsdóttur, Karl Kvaran, Alfreð Flóka og Kristján Davíðsson. Alls verða boðin upp um 100 verk. Samkeppnin indæl „Mér finnst það indælt,“ segir Tryggvi þegar hann er spurður hvernig honum lítist á nýtilkomna samkeppni í listmunauppboðum, en fyrir skemmstu hóf Bárður G. Hall- dórsson aftur uppboðshald á vegum uppboðsfyrirtækisins Svarthamars eftir nokkurt hlé. Áhugasamir eiga þess kost að skoða uppboðsverkin í Galleríi Fold í dag kl. 10–18, á morgun kl. 10–17 og á sunnudag kl. 12–17. Einnig má sjá uppboðsskrána á heimasíðu Gallerís Foldar, www.myndlist.is. Listmunauppboð Gall- erís Foldar á sunnudag Jóhannes S. Kjarval BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra opnar í dag kl. 17 sýningu þýska listamannsins Karin Sander í nýjum húsakynnum gall- erísins i8 á Klapparstíg 33. Hús- næðið hefur verið sérhannað til að mæta þörfum starfseminnar og er bjartur sýningarsalur á jarðhæð- inni auk sýningarrýmis í kjallara. Sýning Sander er í efra rýminu en í kjallaranum er sýning á eldri verk- um eftir Hörð Ágústsson. Þar er einnig góð aðstaða til að skoða verk þeirra listamanna sem i8 er í for- svari fyrir. Karin Sander er komin til lands- ins í tilefni af sýningunni en meðal annarra erlendra gesta má nefna Ilonu Anhava sem hefur gert ís- lenskum listamönnum hátt undir höfði í galleríi sínu í Helsinki í Finnlandi. Sjálfsmyndir í hlutföllunum einn á móti tíu Karin Sander er fædd í Þýska- landi árið 1957, en hún er meðal þekktustu listamanna sinnar kyn- slóðar þar í landi. Það verk sem hún sýnir nú á Íslandi heitir 1:10 og samanstendur af mörgum þrívíðum skúlptúrum, eftirmyndum af raun- verulegu fólki í hlutföllunum einn á móti tíu. Skúlptúrarnir eru úr plas- takrýlefni og unnir með tölvustýrð- um skanna sem býr til þrívídd- argagnaskrár um fyrirsæturnar sem síðan eru tengdar tölvuknúinni mótavél. Karin Sander lýsir verki sínu sem röð „sjálfsmynda“, þar sem hún hefur engin áhrif á hvern- ig fyrirsæturnar kjósa að stilla sér upp eða klæða sig. Hún vísar þar til hefðar ljósmynda þegar viðfangs- efnið er fangað eins og það kemur fyrir án beinnar íhlutunar ljós- myndarans. Sýningin á verkum Karin Sander stendur til 29. apríl, en i8 er opið þriðjudaga til laugardaga frá 12 til 17. Morgunblaðið/Þorkell Þýska listakonan Karen Sander ásamt þremur skúlptúrum úr verkinu 1:10. Sá fremsti er af Eddu Jónsdóttur, eiganda i8 en sýning Sander verður opnuð þar í dag. Þetta er fyrsta sýningin í nýjum húsakynnum gallerísins. Opnun i8 í nýju húsnæði Á DÖGUNUM sendi Samkeppnisráð frá sér álit á erindi Bandalags sjálfstæðra leikhúsa um samkeppnisskilyrði á leikhúsmarkaðnum. Þar er m.a. þeim til- mælum beint til menntamálaráðherra „...að hann beiti sér fyr- ir endurmati á opin- berri aðstoð við leikhús- rekstur“. Morgunblaðið leitaði álits Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra og spurði hvort hann hygðist með einhverjum hætti fara að tilmælum Sam- keppnisráðs. „Í áliti samkeppnisráðs segir, að ekki séu lagaleg skilyrði til íhlutunar þess um meint brot Leikfélags Reykjavíkur, Þjóðleikhússins og Ís- lensku óperunnar á ákvæðum sam- keppnislaga, en ráðið vekur síðan at- hygli mína á því áliti sínu, að í málinu togist á andstæð sjónarmið. Annars vegar, að teljast verði æskilegt, að í viðleitni sinni til að efla leiklist gæti opinberir aðilar að jafnræðissjónar- miðum, þannig að leikhús og leikhóp- ar geti keppt um hylli áhorfenda á jafnréttisgrundvelli, en telja verði að mikið misræmi í opinberum stuðn- ingi stríði gegn markmiðum sam- keppnislaga. Hins vegar felist í gild- andi leiklistarlögum og fyrirkomulagi á stuðningi sveitar- félaga við leiklist sú aðferð að efla til- teknar stofnanir til þess að ná þeim menningarlegu og uppeldislegu markmiðum, sem að er stefnt. Geng- ur samkeppnisráð þá að því sem gefnu, að starfsemi þeirra leikhúsa og leikhópa, sem styrkt eru, búi í haginn fyrir leiklistariðkun í landinu almennt,“ segir Björn. Og hann heldur áfram: „Eftir að ráðið hefur vísað í skýrslu, sem var unnin á vegum menntamálaráðu- neytisins um samkeppnisstöðu frjálsra leikhópa gagnvart opinber- um leikhúsum og lýst auknum fjár- stuðningi til sjálfstæðu leikhópanna síðustu ár beinir ráðið þeim tilmæl- um til mín, að ég beiti mér fyrir end- urmati á opinberri aðstoð við leikhús- rekstur. Leitað verði leiða til þess að samræma betur en nú er hin menn- ingarlegu og listrænu markmið, sem að er stefnt, og markmið samkeppn- islaga um að opinberir styrkir raski ekki samkeppni á leikhúsmarkaði. Er nefndur sá kostur, að opinber fjárstuðningur verði í meira mæli í formi styrkveitinga til einstakra verkefna sem valin yrðu af óháðum aðilum á samkeppnisgrund- velli, þar sem bæði sjálfstæð og opinber leikhús geti leitað eftir fjármögnun, en í minna mæli í formi styrkja til rekstrar tiltekinna stofnana og launa fast- ráðinna starfsmanna hjá þeim. Telur sam- keppnisráð, að með því móti væri hugsanlegt að auka jafnræði meðal keppinauta á leikhús- markaði, án þess að listrænum markmiðum yrði fórnað. Ég hef velt þessum tilmælum fyrir mér og hvað í þeim felst. Það virðist vaka fyrir ráðinu, að settur verði á laggirnar hópur á vegum hins opin- bera, sem taki að sér að fara yfir um- sóknir frá leikhópum um styrki til að setja upp einstakar sýningar, en ekki sé um að ræða ákvarðanir á vett- vangi einstakra leikhúsa um það, hvað þar skuli sýnt. Yrði skrefið stig- ið mætti gera ráð fyrir því, að stjórn- endur opinbers húsakosts til leiklist- arstarfs hefðu það hlutverk að raða þar niður tímum fyrir hópa en ættu ekki að ákveða, hvað þeir væru að sýna. Fastráðnum leikurum yrði sagt upp störfum en þeir skipuðu sér í leikhópa vegna einstakra verkefna, sem hin opinbera nefnd ákvæði að styrkja. Blómlegt leiklistarlíf Ef þetta er réttur skilningur á efni þeirra tilmæla, sem samkeppnisráð beinir til mín, er ólíklegt, að ég hafi þau til hliðsjónar við töku ákvarðana um leiklistarmál. Ég starfa eftir ný- lega settum leiklistarlögum og mun fara að þeim. Reynslan segir okkur, að skipan íslenskra leiklistarmála hefur getið af sér einstaklega blóm- legt leiklistarlíf. Gróskan er meiri hér en í mörgum mun fjölmennari þjóðfélögum. Í viðræðum mínum við fulltrúa sjálfstæðra leikhúsa höfum við lagt á ráðin um það, hvernig við getum samningsbundið samskipti þeirra og ríkisins til nokkurrar framtíðar í því skyni að skapa þeim traustari starfs- grundvöll. Í því tilliti tel ég að við höf- um fundið sameiginlegar forsendur í þeim viðræðum, sem fram hafa farið til þessa. Á hinn bóginn á eftir að setja fjárhæðir inn í dæmið til að það gangi upp. Ég veit ekki, hvort talið sé, að samkeppnisráð veiti okkur leiðbeiningu í því efni,“ segir Björn. Björn Bjarnason menntamálaráðherra „Mun fara að leiklistarlögum“ Björn Bjarnason STOFNUN Sigurðar Nordal stendur fyrir málþingi á morgun. Málþingið hefst kl. 13.30 og er að sögn forsvars- manna stofnunarinnar haldið í tilefni af evrópsku tungumálaári sem nú stendur yfir og í því augnamiði að taka upp þá gagnrýnu umræðu sem verið hefur í þjóðfélaginu um íslenska málstefnu. Þórunn Blöndal, lektor í íslensku við Kennaraháskóla Íslands, verður meðal sjö frummælenda málþingsins. Framsöguerindi hennar nefnist „Hroki og hleypidómar“ og vísar tit- illinn til þeirra viðhorfa sem henni þykir skoðanir fólks á íslensku máli gjarnan litast af. „Í erindinu ætla ég að velta fyrir mér hvar rætur þessara viðhorfa liggja, hvað nærir þau og hverjar afleiðingar þeirra séu eða geti orðið. Ég er kennari og höfundur kennslubóka og ég ætla m.a. að leita skýringa í eigin ranni og velta fyrir mér hver þáttur skólanna sé í mynd- un og viðhaldi þessara viðhorfa á ís- lensku máli.“ Þórunn segir að umræðan um ís- lenskt mál hafi til skamms tíma verið á mjög íhaldssömum nótum. „Menn hafa verið að benda á ýmislegt sem þeim hefur ekki geðjast að í málinu, t.d. slettur, málvillur og óskýran framburð og lögð hefur verið áhersla á að verjast erlendum áhrifum. Oft hefur gætt vanþekkingar og fordóma í þessum skrifum.“ Þórunn telur ábyrgð fjölmiðla vera allnokkra gagnvart þeirri umræðu þar sem þeir séu áhrifamestir í skoðanamyndun á okkar dögum. „Annars finnst mér bera á því að viðhorfin séu að breyt- ast – nokkrar blaðagreinar á undan- förnum mánuðum benda sterklega til þess að mönnum finnist nú ástæða til að taka annan pól í hæðina en áður í umræðum um mál og þjóðerni og ég trúi því að þetta sé aðeins byrjunin.“ Auk Þórunnar flytja sex frummæl- endur erindi er lúta að ólíkum hliðum umræðunnar um þróun íslensks máls og málverndarstefnu. Guðni Kol- beinsson flytur erindið „Frelsi eða forsjá?“ og Hallfríður Þórarinsdóttir fjallar um sjónarmið sem felast í trú á hreinleika annas vegar og fjölmenn- ingarlegt lýðræði hins vegar. Þá ræð- ir Þröstur Helgason um tunguna, blaðamennsku og hlutlægnisgoð- sögnina, Birna Arnbjörnsdóttir um íslensku, ensku og atvinnulífið, Tosh- iki Toma mun flytja erindið „Íslensk skurðgoð – séð með augum innflytj- enda“ og að lokum veltir Þórarinn Eldjárn fyrir sér hvort leyfilegt sé að elska íslenskt mál án þess að vera grunaður um málrembu. Þórunn bendir á að erindi fyrirles- ara á málþinginu sýni ekki síst hversu margvíslegum spurningum Íslendingar standi frammi fyrir í þessum efnum. „Þar verður m.a. rætt um íslenska málstefnu í fjölmenning- arlegu samfélagi, um íslenskt mál í fjölmiðlum, um tvítyngi og málrækt, um íslensku og útlensku og að lokum verður íslensk málrækt rædd út frá sjónarhóli innflytjanda á Íslandi. Það verður komið víða við og vonandi nást upp líflegar og málefnalegar umræð- ur í kjölfarið.“ Málþing um viðhorf til íslenskrar tungu í Þjóðarbókhlöðunni á morgun „Stöndum frammi fyrir margvíslegum spurningum“ KARIN Sander fjallar um eigin verk á fyrirlestri í LHÍ á Laugarnesvegi 91, kl. 12.30, í stofu 24, á mánudag. Nánari umfjöllun um hana er í tengslum við sýningu í i8 hér að ofan. Opni listaháskólinn fékk á sl. ári styrk frá kristnihátíðarnefnd til fyr- irlestrahalds um trú og list. Ákveðið var að fá listfræðingana Þóru Krist- jánsdóttur og Halldór B. Runólfsson til þessa verks. Halldór flytur sinn fyrirlestur í Skipholti 1 miðvikudag- inn 21. mars kl. 12.30 í stofu 113. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Er nútíma trúarlist trúverðug?“ Halldór fjallar um myndlist sem sköpuð hefur verið með hliðsjón af trú og kirkju á síðustu áratugum. Námskeið Grafík – nýjar aðferðir heitir nám- skeið sem hefst 27. mars í Grafík- verkstæði Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91. Kynnt verður Image On sem er ný grafísk ljós- myndatækni. Kennari er Ríkharður Valtingojer myndlistarmaður. Nám- skeið í umbroti prentgripa hefst 19. mars í tölvuveri Listaháskóla Ís- lands, stofu 301. Kennd verða und- irstöðuatriði umbrots í QuarkXPress umbrotsforritinu. Kennari er Margrét Rósa Sigurðardóttir, prent- smiður og kennari í grafískri hönnun í LHÍ. Fyrirlestr- ar í LHÍ ÁRLEG samkeppni í flutningi ljóða fyrir nemendur í frönsku í fram- haldsskólum fer fram í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík, á morg- un, laugardag, kl 12:30. Þrettán nemendur frá átta skólum munu flytja utanbókar mörg af kunnustu ljóðum franskra bókmennta. Tónlist með frönsku ívafi verður í boði nem- enda á píanó, fiðlu, óbó og flautu. Það er Félag frönskukennara í samstarfi við franska sendiráðið sem skipuleggur keppnina. Frönsk ljóðakeppni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.